Morgunblaðið - 31.03.1949, Side 10

Morgunblaðið - 31.03.1949, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. mars 1949. Framhaldssagan 43 ivumniiinmn NESPER Eftir Anya Seton W&mguaMeikém Fólkib i Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOFF 43. loftið í eldhúsinu fylltist ilm- vatns-angan. „Get jeg hjálpað þjer nokkuð?“. „Nei. Þetta er allt tilbúið og Carla leggur á borðið fyrir mig. Taktu spari-diskana, vina min“. Dyrnar opnuðust aftur og Henry kom inn. „Á jeg líka að leggja á borð- ið fyrir Walt frænda?“, spurði Carla. Hesper setti sykurskálina hranalega frá sjer á borðið. „Auðvitað. Hann hlýtur að fara að koma“. „Það er svo sem vont veður“, sagði Henry, ,.en Walt gæti siglt fyrir tangann á hriplekri kænu“. Hesper hlýnaði um hjarta- rætur. Hann var ekki eins ó- skildur henni í anda, eins og hún hafði haldið. Hann hafði líka Honeywodd blóð í æðum sínum, þó að hann líktist meira föður sínum. Hún lagði hönd- ina á handlegg sonar síns. „Það er best að við förum að borða“. Það suðaði í klukkunni á veggnum og hún sló átta. — Stormurinn lamdi utan húsið og lausir gluggahlerar skellt- ust. Úti virtist allt verða á fleygiferð. Jafnvel húsið sjálft skalf í sterkustu vindhviðun- um. Það fór allt í einu hrollur um Eleanor. „Það er svo mikill súgur hjerna. Henry viltu fara upp og sækja loðkragann minn“. Henry fór og virtist feginn að geta aðhafst eitthvað. Drottinn minn dýri, hugsaði Hesper, hvers vegna kemur Walt ekki? Eleanor leiddist. Þetta var leiðinda veður og tengdamóðir hennar var svo óskrafhreifin. Hún reyndi að fitja upp á ein- hver.iu umræðuefni. Jafnvel Carla, sem venjulega var svo kát, þegar hún var með ömmu sinni, sat nú grafkyr og sagði varla orð. „Jeg tók nýtt hefti af „Cent ury“ með mjer“, sagði Elea- nor glaðlega. „Það eru í því svo ákaflega skemmtilegar myndir af málverkum eftir Evan Redlake. Þú kannast við hann. Hann er frægur málari. Sumar myndirnar minntu mig á Marbiehead og svo las jeg í greinínri, sem fylgdi, að hann hefur \erið hjerna að mála. Mannstu nokkuð eftir því að hafa sjeð hann?“. „Já“. sagði- Hesper. „Hann var hjerna einu sinni, þegar .... þegar eg var ung stúlka“. „Nei, en hvað það var skemmfdegt. Þú getur samt ekki munað mikið eftir honum. í már.-'ðinum, sem leið, var okkur Henry boðið til kvöld- verðar með honum. Mjer þótti mjös gaman að fá tækifæri til að kvnnast honum. En veistu hvað. Það var hann, sem aldrei kom. os sendi heldur1' ekki af- boð- Hvilík óskammfeilni“. „Já, einmitt“, sagði .Hesper og stóð upp og tók saman brauðmylsnu af borðinu. Gallinn á henni er sá, hugs- aði Eleanor, að liún getur ekki haft áhuga á neinu. En það var kominn þrái í hana og hún hjelt áfram. „Var hann hjerna lengi?“, spurði hún. Það gæti verið að tengdamóðir hennar gæti sagt henni frá einhverju smáatviki í sambandi við hann og þá gæti hún sagt söguna aftur í sam- kvæmi innan um listamenn: „Ja, Evan Redlake var vanur að dveljast hjá Honeywood- fólkinu í Marblehead .... Þið vitið, hjá fjölskyldu mannsins míns .... og ....“• „Nei, hann var ekki lengi“. Eitt augnablik ætlaði Hesper að freistast til að segja frá. Hvað mundi ske, ef hún segði við þessa eðalbornu tengda- dóttur sína: „Jeg var einu sinni gift Evan Redlake. Jeg ól honum barn“. Mundi hún ekki trúa sínum eigin eyrum? Mundi hún fá tilfelli? Eða mundi hún verða ánægð? Það var ekki þess virði að rjúfa fjörutíu ára þögn fyrir þetta fólk. Og það var heldur ekki jeg, þessi gamla kona, utan við sig af ótta um son sinn, sem þekkti Evan Redlake. Eleanor gafst upp við að reyna að fá tengdamóður sína til að segja sjer skemmtilega sögu af málaranum. „Auðvitað finnst sumu fólki“, sagði hún, „hann vera helst til gamal- dags, enda þótt hann sje álit- inn brautryðjandi impression- isma í Ameríku. En samt borg- aði Listasafnið honum tíu þús- und dali fyrir myndina „Sjó- mannsstúlka við Great Head“. Henry kom inn aftur með loðkragann og lagði hann um háls konu sinnar. Eleanor þakkaði honum fyrir og leit á dóttur sína. „Vina mín, það er komið langt fram yfir þinn háttatíma Hesper greip fram í fyrir henni: „Er þessi mynd af stúlkunni í heftinu, sem þú komst með?“. Eleanor varð hissa. „Já, jeg held það. Henry, Century heft- ið .... jeg setti það í litlu ferðatöskuna. Viltu ....“. „Það skiptir engu máli“, sagði Hesper. „Jeg get fengið að sjá það seinna“. Rödd hennar var ákveðin og hvöss. Hún gekk út að glugg- anum. Það var að lygna og rigningin var hætt. „Sjómannsstúlka við Great Head“. Castle Rock var kallað Great Head á kortinu. En það voru fleiri staðir, sem hjetu þessu nafni og vafalaust hafði Evan þekkt margar sjómanns- stúlkur. Og hverju máli skipti það svo sem? Því reyni jeg ekkj að biðja til guðs?, hugsaði hún. En hún fann engin orð. Jeg er orðin þreytt á að þurfa að þola það að sjá á bak fólki og lifa sjálf eftir. Hún hallaði höfðinu upp að gluggarúðunni. Ást- vinamissir síðustu ára lagðist eins og þungt farg á huga hennar. Johnny, Evan, Amos, allir farnir frá mjer. Og mamma og pabbi líka.' Alltaf hef jeg lifað eftir og þurft að finna mjer einhverja huggun. Jeg gæti ekki afborið að missa Walt líka .... „Mamma, komdu og sestu vio arinmn. Jeg er viss um að við fáum bráðum boð frá honum“. Hesper dró gluggatjöldin fyrir aftur. Hún rjetti úr sjer og gekk til þeirra. En þá heyrðu þau umgang. Þau hlupu öll fram í eldhús- ganginn og Hesper reif upp hurðina. Walt kom upp tröpp- urnar. Hún sá óljóst, að hann hjelt á einhverju og einhver kom á eftir honum. Hún tók aðeins eftir því að. augu hans ljómuðu af ánægju. Hann gretti sig, þegar hann sá áhyggjusvipinn á Hesper. „Nú hefur þú verið að nöldra mamma. Þ.ú ættir að vera far- in að vita það, að ekkert veður getur hamlað mjer að komast leiðar minnar“. Hann klappaði á öxl hennar með vinstri hend inni. Hún sá nú, að hann hjelt hægri hendinni utan um stúlku. Walt bar byrði sína inn í eld húsið og hitt fólkið hópaðist í kring um hann, spyrjandi og með fagnaðarlátum. Ungur piltur kom á eftir honum. „Mamma, komdu með teppi og koniak“, sagði Walt. „Þessi börn voru að því komin að drukkna“'. Hann lagði stúlk- una á teppið fyrir framan ar- ininn. Hún var rennblaut frá hvirfli til ilja. Pilturinn sett- ist á legubekkinn. Hann skalf líka af kulda. „Jeg veiddi þau upp úr syðsta álnum“, sagði Walt og klæddi sig úr olíufötunum og fleygði þeim út í horn. „Veslingarnir litlu“, sagði Eleanor og hristi höfuðið. „Jeg vissi að það mundi vera ein- hver frambærileg ástæða fyrir því, hvað þú komst seint“. Walt leit glettnislega á mág- konu sína. „Jú, heimferðin var nokkuð erfið“, sagði hann hæðnislega. Það fór hrollur um Eleanor. „Walter, mundu eftir því, að það eru börn viðstödd hjer ...“. Hún leit á Cörlu og blautu hrúguna fyrir framan arininn. En þegar Hesper var búin að þurrka stúlkunni og klæða' hana í þurr föt í svefnherberg- inu innar af eldhúsinu, kom það á daginn, að hún var ekk- ert barn. Hún var að minnsta kosti átján ára. Og þegar hún kom aftur að arninum, þögul og utan við sig eftir volkið, með stór dreymandi augu, og þegar hár hennar þornaði fjell það í lokkum um háls hennar og herðar. Hún horfði á Walt og leit varla af honum. Walt hellti koniaki í glas handa pilt inum. Hann var líka kominn í þurr föt og var farinn að hress ast. Walt hellti líka í glas handa sjálfum sjer og tæmdi það í tveim sopum. Hann settist í stóra stólinn, sem faðir hans- hafði venjulega setið í, kveikti sjer í pípu og teygði úr sjer. Hann leit í augu stúlk- unnar og brosti. „Líður þjer betur núna?“. Hún leit niður fyrir sig, svo að dökk og löng augnahár hennar vörpuðu skugga -á vanga hennar, og brosi brá fyrir á rjóðum vörunum. „Já, cg þau stóðu grafkyrr ,eins og steingerð, þegar þau sáu það andstyggilega skemmdarverk, sem hafði verið framið á uppá haldsstaðnum þeirra í skóginum. Grasvöllurinn, sem áður hafði verið svo hreinn og falleg- ur var nú allur útsparkaður, hingað og þangað hafði verið kastað vindla og sígarettustubbum og út um allt var dreift brjefarusli, dósum og einhverskonar flækju úr veiðilínu og brotinni veiðistöng. Þá hafði verið sett upp hengirekkja, var öðrum endanum fest utan um stóru eikina, en hinum í granna, unga birkihríslu, sem var að því komin að sligast niður af þunganum, sem á henni hafði legið. Á eikarstofn- inn hafði verið fesf' stór skotskífa, en skotin sært trjeð víða. Og það sem var allra verst, — uppi í sjálfri eikinni sat Gústaf og var að leika sjer að því að kvelja ungana í svölu- hreiðrinu. , ,.j Jóhannes hljóp fram í snatri. — Gústaf, hvað ertu að gera, drengur? æpti hann. Viltu undir eins koma niður úr eikinni. Jóhannes var rámur af hryggð og reiði. En Gústaf hló bara hæðnishlátri. m 0% 1m — Vogaðu ekki að snerta við hreiðrinu. Þetta eru svöl- urnar okkar. Ef þú gerir ungunum mein .... Þjer er ráð- KöleJcF rno^tqjjsrikctpyrtjj ■vswir*r. icrrxa ~ n 97. ■ Dýrar í rekslri. Rita Hayworth hefir keypt 27 kjóla hjá hinum fræga franska tísku smiðismiði Jaques Fath í París. Þar sem verðið á kjólum Faths fer tæp- lega niður úr 3 þús. krónum hvert stykki, hefir fimstjarnan að minnsta kosti eytt yfir 80 þús kr. í kjóla þessa. Eiginkona Leopolds fyrrverandi, Belgíukonungs, de Rethy prinsessa, hefir pantað 20 nýjustu tískukjóla frá ÍFath. __ ★ Skilgreining á hamingjusönm hjónabandi. | 1 dönsku blaði er gerð eftirfarandi ’ skilgreining á hamingjusömu hjóna- bandi: — Ef eiginmaðurinn gatslítur sokk ana sína á hverjum degi og stráir sígarettuöskunni allsstaðar nema í 1 öskubakkana, og hann er samt vel 1 liðinn — þá er hjónabandið ham- : ingjusamt. • . * Mæðurnar stjórna umferðinni. Á ákveðnum gatnamótum i Brooklyn hefir umferðastjórnin um cn*'í*»T.e'Fina langan tíma verið algerlega óvið- unandi. Þegar þar höfðu orðið mörg umferðarslys, sem böm höfðu aðal- lega orðið fyrir, tóku mæðurnar í þessu borgarhverfi að ræða málið. Þær ókvæðu, þar sem ekki var sýni- legt að stjórnarvöldin myndu nokkuð aðhafast, að taka stjórn umferðarinn ar á umræddum krossgötimi í sinar eigin hendur. Um tima mátti þvi sjá konur standa ó miðri götunni og stjórna umferðinni. Börn og annað fótgangandi fólk komst nú óhult ferða sinna. Konumar skiptust á um að vera ó verðinum. Hefir þetta orðið til þess, að yfirvöldin hafa tekið mál þetta til alvarlegrar athugunar. Loksing friður. Kona, sem gekk með fjórða bam sitt, fjekk leikgrind að gjöf frá nokkr um kunningja! onum sinum. Hún gladdist mjög yfir gjöfinni og skrif- aði eftirfarandi þakkarbrjcf: Kærar þakkir fyrir gjöfina. Hún kom sjer ókaflega vel. Jeg sit í grindinni öllum tímum og get með því haft frið fyrir börnunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.