Morgunblaðið - 05.03.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1949, Blaðsíða 1
16 siður 36. árgangui 53. thl' — Laugartlagur 5. mars i949. PrentsmiSja Morgunblaðsin* Landréðayfirlýsing danskra kommúnisfa er loðin en í samræmi við Ihorezlínuna Einkaskeyti til Morgunblaðsins. KAUPMANNAHÖFN, 4. mars. —- Kaupmannahafnarblöðunum ■ kemur saihan um í dag, að enda þótt stefnuyfirlýsing Aksei Larsen, leiðtoga kommúnista, í gær sje loðin, geti'enginn efast ■ um, að hún sje sömu tegundar og landráðayfirlýsing Thorez og ' annarra kommúnistaforingja. Finnar rjeðusl á Rússa, segir Larsen! Larsen sagði í ræðu sinni á flokksfundi kommúnista, að danski konimúnistaflokkurinn mundi berjast við hlið Sovjetríkjanna móti öllum árásarþjóðum. Rússar mundu aldrei hefja árásar- , stríð, sagði liann, og bætti því við, að það hefðu verið Finnar, sem rjcðust gegn Sovjetríkjunum 1940! Þetta gefur nokkuð góða liugmynd um, hvernig Larsen og aðrir danskir kommúnislar túlka hugtakið árásarstríð. Á Thorezlínunni Socialdemokraten skrifar um ræðu Larsens ,að hann hafi í henni lýst yfir stuðningi sínum við Thorezlínuna, en þó reynt að klóra yfir þá staðreynd. „Vitum hvar þeir standa“ Politiken skrifar, að stefnu- yfirlýsingin hafi sýnilega vald- ið kommúnistum miklum heila- brotum, en þó sje stefnan greinl leg, þrátt fyrir allar tilraunir til að hafa orðalagið sem óljós- ast. Ræðan sýni skilyrðislausa hlýðni við Rússa. „Hvað sem nú kann að ske, vitum við hvar í flokki þeir standa,“ segir blaðið að lokum Suður-Afríka og S. Þ. HÖFÐABORG — Suður-Afríka hefur ákveðið að hafa að engu íyrirmæli Sameinuðu þjóðanna um að senda árlega skýrslu um verndargæslusvæði sitt i Vestur- Afríku. Rædd þáltlaka fleiri ríkja í stofnun Atlanfshafsbanda- lagsins WASHINGTON, 4. mars. — Undirbúningsnefnd Atlantshafs bandalagsins kom saman á fund í Washington í dag, til þess að ræða, hvaða löndum eigi að bjóða þátttöku í undirbúnings- viðræðum bandalagsstofnunar- innar. Hjá nefndinni liggur fyr- ir þátttökubeiðni frá Ítalíu. Wilhelm de Morgenstierne, sendiherra Norðmanna í Was- hington, kom á nefndarfundinn einni og hálfri klukkustund eft - ir að hann hófst, og var þá formlega boðinn velkominn. — Reuter. Byrjað að reka rúmenska bæncfyr af förðum sínum Allar jarðir í Rúmeníu þjóðnýltar Ej>ikaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I.ONDON, 4. mars. — Erindrekar rúmensku kommúnistastjórn- arinnar byrjuðu í dag á fjölmörgum stöðum að reka bændur og fjölskyldur þeirra af jörðum sínum, en lögin um þjóðnýtingu allra jarða í Rúmeníu eru nú gengin í gildi. Skýrði einn af tals- mönnum breska utanríkisráðuneytisins frá þessu í kvöld, og kvað fregnir þegar vera farnar að berast af því, að kommún- istar sýndu enga linkind í þessum jarðránsframkvæmdum síhum. Sameignarbúskapur £ Talsmaðurinn sagði, að stefna^arlaust til verks. Hinir komm- rúmenskra kommúnista væri að^únistisku erindrekar gæfu fólk koma á algerum sameignarbú-'*inu sáralítinn tíma til að flytj- skap, að fyrirmynd Rússa. Væru*ast á brott, og það fengi aðeins t þær bændafjölskyldur reknar»að taka með sjer það af eignum úr húsum sínum, sem mótmæltunsínum, sem kommúnistasendi- jarðráninu, og þá gengið vægð-J,mönnunum þóknaðist. Einræðisstjórnirnar en ekki lýðræðisþjóðirnar ógna heimsfriðnum Einarðleg ræða norska for- sælisráðherrans á þinginu Norski forsætisráð- herrann Einar Gerhardsen forsætisráð- lierra, lýsti yfir í þingræðu i gær, að það væru einræðisríkin en ekki lýðræðisríkin, sem ógn- uðu friðnum í heiminum. Mörg flugslys FRANKFURT — Þrjár banda- rískar orustuflugvjelar eyðilögð- ust í flugslysum í Þýskalandi seinni hluta febrúarmánaðar. Hafnar samningstilboði Sovjelríkjanna Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. OSLO, 4. mars. — „Það er erfitt að taka kommúnista alvarlega, þegar þeir kalla okkur stríðsæsingamenn,“ sagði Einar Ger- hardsen, forsætisráðherra Noregs, í ræðu í Stórþinginu í dag, er haldíð var áfram umræðum um hið fyrirhugaða Atlants- hafsbandalag og þátttöku Norðmanna í því. „Stríðshættan hefur aldrei átt rót sína að rekja til lýðræðisríkja,“ hjelt forsætisráð- herrann áfram, — „það eru aðeins einræðisstjórnir fasista og kommúnista, sem sjá sjer leik á borði á styrjaldar- og hörm- ungatímum.“ Skuldbindingar Norðmanna og Rússa nægja Gerhardsen flutti ræðu sína, eftir að birt hafði verið svar Norðmanna við tilboði Rússa um ekki-árásar samning. í svari sínu hafnar norska stjórnin boðinu, meðal annars á þeim grund- velli, að bæði Npregur og Sovjetríkin hafi skuldbundið sig til að ráðast ekki hvort á annað, auk þess sem þessi lönd hafi, er þau undirrituðu stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna, unnið heit að því að hefja ekki árásarstríð. Danski ulanríkisráðherrann fer fil Bandaríkjanna Aflar sjer upplýsinga um Aflanfshafsbandalagið KAUPMANNAHÖFN, 4. mars. — Tilkynnt var hjer í dag að afloknum fundi í utanríkismálanefnd danska þingsins, að Ras- mussen, utanríkisráðherra Danmerkur, muni fara til Bandaríkj- anna í næstu viku, til þess að afla sjer upplýsinga um Atlants- hafsbandalagið fyrirhugaða. Talið er líklegt, að utanfíkis- ráðherrann haldi flugleiðis til Washington á þriðjudag' og dvelji þar í um tíu daga. Ræðir við Bandaríkjaleiðtoga í tilkynningu dönsku stjórn-! arinnar um för hans segir, að hann muni ræða við leiðtoga Bandaríkjanna um endanlega afstöðu Danmerkur til Atlants- hafsbandalagsins, en dönsku stjórnarvöldin geri sjer það ljóst að ekkert geti orðið úr hug- myndinni um skandinaviskt hernaðarbandalag. PARIS — Thorez liðhlaupi og leiðtogi franskra kommúnista hefur fullyrt í ræðu, að franska stjórnin hafi ekki rjett til að ganga í Atlantshafsbandalagið fyrirhugaða! í samræmi við stofnskrá S.Þ. Norðmenn segja í svari sínu við samningstilboði Rússa, að þeir sjeu þess fullvissir, að At- lantshqfsbandalagið fyrirhug- aða, sem Noregur nú hefir gerst aðili að, verði ekki not- að í árásarskyni, og að banda lagsstofnunin verði í fylsta samræmi við stofnskrá S. Þ. — Tekur norska stjórnin það fram, að hún muni ekki leyfa erlendar herstöðvar í landi sínu, nema á það sje ráðist eða vopnuð árás vofi yfir því. Yfirgnæfandi meiri- hluti Norðmanna I ræðu sinni í dag vakti Ger hardsen forsætisráðherra sjer- staka athygli á því. að allir þingmenn norsku lýðræðisflokk anna, en þeir væru fulltrúar yfirgnæfandi meirihluta þjóð- arinnar, stæðu á bak við ákvörð un þingsins um að taka þátt í undirbúningi Atlantshafsbanda lagsins. í sambandi við afstöðu norskra kommúnista til banda- lagsins, benti forsætisráðherr- ann á það, að Sovjetríkin og kommúnistaflokkar Evrópu reyndu nú eftir fremsta megni að koma í veg fyrir endurreisn Evrópu. Það væri því varla Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.