Morgunblaðið - 24.04.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.1949, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. apríl 1949. — Meðaí annara orða Frh. af bls. 8. um utan um stúlku, varð hand leggurinn líkastur nöðru í aug um bíógestanna. „Þegar nýja uppfinningin er notuð, verður myndin alger- lega eðlileg. Það þarf ekkert að breyta þeim sýningarvjel- um, sem nú eru notaðar, og á meðan á „byltingunni“ stend- ur, er hægt að nota venjuleg sýningartjöld. Þetta þýðir það, að enda þótt þriggja vídda á- hrifin verði ekki eins öflug og ella, fá myndirnar á ljereftinu meiri dýpt en nú er. Plastik- tjöldin munu hinsvegar sýna dýptina mun betur. • • SÝNING Á NÆSTUNNI SCHRIVER og samstarfsmenn hans, sem hann ekki hefur viljað nafngreina, hefur í hyggju að bjóða breskum og bandarískum kvikmyndafræð- ingum innan skamms að líta á uppfinningu sína. Þeir hafa þegar tekið tilraunamynd, sem Schriver segir að hafi tekist ákaflega vel. „Þegar við fyrst sáum hana“, segir hann, „vor- um við næstum dottnir af stól- unum. Það var engu líkara en sporvagn, sem kom fram á myndinni, væri að aka út af sýningartjaldinu og beint í fangið á okkur. Við kipptumst við, þegar einn leikaranna á tilraunamyndinni veifaði vasa klútnum sírtum. Okkur fannst eins og klúturinn mundi slást framan í okkur“. Schriver hefur gætt uppfinn ingar sinnar vel. Hann hefur eytt miklu fje í að fullkomna hana og gætir þess vandiega, að aðrir komist nú ekki að leyndarmállnu og notfæri sjer það á undan honum. * Fermlag Framh. af bls. 5. Margrjet Ásdís Óskarsdóttir, Bjarmalarxdsskála 1. Ólöf Lidia Bridde, Bárug. 8. Sigríður Jóna Árnadóttir, Sól- vallag. 27. Sigríður Hc’ga Erlendsdóttir, Bergþórug. 45. Sigurlaug Sigurðardóttir, Skúla- götu 54. Svanhvít Cunnarsdóttir, Fram- nesveg 14. Þórhildur Sæmundsdóttir, Bald- ursgötu 7A. Fermingú: skeytin þurfa að vei'a komixi 1 afgreiðslu rit- símastöðvarinnar fyrir kl. 15 í dag, en íehið er á móti þeim í þessum siumum: 1020, 81901 og 81902. — Mh>ningarorS Frh. af bls. 6. ar, að stjúpsonur hennar hefur farið þeim crðum um hana látna, að engin hcfði mátt fara um hann mýkri múðurhöndum en hún gerði. Ólöf va. ,arðsungin frá Dóm- kirkjunni i:inn 13. þ. m. við fjölmenni vina og venslamanna, en að þeirri athöfn lokinni var erfisdrykkja að fornum sið að heimili sonar hennar og tengda- dóttur að Eiríksgötu 29. Öll var sú athöfn hin virðulegasta, bæði í kirkju og heimahúsum. Þakklátur vinur. Verkalýð'sleiðtezar snúa heim. WASHINCíTOi" — 11 sænskir verkalýðsleiðtogar eru nýkomn- ir heim til sín eftir mánaða kynn isferð til Bandaríkjanna. Þeir skoðuðu meðal annars verk- smiðjur •' Ohicago, Detroit og Pittsburgh. Bæjarráð ræðir um Sundhðllina Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI, er haldinn var í byrjun apríl, lagði Jón A. Pjetursson fram tillögu um viðgerð á Sundhöll- inni og var henni vísað til bæj- arráðs, er fjallaði um hana á fundi sínum í fyrradag. Borgarstjóri skýrði þá frá þeim undirbúningi, sem fram hefði farið undanfarin tvö ár undir viðgerð og viðbyggingu Sundhallarinnar, en til fram- kvæmda hefðu ekki fengist nauðsynleg gjaldeyris- og fjár- festingaleyfi. • Reykjavíkurbrjel Framh. af bls. 9. Ástæðulaust að furða sig á veðr- áttunni Meðalhitinn hjer á landi hef- ur síðustu ^O—25 árin verið um það bil einni gráðu hærri, en hann var á tímabilinu frá því reglubundnar veðurathuganir hófust á ofanverðri 19. öld og fram yfir árið 1920. En þetta hlýviðristímabil hef ur verið það langt, að fólk er farið að gleyma því, hvernig veráttan var hjer áður. Is er á Tjörninni hjer í Rvík þessa daga. En langt er liðið síðan svo hefur verið, um þetta leyti árs. Enda hefur Tjörnin marga undanfarna vetur verið eins oft auð eins og ísi lögð. En í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar, þar sem sagt er frá ýmsri þjóðtrú í sambandi við veðurfar, er m. a. sagt frá því, að það þyki ills viti, ef ísinn leysi af Tjörninni í Reykjavík fyrir sumarmál. Þegar það komi fyrir, geti menn átt von á því, að íkast eigi eftir að koma. — Svona trú eða hjátrú, ef menn vilja kalla það svo, gæti ekki hafa myndast, nema það hefði verið venjulegt, að Tjörnin væri ísilögð að staðaldri fram um sumarmál. Gefur þetta glögga bendingu um, hvernig vetur og vorkuldar hafa hjer verið. Jeg ætla engu að spá um það, að hlýviðristímabilið, sem hjer hefur verið um Norður- hvelið, muni nú vera að enda, þó þetta ,,íkast“ sje nú. Ýmis- legt bendir til, að næstliðnar aldir hafi verið þær köldustu, sem yfir land okkar hafa kom- ið síðan það bygðist. Dr. Sig- urður Þórarinsson rakst t. d. á náttúrufyrirbrigði í sumar sem leið, er gefur nokkuð óyggj- andi sönnun fyrir því, að lofts- lagið hjer á landi hafi ekki síð- ustu þúsundir ára verið eins kalt eins og það var síðustu aldirnar. Úr því hjer fór að hlýna um norðurhvelið, síðasta aldarfjórðunginn svo um mun- ar, þá ætti að vera eins miklar horfur á að framhald yrði á þessu, eins og hitt yrði ofan á, a,ð veðráttan yrði meira og meira frábrugðin því, sem hún hefur verið hjer í þúsundir ára. Mótmæli. NÚRNBERG — 2,500 Ukrainu- menn fóru nýlega í hópgöngu til fyrverandi aðalstöðva Rússa í Munch . meðal annars til þess að mútmæla tilraunum rúss- nesku stjórnarvaldanna til að fá þá Rússa framselda, sem ekki vilja snúa aftur heim til Ráð- stjórnarríkjanna. - Níræður Frh. af bls. 5. ekki hafa látið þrekmennið ó- snortið, þótt aldrei ijeti hann á því bera eða flíkaði því við aðra. Enn í dag er jafn ljett og hress- andi að hitta hann og ræða við hann, öldunginn níræða, eins og meðan lífsþrótturinn var mestur og starfið og umsvifin áttu huga hans. Grímur var stórhuga í fram- kvæmdum, bætti jörð sína og reisti stórt og vandað íbúðarhús, sem tók flestum slíkum bygging- um í Mýrdal fram á sinni tíð, enda þurfti húsrými mikið bæði fyrir hið fjölmenna heimili og gestafjöldann, sem þar leitaði lengstum að. Eins og áður segir var Grímur ferðamaður mikill og öruggur og þótt oft væri slarksamt í ferðum þá, yfir illfær jökulvötn og ótelj- andi ófærur, skilaði hann ætíð sjer og öðrum, sem með honum voru, heilum heim. En hann hefir ekki síður revnst farsæll og traustur ferðamaður í för þeirri, sem vjer öll erum í, — æfiförinni, sem nú er hjá hon- um orðin 90 ára löng. Drengur- inn, sem fæddist fyrir 90 árum, á Felli í Mýrdal, innan fossandi flaums jökulelfa Skaftafellsþinga hefir klofið traustlega marga elf- una og ófæruna síðan, í þessari löngu för, og skilað sjer heilum og óskemdum fram til þessa á- fanga, sem nú er hann staddur á. Enn er hann ókalinn á hjarta, enn er lundin Ijett og glöð, enn er hugurinn óbeygður, þótt ellin sæki hið ytra að, og ennþá er lífstrúin björt og heið. Vjer frændur hans og vinir efum það heldur ekki, að þannig búinn muni hann halda heilu heim, á- fang'a þann, sem(eftir er. Grímur Sigurðsson hefir verið gæfumaður í lífinu, og sjálfsagt mun hann sjálfur fúsastur við- urkenna það. Hann eignaðist hinn ágætasta lífsförunaut, sem skildi hann og studdi á allan hátt, og enn er ást þeirra einlæg og ókal- in. Hann hefir eignast mörg og mannvænleg börn og tengdabörn, sem unna honum og umvefja hann ástúð og umhyggju. Hann hefir eignast vináttu og hlýjan hug samferðamanna sinna um langan veg. Og hann hefir notið heilsu og hreisti, andlega og líkamlega, svo að segja fram á þennan dag, sem gerði honum kleift að standast þung og jafn- vel ísköld „jökulvötn“ æfifarar- innar. Á þessum merkisdegi Gríms frá Nikhól sendir hinn fjölmenni frændgarður hans og stóri vina- hópur honum bestu árnaðarósk- ir. Oska þeir honum og konu hans allrar blessunar og biðja bess að bjarmi fagurs og langs dags megi lýsa fram á kvöldið og gera þeim það friðsælt, ánægjulegt, — og öll óskum vjer að vernd og hand- leiðsla æðri máttarvalda vaki yf- ir þeim, hjereftir sem hingað til. Megi heilladísirnar fylgja þjer ófarna leið Grímur. Þökk fyrir allt hið líðna. Svo munu margir mæla og hugsa á þessum .merkis- tímamótum æfi þinnar. Sveinbjörn Högnason. Grímur verður staddur á af- mælisdaginn á Úthlíð 4 hjá dótt- ur sinni.og barnabörnum. 500 iippreisnarmenii RANGOON, 23. apríl. — Harð- ir bardagar eru nú háðir í Burma, um 90 mílum fyrir norð an Rangoon Bardagar hófust við uppreisnarmenn á þessum slóðum fyrir þrem dögum, og í tilkynningu stjórnarinnar í dag segir, að um 500 af þeim hafi fallið. Bardögum heldur enn áfram. Lóðahreinsuninni haidið áfram BORGARLÆKNIR hefur sent bæjarráði skýrslur um hreins- un lóða og braggahverfa í bænum á árinu 1948- Um lóðahreinsunina segir borgarlæknir, að frá því er hún hófst, 15. júní, og þar til henni var hætt 15. des., voru alls fluttir 850 bílfarmar af als- konar ruslj af lóðunum út á öskuhauga. — Einstaklingar hreinsuðu 800 lóðir, en á kostn að lóðaeigenda var 61 lóð hreinsuð. Á þessum lóðum voru 83 skúrar, sem ýmist voru rifnir eða fjarlægðir og ennfremur voru rifnir 10 braggar. Hreinsunin í braggahverfun um hófst á sama tíma, en slík hverfi eru nú 15 í bænum og úthverfum hans. — Hreinsun- in var í því fólgin, að fjar- lægja allt óþarfa drasl, lagfæra lóðir, rífa bragga o. fl. — Þá voru og fjarlægð útisalerni og þvottahús, sem að falli voru komin. I staðinn voru sett í hverfin alls 32 ný útisalerni og sex ný þvottahús. Úr hverf unum voru fluttir 350 bílfarm- ar af rusli út á öskuhauga- Bæjarráð ræddi lóðahreins- unina á fundi sínum í fyrra- dag og var samþykkt að halda henni áfram nú á þessu ári. - „Friðarþlng" Framh. af bls. 1 „friðarþingsins“ og til þessa stuðst mjög við það í áróðri sínum. Þeir hafa haldið tvö „friðarþing“ sömu tegundar áður — núna nýverið í New York og svo eitt í Póllandi. „EKKI KOMMÚNISTAR“ Rogge sagði meðal annars, að í Sovjetríkjunum nytu and- stöðuflokkar „ekki nógu mik- ils frelsis“ í stjórnmálum. Hann vakti og furðu kommúnistafull- trúanna með því að tala rnáli ríkisstjórnar sinnar og segja: „Það verður erfitt að leysa vandamál Bandaríkjanna. En borgarar Bandaríkjanna verða sjálfir að finna lausnina á vanda málum sínum. Það verður flokkur fólksins, flokkur frið- arins, sem lausnina finnur. Það verður ekki kommúnistaflokk- ur“. Mikill fögnuður. Áður en Rogge flutti ræðu sína, höfðu fulltrúarnir á ,,frið- arþinginu“ sprottið á fætur og fagnað ákaft í nokkrar mín- útur, er forseti þingsins, J. G. Growther prófessor, tilkynnti: „Okkur hefur borist sú fregn, að lýðræðisöflin kínversku hafi frelsað Nanking“. Fagnaðaróp- unum lauk með þreföldu húrra- hrópi. — „Friðarfulltrúarnir“ settu hinsvegar upp hundshaus og hrópuðu „Aldrei!“, er Har- vey Moore kvatti til þess, að þingið skoraði á deiluaðila að semja með sjer frið. NEW YORK, 22. apríl. — Fjögurra hreyfla skymaster- vjel flaug í dag með tvær heli- copter-vjelar til Sardiniu, en þar mtmu vjelarnár notaðar ■ í herferð gegn malaríu. ítalska stjórnin notaði Marshall-fje til þess að kaupa flugvjelar þess- ar fyrir. — Réuter. - í vikulðkin (Framh. af bls. 2) örlitlu gati í hnakkanum . .. álíka stóru gati og skamm- byssukúla skilur eftir sig. Varla þai-f að taka fram, að skammbyssukúlur í hnakkan- um eru óhollar og oftast bráð- drepandi í augum lækna. ★ ÓRÁÐ Dimitrov tók sýkina fyrir um tveimur árum. Hún var væg í fyrstu, en Moskvumenn vissu þó ekki fyrri til en óráð- ið var komið yfir hann: Hann byrjaði að tala um að rjettast væri að stofna til bandalags Balkanlandanna, rjett eins og Stalin hefði stungið upp á slíku handalagi. Kominformlæknarnir voru auðvitað strax kvaddir á vett- vang (það kom sem sagt í ljós, að Stalin karli var meinilla við bandalag Balkanland- anna) og áður en varði, var óráðið runnið af sjúklingnum, en í þess stað komin sálsýkin og sjálfsásakanirnar. Dimitrov lýsti yfir því, að þetta með Balkanbandalagið væri mesti misskilningur ... að banda- lagshugmyndin væri óráðshjal og ekkert annað, og hann bað æðstaguð sinn, Stalin, opin- berlega fyrirgefningar. ★ MERKTUR MAÐUR En guðirnir eru ekkcrt gefn ir fyrir að fyrirgefa aust- an járntjalds og læknar fara jafnan varlega, þegar smitunarhættan er á ferðinni. Dimitrov var merktur maður (hver gat nokkurntíma vitað með vissu, hvort þessi hættu- legi sýkill væri dauður í hon- um?), ogþegar litið er á sjúk- dómssögu hans í dag, finnst manni í rauninni furðulegt, hversu lengi honurn hefur tek- ist að hjara. Því Stalin fyrir- gefur ekki og læknar Komin- formklíkunnar þekkja engan hæítulegri sjúkdóm, en til- raunir til sjálfstæðra skoðana. Þcssvegna er kommúnistunum sem fá rauðu hundana og óráð ið og lausmælgina, sem þeim fylgir, tafarlaust útrýmt. Þess- vegna er Himitrov Búlgaríu- kommi nú „veikur" og í „veik- indafríi“ í landi æðstaguðsins, Ráðstjórnan-íkjunum. Egyptar viðurkenna uppreiuiarmanna- stjórnin aí Sýrlandi CAIRO, 23. apríl. — Egvptska stjórnin tilkynti í dag, að hún hefði formlega viðurkennt nýju stjórnina í Sýrlandi, sem sett var á stofn eftir uppreisn Husni el Zaim höfuðsmanns. Zaim kom fyrir nokkrum dögum til Cairo til viðræðna við Farouk konung. —- Reuter. Fluptái LONÐON, 22. apríl. — Alþjóða flugmálaráðstefnan, sem sténd- ur yfir i London um þessar mundir, fjallaði í dag um um- sókn grísku stjórnarinnar um fjárhagslega og sjerfræðilega aðstoða til þess að efla flug- mólin í Grikklandi. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.