Morgunblaðið - 19.05.1949, Síða 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 19. mai 1949.
-#!
— Tillaga um launabætur
Framh. af bls. 1
Sigurður Guðnason, Sigurður E.
Hlíðar, Sigurður Kristjánsson,
Sigurjón Á. Ólafsson, Stefán
Jóh. Stefánsson, Steingrímur
Aðalsteinsson, Ásgeir Ásgeirs-
son, Ásmundur Sigurðsson og
Barði Guðmundsson.
Nei sogðu þessir: Bernharð
Stefánsson, Bjarni Ásgeirsson,
Björn Kristjánsson, Björn Ól-
afsson, Eysteinn Jónsson, Gísli
Jónsson, Halldór Ásgrímsson,
Helgi Jónasson, Hermann Jón-
asson, Ingólfur Jónsson, Jóhann
Þ. Jósefsson, Jón Gíslason, Jón
Sigurðsson, Jörundur Brynj-
ólfsson, Páil Zophoníasson, Páll
Þorsteinsson, Pjetur Ottesen,
Sigurður Bjarnason, Skúli Guð-
mundsson, Stefán Stefánsson,
Steingrímur Steinþórsson og
Jón Pálmason.
Fjarstaddir voru: Áki Jak-
obsson, Lúovík Jósefsson, Jón-
as Jónsson og Þorsteinn Þor-
steinsson.
Þingsálykíunin.
Þingsályktunin hljóðar þannig:
„Alþing: ályktar að felá rík-
isstjórninni að láta nú þegar
rannsaka, hvort rjett sje, að
kaup og kjör starfsmanna rík-
isins eftii launalögunum sjeu
nú mun lakari en annara starfs
stjetta vegna kauphækkana
þeirra og kjarabóta eftir setn-
ingu láunalaganna 1945, og ef
svo feynist, heimilar Alþingi
ríkisstjóruinni að verja allt að
4 miljónum króna úr ríkissjóði
til greiosiu ui.pbóta á laun
starfsmanna ríkisins á yfirstand
andi’ari. Eíkisstjórnin ákveður
í samráði við stjórn Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja,
hverjir fái uppbætur greiddar
og eftir hvaða reglum“.
Flpíningsmenn vcru: Sigur-
Jón .Á. Olafsson, Jóhann Haf-
steiu. Guðm. I. Guðmundsson
og Sigurður Kristjánsson.
Fyrirvarí íjármálaráðherra
Jóhann Þ- Jóseísson fjármála
ráðherra gerði svohljóðandi
grein fyrii atkvæði sínu við at-
kvæðagreiósluna:
,'Út af þessari þingsályktunar
tillögu vil jeg taka þetta fram:
Enda þótx jeg sje því ósam-
þykkur aö þessi samþykkt sje
gefð, rtun jeg mæla með því
að rannsákað verði, hvernig hag
ur; og aðsíaða launamanna rík-
isihs nú er og hvert rjettlæti
ríkir í kjörum þeirra í hlutfalli
við hag annara stjetta. En um
greiðslu þá, að upphæð 4 milj.
kr., sem hjer á að heimila, vil
jeg segja það sama og um flest
ar;aðrar heimildargreiðslur, að
hún verður því aðeins greidd,
að í ljós komi að hægt verði að
greiða allar lögbundnar fjár-
lagagreiðslur, og það kemur að
sjálfsögðu ekki til hlítar í ljós
fyr en seint á þessu ári.
Að öðru leyti tel jeg Alþingi
skylt að sjá fyrir nýjum tekj-
um til að standast þau útgjöld,
sem af þessari þingsályktunar-
till. kunna að leiða og er ósam-
þykkur því, hvernig málið hef-
ir að borið og ósamþykkur þeim
hætti í launamálum, sem hjer
er upptekinn.
Jeg segi þess vegna nei!“
— Heðal annara orða
Frh. af bls. 8.
blaðsíðurnar úr þesusm biblí-
um í sígarettupappír.
• •
GAMLIR SIÐIR
ERLENDU hjálpinni er það
fyrir að þakka, að þýskir prest-
ar geta nú víðast hvar tekið á
ný upp þann sið að gefa ný-
giftum hjónum eintak af biblí
unni. Meðan á stríðinu stóð og
fyrst eftir að því var lokið
urðu þeir að leggja þennan
gamia sið á hilluna, sökum
skorts á bibílum.
Þegar algerlega hefur verið
sigrast á biblíuskortinum,
munu ýms prestaköll að lík-
indum á ný taka upp þann
aldagamla sið að gefa þeim
fjölskyldum bíblíur, sem flytja
í ný húsakynni.
- MjéikisrsSiiÍin
(Framh. af bls. 9)
Hún vjek nokkrum orðum að
Árna Benediktssyni framkvstj.
mjólkurstöðvarinnar og þakk-
aði honum fyrir hönd reyk-
vískra húsmæðra, fyrir það,
hversu framúrskarandi lipur
hann hefði reynst þeim, við
það að bæta eftir föngum úr
þeim ágöllum er verið hefðu á
mjólkurmálunum í bænum,
göllum, sem nú myndu vafa-
laust verða auðvelt að bæta úr.
Auk þess tóku til máls Jón
Pálmason forseti Sameinaðs
þings, ræddi m. a. um þróun
mjólkuriðnaðarins í sambandi
við það merka spor, sem hjer
væri stigið í því efni. Og Valdi
mar Jónsson bóndi að Álfhól-
um í Landeyjum, er þakkaði
stjórn Samsölunnar fyrir hönd
bænda, þá framkvæmd sem
hjer væri við miklu erfiði kom-
in á.
„Til heilsubótar“.
HONGKONG — T. V. Soong er
farinn til Parísar, sjer til heilsu-
bótar, í fylgd með konu sinni og
tveimur aðstoðarmönnum.
ítalskir landbúnað-
arverkamenn berjast
BOLOGNA, 17. maí. — Ein
kona ljet lífið. og margir særð-
ust í bardaga, sem í dag varð
milli landbúnaðarverkamanna í
Modinella í námunda við Bo-
logna, Ítalíu.
Óeirðirnar brutust út milli
verkamanna í tveimur stjettar-
fjelögum, en annað fylgir kom_
múnistum að málum en hitt
ekki.
Áhangendur kommúnista
reyndu að hinudra aðra land-
búnaðarverkamenn í að fara til
vinnu. — Reuter.
Kommúnisfar á undan-
haldi í Malayalöndum
LONDON 18. maí. — McDon-
ald, landsstjóri Breta í Suð-
austur-Asíu, kom hingað til
London í dag. Ljet hann svo
ummælt við blaðamenn, að á-
standið í Malayalöndum hefði
farið mjög batnandi upp á
síðkastið. Tekist hefði að
hrekja kommúnista úr öllum
mikilvægum stöðvum, og hann
taldi þess ekki langt að bíða,
áð tekist hefði að vinna á þeim
fullnaðarsigur. — Sagði nann,
að herafli Breta í Malayalönd-
um væri traustur — en sundr-
ungar hefði hinsvegar gætt inn-
an fylkinga kommúnista.
— Reuter.
- Ur ýmsum áttum
Framh. af hls. 11.
Úr samtali við rithöfund: —
„þar ætla jeg að ljúka við bók
... . Hvort sú bók kemur
nokkru sinn út eða ekki, veit
jeg ekki, enda skiftir það ekki
máli“. Svona dásamlegt afskifta
leysi um útkomu sinni eigin
bóka ættu fáir höfundar að
temja sjer.
—o—
Með feitu letri á fremstu síðu
prentar Tíminn 14. apríl s.l. í
grein um landbúnaðarmál: —
„Síðustu árin hafa margar og
merkar nýjungar komið fram
á sjónarsviðið Flestar hafa
þessar nýjungar borist hingað
af hendingu og fyrir tilviljun
.....“ Er þetta nú ekki full-
harður dómur um okkar há-
skólagengnu og margsigldu bú-
fræðinga, Tími sæll.
•—o—
I sömu grein segir um fóðrið
í votheysturninum í Gunnars-
holti: ,, . . . Skemmdist þó ekki
ein einasta tugga af heyinu“.
Þetta er alveg lygileg nýtni,
ekki síst þegar þess er gætt,
að hjer er um „opinbert“ hey
að ræða.
Ræða fjármálaráðh.
Frh. aí bls. 5.
ur hafa verið samtaka í því að
bægja atvinnuleysi frá og mað-
ur mætti ætla að verkamenn og j
konur sæju sinn hag í því að
stuðla að því að sínu leyti að
truflanir atvinnulífsins yrðu
sem minstar. Verkföll og vinnu-
stöðvanir eru altaf til stórtjóns
fyrir framleiðslustörf þjóðarinn
ar, en framleiðslan er undir-
staðan að kaupum lífsnauðsynja
og velmegun allri.
Fallandi verðlag er á heims-
markaðinum á ýmsum fram-
leiðsluvörum Islendinga. Af-
koma þjóðarinnar hvílir þess-
vegna ekki á traustum grund-
velli hvað snertir afurðasölu
vora utanlands.
Tilkostnaður framleiðslunn-
ar innanlands er geysihár og má
það síst breytast til hins verra.
Umfram alt er þessari þjóð
það nauðsyn að atvinnulíf henn
ar gangi skrykkjalaust að svo
miklu leyti sem mennirnir fá
við ráðið. Við höfum nóga erfið-
leika samt svo mjög sem fram-
leiðslan er háð tíðarfarinu. Sam
keppni á hinum erlenda mark-
aði, og verðlagsbreytingum
sem við höfum ekki vald á.
Þetta alt ætti að vera okkur
nægileg áminning um að meta
starfsfrið meir en vinnudeilur.
Enginn má sköpum renna. ís-
lendingum verður oft vandrat-
að meðalhófið.
Á Sturlungaöld misti þjóðin
sjálfstæði sitt vegna átakanna
um völdin meðal höfðingja
landsins.
Þjóðin hefur nú öðlast póli-
tískt sjálfstæði, en hún á það
á hættu að missa fjárhagslegt
sjálfstæði sitt ef atvinnustöðv-
un, verkföll og deilur verða
hjer ríkjandi.
Við það fer meira verðmæti
forgörðum en þjóðin hefur efni
á að missa, því nú þarf hver
sú þjóð sem ekki vill verða á
eftir í samkeppninni að stunda
vinnu sína í friði, svo hagur al-
mennings blómgist og þjóðlífið
dafni.
Kveikir á kertum sínum
kvöldsól með gullin ský,
berst jeg með blysum þínum
bjartari heima í.
Rúbín litaður rauðu,
rjett er við gengna braut;
það er eilífa ástin,
er opnaði mjer sitt skaut.
Hún kveikti mjer eld í æðum,
yljaði hjarta kalt;
hún er mjer blómið bjarta,
sem blessar lífið allt.
Arngr. Fr. Bjarnason.
(10-12 ára telpsj
I óskast til að líta eftir I
| 1 Yz árs gömlum dreng í =
i sumar. — Upplýsingar í |
= síma 81535.
I Fæði óskast
\ 2 iðnnema vantar fæði í
I prívathúsi í Austurbæn-
1 um. Upplýsingar í síma =
í 6381 frá kl. 9—6.
1 i
= :3
Heimilishrærivjel {
= a
I ný, amerísk, og nýr stofu g
1 skápur úr ljósu birki, |
| upplagt fyrir unga fólkið, |
| til sölu. Sigtúni 39, kjall- §
1 ara, kl. 6—8 í kvöld.
= á
= 3
= 3
= á
I S
j í Jeppo (
I vatnskassi, framfjaðrir, |í
Í demparar, til sölu í Sig- ;[
I túni 39, kjallara, milli kL i-
Í 6—8 í kvöld.
z !:
: :i
I Í1
I Nýtt
= fjórfalt, til sölu. Uppl. í ii
l a
\ síma 5200. =
: a
..........................
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
I n
I Lopi j
1 Höfum aftur fengið lopa i
j í mörgum litum.
Vesta h.f..
Laugaveg 40.
Iletpa 12-14 árat
Ulllf»3MlfMMMIMIfMMMIIItf|tgmHII
Marlré^
4 &
ák
áe
|
Eftir Ed Dodd
óskast til að gæta barns |
Upplýsingar í Barmahlið í:
56, sími 6881. I
•MltfllUttlMmftllfMllllianiUIIIMIIMIIIIIIIMMMMIMItlltW
i Nýkominn lopi í mörgum i
Í litum. :
Verslunin Hafblik, i
Skólavörðustíg 17B. i
illf IMIMIflt.. MllilllllllllllMIII.CIIIIIálállllktllllllllflllllllltf