Morgunblaðið - 07.05.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1949, Blaðsíða 2
MORGUISBLAÐI& Laugardagur 7. maí 1949. (JfTAST RÖKRÆÐVR :pf ma amilepr aðall. UNDAlYFARNA daga hafa konunúnistar beitt sjer mjög gegu £jx s á Alþingi að Menntaskólinn á Akureyri iai fyrst um sí.Dja að vera 6 ára skóli eins og hann hefur verið og -IWorðíerfdingar hafa borið fram óskir um að hann fái að vera cnri ur >keið. Hefur Sigfús Annes verið aðalmálsvari komm- pnna f þessum umræðum. Ein aðal röksemd hans gegn því rti /tJjrsngi taki óskir Norðlendinga í þessum efnum til greina \ ar sú að það væri alltof dýrt fyrir ríkissjóðinn. f aiJra kvikinda líki fíann.ast nú enn sem fyrr að komrm'míjtar reyna að bregða sjer í jllra kvikinda líki til að dylja eðlj sitt og til- p.cing. liver trúir því að Sigfús Annes ,\;ái eftir ríkissjóðnum til ið leggja fram fje til þess að breyta gömlu heimavist inrii í A.kurevrarskólanum í kenaiusf.ofur þegar að hið nýja hejmavistarhús skólans er til- brúð? Þvt trúir ekki einn einasti jnaður Sigfús Annes hugsar aldrei um. að spara ríkissjóði í jc;. Hann. og aðrir kommúnist- ar híka ekki við að bera stöð- ugt :am hækkunartillögur, sem þyugja byrðar ríkissjóðs. Hinsvegar berjast þeir altaf eíns og Ijón gegn því að ríkis- sjóðitr tryggi sjer tekjur til }að tanda undir útgjöldun- um Skattar ©g- framkvæmdir K.ommánistar segjast vilja miklar framkvæmdir og bera fram nm þær fjölda tilagna. — í ■átum svo vera. En í hvert ein asta skipti, sem ríkisstjórnin I -ggnr fram tekjuaukafrumv., b'á ætlar Þjóðviljinn að ærast. Hækkun verðlags á tóbaki og brennúdni, sem varla verður |xV tali.ð til lífsnauðsynja, segir bíaðið að sje „árás á alþýð- una", Svipaðar yfirlýsingar heyrasf þegar aðrar tekjuöflun- arleiðir eru farnar. ísJendíngar greinir sennilega ekl:j á um það, að skattar og opinber gjöld yfirleitt sjeu orð- iri geyuhá og þungbær hjer á I'indt En engum ábyrgum þjóð fjefagsborgara kemur annað til hugar en að kröfur þjóðarinn- ar urn miklar framkvæmdir bljóti að kosta mikið fje. Sá, sem br'fr* stórfelldra fram- kvæmda, fullkominna alþýðu- trygginga, glæsilegra skóla- stofnana o. s. frv., hlýtur að gera sjer það Ijóst að jafnhliða verður j3 Ieggja á þjóðina háa skatta. Koramúnistar líta á þetta alt öðrum augum. Þeir heimta miklar framkvæmdir en jafn- hliðn ærast þeir yfir því að ríkissjóður aflar sjer tekna til þe;ís að geta ráðist í framkvæmd irnar , Til þess að fullkomna fifl- skap iúnn og mótsagnir, segja kommúnirstar svo í öðru orðinu að skattar sjeu hjer altof lág- jr "i Þetla er. ágætt dæmi upp á málfliitníng kommúnista. Óttast rökræður Það -er eínnig mjög einkenn- aridj fyru málflutning Moskva- m.iuna hjer á landi að yfirleitt forðast þ&ir rökræður eins og h'-íi iii Idinn. Þeir þora t. d. örsjaldan að rökræða eðlismun hins vestræna og svokallaða „austræna lýðræðis“. Þeir stað hæfa aðeins að hið „austræna“ sé hið eina sanna lýðræði vegna þess að það sje „fjárhagslegt lýðræði“. Þegar kommúnistum er bent á það að lífskjör als almennings sjeu miklu betri og jafnari í hinum vestrænu lýðræðislönd- um en löndum þeim, sem búa við sovjetskipulag, þá láta þeir talið niður falla, segja að vísu að það sje lýgi. Þessi óbeit kommúnista a rökræðum er mjög eðlileg. í landi. þar sem sovjetskipulag er komið á, eru engar rökræð ur um slík mál leyfðar. Kom- múnistar losa sig algerlega við þær. Það er þeirra „lýðræði". í frjálsu þjóðfjelagi, þar sem ennþá er skoðanafrelsi, rit- frelsi og málfrelsi, treysta kom múnistar sjer hinsvegar ekki til rökræðna. Þeir bara stað- hæfa hitt og þetta, t. d. að At- lantshafssáttmálinn sje þræl- dómsfjötur á íslendinga af því að Stalin sje illa við hann. Þetta er sú eina „röksemdafærsla“, sem kommúnistar þekkja. Þykjast vcra andlegur aðall .Þegar á þetta er litið sætir það ekkí lítilli furðu að þetta raka lausa fólk skulj telja sig nokk- urskonar andlegan aðal og vera stútfullt hróka af „gáfum“ sín- um. „fyndni“ og „fjÖlhæfni“. ! Þetta sýnir einnig spaugileg- ustu hliðina á þeirri geggjun, sem mikill fjöldi kommúnista er haldinn. Það er beinlínis aumkunarvert að horfa upp á ýmsa hina svokölluðu „mennta menn“ kommúnista, sem þyngst eru haldnir af þessum hugmynd um um andlegan aðal sinn. — Næf allir eru þessir menn dóm greindarlitlir og þekkingarlaus- ir bjálfar, kunna varla að fletta upp í orðabók, hvað þá að semja orðabók. En þessir menn eru fyrirtaks akneyti fyrir ivagn kommúnista. Það er hægt að láta þá boða til funda, sem þeir eru látnir kalla , ,menntamannafundi“ eða öðrum „spennandi“ nöfnum. Af þessum samkomum er svo almenningj ætlað að fá Moskva glýju í augun og kjósa kom- múnista. Að öllu samanlögðu er þessi ,,aðaH“ kommúnista fyrirlitleg- asta ruslið í liði þeirra. íslend- ingar ala ríka menntunarþrá í brjósti og hafa alltaf gert það. Þeir bera líka virðingu fyrir aannri menntun og menningu Er. þeir hafa djúpa og einlæga fyrirhtningu fyrir uppskafnings hætti og hrokagikkslátum þess ara svokölluðu ,.menntamanna“ ] kommúnista. Sigurður Grímsson: IMokkur orð i. LEIKFJELAG REYKJAVÍKUR mun innan skamms hefja sýn- ingar á harmleiknum mikla Hamlet, einu víðfrægasta og stórbrotnasta listaverki hins mikla, breska skáldsnillings, Williams Shakespeares. Og Tjarnarbíó hafði nýlega frum- sýningu á enskri stórmynd, er gerð hefur verið eftir sama leikriti, undir stjórn sir Laur- ence Oliviers, sem talinn er einn ágætasti Shakespeares-leikari, sem nú er uppi, og fer hann einnig með hlutverk Hamlets. Er mynd.þessi frábærlega vel gerð, í raun og' sannleika ein- stæð og stórkostlegt afrek, er sýnir glöggt hversu geisiáhrifa mikið og þjáit tæki tii listsköp- unar filman getur verið í hönd- um mikilhæfra og vel menntra kunnáttumanna. Leikritið Hamlet hefir verið kallað „a tragedy of thought11, —- harmleikur hugans eða hugs unarinnar. Er það vissulega rjettnefni, því að þungamiðja leiksins er hugarstríð og hug- arórar hins unga danaprins, sem ofurseldur er þeirri hugs- un og á sjer þar markmið eitt, að koma hefndum fram við ill- ræðismanninn og valdaræningj ann, er myrti föður hans. Andi Hamlets svífur yfir vötnunum í leiknum frá upphafi til enda. Við finnum til návistar hans og áhrifa þótt hann sje hvergi nærri. Hann er máttugur í ó- hugnanlegri þögn sinni engu síður en í ofsa sínum og ádeilu. Oe hatur hans og hefndarborsti fyllir andrúmsloftið og ræður hverju atviki og hverri hreyf- ingu á sviðinu. „We are such stuff as dreams are made of — .“, segir Shakespeare í Storm inum. Þannig er Hamlet. Hann lifir í heimi drauma og hugaróra og hugsar og ályktar út frá því. En að lokum hefur hann búið sjer þá veröld, er verður honum ofurefli og hrek- ur hann í dauðann. Og þannig eru flestir harmleikir Shake- speares, draumsýnir skáldsins, þar sem mannlífið birtist því í miskunarlausu ljósi raunveru- leikans. II. ÞAÐ var ekki ætlun mín með þessu greinarkorni, að reyna að sálgreina Hamlet prins eða kanna djúp þessa undursam- lega listaverks. Það er vissu- lega ekki á mínu færi. Jeg vildi aðeins gera nokkra grein fyrir uppruna leikritsins, segja frá þeim heimildum, er skáldið hefur notað við samningu þess og rekja efni þess í stuttu máli, ef það gæti orðið til hægðar- auka leikhús- og bíógestum, um skilning á leikritinu. Frumheimildin, sem Shake- speare byggir á leikrit sitt, er án efa sögnin um Amleth (Amlóði) eins og Saxo Gramma ticus hinn danski, segir hana í Historia Danica. Saxo samdi það verk um árið 1200 (1201) en það var fyrst prentað 1514. Ekki er ólíklegt, að Shakespeare hafi þekkt frásögn Saxos um Iiamlet í Historia Danica, eri sennilegra þykir þó, að hann hafi fengið söguna úr frönsku riti, Histoires Tragiques eftir Belleforest, er kom út árið 1564. Hefur það rit vafalaust verið þýtt á ensku tiltölulega skömmu eftir að það var gefið út, endaþótt elsta þýðingin á ensku, sern til er af því nú sje prentuð árið 1608. Bendir og margt til þess að sú útgáfa sje endurprentun. Þá má og geta þess, að til eru í norrænum bók menntum ýmsar útgáfur af Hamlet-sögninni, svo sem í Hrólfs sögu kraka, Ambáles- sögu og Brjámssögu. Frásögn Saxos er í meginatriðum hin sama og í leikriti Shakespeares, en vitanlega hefur hinn mikli skáldsnillingur ekki látið sjer nægja að taka við sögunni og nota hana eins og hún var að honum rjett, heldur hefur hann gætt hana skáldlegri kynngi sinni, dýpkað hana og fegrað, svo að Hamlet varð í höndum hans eitt af dásamlegustu meist araverkum heimsbókmennt- anna. Ekki er með fullri vissu vitað hvenær Shakespeare samdi Hamlet, en margt bendir til þess, að það hafi verið um 1601 —1602. Fyrir 1602 er vitað um Hamlettexta, sem eignaður var Shakespeare, en hinsveg- ar er leiksins ekki getið í rit- skrá frá árinu 1598. Ennfrem- ur má af ýmsum samtíma til- vitnunum ráða, að eitthvert Flamlet-leikrit hafi verið til fyrir 1589 og vitað er að 9. júní 1594 var, í Newington Butt-leikhúsinu. sýnt leikrit, er bar nafnið Hamlet, en mun þó ekki hafa verið nýtt af nál- inni. Hvort hjer hefir verið um að ræða leikrit frá hendi Shakespeares, vita menn ekki með vissu, en flestir bókmenta fræðingar hallast að þeirri skoðun, að svo hafi ekki verið. Er margt sem styður það, en hjer verða þau rök ekk; rakin sakir rúmleysis. Hamlet kom fyrst út árið 1603 í ljelegri fjórblöðungsút- gáfu (ræningjaútgáfu, svo- kallaðri) en kom aftur út ár- ið eftir einnig í fjórblöðungsút- gáfu, aukinnj og endurbættri. Eftir það rak hver fjórblöð- ungsútgáfan aðra, en fyrsta folioútgáfan af Hamlet kemur ekki fyrr en 1623, er verk skáldstns eru gefin út í heild. Síðan eru Shakespearútgáfurn- ar orðnar æði margar, bæði heildarútgáfur og útgáfur ein- stakra rita hans, en flestar munu þó vera útgáfurnar af Hamlet, bæðj í Englandi og í öðrum menningarlöndum heims IV. „Hjer skal í fáum dráttum rakið aðalefni leikritsins: 1. þáttur: .Svipur hins framliðna Dana- konungs birtist varðmönnunum Krónborgarkastala í Helsingja- eyri. Þeir segja syni hans, Ham let, frá þessu, og hann afræður að hitta hinn framliðna og tala við hann. Svipurinn segir Ham j let að Claudius konungur, er varð eftirm. hans, hafj myrt sig til þess að komast til valda og; eignast drottninguna, ekkju! Hamlet hins myrta konungs. Hamlet heitir svip föður síns, að hefna hans og vofan hverfur. Varð- mennirnir vinna eið að því að þegja um það er þeir hafa sjeð. II. þáttur: Hamlet læst annað veifið vera vitskeitur, svo að engan gruni áform hans. Konungur og drottning telja dauða hins gamla konungs ekki nægilega orsök til sjúkleika Hamlets og reyna að grafast fyrir hinar raunverulegu orsakir hans. —■ Hamlet skrifar Ófeliu, dóttur Polonius ráðgjafa konungs, samhengislaus ástarbrjef, og af þessum brjefum ráða konungs- hjónin, að ástarsorg muni vslda geðtruflun hans. Flokkur um- ferðaleikara kemur til háliar- innar og H'amlet fær þá til að leika „Morðið á Gonzago", leik- rit sem að efni svipar mjög til morðsins á hinum gamla kon- ungi, — föður Hamlets. III. þáttur: Meðan á leiknum stendur, gefur Hamlet konunginum og drottningunni nánar gætur. Konungur tekur að ókyrrast mjög í sæti sínu og að lokum sprettur hann upp og hleypur út úr salnum, og drottningin á eftir honum. Hún stefnir syni sínum, Hamlet, fvrir sig til þess að ávíta hann fyrir tiltæki hans. Polonius er í felum bak við tjald í herbergi drottning- ar. Hamlet verður var við’ hann, en heldur •'ð það sje kon- ungurinn, og rekur hann í gegn með sverði sínu, Að því búnu, snýr Hamlet sjer að móður sinni og áteli^r hana þunglega fyrir framferði hennar og sam- búð við illræðismanninn, kon- unginn. Hún bugast af iðrun og sorg. Meðan á samtali þeirra stendur birtist Hamlet svipur konungsins gamla, en drottning in fær ekkj sjeð hann. ♦ IV. þáttur: Konungur og drottning af- ráða að koma Hamlet úr landL Hann er sendur til Englands £ umsjá tveggja skólafjelaga sinna. Þeir hafa meðferðis inn- siglaða fyrirsklpun um ao Hamlet skuli drepinn þegar til Englands kemur Sjóræningjar ráðast á skip þeirra fjelaga og Hamlet er tekinn til fanga. Sjó- ræningjarnir fara vel með hanri í von um umbur frá hirð kon- ungs ,er heim l emur. Hamlei; snýr aftur til Danmerkur, eri sækir svo að, áð verið er aö' jarðsetja Ófeliu. Hún hafði orðið vitskert af sorg út af hin- um vofeiflega dauða föður síns og sálarástandi Hamlets.: Hún hafði undanfarið gengici um hallarsalina sem í leiðslu, sungið og stráð um sig blómum, en áð lokum haíði hún fallið § fljótið og drukknað. • / V. þáttur: Sorg Hamlets er takmarka-* laus. Hann stekkur ofan £ gröf Ófeliu og berst við Laertes, bróður hennar, s°m er þar fyr- ir. yfirbugaður af trega. Mem\ Framli. á bls. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.