Morgunblaðið - 04.03.1949, Síða 14

Morgunblaðið - 04.03.1949, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. mars 1949. -I .-“c-'... . Framhaldssagafl 20 iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiimiminiumiiiiiiiiiiiiiiiiHminiiiiiiiiikt'U HESPER I Eftir Anya Seton orðinn barnalega áhyggjufullur á svipinn. „Jeg er heldur ekki blind af ást“, tautaði Susan. En einmitt á þessu augnabliki var henni hiýrra til hans en nokkurn tímann fyrr. Roger var ánægður með gift- inguna, nema hvað hann sá eftir að missa Hesper af heim- iiinu. En hann var hræddur yfir 'að sjá hve hamingjusöm 'tuin var, og honum fjell vel við Evan. Hann yfirheyrði Evan •um fjölskyldu hans og skrifaði svo borgarstjóranum í fæðing- arborg hans- Þessar upplýsing ar voru honum nægilegar til þess að hann gaf sitt föðurlega aamþykki til giftingarinnar. Við kvöldverðarborðið dag- inn fyrir giftinguna, ýtti Rog- er frá sjer diskinum og horfði á Hesper og Evan til skiptis, og glettnin skein úr augum hans. Hesper brosti til Evans, en hann var alvarlegur á svip og brosti ekki á móti. Jeg má ekki vera að nöldra, hugsaði hún. Það er giftingardagurinn okkar á morgun. Hann elskar mig. Hann sagði það. Hann er öðru vísi en aðrir. Jeg þekki svo sem heldur ekki marga menn. Bara pabba og Johnny. Sár söknuður greip hana, en hvarf aftur von bráðar. Ef þetta hefði verið dagurinn fyr ir giftingu okkar Johnnys þá hefði verið hjer fullt af fólki og við mundum dansa. Helm- ingurinn af íbúunum í Marble- tiead mundi vera hjerna. Við mundum dansa fram undir morgun og svo hefðum við ver- ið gefin saman í kirkjunni í fyrramálið. Svo mundi aftur vera veisla og við mundum dansa meira. Og síðan hefðum við lagt af stað til Boston með bátnum hans, eins og við höfð- um svo oft talað um. — Eftir nokkra daga hefðum við svo komið aftur hingað. Hún leit í kring um sig í eld- húsinu. Hún varð allt í einu gripin óþreyju og andúð á um- hverfinu. Nú kem jeg ekki aft- ur hingað. Jeg hata þennan stað. Hún og Evan ætluðu að búa í New York, og þau ætluðu ekki að fara með skipi, heldur með lestinni. Evan hafði viljað fara aftur til New York. Hann ætlaði ekki að ljúka við mynd- ina af henni við Castle Rock. Hann vildi ekki mála sjóinn, eins og hann hafði ætlað fýrst. Hann vildi ekki einu sinn minn ast á myndina. En það fannst henni ágætt, því að hún hafði átt hug hans allan síðustu vik- una. Hún leit til Evans með þakk Iætisbros á vör. Hún gat ekki farið leynt með ást sína. Hann leit í augu hennar á móti, eins og hann gæti lesið inn í innstu hugskot hennar. Hún fjekk hjartslátt og henni fannst hroll ur fara um sig- A morgun, hugsaði hún, og komst í svo mikla geðshrær- ingu við tilhugsunina, að hún gat ekki setið kyrr. Hún taut- aði einhverja afsökun og gekk út. Hún vonaði að Evan mundi koma á eftir henni. Hún hik- aði við undir kastaniutrjenu, en hann kom ekki, svo að hún gekk hægt út um hliðið og nið- ur götuna. Úti var dimmt og kyrrt, og henni varð rórra við gönguna. Hana langaði allt - í einu til að ganga um bæinn og kveðja hann í síðasta skipti. Göturnar voru mannlausar, því að fólk sat að kvöldverði. Hún gekk hart upp brekkuna, því að henni fannst hún vera óvenjulega ljett á fæti. Fram- undan bar kirkjugarðinn við aökkan himininn. Hún gekk upp stiginn og inn í garðinn, og hugsaði um það um leið, hve oft faðir hennar hafði dregð hana með sjer upp í kirkjugarðinn til að skoða leg- steina forfeðranna. En nú þegar hún var að fara, fanst henni hún þurfa að kveðja þá. Hún gekk beina leið að grafreitnum. Þarna sá hún nöfnin grafin í flögusteinana: Isac, John, Moses, Thomas og eiginkonur þeirra. Allir voru steinarnir skreyttir höfuðkúp- um, ljám og englum. Pabbi hennar hafði sagt, að Mark og Phebe mundu einnig vera graf in hjerna, en legsteinar þeirra hefðu týnst fyrir löngu síðan. „Nú er jeg að yfirgefa ykkur öll sömul“, sagði hún lágt. „Jeg er að fara í burtu með Evan“. Það var eins og þöglir, gráir, steinarnir gerðu allir sitt til að auka á kyrðina í garðinum. Hafgolan læddist upp hæðina. Hesper stóð teinrjett og ljet goluna leika um andlit sitt. Það kviknaði á vitanum hin- um megin við höfnina, og það var farið að kveikja í húsunum niðri í bænum- Tvö skip sigldu inn höfnina. Hún heyrði ára- glamur og lyktin af fiskinum á trönunum við bryggjuna fyllti vit hennar. Hún snjeri aftur niður brekk una. Hún sá móta fyrir þakinu og reykháfunum tveimur á veitingahúsinu. „Arininn og örninn“. Skyldi Evan enn sitja inni og hlusta á rausið í föður hennar? Hvers vegna kom hann ekki á eftir mjer?, hugs- aði hún. Hún gekk hægt í átt- ina heimíeiðis. Þegar hún kom fyrir hornið, sá hún hávaxinn mann koma á móti henni. H»rra Porterman! Alltaf þurfti hún að rekast á hann. Áður fyrr hafði hún forðast hann eins og hún mögulega gat. En eftir síðustu heimsókn, hafði óvild hennar í hans garð horfið með öllu. Amos Porter- man, og reyndar allir í Marble- head, voru farnir að skipta hana svo litlu. Hún gekk bros- andi á móti honum. „Góða kvöldið. Voruð þjer að koma í heimsókn til okkar?“, sagði hún glaðiega. Amos hrökk við, þegar hann kom auga á hana. Honum vafð ist tunga um tönn og hann kom ekki upp nokkru orði. Hún var svo óvenjulega vin- gjarnleg. Hann kinkaði kolli, tók ofan hattinn, og hjelt honum klaufa lega upp við barminn. Hún hallaði undir flatt og horfði glettnislega á hann. „Jeg, fer nú að halda að yður sje meira en lítið hlýtt til mömmu, úr því að þjer komið svona oft“. „Hespþr“;, Hann fór að hlæja. „Þjer eruð alt öðru vísi en jeg hef haldið“. Brosið hvarf af vörum henn- ar. „Jeg er öðru vísi en jeg var“, sagði hún. „Nú er jeg hamingjusöm“. Hann leit undan. Hún hjelt áfram göngunni og hann slóst í för með henni. „Er það satt, að þjer ætlið að giftast þessum .... þessum Redlake á morgun?“. „Já“. „Jeg vildi óska að svo væri ekki“, sagði hann lágri röddu. „Þjer eigið að- giftast öðru vísi manni, manni, sem getur sjeð vel fyrir yður ....“• „Hvaða vitleysa", sagði hún. Hún tók eftir því að það var ekkert Ijós í herbergi hans. Hann hlýtur að bíða eftir mjer niðri í eldhúsi. „Auk þess hef- ur enginn annar beðið mín, síð an Johnny dó .... Amos nam staðar við lim- girðinguna í skugganum við kastaníu-trjeð. Hann lagði hönd sína á handlegg hennar. „Jeg er að biðja yðar núna, Hes- per“. Hún starði á hann eins og steini lostin. „Hvað?“, hrópaði hún og rak upp hvellan hlátur. Tunglið skein í gegn um blöð- in á kastaníutrjenu og varpaði birtu á karlmannlegt andlit hans. Svipur hans var alvar- legur og beiskjublandinn. „Já, jeg býst við að það sje hlægilegt, en mjer er samt al- vara“, sagði hann og kross- lagði hendur vandræðalegur. Henni þótti leitt að hafa sært hann, en hún var svo undrandi, að hún kom varla upp nokkru orði. „En Charity?“, stundi hún upp. Af öllu því sem henni datt í hug, fannst henni einna und- arlegast að Amos skyldi hafa gleymt henni. Henni fannst sjer mikill heiður gerður, hún var spennt og afskaplega for- vitin. Undir niðri var hún líka hreykin. Hún mundi segja Evan frá þessu .... en engum öðrum. Það mundi ekki vera rjett, en Evan mundi þá sjá að fleiri en hann vildu fá hennar. „Jeg get ekki gifst Charity", sagði Amos þurrlega. „Jeg er löngu búinn að gera mjer það lióst“. Hann vildi helst ekki hugsa um Charity. Það ,var skömm að því, að hafa haldið henni í voninni svona lengi. „Jeg elska þig“, stundi hann upp með erfiðismunum og kreisti hattinn á milli handa sjer. Honum fannst hann vera ósköp kjánalegur. „Jeg er ekkert hissa á því að þjer Til sölu j ísskápur, eldri gerð, gólf- \ teppi nýtt og notað bíla [ gúmmí, ýmsar stærðir, i suðuplötur, rafofnar, tví- 1 buravagn og kerra, mokka = stell 12 m., kínamunstur, i o. m. fl. i VÖRUVELTAN Kverfisgötu, 59. — Sími i 6922. I Fólkib i Rósalundi Eftir LAURA IITTINGHOFF \ 22. 1 — Farðu nú og vertu kurteis og heilsaðu gestunum, sagði hún. Pjetur hneigði sig mjög prúðmannlega fyrir Steinunni frænku en síðan sneri hann sjer að Þyri og tók í hönd hennar, en um leið bljes hann út vörununa, svo að þær urðu þykkar og rauðar eins og á vatnahesti. í»að var nýjasta grettan hans og auk þess .ranghvolfdi hann svo augunum, að Þyri hrökk við af hræðslu og hörfaði undan, sannfærð um, að þarna hefði hún mætt fávita eða einhverskonac vansköpuðum aulabárði. Pjetur sneri sjer snöggt við og var að því kominn að springa af hlátri. í þremur stórum stökkum var hann kominn upp í kvistherbergið, þar sem þeir voru enn Jó- hannes og Gústaf. — Þið eigið að koma niður að drekka te, sagði Pjetur. — Þetta er Pjetur bróðir minn, sagði Jöhannes við Gústaf, sem var að hengja upp á alla króka sem hann fann, veiði- stangir og færi, net, örvar, boga, boxhanska og ágæta byssu, Hann leit á Pjetur. — Heyrðu drengur minn, sagði hann og Ijet smella í langri svipu, sem hann hafði í hendinni, — Það er kassi með skotfærum niðri í vagninum, stökktu þangað og sæktu hann og komdu með hann hingað til mín, en þú verður að gera það þegar í stað, á sekúndunni. Já, láttu það ganga, bætti hann við og sló með svipunni upp í loftið, svo að small í. Pjetur horfði á hann með uppglenntum augum og skyndi- lega tók hann viðbragð og þaut eins og byssubrenndur út úr herberginu. • FJÓRÐI KAFLI Fyrsta nóttin. Dagurinn var loksins kominn að kvöldi. Steinunn frænka hafði kvatt eftir að hafa áminnt börnin á margan hátt um að vera þæg og góð. Pjetur litli var faiinn að hrjóta svo að glumdi við í þakherberginu, en þangað hafði rúmið hans íyiibcr Tno^au/rJzci — Það er konan yðar, hún segir að það sje kviknað í heima hjá yður. ★ Ekkert er svo illt . . . Síðan í fyrri heimsstyrjöld- inni hefur trjefóturinn angrað André Alexandre mjög, en dag nokkurn komst hann að raun um að ekkert er svo með öllu illt að ekki geri nokkuð gott. Alexandre sat inn í kaffi- stofu, þegar drukkinn maður ruddist inn í krána og hóf skot hríð á aumingja André, en til allrar hamingju hæðu skotin hann hvergi nema þrjú í trje- fótinn. ★ Geðveiki Edwin L. James, ritstjóri, „New York Times“ skrifar: — Ef maður frá mars kæmi hing- að til Jarðarinnar og stæði á Tempélhof-flugvellinum í Ber- lín, og yrði sjónarvottur að því er hver flugvjelin á eftir ann- ari rendi sjer inn á völlinn, með 9 smálestir af kolum (hver smálest kostar um 700 krónur) á meðan vagnar fimm járnbrautarfjelaga stæðu hreyf ingarlausir og ryðguðu niður undir berum himni, myndi hann segja: „Mennirnir á Jörð inni em algerlega geðveik- Krókodíiarnir þurftu að bíða iengi Síðast á fyrra ári var komiS með tvo krókodíla frá Kína til dýragarðsins í Leipzig í Þýska landi, en ferðalagið hafði tekið þá tíu ár. Krókodílamir voru veiddir S Jangtsekiang árið 1938- — Á meðan þeir biðu eftir skipsferð í Shanghai eyðilagði japönsk sprengjuflugvjel búrið, sem þeir voru í, þannig að þeir sluppu lausir. Nokkrum mán- uðum síðar fundust þeir í hafn arborg einni marga kílómetra frá Shanghai. Þegar stríðið í Evrópu brautst út var för þeirra frest- að, og á leiðarenda komust þeir ekki fyrr en nú nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.