Morgunblaðið - 24.04.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1949, Blaðsíða 8
8 MORGLISBLAÐIÐ Simnudagur 24 apríl 1949. Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson. ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (áb^Tgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 6. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Glæpur og refsing SAMKVÆMT íslenskum lögum, skal sá maður sæta refsingu, sem stelur. Þjófnaður hans eða gripdeild þarf ekki að felast í öðru en því, að hann taki hluti, sem nema nokkrum krónum að verðmæti til þess að hann verði dæmdur í fjársektir og fangelsi. Að íslenskum lögum sætir það einnig refsingu ef mað- ur ræðst að öðrum manni og slær hann, jafnvel þó að sá, sem árásinni er beint gegn, saki lítt eða ekki. Við slíkum afbrotum liggja fjársektir og fangelsi, margra ára fangelsi ef um freklega líkamsárás er að ræða. Þessi ákvæði hinna íslensku hegningarlaga eru sprott- in upp úr rjettarvitund þjóðarinnar. íslendingar vilja að þjóðfjelag þeirra sje rjettarþjóðfjelag. Þessvegna vilja þeir vernda það gegn aíbrotum eins og þjófnaði, spellvirkj- um og líkamsárásum á einstaklinga þess. Slíkar reglur hef- ur hvert einasta rjettarríki sett. Þegar á þessar staðreyndir er litið, verður það auðsætt, hversu furðulegar eru ádeilur kommúnista vegna rann- ' sókna á afbrotum þeim, sem framin voru við Austurvöll þarmr 30. mars s. 1. Blað kommúnista telur það goðgá og bera vott ofsókn- arbrjálæði valdhafanna, að menn, sem valdið hafa meiðsl- um og stórslysum, gerst berir að morðtilraunum og unnið stórspjöll á húsakynnum löggjafarsamkomunnar, skuli vera kallaðir fyrir rjett og gerðir ábyrgir verka sinna!! Hugsanagangur kommúnist^ virðist vera eitthvað á þessa leið: Smáþjófnaður og tusk milli einstaklinga er þjóðfjelaginu hættulegra en skipulögð skríluppþot, þar sem tugir og hundruð manna beita grjóti og bareflum sem vopnum. Það er refsiverðara að stela gúmmístígvjelum eða veita ná- unganum blóðnasir en kasta grjóti í lögjafarsamkomu þjóð- arinnar, friðsama borgara og löggæslumenn og valda með því slysum og jafnvel örkumlum. Fyrir síðarnefnda verknaðinn vilja kommúnistar alls ekki Iáta refsa. Þeir telja það bera vott um fasisma og of- beldi að leiða menn, sem staðnir hTafa verið að slíkum af- brotum fyrir dómara. Kjarni þessarar afstöðu er sá, að ef kommúnistar fremja afbrot, meiða menn, slasa þá eða jafnvel sálga þeim, þá megi ekki hefja rjettarrannsókn út úr slíkum aðförum. Það má heldur ekki dæma menn fyrir að brjóta rúður í þing- húsinu og skrifstofu forseta íslands. Slík málaferli eru „of- sókn“ gegn „saklausu fólki“!! Þannig vilja kommúnistar halda uppi rjettarvernd til handa þjóðfjelaginu og einstaklingum þess. Þetta er þeirra rjettaröryggi. Skoðun ísl. er hinsv. sú, að menti sem kasta grjóti og valda með því meiðslum og limlestingum, spjöll- um á húsum og húsmunum, eigi að draga fyrir dómstól- ana, mál þeirra eigi að rannsaka og þeir síðan að hljóta sinn dóm ekki síður en maður, sem stelur gúmmístígvjel- um eða gefur náunga sínum utan undir. Af þessum ástæðum er það skoðun íslendinga að ekk- ert sje eðlilegra og sjálfsagðara en að grjóthandlangarar Brynjólfs Bjarnasonar sjeu leiddir fyrir rjett og krafðir þar ábyrgðar glæpaverka sinna. Ef það væri ekki gert fæl- ist í því geigvænleg hætta fyrir allt rjettaröryggi í land- inu. Kommúnistar á íslandi verða að vita það, að þó þeir hafi sagt sig úr lögum við þjóð sína með því að gerast flugumenn erl. herveldis, þá eru þeir þó ennþá seldir undir íslenska lögsögu. Það eru ekki lög á íslandi að kommún- istar megi limlesta fólk og brjóta rúður án þess að vera refsað fyrir slíka verknaði. En þetta skilur hvorki „Þjóð- viljinn“ nje foringjar kommúnistaflokksins. Þessvegna æpa þeir um „ofsóknir“ þegar grjóthandlangararnir eru leiddir fyrir rjett og reyna að gera þessa varga í vjeum hins friðsama íslenska þjóðfjelags að píslarvottum. íslendingar eru ekki hefnigjarnir. Þeir harma ógæfu þeirra landa sinna, sem látið hafa hinn austræna lýð tæla . sig til glæpa. En þeir krefjast þess að þjóðfjelagið beiti þeim varúðarráðstöfunum gagnvart þeim, sem afbrot þeirra gefa tilefni til. ViII flytja sumar- daginn fyrsta KUNNINGI minn einn hefur áhyggjur af sumardeginum fyrsta. Hann vill láta flytja hann til og halda hann á sunnu degi í stað fimmtudags. :— O, ætli það bætti svo sem nokkuð úr? varð mjer að orði. Það er að vísu ekki sama hvaða sunnúdagur yrði valinn, t.d. fyrsti sunnudagur i júlí? En tillögumanni var ekki neinn gáski í huga. Hann benti á, sem rjett er, að við höfum alltof mfikið af þessum hálffrí- dögum, þar sem sumar stjettir taka sjer frá frá störfum, en aðrar vinna sitt verk, eins og rúmhelgur dagur sje. Og þar held jeg að fleiri verði honum sammála. — Það mætti alveg eins halda sumar- daginn fyrsta hátíðlegan sunnudaginn i fyrstu viku sumars, eftir gamla tímatal- inu. En= hver fæst til að hafa forystu um þá endurbót? • Leikfangasafn EN þessi sami maður kom með aðra hugmynd, sem hægt er að koma í framkvæmd og gæti orðið stórgróðavegur fyrir barnavinafjelagið. Hugmyndin er í stuttu máli þessi: Það er vitað, að á hverju einastj} heimili, þar sem börn hafa alist upp er til mikið af leikföngum. Sum þessara leik- fanga eru slitin og úr sjer gengin. En við flest má gera þannig, að þau verði sem ný. Fólk fleygir þessu ekki, heldur geymir á háaloftum og hingað og þangað. Með því að safna þessum gömlu leikföngum am an og láta stálpuð börn dunda við að gera við þau undir handleiðslu fullorðinna, ynn- ist tvennt: Unglingarnir fengju í hendurnar gagnlegt föndur, en síðan mætti halda basar á hinum viðgerðu leik- föngum-til ágóða fyrir barna- vinafjelagsskapinn. Betra en merkin. ÞAÐ væri munur að hafa eitt- hvað í átt við þessa hugmynd til fjáröflunar, en merkjafarg- anið, sem allir apa hver eftir öðrum, en engum kemur að 'agni í raun og veru. Það or 'lveg eins gott að gefa pen- nga í einhvern fjelagssjóð al- 'jörlega merkjalaust. Þessi hugmynd um leik- föngin er hjer með sett fram til frjálsra afnota fyrir barna- vinafjelágsskapinn. • Hreinlætispist- illinn ÞAÐ má vel vera, að það sje að verða leiðinlegt þetta sí- felda nudd um hreinlæti og að hver eigi að gera hreint fyrir sínum dyium. En það ber samt árangur, þótt enn vanti tals- vert á, að nóg sje gert. Þess vegna birti jeg hjer brjef frá í. Þ. um hreinlætismálin og hugr myndir hans um ungíinga- flokkana er ágæt. Brjefið er á þessa leið: „Það er margt, sem þarf að laga og hreinsa til á vorin. „Hreingerningin“ þarf vissu- lega að ná út fyrir húsvegg- ina. Hvar, sem líta má garða, auð svæði eða götubakka mæt- ir augum allskonar rusl og ó- hreinindi, sem síður en svo auka á prýði höfuðborgarinnar eða lofa listrænan smekk og þrifnað íbúanna. Auðvitað reyna flestir fyrr eða síðar að hreinsa til í sínum eigin húsa- göiðum. En hver tekur sjer fram um að hreinsa auðu og ógirtu blettina, sem víða má sjá meðfram götum og milli húsaraða, einkum í útjaðri bæjarins? Alrrfenn samtök „SENNILEGA má benda á einhverja aðila, sem helst bæri skylda til að sjá um þetta. Svo sem eigendur lóðanna eða bæjarstjórnina. En hvað sem því líður, mætti sennilega flýta mikið fyrir almennri hreinsun bæjarins og bæta verulega útlit hans, ef samtök og almennur vilji leggðust á eitt. Jeg ætla aðeins að benda hjer á eina úrlausn, sem mjer virðist vel geta komið til mála. • Unglingasveitir „HVERNIG væri að einn eða tvo daga á vori hverju færu diengjaflokkar undir stjórn og handleiðslu kennara og gerðu einskonar allsherjar vor hreingerningu á bænum hið ytra. Hver flokkur auðvitað 1 ákveðnu hverfi eða götum. Týndu burtu steina og gler- brot og rökuðu saman rusli o. s. frv., sem sorpvagninn tæki svo á eftir. Þetta gæti verið einskonar þegnskylduvinna, sem drengjirnir ynnu fyrir bæinn sinn. Jafnframt væri þetta tvímælalaust eitt af þeim' verklegu viðfangsefnum, sem augljóst sæist strax glæsilegur árangur af. En slík störf eru börn og unglingar alltaf fús til að vinna. Og ekki ætti það að spilla fyrir, að með slíkri vinnu væru þeir að prýða sína eigin borg. Láta hana á fáum dögum kasta skítugum vetrar hamnum, en heilsa vori og sól eins og nýþvegin og greiddur brosandi unglingur. — J.Þ.“ • Hanilet á kvikmynd BLÖÐIN skýra frá því, að inn- an skamms byrji Tjarnarbíó að sýna kvikmyndina, sem gerð hefur verið eftir leikriti Shakespear’s, ,,Hamlet“. Hjer er á ferðinni merkilegur lista- og menningarviðburður. Kvik- mynd Laurence Oliviers og leikur hans er svo sjerstæður, að fáar kvikmyndir munu hafa verið gerðar betri. Og það, sem gerir kvikmynd þessa meira virði hjá okkur er íslenski textinn, sem settur hefur verið í hana. Farið er eftir þýðingu Matthíasar Joch- umssonar, sem öllum, sem skyn bera á, ber saman um, að sje hreinasta listaverk og að þýð- ingin gefi sumstaðar frumtext anum ekki eftir og er þá mikið sagt. • Mynd, sem allir burfa að sjá KVIKMYNDIN um Hamlet Danaprins er listaviðburður, sem allir þurfa að sjá, ungir og gamlir. Skólafólk þarf að fá tækifæri til að sjá þessa kvikmynd þegar frammí sæk- ir við vægu verði. Þá að að sýna hana alstaðar á landinu, þar sem hægt er að koma því við. Og loks á að halda áfram á þeirri braut, að láta gera ís- lenska texta við bestu kvik- myndir, sem hingað flytjast. Það er vafalaust dýrt og verð- ur ekki hægt að koma því við sökum kostnaðar, nema við al- bestu kvikmyndirnar, sem vel verða sóttar. Forráðamenn Tjarnarbíós eiga þakkir skyldar fyrir for- göngu sína í því að fá hingað Hamlet og fyrir að hafa sett í hana íslenska textann. MEÐAL ANNARA ORÐA Merkileg uppfinning á sviði kvikmync'aiðnaðarins. Eftir Charles Croot, frjettaritara Reuters. KAUPMANNAHÖFN — Ef ullyrðingar dansks verkfræð- !ngs hjer í Kaupmannahöfn reynast á rökum reistar, getur vel verið, að 20 ára draumur kvikmyndaframleiðenda og úógesta hafi nú loksins rætst. Verkfræðingur þessi, Egon Vendelboe Sehriver að nafni, ældur því fram, að hann hafi ippgötvað ódýra, auðvelda og óskeikula aðferð til að fram- leiða þriggja vídda kvikmynd- :r. Þetta þýðir það, að hann •egist geta gefið myndunum á sýningarljereftinu dýpt, auk iess sem þær hafa lengd og oreidd. „Þetta verður einna líkast því sem horft sje á at- burðina gegnum glugga“, segir uppfinningamaðurinn um upp- finningu sína. o • MIKILSVERÐ UPPFINNING SJERFRÆÐINGAR eru þeirr- arar skoðunar, að ef Schriver hafi rjett fyrir sjer, muni upp- götvun hans valda álíka bylt- ingu í kvikmyndaiðnaðinum og þegar talmyndirnar fyrst komu fram á sjónarsviðið. Schriver segir, að uppfinn- ing sín byggist í aðalatriðum á sjerstöku sjónglerjakerfi, sem hægt sje að setja á venju- legar kvikmyndatökuvjelar, og plastik sýningartjaldi, sem koma á í stað þeirra, sem nú eru almennt notuð. „Hægt er að sýna kvikmynd irnar með venjulegum sýning- arvjelum", segir hann. „Hin stæKKa^u myna kemur fram á sjerstöku plastiktjaldi og „víddirnar“ þrjár — breidd, lengd og dýpt — koma ágæt- lega fram. Þessi sjónhverfing er ekkert ýkt, og í augum áhorf- endanna.verður dýptin áþekk- ust því sem horft sje í gegnum glugga á einhvern atburð úti á götu. e • FYRRI TILRAUNIR „ÞAÐ er hægt að nota þessa aðferð við litkvikmyndir engu síður en þær svörtu og hvítu. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með þriðju víddina til þessa, hafa haft þann ókost, að hlutirnir liæst kvikmyndatöku vjelinni hafa afmíyndast og breytt um form. Ef maður til dæmis tók öðrum handleggn- PVamh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.