Morgunblaðið - 07.05.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1949, Blaðsíða 16
VEBFEtTLITI© FAXAFLÓI: IILUTSKIFTIN eru grundvöll Kkn’ð-^istan kaldi og skyjaö í d«g- — 101. tl»l. Laugardagur 7. maí 1949- urinn a3 ölhi hiá r’U***’ gamtal við Harald Böðvarsson. bls. 9. liliv. m liækkuii bemín: skaffsinsjagt fyrlr álþingi Uerinn fer upp í 96 aura. - Senni- legf að beniínskömmtun verði ainumin Ö^fMýS'd'agði ’meirr Wuti fjárnagsnefndar í Ed. fram frumvarp á-AIþingi um 22 aura hækkun á benzínskattinum. Er gert ráð veré-á-benzíni'hækki I 96 aura líterinn. Með þessari •weitíkt»s«*mHn:‘!r.benzírtgjaldið • vera 12,4 milij. *.kr. árlega (nú er |*a Hækku.nmjraindi því nema kr. 6,8 millj. kr. allt árið miðað við 40 millj. lítra innflutning. Ef hækkunin fc»»-mí“tíV.frainkvæmda-um- xniðjan 'þennan mánuð má reikna -a,§"-5y5 ' millj. kr.. -komi til skila af framangreindri upp- iéfcvserðtm taxte' fvrir bifreiðaakstur, mun verða tekið tílJit til þessarar verðhækkunar á benzíni. Þá er og í athugun að teggja niður benzínskömmtunina. -•MTmacirsjóð ©g til viðhalds akvega. , Tekjum samkvæmt lögum þ&.Su-i'. 'skal varið til viðhalds og umbó.ta akvega og er áætlað itft það' verði 11,9 milj. kr. ár- íegs.rErinfremur að hluti skatts iti. -.re* :ii í -Brúarsjóö og skulu fyí'sí.u.-tekj.ur hans ganga til byg'gmgar "Þjórsárbrúar. — £r áætlað að fje það, sem rennur f Brúmsjóð, verði 2 milj. kr. árlega. að finna galla á þessum fjáröfl- unarleiðum sem öðrum. — En hvað vildi Hermann? Vildi hann slaka á útgjaldakröfunum til síns kjördæmis í sambandi við afgreiðslu fjárlaganna? — Nei. öðru nær. Hverjar tillögur til sparnaðar hefur Hermann bent á? Engar.Hann hefir þvert á móti barist gegn frumvarp- inu um eftirlit með rekstri rík- isins. Hvyi.i. þörfi Nú er bensínskatturinn 9 au. á líter, en verður 31 eyrir skv. )><*: u frumvarpi. I greinargerð frumvarpsins segir, að vegna þv.;.,- h-/e ríkissjóði er brýn þörf á m.e.iri tekjum, er lagt til* að iiinflutningsgjaldið á bensíni sje bækkað um 22 ura á lítra frá því, gera nú er, 9 aurar á lítra, c-nda hefur verðlag á bensíni Irj.ec á landi verið hlutfallslega laígfa' en víðast hvar í nágranna löndunum miðað við verðlag al- menrh Lnu'æðíii'. Frumvaarp þetta kom til um- rreðu > Efri deild í gær. Fylgdi fjái r: álaráðherra því úr hlaði tneð stuttri ræðu. Það væri aldrei skemtilegt verk. að koma fran i rrieð nýjar álögur, en þetta frumvarp væri nauðsynlegt til aft' standa undir hinu gífurlega vegaviðhaldi. Væri og ekki ó- sarmgjarnt að skattur af bensíni bæri uppi þennan kostnað. Kt'ermann Jónassou gerði nokkrar athugasemdir við frv., en viðurkendi að útvega yrði tckjur til að standa undir hin- »im mlklu útgjöldum ríkissjóðs. fííðan fór hann að tala um dýr- tíðíii.a. Mcð aímennum sköttuin. )I..*j7njó3fur Bjarnason var á rnóíi þessari tekjuöflunarleið. K.-vuc það vera fráleita kenn- fcngu *íí bensínskattur ætti að standa undir vegaviðhaldinu. Til aó' standast slík útgjöld ætti aft afla fjár með almennum fiköttum. Þá var Brynjólfui? ÍjÖlorður um hve útgjöld fjár- agaoE.a væru orðin há, og það væri stjórninni að kenna. Víifín iHennann slaka til. Fiármálaráðherra varð fyrir Hverjum að kenna. Þá benti ráðherrann á, að nú- verandi stjórn hefði búið til fæst af þeim lögum, sem íþyngja svo mjög ríkissjóði. Brynjólfur ber þar fulla ábyrgð. Hann ber sína ábyrgð á fiskábyrgðinni, sem kostar ríkissjóð um 20 milj. kr. Og hann ber líka ábyrgð á fræðslu lögunum, sem kosta ríkissjóð um 35 milj. kr. árlega. Hvað vill Brynjólfur? Hvaða aðrar leiðir vildi Brynj- ólfur fara? Vill hann gengis- lækkun? Hún mundi losa okk- ur við fiskábyrgðina og þá mætti lækka tollana. Gengislækkun hefir ókosti, en hún hefur líka marga kosti. Vill hann hætta niðurgreiðsl- um og losa r'íkissjóð við margra tuga miljóna kr. útgjöld? Nei. Hjer í þinginu er enginn meirihluti til fyrir slíkum rót- tækum aðgerðum og því verður að bera fram slík tekjuöflunar frumvörp sem þessi. Til máls tóku einnig Eiríkur Einarsson og Páll Zophoníasson. Að lokinni umræðu var frum- varpinu vísað til 2. umræðu, með 10:1 atkvæði og til fjár- hagsnefndar með 7:5 atkv. fteykjavíkurmótið: Valur • Víkingur 1:0 ÞRIÐJI leikur Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu fór fram í gærkvöldi milli Vals og Vík- ings. ,/ Leikar fóru þannig, að Valur vann með 1:0. Valur setti mark sitt í fyrra hálfleik. Það var Sveinn Helgason. sem skoraði. Benti á að auðvelt vaeri Bestu fimleikumenn heimsins komn hingnð fmnarnir, sem urðu Olympíumeistarar FINNSKÍ fi’tileikaflokkurhin. sem vann gullverðlaun síðustu Ólympjulsika, kemur. hiugað , í, þessum mánuði í boði. Glirhu** fjelágsins Árœanns og sýnir hjer. Verður fyrsta sýningin 19. maí. Stjórnandi flokksins er Vainu Lathinen, formaður finnska /imleikasambandsins, Með. komu þe?sa. flokks gefst okkur tæki- færi ,á að sjá feað besta, sem nú er til í fimleikum í heiminum. Jón SigurSsson siiur þing norrænna slökkviliðssljcra JÓN SIGURÐSSON, slökkvi- liðsstjóri. for með ,,Gullfa:<a“ í morgun áleiðis til Kaupmanna- hafnar. þar sern hahn mun sitja fyrsta þing no:rænria slökkvi- liðsstjóra Stendur það yfir tíag ana 9.—12. þ. m. Þá mun hann ferðast nokkuð uin Norðurlönd' og kynna sjer slökkviliðsstarf- semi þar .og skipulag slökkví- stöðva. er að gagni mætti korna, þegar ný slökkvistöð vérður ieíst hjer. Jón mun einnig í þessari- ferð, sem formaöur Kr.att- spyrnusambands íslands, sitja 60 ára afmælisfagnað Danska knattspyrnusambandsins, DBU j Hann mun ræða við stjórn danska knattspyrnusambands- ins um væntanlegan landsleik milli Dana og íslendinga í sum- lar. Líkur eru til að sá leikur farj fram í Aarhus fyrst í ágúst en Jón mun endanlega ganga frá því. Nehru )ii Washington KAIRO, 6. maí. — Pandit Ne- hru, forsætjsráðherra Indlands, ljet svo ummælt hjer í Kairo í dag, að hann vonaðist til þess að fara bráðiega til Washington, í boði Trumans forseta. Nehru kom við hjer á heimleið frá London, þar sem hann saf ráð- stefnu forsætisráðherra bresku samveldislandanna. — Reuter. Auk þess, sem flokkurinn sem heiíd vann gullverðlaun Ol- ympíuleikanna, unnu flestir meftliiriir háris einstaklings'verð j laun, gull, siifur eða bronce. jVcrða þeir nú kynntir hjer lít- illega: Heikki Savolinen, Paavo Aalt- onen og Veikki Huhtanen. Heikki Savolinen, dr. med, lic., er þeirra elstur, 41 árs. Hann varð heimsmeistari 1931 og ér margfaldur finnskur meistari. Á Olympíuleikunum í Los Angeles 1932 varð hann 3. í einstaklingskeppni og á tvíslá, en annar á svifrá. Á leik- unum í London vann hann gull fyrir æfingar á hesti. Veikko Huhtanen er 29 ára. Hann varð Olympíumeistari í einstaklingskeppninni í London, Hann vann gull íyrir æfingar á hesti, silfur á tvíslá og bronce á svifrá. Paavo Aaltonen er 29 ára. —• Hann varð finnskur meistari 1948 og vann gullverðlaun í stökki og á hesti í London. Einari Terasvirta, verkfræð- ingur, 34 ára. Hann hefur oft orðið finnskur meistari og vann bronce á leikunum í Los Angeles. Kelevi Laitinen verður 31 árs 19. maí. Hann hefur oft verið í finnska landsliðinu og var 8, á Olympíuleikunum í London. Esa Seeste er 35 ára. Hann hefir oft verið í finnska lands- liðinu og finnskur meistari varð hann 1931. Olavi Rove er 35 ára. Hann vann silfurverðlaun í stökki i London og varð Norðurlanda- meistari 1949. Aimo Tanner er 32 ára. Hann varð finnskur meistari 1949. Sulo Sahni er 35 ára. Hann tók bæði þátt í einmennings- og flokkakeppninni í London. Finnarnir koma hingað 18. þ. m. og fara hjeðan aftur 24. s.m. Isvarinn fiskur á Breflands- markað fyrir rúml. 3 milj. kr. í síðastliðinni viku seldu aðeins níu togarar ísvarinn fisk á Bretlandsmarkað og á sama tíma lönduðu þar sex fiskflutn- ingaskip. Alls lönduðu þessi 15 íslensku skip 40798 kíttum af fiski og söluverð hans samanlagt nam kr. 3.111.519. — Auk þess lönduðu tveir togarar í Þýskalandi. Af togurunum, er Hvalfell frá^ Leykjavík með hæsta sölu, svo g mestan afla. Togararnir lönd ðu 30.757 kittum og nam heild rsala þeirra um kr. 2,392,841. Af skipunum; sem fluttu báta iskinn, er Pólstjaman með æsta sölu og bestan afla. — >essi skip fluttu samtals 10,441 itt af fiski og seldur hann fyr- : um kr. 718,678. Togararnir: Togararnir níu, sem lönduðu í Bretlandi eru þessir: ísborg er var með 3538 kitt og seldi fyrir 9641 sterlingspund, Goða- nes 4021 kit og seldi fyrir 9835 pund, Haukanes 2428 kitt fyrir 8118, Belgaum 2941 kitt og seldi fyrir 8039, Tryggvi gamli 2454 kitt fyrir 7540, Skallagrím ur 2774 kitt fyrir 8171, Gylfi seldi 4042 kitt fyrir 11048 pund, Vörður 4107 kitt fyrir 12069 pund og loks Hvalfell 4452 kitt fyrir 13421 sterlingspund. En sem fyrr segir var Hvalfell sölu og. aflahæstur þessara togara. I Þýskalandi lönduðu Kári 215 smál. og Kaldbakur um 295 smál. Fiskf lutningaskipin: Þessi fiskflutningaskip lönd- uðu í Bretlandi: Jökull 1833 kitt og seldi þau fyrir 5680 ster lingspund, Sverrir 1522 kitt fyr ir 2881 pund, Hugrún 926 kitt fyrir 3822 pund, Helgi VE 1400 kitt fyrir 6212 pund, Ágúst Þór arinsson 867 kitt fyrir 2840 pund og Pólstjarnan 3893 kitt og seldi fyrir 9944 og var sölu- hæst flutningaskipanna. Flestir á veiðum: Flestir togaranna munu nú vera á veiðum. Hefur veður og ís hamlað veiðum, en þegar gefið hefur’, er aflinn sagður vera sæmilega góður. Nú eru fimm togarar á leið til útlanda með fisk og fjögur fiskflutningaskip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.