Morgunblaðið - 07.05.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 7. maí 1949. ALMENNINGUR KÆRIR SIG EKKI UM SAMVINNUEINOKUN Þegar versluam er sem frjáls usl dafnar eiitkaverslunin „SAM VINNUSKIPUL AGIÐ er óhrætt við að leggja út 1 samkeppm við ríkisstofnanir, sje þeirri samkeppni skapaður rjettlátur starfsgrundvö]lur“, segir í febrúarhefti tímaritsins ,,Samvinnan“. Tilefnið til þessara hugleið- inga um að samvinnuverslanir geti orðið að leggja til samkepni við ríkið, eru sprottnar af því, að hjerlendir sósíalistar hafi það á stefnuskrá sinni að koma á þjóðnýtingu. „Samvinnan“ finnur sig knúða til að lýsa því yfir, að samvinnufjelög landsins sjeu ekki hrædd við samkepni við ríkið, „sie þeirri samkeppni skapaður rjettlátur starfsgrundvöllur". Nú er það auðvitað svo, að ef um er að ræða þjóðnýtingu á einu eða öðru, og verslun þá ekki undanskilin, er ekki fram- af um samkeppni að ræða. — Þjóðnýtingarfyrirkomulagið fel ur það beinlínis í sjer, að bund- inn sje endir á alla samkeppni, en ríkið hafi allan rekstur hinn- ar þjóðnýttu atvinnugreinar í sinni hendi. En samt er þessi yfirlýsing ,,Samvinnunnar“ ekki með öllu ('f. óðleg. Að dómi þessa heim- iiisrits S. í. S., þarf ekki að ótíast samkeppni við ríkisstofn- anir, ef þeirri samkeppni sje skr.paður „rjettlátur starfs- grundvöllur1*. Vitaskuld er ekk- crt um það sagt, hvernig slíkur grundvöllur ætti að vera, enda mun það ekkj vel þægilegt, það er aðeins sagt, að hann eigi að vera ,.rjettlátur“. Hingað til hafa S. í. S- og fjelö.g þess ekki svo mjög þurft rð spreyta sig á því að finna „rjettlátan starfsgrundvöll“ út af samkeppni við ríkið. Hitt hefu.r fremur skeð, að ríkis- verslanir liafa orðið S. í. S. tæki til að ná undir sig einstökum viðskiftagreinum, sbr. Áburð- areinkasöluna. Bein afskift; rík isins í sambandi við vöruinn- kaup hafa einnig komið S. í. S. að haldi, þótt ekki hafi verið um sjerstakar einokunarversl- anir að ræða. S. í. S. hefir aldrei þurft að kvarta undan samkeppni við ríkið. En þetta tal um „rjettlátan starfsgrundvöIT' gagnvart rík- isverslunum, er raunverulega aðeins bergmál af því, sem klingt hefur við gagnvart einka verslunum. Þegar um hefur ver ið að ræð i að finna grundvöll fyrir vöruúthlutun í sambandi við innflutningshöftin, hefur S. í. S. heimtað „rjettlátan grund- völl“, en það rjettlæti hefur hinsvegar verið í því fólgið, að málunum sje þannig komið fyr- ir, að S. I. S. fái meira af vör- um en þ- •• hafi haft aðstöðu til að flytja inn áður og hafi von um að fá enn meira litlu síð- f r, begar hinn „rjettláti grund- vö!lur“ ’"-;rður endurskoðaður. Þegar blöð S. í. S. tala um ,.rjettlæti“ í þessum málum, er átt við svunefnt samvinnurjett- læti. : c-rr' felur það í sjer, að keppinautnrinn afsali sjer sem mest i af því, sem hann hafði, og gefi ádrátt um enn frekara aísal eftir dálítinn tíma. Þegar um er að ræða rjettlátan grundvöll undir samkeppni S. í. S. annarsvegar og verslunar- stjettarinnar hinsvegar, telur S. í. S. m. a. rjettlætið vera fólgið í þvi, að það njóti stórfeldra skatt- og útsvarsfríðinda fram yfir það, sem aðrir njóta og að það njóti fríðinda um gjaldeyr- ismeðferð, sem öðrum eru ekki leyfð. Þessu til viðbótar kemur svo það, að tryggja sjer mun ríflegri skerf af takmörkuðum voruinnflutningi en svarar þvi, sem S. í. S. hafði áður. „Glöggu rökin“, sem vantar. ,,Samvinnan“ lætur ekki þar við sitja að bjóða ríkisvaldinu byrginn og lýsa yfir hve sam- vinnuskipulagið sje mikilsmeg- andi, ef það nái því rjettlæti, sem það sjálf viðurkennir í samskiftum við hið opinbera. — Jafnvel þjóðnýtingu óttast þeir ekki, þeSsir miklu menn. I framhaldi af þessu segir „Samvinnan11: „Samvinnumenn hafa leitt að því glögg rök, að þau (þ. e. höftin) sjeu vatn á myllu for- rjetindamanna og einkahags- muna og þjóðin mundi langtum heldur kjósa samvinnuverslun en einka- og ríkisverslun, fengi hún sjólf að scgja hug sinn með frjálsu vali verslana“. Það þarf naumast að taka það fram, að ekki færir „Sam- vinnan“ fram svo mikið sem stafkrók til að færa líkur, hvað þá sannanir, fyrir því, sem stað hæft er. Þau „glöggu rök“, sem minst er á, haía aldrei sjest. — Hinsvegar hafá sjest önnur rök, sem fara meir en lítið í bága við þá staðhæfingu, að versl- anir með samvinnusniði sjeu slíkt óskabarn þjóðarinnar sem „Samvinnan“ vill vera láta. Það, sem almenningur vill og ekki vill. Sem betur fer hafa íslend- ingar lifað þá tíma, að versl- un var frjáls, annað hvort að öllu leyti eða þá að svo veru- legu leyti, að vel mátti sjá af- stöðu almennings til einkaversl ana og samvinnuverslana. Sannleikurinn um almenning í þessum málum er sá, -að menn versla þar sem vörurnar fást, og sje um mismun á gæðum og veiði að ræða, er leitað þar eftir viðskiftum, sem verðið er lægst, en gæðin um leið mest. Ef rjett væri.það, sem „Sam- vinnan" segir, væru nú tæplega til nokkrar einkaverslanir í landinu. Verslunin hefði þá fyrir löngu dregist frá venju- legum kaupmannaverslunum og yfir til samvinnuverslananna. En þótt þjóðin gæti valið sjer verslanir og engin vöruþurrð væri, þá sáust þess engin merki að almenningur yrði var við þessa feiknarlegu yfirburði sam vinnuverslananna, sem „Sam- vinnan“ miklast af. Það var fyrst, þegar innflutn ingshöftunum var skellt á og Framsóknarmenn höfðu stjórn allra þeirra mála, að samvinnu- verslun náði að festa rætur í Reykjavík. Allar tilraunir til að koma þar á fót samvinnu- verslunum höfðu mistekist. — Út um land óx samvinnuversl- unum einnig fiskur um hrygg á þessum tíma, vegna þess að hinum takmörkuðu vörubirgð- urn var nú með yfirvaldsboði stefnt til þeirra. En þrátt fyrir þetta náðu þó samvinnuverslanirnar aðeins takmörkuðuum hluta verslunar innar á sitt vald og kom það til af því, að einkaverslanirnar áttu svo sterk ítök í hugum fólksins vegna þess hve við- skifti þeirra höfðu reynst vel, að jafnvel Framsóknarmenn sáu sjer ekki fært að fara út fyrir tiltekin takmörk í viðleitni sinni og leggja þær í rústir. Þannig stóðu málin þegar styrjöldin hófst en á fyrstu ár- um hcnnar liðkaðist mjög um viðskifti og mátti heita um skeið, að innflutningur nauð- synjavarnings, svo sem vefnað- arvöru, væri þá að kalla frjáls. En ef litið er á innflutning þess ara vara, þá-náðu S. í. S. og fjelög þess því ekki á árunum 1938—1946 að hafa nema tæp- lega sjötta hlutann af þessum viðskiftum í sínum höndum. Síðan verslunin var. aftur sett í nýja spennitreyju marg- víslegra hafta, hefir viðleitnin verið sú að koma því til leiðar, að vörustraumnum yrði sem mest bcint til S. í. S. og kaup- fjelaganna, ekki vegna þess, að þjóðin óski eftir yfirráðum þeirra verslar.a, heldur af stjórnmálaástæðum. Ef öllum hömlum yrði rutt úr vegi og almenningur gæti valið úr nægum vörubirgðum hjá mörgum verslunum og þar á meðal samvinnuverslunum, er enginn vafi á því, að einkaversl anirnar mundu sýna mikla yf- irburði í samkeppninni. Almenn ingur kærir sig síst af öllu um þróun, sem gengi í þá átt að kippa fótunum undan sjerversl- ununum, sem risið hafa upp á mörgum áratugum, og fá við- skifti þeirra í hendur pólitísk- um samlagsverslunum. Það eina, sem almenningur óskar eftir í þessum efnum er að einkaverslanir og aðrar greinir verslunar, svo sem sam- vinnuverslanir, geti starfað hlið við hlið og keppst á eðlilegan hátt um að fullnægja viðskifta- þörfum kapupendanna sem best. Almenningur kærir sig ekk- ert Um tilteknar tegundir versl- ana lifi við opinber fríðindi og geti þannig viðhaldið sjálfum sjer án þess að gegna þeim skyldum í starfsemi sinni, sem þær eiga að inna af hendi. Almeri.ningur vill ekki að verslun með algengar nauð- Framh. á bls. 12 - H A M L E T (Framh. af bls. 2) ganga á milli þeirra og skilja þá. Konungurinn leggur til að þeir Hamlet og Laertes skylm- ist í bróðerni og þeir fallast á það. En oddurinn á sverði Laertes hefir verið roðinn ban- vænu eitri. Og til að vera örugg ur um dauða Hamlets, blandar konungurinn eitraðan svala- drykk og setur hann þar, sem hann heldur að Hamlet muni grípa til hans er hann þyrsti, í hita bardagans. í fyrstu heíir Hamlet betur, en skyndilega særir andstæðingur hans hann banvænu sári. í ofsanum og ringulreiðinni skifta þeir um sverð og nú særir Hamlet Laertes með hinu eitraða sverði sem Laertes hafði áður haft. Drottningin hefir horft á ein- vígið með ákafri athygli og hún tekur bikarinn með hinum banvæna drykk, er konungur- inn hafði búið Hamlet, og drekkur af honum til þess að hylla son sinn. Eftir örlitla stund fellur hún örend til jarðar. Er Hamlet sjer það, verður honum ljóst, að hjer eru svik í tafli og Laer- tes. sem er að dauða kom- inn játar fyrir honum hlutdeild sína í svikráðunum við hann og ásakar konunginn um að vera upphafsmann að illræðinu. Hamlet víkur sjer þegar að konunginum og leggur hann í gegn með hinu eitraða sverði. Konungurinn deyr þegar. Hamlet héfir nú hefnt föðúr síns — og hnígur að því búnu örendur niður. V. Um Hamlet hefir verið skrif- að meira en nokkra aðra per- sónu í heimsbókmenntunum, jafnvel meira en um hinar víð- frægustu hetjur og afbragðs- menn veraldarsÖgunnar, svo mjög hefir hann heillað hugi þeirra manna, er kynnst hafa þessu margþætta, sundurleita og furðulega sköpunarverki mannlegrar snilli og andagift- ar. Afburðamenn eins og Carlyle, Emerson, Brandes, Coleridge og Swinburne, svo að nokkrir sjeu nefndir, hafa reynt að gera grein fyrir skap- gerð Hamlets og eðlisfari, en mjög ber þeim á milli í flestum atriðum og engum þeirra hefir tekist að gera viðfangsefninu full skil. I eftirmála við þýðingu sína á Hamlet (útg. M. M. 1939) kemst Matthías Jochums- son svo að orði: „Skapferli Hamlets sjálfs hefir lengi þótt undarlegt, og ekki mjög sam- kvæmt sjálfu sjer. „Hann er alt í senn“ — segir skáldið Thomas Kampbcll á einum stað — „ör og snar í ímyndun. djúp- auðugur í hugsun (abstract thought), miljill nr góður j fyrirætlunum; cn hinsvegar veill, kynlegur og reikull í ráði, blíðmenni, en harðlyndur við Ófeliu; finnur vel til kosta sinna umfram aðra menn, en fyrirlítur þó sjálfan sig, og eigi ætíð ófyrirsynju. Ósam- kvæmni þessi verður aldrei ljós, fyr en menn skilja vitfirr- ing hans bæði sem sanna og uppgjörða“. Þessi orð Thomas Kampbell hygg ég að fari nokk uð nærri sanni, þó að þau sjeu ekki nema lítið brot af sann-. leikanum öllum um hina miklu ráðgátu Shakespeares — Ham-. let clanaprins. — Sigurður Grímsson. Miðskóladeild starfi við M, L FRUMVARP Sigurðar Hlíðar o. fl. um að miðskóladeild. fái að starfa við Menntaskól- ann á Akureyri næstu 2 ár var samþykkt í Neðri deild í gær með breytingu meiri hluta menntamálanefndar. Kommúnistar og mennta- málaráðherra börðust harðlega gegn þessu máli og sögðu það flutt af einhverri misskildri til- finningasemi. Á Norðurlandi er mikill á- hugi fyrir þessu máli og' hafa fjölmörg fjelagasamtök sam- þykkt áskoranir um að gagn- fræðadeild M. A. fái að starfa áfram. ^ Atkvæðagreiðslan í gær var svo frumvarpið samþykkt til 3. umræðu með 17:13 atkv. Já sögSu: Stefán Jóhann Stefánsson, Stefán Stefánsson, Steingrímur Steinþórsson, Bai'ði Guðmundsson, Emil Jón.sson, Finnur Jónsson, Gunnar Thor- oddsen, Halldór Ásgrímsson, Axel Guðmundsson, Ingólfur Jónsson^ Jóhann Hafstein, Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Pjetur Ottesen, Sigurður Bjarnason, Sigurður E. Hlíðar og Sigurður Kristjánsson. Nei sögðu: Áki Jakobsson, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni As- geirsson, Einar Olgeirsson Ey- steinn Jónsson, Helgi Jónasson, Jón Gíslason, Jörundur Brynj- ólfsson, Katrín Thoroddsen, Póll Þorsteinsson, Sigf. Sigur- hjartarson, Sigurður Guðnason og Skúli Guðmundsson. 7 maí, merkja- söludapr „Ahföru" I DAG er merkjasöludagur fje- lagsins Alvara svo sem hann var síðastliðið ár. Fjelagið hyggst að koma upp dulfræðimynjasafni hjer í Reykjavík, sem bera skal nafn- ið Ingólfsbæjarsafn. Forráðamenn fjelagsins segja að þar verði almenningi gefinn kostur á því að kynnast æðri sannindum án tillits til prófs eða skólagöngu. — Þekkingin verður lögð fram í teikningum, táknrænum merkjum og hjut- um, og prentuðum handritum. Sjö farasl í flusjslysi — Reuter. SOUTHAMTON, 6. maí: — Sjö flugvjelavirkjar — þar á meðal tveir færustu sjerfræðingar Bristol- f lugvj elagsins í þeim efnum, fórust í dag, er spreng- ing varð í flugvjel þeirra. — Rcuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.