Morgunblaðið - 04.03.1949, Page 9
Föstudagur 4. mars 1949.
MOKGUNBLAÐIÐ
9
Þar sem Moregur og Rúss-
land inætasta
FYRIR NOKKRU birtist grein
í ,,Daily Herald“ í London um
„undarlegustu landamærastöð í
Evrópu“ á landamærum Nor-
egs og Sovjet-Rússland. Landa
mærin á milli þessara tveggja
þjóðlanda, eða „Járntjaldið",
sem skilur þau, er 120 km á
lengd. En samgöngur yfir þau
takmörk eru aðeins leyfð, um
eina landamærastöð. — Og er
næsta litlar að því er blaða-
maðurinn hermir, sem ómak-
að hefur sig þangað norður
eftir.
Landamærastöðin er við veginn
skamt frá Elvenesi. Á stöð þess-
ari eru tíu norskír dátar, og
einn „oberst“-lautinant. Dát-
arnir gera ekki annað en að
spila, og sofa þess á milli. —
Rólegt líf.
Fánastengur eru við veginn,
sitt hvoru megin við landamær-
in. Þær eru sem oftast auðar.
Ekkert kvikt sjest þar venjul.
svo langt sem augað eygir. En
tvisvar í viku birtast yfirvöld-
in, sitt hvoru megin við landa-
mærin, á þriðjudögum og föstu-
dögum. Lautinantarnir renna
augunum upp eftir fánastöng-
unum. Sjeu þær auðar, er það
til merkis um að engin við-
skifti eigi að verða í það skift,-
ið yfir línuna. En ef hvítt
merkjaflagg kemur upp t. d.
Rússa megin, þá er það til
merkis um að hinn rússneski
„oberst-lautinant“ óskar eftir
því, að fá að hafa tal af hinum
norska starfsbróður sínum,
Magnúsi oberst-lautinant.
Þá gengur Magnus hátíðlega
100 metra út í „millispilduna“
á landamærunum, með þögulan
hervörð í fylgd með sjer. Og
sá rússneski leggur af stað sín
megin og gengur jafn langt út
í millispilduna, með samskonar
fylgd. En aldrei leggur sá rúss-
neski af stað, fyrr en sá norski
er kominn á hreyfingu.
Þó sá rússneski sje búinn að
vera við landamærastöð þessa
Einkennilegarumgengnis
venjur undir beru lofti
Kort af landamærum Noregs,
Rússíands, Finnlands og Sví-
þjóðar.
í tvö ár, hefir það aldrei kom-
ið fjnir, að vart yrði við, að
hann drægi hvíta merkjafána
sinn að hún, nema hann hafi
fengið til þess fyrirskipanir frá
Moskva. Og aldrei hefur hann
tekið neina ákvörðun sjálfur
um nokkurn hlut. Um allt verð-
'ur hann að spyrja Moskva-
stjórnina. í sumum málum er
Moskvastjórnin svo sein á sjer,
með svar, að eitt og annað er
ósvarað af því, sem hún var
spurð um á árinu 1946.
Oft flýgur hvíti fáninn að
hún Noregsmegin, til þess að
reka á eftir svari, um eitt og
annað, sem óafgert er. En þegar
svar kemur frá Moskva, við ein
hverri fyrirspurninni, þá er sá
rússneski ekki lengi á sjer, að
gefa til kynna eða gera aðvart.
Magnus hinn norski heldur því
fram, að hinn rússneski starfs-
bróðir hans sje í raun rjettri
allra besti náungi. Það versta
við hann sje, að hann fái ekki
að taka ákvarðanir, um eitt eða
neitt, upp á sitt eindæmi.
Þegar Magnus hafði fundið
að ekkert gæti orðið úr fjelags-
legri samvinnu yfir landamær-
in, milli hans og þess rússneska,
stakk hann upp á því, að þeir
legðu símalínu á milli sín, svo
þeir gætu símað sín á milli þeg-
rr þeir hefðu eitthvað að segja
hvorir öðrum, en þyrftu ekki að
talast við undir beru lofti, í
öllum veðrum. Send var fyrir-
spurn til Moskva. Svarið var
lengi á leiðinni. Það var kurt-
eisleg neitun. Þá stakk Magnus
upp á því, að þeir ættu að talast
við á skrifstofu hans Noregs-
megin. Moskva svaraði neit-
andi, að þeir töluðu þar saman.
Þá hjá þeim rússamegin.
Aftur nei.
Næst var spurt, hvort ekki
mætti gera ofurlítinn skúr, eða
skýli á miðri milliræmunni. —
Bygiángarkostnaðurinn yrði
greiddur af Norðmönnum.
Þetta þótti þeim rússneska
snjallræði. Og sendi enn fyrir-
spurn t.il Moskva- Leið og beið
uns svarið kom. Það var ekki
fyrr en í síðasta mánuði, að
neitun kom frá Moskva um
þessa tillögu.
Svo enn verða landamæra-
ofurstarnir að hittast undir
beru lofti í hvaða veðri sem er,
standa þar í loðkápum sínum,
og bera fram óskir sínar og um_
kvartanir. Svo sem um það þeg-
ar Lars bóndi Larsen í næstu
bygð Noregsmegin, hefir misst
geithafur, og uppá stendur, að
skepnan hafi brotist austur fyr-
ir Járntjald, alveg í óleyfi að
sjálfsögðu. En þareð eigi muni
Framh. á bls. 12.
Á LANDAMÆRUM Noregs og Rússlands. Áin í Pasvikdalnum skilur lönd Rússa og Norðmanna.
Landið fremst á myndinni er norskt, en rússneskt handan árinnar.
Kommúnistar eru
hræddir við stjórnir
verkalýðsfjelaganna
Frá fundi í Fuilfrúaráði verkalýðsfjeiag-
anna s. i. miðvikudag
S. L. MIÐVIKUDAGSKVÖLD
var haldinn fundur í Fulltrúa-
ráði verkalýðsfjelaganna í
Reykjavík. Eftir tveggja mán-
aða vangaveltur hugkvæmdist
stjórn fulltrúaráðsins að boða
til fundar, þar sem ræða átti
um hina tilefnislausu brott-
vikningu Þorsteins Pjetursson-
ar sem starfsmanns fulltrúa-
ráðsins.
Manndómur formanns full-
trúaráðsins Eggerts Þorbjarn-
arsonar, var þó ekki meiri en
það, að hann ætlaði að hespa
þetta mál af án umræðna, en
fulltrúar ýmsra þeirra fjelaga,
sem staðið hafa að rekstri skrif-
stofu fulltrúaráðsins undanfar-
in ár, kröfðust skýringa af
stjórn fulltrúaráðsins. Formað-
urinn svaraði aðeins með dylgj-
um um starf Þorsteins Pjeturs-
sonar og færðist undan því að
gefa nokkra ástæðu fyrir upp-
sögninni. Hinsvegar var hann
ekki á móti því að Þorsteinn
hefði unnið vel fyrir fjelögin,
en fyrir fulltrúaráðið sem slíkt
hefði hann ekki unnið þau störf
sem ætlast hefði verið til af
honum. Þegar Eggert var spurð
ur að því hversvegna skift hefði
verið um lása á skrifstofunni á
sömu stundu og uppsögnin var
afhent, og formönnum þeirra
fjelaga sem afnot höfðu af skrif
stofunni verið þar með gert ó-
kleift að komast þar inn, þá
svaraði Eggert því til „að með
tilliti til þekkingar okkar á þess
um sjerstaka manni, var skift
um lása á skrifstofunni.
Svo algjört var rökþrot full-
trúaráðsstjórnarinnar í þessu
hneykslismáli, að svör hennar
voru ekki annað en ógeðslegar
dylgjur um störf Þorsteins Pjet
urssonar. Þetta leyfðu þeir
Eggert og Snorri Jónsson járn-
smiður varaformaður fulltrúa-
ráðsins sjer, þrátt fyrir það að
fulltrúar þeirra fjelaga, er mest
afnot hafa haft af skrifstofunni,
lýstu því yfir hver af öðrum, að
i Þorsteinn Pjetursson hefði leyst
störf sín fyrir fjelögin vel og
samviskusamlega af hendi.
Að lokum rann aðstandend-
um fulltrúaráðsstjórnarinnar
svo til rifja hin lítilmannlega
framkoma Eggerts og Snorra,
að ritari fulltrúar. Einar Ög-
mundsson gat ekki orða bund-
ist að skýra frá hinni raunveru-
legu ástæðu fyrir uppsögn Þor-
steins, þ. e. að Þorsteinn hefði
á sínum tíma ekki verið spor-
ljettur við að útmá andstæðinga
kommúnista í verkalýðshreyf-
ingunni. Gleggra gat svarið
ekki verið. Þorsteini Pjeturssyni
var ætlað að taka laun hjá
verkalýðsfjel. til að skipuleggja
hverskonar klíkustarfsemi inn-
an þeirra, en þegar fram-
^ kvæmdastjóra kommúnistafl.
I varð það ljóst, að Þorsteinn
taldi að starf sitt ætti að mið-
ast við það að aðstoða verka-
lýðsfjelögin í þeirra starfi, án
tillits til stjórnmálaskoðana, var
nærvera hans á skrifstofu full-
trúaráðsins ekki þoluð lengu.r.
Á fundinum kom fram til-
laga frá Óskari Hallgrímssyn*
forrnanni Fjelags ísl. rafvirkja
um að leggja mál þetta undir
úrskurð stjórna verkalýðsfjelag
anna innan fulltrúaráðsins.
Formaður fulltrúaráðsins var
sýnilega ekki hrifinn af svo lýð-
ræðislegri afgreiðslu málsins og
kom með frávísunartillögu, sem
í krafti flokksagans var sam-
þykkt. Er það að vísu skiljan-
legt að Einar Ögmundsson og
Snorri Jónsson og aðrir fyrver-
andi forustumenn verkalýðs-
fjelaganna, vilji ekki eiga úr-
slit mála undir stjórnum verka-
lýðsfjelaganna.
Þegar greidd voru atkv. um
till. stjórnar fulltrúaráðsins um
staðfestingu á uppsögn Þor-
steins, kom fram ósk um nafna-
kall. Við það tækifæri ætlaði
Edvarð Sigurðsson að ærast.
Varð nafnakall þó framkvæmt
og í krafti flokksagans var til-
laga stjórnarinnar samþykkt
með 46 atkv. gegn 21.
Alflee kemur lil
Berlín í dag
BERLÍN, 3. mars — Heimsókn
Attlees forsætisráðherra til
Berlín á morgun (föstudag),
ætti að gefa rússneskum stjórn-
málamönnum ,,ágætt tækifæri
til að hugsa um það, hversu
stefna þeirra hefur mistekist
síðan Potsdamsamþykktin var
undirrituð“, sagði einn af tals-
mönnum Breta í Berlín í kvöld.
„Attlee, Truman forseti og
Stalin marskálkur undirrituðu
samþykktina í ágúst 1945“,
sagði talsmaðurinn ennfremur.
,,Síðan það var gert, hefur eng-
inn þeirra komið til Berlín. Nú
er tími til þess kominn, að
rússnesku stjórnarvöldin standi
við skuldbindingar Stalins. Fyr
verður ekki hægt að koma á
efnahagslegri og stjórnmála-
legri einingu í Þýskalandi, nje
heldur að hefja umræður um
tillögur Rússa um brottflutning
hernámsliðanna“.
Austumskum börn-
um boöiö til Spánar
MADRID — Um 500 austur-
rískir drengir á aldrinum sex
til ellefu ára dvelja um þessar
mundir á Spáni í boði kaþólskra
samtaka þar í landi. í ráði er
að drengirnir verði þar alls í
sex mánuði, en að þeim tíma
loknum er von á um 80Ö aust-
urrískum stúlkum á sama reki.
— Reuter.