Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1949, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIb Þriðjudagur 3. maí 1949. — „E ymdarganga“ kommúnista 1. maí Framh. af bls. 1 oö svívirðingum, svo einsdæmi cru hjer á landi. Nú ætluðu þeir að efna til „sjónarspils" þar sem •nannfjöldinn í „göngu“ þeirra átti að færa einskonar sönnur á. að eitthvað mark væri á þeim tekið Stefnan sem mistókst í Þjóðviljanum höfðu þeir ■•fþrástagast á því, að fylgismenn Jþeirra, allir, sem vetlingi gætu valdið, ættu að safnast saman við Iðnó kl. fjórðung gengin í tvö þ 1. maí- Allir, sem væru á móti ríkisstjórninni, móti A tla'n.tshafsbandalaginu, og með Stalir... Stundarfjórðungi seinna. er fjjettaritari Morgunblaðsins þ-angað. til að fá yfirlit yfk söfnuðinn, höfðu hátíða- sty') r 3 v kommúnista raðað mönn Uffl eftir endilöngu Vonarstræti rneð áletursborða, sem festir voru á tvö prik og sinn burðar- rnaon undir hvern enda. En á t>e.‘ssuen tíma voru „burðarkarl- arhir“ að heita mátti þeir einu r.em stóðu með þessum áleturs- fcorðum. — A milli „krossber- anha" var að mestu mannlaust I* agíbrúnarmenn Þarna var líka skrautlegur fé l.tg.ífáni Dagsbrúnar, til þess að fninna alþýðuna á, að enn væru fcommúnistar ráðandi í þessu fjölmennasta verkalýðsfjelagi landsins. En á þessari hátíðlegu stund v:> r merkisberi fjelagsins ákaf- lega einmana þarna á miðju Vonarstræti. En þarna var þó, er að var gáð, Hannes Stephensen vara- for.m.aíurinn. Stóð keikur ná- lægt fánanum við fjórða mann, eins og hann vildi láta á sjer 4>->' i og sýna það, að hann ljeti ekki fámennið á sig fá. Þarna var líka Sigurður alþingismað- u> C-uðnason. kvikur á fæti, og híjóp 'ljettilega um gangstjett- ýrnsrr og seldi hátíðarmerki komn’únista. þeim er hafa vil.d'j Ér fiann var spurður, hvernig ,,verslunin“ gengi, svaraði hann „Jeg feem altaf út einu og einu“, glaður á svipinn, eins og barn í berjamó. Því eins og kunnugir þekkja, er þetta sakleysislega góðmenfii, altaf eins og hann sje í berjamó. Lagt af stað með dræmingi ÍCíukkan varð tvö. Þá átti „gangan“ að hefjast, eftir því r.em aCfgíýst hafði verið. Þunn- sfeipað var í röðunum fram á göfunni undir fánum og borð- um En áhorfendum á gangstjett unú'm fjölgaði örar. Elokksforingjarnir, er þarna voru, og þeir, sem höfðu mest talað urn fylgi þjóðarinnar við hinn fjarstýrða flokk, og stefnu hans, tóku að svipast eftir frek ai j aðsókn. Þeir mintust þess nú, að aug- lý.at hafði verið í útvarpinu, um hiií og þessi fjelög, sem hefðu lofao stuðningj sínum við kom- n;>i.': 'y á þessum þeirra þýð- ingatmikla degi. Hvað var orðið af þessum fjelögum? Nokkrar fcræður mættar, af öllum fjöld- anuni, serr.^í fjelögunum voru. ,,Söfnuður“ kommúnista við Miðbæjarskólann í fundarlokin þar, Dokað var við í 5 mínútur, fyrir þá, sem hefðu tafist af ófyrirsjáanlegum orsökum. Ekk ert dugðí. Dokað var enn við í aðrar 5 mínútur. Þá þótti sýnt að ekki þýddi að bíða lengur. Enn selur Sigurður Guðnason eitt merkj dagsins- Og er spurð ur um leið. Heldurðu það verði margt hjá ykkur í dag, Sigurð- ur minn? ,,Já, já. Miklu fleira en í fyrra!“ Þetta mun honum hafa verið sagt að segja, gamla manninum, áður en hann hóf ,.verslun“ sína. , En það er eitt af einkennum Sigurðar Guðnasonar eins og menn vita, að hann segir altaf, það sem hor.um er sagt að segja. Svo seig fylkingin af stað. — Raðir hennar voru hafðar gisn- ar. Líka samkvæmt fyrirmæl- um ofan að. Því í misheppnuð- um hópgöngum gildir sama reglan, eins og hjá strákunum tveim, sem á hinni alkunnu teikningu Jurgensen skopteikn- ara frænda .Jörundar Hunda- dagakongs, er þeir geystust fram, hvor á sínu prikinu. Og annar sagði: „Lengra frá mjer Lengra frá mjer! Mundu það, að við erum heilt „regimenti". Þeir voru 1300 Við næsta götuhorn var varp að tölu á söfnuðinn. Og hann reyndist sem sagt vera 1300 — þrettán hundruð manns. — Það voru fremur flóttalegar augna- skotrur. sem þeir menn fengu frá nokkrum þeirra „fjar- stýrðu“ í „göngunni“, er göngu menn sáu, að höfuðin yrðu talin, svo ýkjur Þjóðviljans, eða hæfi leikar til margföldunar, yrðu tilgangslausar í þetta sinn. Komið ilð á Lækjartorgi Nú segir ekki af kommúnista fylkingunni. Hún hjelt sína leið upp á Frakkastíg, og aftur nið ur Laugaveg og Bankastræti. Var óeðlilega lengi á þeirri eymdargöngu, hvað sem því olli. En þegar hún kom niður eftir Bankastrætj var svipurinn á þátttakendunum sýnu þreytu- lei?ri. en í upphafi. I Bankastræti var svo margt fólk fyriT. er kommafylkingin kom þangað, að hún tafðist þar og varð að hægja á sér, áður en hún komsf inn í Lækjargötuna. En einmitt á meðan kommún- istar urðu að hinkra þarna við fengu . þeir tækifæri til að hlýða á kafla af hinni skeleggu ræðu, sem Friðleifur Friðriks- son formaður Þróttar flutti á Lækjartorgsfundinum. Ræðumenn á þessum fundi töluðu af tröppum Útvegsbank- ans. En vel heyrðist mál þeirra upp eftir brekkunni. Forsprakkar kommúnista hafa hnJímiðað göngu sína og tíma við það, að koma einmitt niður á torgið um það leyti, sem fundinum þar væri langt komið. Með því að fá tækifæri til að vekja þar eftirtekt á sjer, vonuðust þeir eftir að þeir gætu, á lítt áberandi hátt truflað þenna fund og fengið forvitið fólk, sem þar var, til að slæðast með sjer suður að Miðbæjai'- skóla. En þetta sem annað niistókst fyrir kommúnistum þennan dag. Talað um mannrjettindi Eymdargangan komst leiðar sinnar. En Lækjartorgsfundur- inn var ótruflaður af „heim- sókn“ þeirra. Er þeir voru komn ir suður að barnaskóla, hóf Hannes Stephensen upp raust sina. Hann talaðj m. a. um mannrjettindi. Strax á meðan hann talaði, bar á því, að áheyrendur voru hvikulir. Sinntu ræðumanni ekki, eða því sem hann flutti. „Þeim leiðist eigj gott að gera þessum kommúnistum, varð einum að orði, sem stóð í áheyr endahópnum, að tala altaf eins og álfar út úr hól. Maðurinn þarna sem vill berjast fyrir efl ing kommúnismans, skuli á þess um hátíðisdegi nota tækifærið til að minna menn á, að í ríkjum kommúnista eru öll mannrjett- indi afnumin“. Nú leið að því, að útifundin- um á Lækjartorgi var lokið. Og þá gengu allmargír þaðan suð- ur eftir Lækjargötunni. En sú heimsókn mun hafa valdið nokkru um það, að enn ókyrð- ist fólkið er kommúnistum hafði tekist að safna til sín. Áheyrendum fækkar óðum Nú töluðu á kommúnistafund inum hver af öðrum, Jónas Haralz, Hallgrímur Jónasson og Finnbogi Júlíusson. Á meðan þeir töluðu fór mannþyrpingin á götunni að dreifa sjer. Næstur talaði Stefán Ög- mundsson prentari. Þá fækkaði enn þeim sem vildu fá meira áð heyra- En siðan kom fram á ræðu- sviðið ritari hárgreðislusveina Inga H. Jónsdóttir og sneri sjer eindregið að heimspólitíkinni, en hjelt sjer utan við hagsmuna mál hárgreiðslusveina. Síðastur kom svo Eggert Þorbjarnarson, og var mjög andvígur Atlants- hafsbandalaginu. Nú var mikill meirihluti áheyrendanna far- inn, hafði ekki lyst á meiru and legu fóðri úr heilabúum komm anna. Svo ekki var eftir nema ofurlítil hnappur fyrir framan tröppupall Miðbæjarskólans er Eggert lauk máli sínu. Þannig lauk þessai'i „fyrr- verandi tilvonandi“ sigurhátíð kommúnistaflokksins hjer í Reykjavík þennan eftirminni- lega maí-dag, er Þjóðviljinn kallaði saman alla þá, sem and- vígir væru Atlantshafsbanda laginu og þátttöku íslendinga í þeim friðarsamtökum lýðræðis þjóða. Ósigrar úti og inni Sá þáttur „sigurhátíðarinn- ar“ sem átti að fara fram í Aust urbæjai'bíó, var jafn bönguleg- ur, eins og útihátíðin. Þrátt fyr- ir venjulega smalamensku með- al kommúnista tókst ekki, að fá nema ríflega hálft hús til að hlusta á Sverri Kristjánsson tala um Atlantshafsbandalagið og utanríkisráðherra Islands. Bjarna Benediktsson. Áheyrend ur urðu þess ekki varir, að sagn fraeðingurinn hefði þar fram að bera neinar nýjar sögulegar upplýsingar, neitt annað en það, sem ótal sinnum áður hefir verið tuggið upp f Þióðviljan- um. Svo segja máttj að kommún- istar hafi þennan dag farið hrakfarir bæði úti og inni. Einn ljósgeisli var á leið kom múnistanna á þessum þeirra mæðu-degi, sem skýra þarf frá, til þess að myndin verði rjett af útifundunum. Kommúnistum hafðj tekist, að selja fleiri merki, en Alþýðu sambandinu. En það kom ein- faldlega til af því, að lítt varð þess vart, að merki Alþýðusam bandsins væru til sölu. Örfáir sáust sem höfðu þau á boðstól- um. Þegar rifjað er upp það, sem Þjóðviljinn flutti lesendum sín- um þennan dag, verða hrakfarir kommúnistanna enn þá meira áberandi. í Þjóðviljanum var það full- yrt að öll alþýða Reykjavíkur myndi á þessum degi raða sjer undir merki kommúnistanna. „Öll alþýðan“ varð í reynd- innj rúmlega 2% af bæjarbú- um. Þjcðviljamenn og staðreyndirnar 1. maí Til þess að fleka fólk til sam- fjelags við kommúnista þennan dag, flutti blaðið mikla grein um gengislækkun. Útkoman varð aðeins, áber- andi „gengislækkun“ á hinni reykvísku deild hins fjar- stýrða ílokks. Sigfús Sigurhjartarson hjelt því fram í 5 dálka grein að „heimurinn væri einmitt nú að vakna“. Sú vakning hefir hjer í Reykjavik orðið á þann veg, að alþýða manna er farin að skilja betur en áður, hvað kommún- istar eru, og hver er stefna og starf 5. herdeildarinnar, sem hinn alþjóðlegi flokkur hefir hjer starfandi. Og þegar Þjóðviljinn flytur ávarp frá alþjóðaverkalýðssam bandi því, sem Moskvastjórnin hefir í hendi sjer, þá flýr fjöldi manns raðir kommúnistanna. Því menn sjá hversu hiálegt það er, þegar alþjóðasamband, sem er verkfæri í höndum mestu árásajr- og landvinninga þjóðar í heimi, þykist vera að prjedika um frið. (!) Morgunblaðinu að kenna I engu kemur eymdarsvipur Þjóðviljans þó greinilegar fram en þegar blaðið flutti á forsiðu, frjett um það á sunnudag, að ef illa tækist til fyrir kommún istum I. maí og almenningur vildi ekki sinna útisamkomum þeirra, þá væri það fyrst og fremst því um að kenna að Morgunblaðið hefði ekki aug- lýst samkomu kommúnista eins og Eg.gert Þorbjarnarson hefði óskað eftir. Fyrir Eggert verður dagur- inn eftirminnilegur. Því það var sá ræðumaður, sem sá á eftir mannfjöldanum, hverfa af fundi kommúnista í Lækjar- götu þennan dag. Hann sá fylgi sitt og flokksins og 5. herdeild arinnar. dvína fyrir augum sjer. En hann ræður því að sjálf- sögðu, og Þjóðviljamenn, að hve miklu leyti þeir vilja kenna Morgunblaðinu þessár óíarir sínar. ■* (slenska lands- liðið í skák 1949 EFTIR landskeppnina í skák, sem nú er nýlega lokið, er ís- lenska landsliðið þannig skip« að: 1. Guðmundur Ámlaugsson, 2. Baldqr Möller. 3. Guðmundur Pálmason. ■ 4. Ásmundur Ásgeirsson. 5. Sturla Pjetursson. 6. Lárus Johnsen. 7. Guðmundur Ágústsson. 8. Eggert, Gilfer. Landsliðið er skipað sömy mönnum og s.l. ár, nema hva<3 Lárus Johnsen kemur inn 3 staðinn fyrir Árna Snævarr. —> Þetta er í fyrsta sinn, sem Lár- us tekur sæti í landsliðinu. Verðlaunaafhending fyrip landsliðskeppnina fer fram aö Þórsgötu 1, annað kvöld og hefst kl. 9 e. h. Einnig verð^ þár afhent verðlaun frá skák * þingi Reykjavíkur. LONDON, ý. maí. — Breskaj stjórnin lýsti yfir því í dag, að! hún rnyndi' berjast gegn því, að Spánn gerðist aðili að Evrópu- ráðinu, Atlantshafssáttmálan-* um og Sameinuðu þjóðunum, á meðan núverandi stjórnarfait ríki þar. Aðstoðarutanríkisráð- herra Christophcr Mayhew gaf út þéssa yfirlýsingu í neðrl deild þingsins í dag. — Reuteí i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.