Morgunblaðið - 05.03.1949, Qupperneq 2
MORGUiSnLAÐlÐ
Laugardagur 5. mars 1949.
25
(tsÉólafyrirlesfcr
m rúnir
DR SVEN JANSSON flutti
fróðlegan fyrirlestur í háskól-
anum í gærkveldi um sænska
rúnastelna og hverja þýðingu
r faafa fyrir rannsóknir á
sögú fe-rfeðranna, sjerstaklega í
lok víkingaaldar eða um 1000.
í .stuttum setningum, þar sem
hvert orð er hnitmiðað, bregða
rúnáristurnar birtu yfir það
hvað norrænir menn hafa varið
víðförlir. Þar er getið um mörg
lönd og staði, alt frá íslandi til
Gyðíngalands, frá Svartahafs-
sf rön.d tii Englands.
Rúnasteinarnir sýna, að nor-
rænir menn hafa ferðast frá
Kyrjálabctni suður yfir Rúss-
lond að Svartahafi og þaðan á-
fi 'i)i ín’. Grikklands og Jórsala.
Sagt er frá norrænum köppum,
sem hafi borið beinin suður á
F. 'ikh i óh í Grikklandi, Vala-
kiet, Langbarðalandi, Rússlandi
og Finnlandi. Þar kemur nafn-
ið Eiunland fyrst fyrir. Minst
c-i einnig á Hólmsvík en það
mun nú gleymt nafn austan við
•finská flóann. Á einum steini
ei minst á menn sem hafi siglt
, dy> • knerri“ og minnir það
þogpr á vísu Egils Skallagríms-
sonar:
Stanaa uppi í stafni
stýra dýrum knerri .. .
Þá er og á einum steini getið
um þrjá menn, sem hafi tekið
„skaft af Englandi (friðkaup>.
Tósta, Þorkel og Knút. Sam-
kvæmt enskum heimildum er
hjei: áfct við Þorkel háva, for-
ingju Jómsvíkinga og Knút rika
D makonung. En hver var
Tósti? Um hann verður að leita
fi eðsÍLi hjá Snorra Sturlusvni
og taidi fyrirlesarinn ekki vafa
á -jð þrr væri átt við Sköglar-
T'ánta ssm Snorri segir frá.
Fyriríesarinn sýndi margar
sk.uggamyndir af þeim rúna-
sleinum, sem hann talaði um,
og hafa sumir þeirra fundist
riýlega. En þegar áletranir
þ i'-> allra eru dregnar saman,
sýna þeir og sanna hvílíkur dug
uv og kjarkur hefir verið í hinni
nocrænu kynslóð. Hún fór her-
ferðir í Austurveg og til Eng-
1 'kaupsýsluferðir austur í
•CLtrðaríki og suður á Grikkland
og pílagrímsferðir til landsins
•h-lga. '
frrír fyrverandí ráð-
toar drepir í Síam
BANGKOK, 4. mars. — Lög-
regJan í Síam drap í dag þrjá
fyrverandi ráðherra og einn
fyrvei. rindi þingmann, „er þeir
gerðu ctlraun til að flýja.“
Menn þessir voru drepnir,
tflir að lögreglan hafði hand-
tekið þá, vegna , gruns, sem á
þeim. hv-ildi, um að þeir ætluðu
að gera ífclraun til að steypa
'Si.onstjérr. af stóli. ’— Reuter.
isr&ikjáifti í Hindusldn
.DELHf. 4. mars. — Jarðskjálfta
varð. vart á nokkrum stöðum i
-Huidu v.an i dag, meðal annars
í DetV' og Lahore. í Lahore
hrur.du til jarðar tveir turnar
á J;.ái!Óf.3kri kirkjubyggingu.
E :.ki er viíað um, að nokkurn
npm ,þafi sakað. — Reuter.
Kommúnistar vænta sjer
stuðnings frá fieim
..hlutlausu46
LÆRDÓMSRÍKT er hvernig
sama sagan endurtekur sig í
hverju iandinu eftir annað. —
Ætíð þegar kommúnistar kom-
ast í hann krappan birtist dá-
lítil fylking til að bera blak af
þeim.
í þessum hóp eru nokkrir
frjálslyndir menntamenn, ein-
staka villuráfandi klerkur og
skýjaglópar ailra tegunda.
Rauði dómprófasturinn
og frk. Katrín.
Einn hinna kunnustu úr
þessu varaliði kommúnista cr
dómprófasturinn af Kantara-
borg. Hann er einnig nokkuð
þekktur hjer á landi, því að
fyrir nokkrum árum þýddu ís-
lenskir kommúnistar eftir hanri
bók um Rússland og gáfu hjer
út. ,
Rússlandsbók dómprófastsins
var svo til komin, að hann hafði
skroppið til Rússlands og verið
þar í nokkrum heldrimanna
boðum. Síðan ritaði hann mikla
lofgerðarrollu um hið kommún-
istiska þjóðfjelag. Fyrir þau
skrif sín, varð hann að viðundri
víðast hvar, sem til þeirra
spurðist. En í þenna fróðleiks -
brunn sækir frk. Katrín Thor-
oddsen rök sín fyrir ágæti
kommúnismans í framkvæmd.
Itver gefur sig fram?
Heíðarklerkur þessi hefur
nú alveg nýlega láíið til sín
heyra út af ofsóknunum, sem
stanaa yfir gegn kristinni
kirkju fyrir austan járntjald.
Hann hefur lýst yfir því, að
rjettarhöldin yfir Mindszenty
kardínála hafi verið óaðfinnan-
ieg og dómurinn yfir honum
rjettlátur. Á sama veg segir
hann, að „tiifinning“ sín sje um
rjettarhöldin yfir búlgörsku
prestunum fimmtán.
Ekki er enn komið á daginn,
hvort nokkur íslenskur klerkur
eða guðfræði-dósent lætur hafa
sig til að feta í fótspor dómpró-
fastsins. Ef að líkum lætur
munu kornmúnistar þó áður en
varir tefla fram einhverjum
,.hlutleysingjanna“ til þessa
starfs. „Vondu mennirnir“ eru
vissulega í klípu þessa dagana
og þeir munu ekki gleyma
þeim, sem nú rjettir þeim hjálp
arhöntí. Vlð sjáum hvað setur.
Vitnisburour þeirra
þjökuðu.
Hitt er ekki nema að von-
um. að aimenningur furði sig
á. hvernig til sjeu komnar liin-
rr fáránlegu játningar, s.em frá
er sagt í rjettarhöldunum fyrir
austan járntjald þessa dagana.
Vð vísu er engin fullnægjandi
skýring tii á þeim ótrúlegu fyr-
irbrigðum, er þar gerast. En
óyggjandi skýralur vitna, sem
sjálf hafa komiat í klær hinna
kommúnistisku fangavarða,
varpa miklu og óhugnaniegu
ijósi yfir atburáina.
Aliir íslepdingar muna enn
eftir búlgörsku frelsishetjunni
Petkov. Eftir að hann hafði bar
Vilja að hjer komist á
sama rjettarfar og
austan Járntjalds
ist öllum öðrum betur gegn hinj
um nasistisku einræðismönn-
um. ljet kommúnistiski einræð- j
isherrann, Dimitrov, fremja^
rjettarmorð á Petkov, og taka
hann alsaklausan af lífi.
Saga búlgarska
þingmannsins.
í einni af síðustu ræðum sín
um á þingi Búlgara las Petkov
brjef frá vini sínum, þingmann
inum Petr Koyev, sem þjónar
Dimitrovs höfðu misþyrmt í
íangelsi.
Sjálfur fjekk Koyev nokkru
síðar að tala á þinginu, þegar
til umræðu var tillaga um að
svipta hann þingmannahelgi
sinni. Koyev sagði þá:
„Jeg veit að jeg sje ykkur
nú í síðasta skipti.....Játn-
ingar, sem höfðu í sjer fólgnar
ásakanir á mig, voru gerðar af
Abramov herforingja, þegar
þannig var komið fyrir honum.
að. er við vorum yfirheyrðir
saman, gat hann ekki lengur
staðið upprjettur.......... Ef
nokkrar nýjar játningar frá
mjer birtast, segi jeg ykkur 4
þessum stað og stundu, svo að
þið allir vitið það, að jeg heíi
gert þær undir gjörsamlega ó-
bærilegum kringumstæðum“.
Slíkur var vitnisburður hins
búlgarska frelsisvinar og þing-
manns. Skiljanlegt er, að komm
únistar vilji ekki láta marga,
er þvílíkar sögur hafa af þeim
að segja, ganga lausa.
Slapp af tilviljun
eftir 3¥j ár.
Um þessar mundir vekur mjög
mikla athygli frásögn manns,
sem af hreinni tilviljun slapp
úr klóm herlögreglunnar rúss-
nesku. Það er fregnritari sviss-
neska blaðsins heimskunna
„Neue Zúricher Zeitung“, dr.
Hoeffding að nafni.
Rússar hnepptu hann í varð-
hald 27. apríl 1945. Úr klóm
þeirra slapp hann ekki fyrr en
5. september 1948. Þá gat hann
strokið vegna truflunar, sem
kom á fangaverði hans, við lof*
flutninga Bandamanna til Ber-
línar.
Tildrögin til handatöku dr.
Hoeffdings voru þau, að hús-
ið, sem hann bjó í i Berlín. var
skotið niður. Það var á þeim
tíma, þegar barist var í stræt-
um Berlínarborgar.
Þeir lilutlausu eru
njósnarar, sagði Rússinn.
Ðr. Iioeffding sneri sjer þvi
til rússnesks herforingja og bað
hann um fyrirgreiðslu. Svörin,
sem hann fjekk voru þessi:
„í fyrsta lagi eru allir frjetta-
ritarar njósnarar, líka þeir
hlutlausu. í öðru lagi var Sviss-
land alls ekki hlutlaust í strið-
inu; — það var fasistiskt“.
Þetta var mat Rússans á
gildi og vernd hlutleysisins.
Hann ljet heldur ekki við orð-
in ein sitja, því að hann ljet
þegar í stað taka dr. Hoeffding
fastan, og setja hann í svarthol-
íð. Ef til vill verður síðar færi
á því, að skýra nánar frá því
hjer, sem fyrir dr. Hoeffding
bar, meðan hann var rússnesk-
ur fangi.
Það, sem að þessu sinni skipt-
ir máli, er, að dr. Hoeffding
komst að þeirri niðurstöðu í
sinni langvinnu fangavist, art
þeir, sem fangelsuðu hann hefði
gleymt eða aldrei skilið af
hverju hann hefði verið tekinn
fastur, en þyrði þó ekki að íaka
a sig ábyrgðina af að láta bann
lausan.
50 klukkustunda
yfirheyrsla.
Þessi hugsunarháttur er ein
af skýringunum á því að í Rúss
landi geti verið 8—14 miljónir
manna í fangabúðum. Leyni -
þjónustan rússneska hefði þó
átt að geta komist til botns í
máli dr. Hoeffdings, því að eitt
sinn var hann hafður um 50
klukkustundir til yfirheyrslu.
Á skemmri tima er hægt að
ofþreyta einmana fanga og
brjóta þá á bak aftur. En þeg-
ar svo er komið, segja menn
hvað, sem er, til þess eins að fá
hvíld.
Sú varð og reynslan í rjett-
arhöldunum í Budapest, eins og
frá var skýrt í blaðinu s .1.
miðvikudag, þegar sakborning-
ur afturkallaði játningar, sem
út úr honum höfðu verið pínd-
ar með látlausum og hvíldar-
lausum rjettarhöldum.
Hver vill vera hlutlaus
gegn ósómanum?
Allar eru þessar sögur svo
ótrúlegar, að skiljanlegt er, að
menn eigi erfitt með að trúa
þeim. En því miður eru sann
indi þeirra óvjefengjanleg.
Hitt er verra, að til eru menn
hjer á íslandi, sem ekki aðeins
verja þennan viðbjóð, heldur
beinlínis vilja koma honum á
hjer á landi. Sök sjer er samt,
að einstaka maður skuli gerast
málsvari þessarar spillingar,
því að mannleg niðurlæging
birtist í mörgum ólíkum mynd-
um'. Einnig þeirri, að óþokk-
ar óg afbrotamenn eiga sína
aðdáendur og fylgismenn.
Framh. á bls. 12.
Framh. af bls. 1
hægt að búast við öðru, en að
kommúnistaflokkarnir legðusfi
gegn frekari og enn öflugri sam
vinnu lýðræðisþjóðanna.
Ræða Lange
Halvard Lange utanríkisráð<
herra, tók einnig þátt í umræð
unum á þinginu í dag. Hann
endurtók þau ummæli sín, að
hugmynain um Atlantshafs-
bandalag væri í algeru sam-
ræmi við stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna, og ítrekaði, að
Norðmenn vildu stuðla að efl
ingu samtakanna.
Skandinavíubandalag
, .. . 1
ur sogunm
Lange lagði enn á ný áherslUl
á, að sá möguleiki væri nú ekki
fyrir hendi, að stofnað yrði
hervarnarbandalag Skandina-
víu. En hann kvaðst skilja af-
stöðu Svía til Atlantshafsbanda
lagsins, bæði vegna reynslu
þeirra og legu landsins. „En
við getum ekki fetað í fótspor
Svíþjóðar“, sagði Lange. „Við
getum ekki bygt öryggi lands
okkar á voninni um, að okkun
takist að halda því utan við
heimsstyrjöld“.
1
Friður og frelsi
Norski utanríkisráðherrann'
sagði, að Noregur mundi
aldrei gerast aðili að samtök-
um, sem bygðu tilveru sína á
væntanlegum hernaðaraðgerð-
um gegn Rússum eða nokkrum
öðrum þjóðum.
Hann kvaðst fullvis um, að
allir skildu það, að utanríkis-
stefna Noregs hextíi ætíð veri'ð
og mundi ætíð verða grund-
völluð á því að efla friðinn og
tryggja frelsi landsins- En við
verðum að leggja eitthvað að
mörkum, til þess að tryggja
þetta frelsi norsku þjóðarinn-
ar, sagði Lange, því að öðrum
kosti væri það lítils virði.
Getur verið um seinan
Hambro leiðtogi norska hægri
flokksins, og kommúnistaþing-
maðurinn Strand Johansen,
voru meðal þeirra, sem töluðu
á eftir Gerhardsen og Lange.
Hamþro lagoi áherslu á, a’ð
of seint yrði að grípa til örygg
isráðstafana, eftir að öryggi
landsins hefði þegar verið.
ógnað.
Johansen sagði: „Við komi
múnistar munum gera alt, sem
í okkar valdi stendur, til þesa
að koma í veg fyrir, að Norð-
menn verði flæmdir út í þettaí
hættulega Atlantshaf“.
NEW YORK, 4. mars. — Stjórh
arvöldin í Júgóslavíu tilkynntií
í dag, að þau mundu ekki veital
móttöku Rauða kross deildum,
sem í ráði vara að senda á veg-<
um S. Þ. til Júgóslavíu, til þessj
að annast um heimflutning það-i
an á grískum börnum.
Júgóslavíustj órn segir í sam-<
bandi við bar.n sitt, að henni
sje ekki kunnugt um.nokkuríj
grískt barn í landinu, sem kærí
sig um að fara heim!
— Reuter«