Morgunblaðið - 19.05.1949, Blaðsíða 14
MORGUISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19- maí 1949.
Framhaldssagaw 30
iiiimniuiamniniinniiiin
iivniiuiiumi
niHinmwnifnmiiwniJijmi— •
Myndir hins
Eftir Helen Reilly
RSSIinilllBI t
inn««iMnininiiiiiiiniiinsiiiiiHiiiimnii
McKee hafði sjálfur tekið þátt
í leitinni um íbúðina, en sú leit
hafði engan árangur borið. —
Tiina ráðið var að reyna að
hafa upp á því, hvað Middle-
ton hafði haft fyrir stafni það
sem af var dagsins áður en
hann dó. Hann hafði skilið við
Gabriellu fyrir framan Devons
hire klukkan þrjú. Hann hafði
Immið heim til sín urn hálf sex.
En hvert hafði hann farið þenn
an tíma. sem leið á milli?
McKee og menn hans höfðu
verið að reyna að hafa upp á
þvi Þáð ætti að vera auðvelt
að rekja slóð eins vel þekkts
manns-og Middleton var, sem
gekk með hækjur.
Loks komust þeir á sporið.
T'égar klukkan var rúmlega tvö
þennan dag, kom éinn leynilög-
►■eglumannanna inn á skrifstofu
McKee með bifreíðár'stjórá’. —
Hann- hjet Thomas Ladd.' Ladd
kannaðist við Middletöh af
mynd. Hann hafði tekið hann
upp í bifreið sína fyrir framan
Devonshíre þann átjánda ágúst
og ekið honum í hús við Sex-
tngusíu og fjórðu götu.
Við rannsókn kom í Ijós að
* húsinu við Sextugustu og
Tjórðu götu bjó dómari að
h-afni Silverbridge. Hann var
einmitt sá, sem hafði dæmt
málshöfðunina Tritex í vil.
Joseph Crowe Silverbridge
hafði gegnt dómarastöðu sinni
mnítján ár, og naut mikillar
virðingar meðal stjettarbræðra
r.inna. Hann hafði sjerstakt orð
á sjer fyrir þekkingu sína í
fjármálum og því sem viðvjek
gjaldþroti. Það hafði aldrei
verið minnst á neitt óheiðar-
íegt í sambandi við hann. En
það voru til dómarar, sem
seldu dómsúrskurði ....
Todhunter var staddur hjá
McKee, þegar þessi fregn barst
beim. ,.Það er þó ekki Silver-
bridge dómari?“, tautaði hann.
Ljóminn stafaði úr augum
McKee. Hann svaraði ekki
spurningu Todhunters. „Jeg
veit ekki .... en jeg skal segja
þjer einn hlut, og það er, að
nú erum við komnir á sporið.
Og það er okkar eina og síð-
asta von, að það sje það rjetta“.
Einmitt á sama tíma. hefðí
Gabriella getað gefið McKee
rnikilsverðar upplýsngar. Þeg-
ar Blake Evans hafði sagt ö-
satt um það, hvar hann hafði
verið staddur um kvöldið, sem
Glass var myrtur, hafði Gabri-
ella hugsað sem svo, að kven-
maður væri með í spilinu. Nú
hafði hún komist að raun um
að sú tilgáta var rjett.
Þegar McKee hafð tilkynnt
henni í símanum að hann og
Nevins ætluðu að koma til
liennar, þá hafði hún strax
gert sjer Ijóst, að hún yrði að
íösna við kápuna, sem hún fór
í, þegar hún og John flýðu úr
íbúð Florence Nelson. Meðan
Jjjtn var í lifenda tölu, hafði
kapan ekki skipt miklu máli.
Ungfrú Nelson vissi hver hafði
myrt Edward Glass og hún
mundi segja það, þegar tii henn
ar næðist. En nú, þegar hún
var dáin, var hættulegt að hafa
kápuna í fórum sínum. Gabri-
ellu hafði með naumíndum
unnist tími til að fleygja káp-
unni ofan í hatttösku, leggja
hana jnn í farangursgeymsl-
una á Grand Central Station
og komast aftur heim. Hún var
búin að koma kápunni frá sjer
að minnsta kosti um stundar-
sakir. En hún gat ekki geymt
hana lengi í farangursgeymsl-
unni. Sem óskilafarangur gat
kápan lent í höndum lögregl-
unnar. Hún mundi þurfa að
eyðileggja hana. Best væri að
brenna hana.
Eini staðuiinn, sem hún gat
gert það á, var í Greenfield.
Snemma næsta dag, eftir heim
sókn McKee og Nevins. hringdi
hún til Susan og sagði henni
að hún ætlaði að heimsækja
hana. ,
Hún gerði nákvæma áætlun.
Henni hafði ekki verið bannað
að fara burt úr borginni. En
það múndi'vera vegna þess að
leýnilögreglumenn voru alltaf
á hælum hennar_
Klukkan var kortjer yfir tíu
að morgni næsta dags, þegar
hún fór heiman frá sjer. Hún
jhjelt á lítilli ferðatösku og hatt
jöskju. Hún náði í leigubifreið
og Ijet aka sjer til Grand
Central. Þegar þangað var
komið lagði hún töskuna og
hattöskjuna inn í farangurs-
geymsluna. Næsta lest til
GreeiVfield fór ekki fyrr en
fimm mínútur fyrir hálfllefu.
Hún gat fengið sjer kaffi á
meðan.
Þegar hún gekk eftir gang-
inum að kaffistoíunni, kom
hún auga á andlit, sem hún
kannaðist við í gegn um rúðu.
Blake Evans sat við borð í litla
salnum innar af kaffistofunni.
Kona sat við borðið hjá hon-
um. Gabriella sá á vangann á
Blake en aftan á konuna. Þau
töluðu mikið og ákaft og alvara
hvíldi yfir fasi þeirra. Konan
hafið lagt hendurnar upp á
borðið og ýmist kreppti fing-
uina eða rjetti úr þeim. Gabri-
ella sá að hún stóð upp.
Nú sá hún að konan, 'sem var
með Blake var móðir hans. —
Enda þótt Gabriella hefði
ekki sjeð hana 1 mörg ár, þekti
hún hana aftur. Hún hafði bú-
ið nokkur ár í Greenfield eftir
að hún misti mann sinn- En
síðan hafði hún gifst aftur og
fluttist þá burt. Það var auð-
sjeð að hún mundi vera gift
ríkum manni, því hún var í
dýrindis loðkápu og með ný-
tísku hatt á höfðinu. Hún og
Blake hurfu sjónum hennar
þegar þau gengu inn í kaffi-
stofuna-
Hálfri mínútu síðar, þegar
Gabriella kom þangað inn,
rakst hún beint í fangið á
Blake. Hann var einn. Svipur
hans var alvarlegur og hann
starði fram fyrir sig eins og
annars hugar.
„Blake“. Hann hrökk við.
þegar hún nefndi nafn hans og
nam staðar. Hann reyndi að
dylja gremju sína yfir að hitta
hana þarna. „Gabiliella ....
hvað ert þú að gera hjerna “.
„Jeg er að fara til Green-
field. Var það ekki móðir þín,
sem var með þjer áðan?“.
I Blake leit á hana. Rauðir
d;ílar spruttu fram í kinnar
hans. Það var eins og hún
hefði komið upp um eitthvert
leyndarmál, sem hann vildi
alls ekki að frjettist.
Gabriella varð undrandi. —
,,Blake“. sagði hún. ..Hvað er
að?“.
Honum rann reiðin. „Jeg
vildi óska þess ....". sagði
hann þreytulega. ..Gabriella,
hefurðu tíma til að tala snöggv
ast við mig?"-
Hún sagðist hvoit sem væri
þurfa að bíða í rúmar tuttugu
mínútur þangað til lestin færi.
Þau settust við borð í kaffi-
stofunni. Hann sagði henni að i
móðir hans hefði giftst manni, |
sem hann hataði. „Allt frá því
fyrsla. hafði hann jafn mikla
óbeit á mjer og jeg á honum-
En jeg hefði viljað láta eins'
og ekkert væri vegna móður j
minnar. En það vildi hann'
ekki. Hann var fullur afbrýði-|
semi gagnvart mjer. Hann
vildi fá óskipta ást móður
minnar“. Blake yppti öxlum.
..Þess vegna verðum við að
hittast í laumi“.
Blake og móðir hans höfðu
alltaf verið mjög hænd hvort
að öðru. Biturleiki hans var
aðeins eðlilegur. „Varstu með
móður þinni kvöldið sem Glass
var myrtur, þeg'ar þú sagðir
McKee að þú hefðir verið á
skrifstofunni,“, spurðri Gabri-
ella.
Blake kinkaði kolli.
En eitthvað meira lá undir,
hugsað Gabriella. Blake var
mjög taugaóstyrkur. Þegar þau
loks voru á leiðinni út, sagði
hann: „Gabriella, mig langar
til að biðja þig að gera mjer
greiða. Jeg ætla að biðja þig
að minnast ekki á móður mína
við neinn“.
Gabriella sagðist auðvitað
ekki gera það. en hún varð
hissa. Hvaða áhuga gat það
fólk, sem hún og Blake um-
gengust, haft á hjúskaparerfið-
leikum fyrverandi frú Evans
við núverandi eiginmann sinn,
Slverbiidge dómara. Og þó
var enginn vafi á því, að Blake
hafði áhyggjur af móður sinni.
Hún velti þessu betur fyrir
sjer, eftir að hún hafði kvatt
Blake, og þá mundi hún eftir
því að móðir hans hafði átt
heima í Greenfield og hafði
þekkt Mark, og Joönnu og
Bonds-hjónin-
Mikil mannþröng var í af-
greiðslusalnum. Fólk ýmist
fór eða kom. Gabriella vissi að
einhversstaðar í þrönginni
mundi leynilögreglumaður vera
á hælum hennar. Hún leit
hvorki til hægri nje vinstri,
þegar hún gekk inn í farang-
ursgeymsluna. Hún rjetti af-
greiðslumanninum tvo miða.
Annan fyrir ferðatöskunni en
hinn fyrir hattaöskjunni. Ekki
þó þeirri, sem hún hafði kom-
ið með fyrir stunau síðar, held-
i ur þeirri, sem hun hafði farið
með bangað daeinn áður. Hina
hattöskiuna eat hún sótt, þeg-
ar tækifæri byðist.
Fólkið í Rósalandi
Eftir LAURA FITTINGHOFF
76.
En Egill rjetti úr sjer, leit upp fullur vandlætingar og
undrunar og sagði, að aldrei hefði sjer dottið í hug, að hún
myndi ekki meta umhyggju hans fyrir grísnum meir en
þetta. Hann sagðist bara vilja láta hana vita það, að ef
flugurnar fengju óhindrað að setjast á bakið á grísnum,
sem hefði svo mjúka og viðkvæma húð, þá gæti hann fengið
blóðeitrun og dáið. Nokkra stund hjelt fiann áfram að tala
um það, hvað flugurnar væru hættulegaf og um blóðeitrun
og þarna stóð Maja steinhissa og full skelfingar og sá, að
hún átti Agli mikið að þakka fyrir alla umhyggjuna,
Presturinn hafði hringt til foreldra Gústafs eftir slysið,
Móðir Gústafs hafði orðið gripin skelfingaræði, fengið svima
og orðið að leggjast í rúmið, svo að faðir hans varð einn
að takast ferð á hendur til prestsins, en þar dvaldist Gústaf,
Augliti til auglitis við föður sinn, sem hann hafði aldrei
óttast nje elskað, var Gústaf jafn þrjóskur og harður og
áður.
Hann sagðist ekki vita, hvernig þetta hefði atvikast og
endurtók það í sífellu. Gat hann gert að því, þó Jóhannes
hefði verið að flækjast fyrir, þegar hann ætlaði að skjóta
endurnar? Og svo hafði Jóhannes þó lifað það af, svo það
var ekki þess vert að gera svona mikil læti út af þessu.
Geturðu alls ekki skilið, hve mikiili óhamingju þú hefur
valdið og að þú varst skammt frá því að verða morðingi?,
spurði faðir hans hann.
Jú, en það er ekkert hægt að gera við því nú eftir á, var
eina svarið, sem hann fjekk.
En þú vildir þó að minnsta kosti óska, að þessi verknaður
væri ógerður? spurði presturinn.
Já, svaraði Gústaf, vegna þess, að jeg er orðinn dauð-
leiður á öllum þessum hamagangi.
Það var eins og faðir hans væri að vakna til skilnings,
hvað væri að verða um son hans. Sonur hans hafði gert að
engu hamingjuna á heimili, sem áður hafði verið sælt.
Hann komst að því, hvernig ævi og lífskjör konunnar í
Rósalundi og barnanna hennar var og með aðdáun skildi
rnjöhoAJtyr.íxu ifjynjLL
BERGUR JONRSON
Málflutningsskrifstofa,
Laugavce 65 sími 5833
Heimasími 9234.
— Eruð það þjer, sem augljstuíi
eftir kaníim, sem strauk að
heiman ?
Ekki veikur lengur.
—■ Er Öskar frændi þinn ennþá
magaveikur?
— Nei, honum er batnað. Hann
er farinn að borða mat, sem hann
þolir ekki.
Tveggja ára leit har árangur.
Ava Miller missti alla fjölskyldu
sína í Ausvhwitz á stríðsárunum, og
eftir að ófriðnum lauk, komst hún
til Bandaríkjanna og settist að í New
York. Hún hafði frjett um að frænka
hennar ein Ann Sobel, hefði fluttst
til Ameríku á undan henni og væri
nú gift lækni í New York. Miller
hóf þegar leit að þessari frænku
sinni og hafði leitað árangurslaust
í tvö ár, þegar henni datt í hug að
auglýsa eftir henni í ..New York
Times“. Daginn eftir var hringt frá
blaðinu og Miller tilkjmnt að hún
gæti hitt frænku sina á skrifstofu
blaðsius.
Þegar þær gengu heim saman, kom
upp úr kafiriu að þær höfðu verið
nágrannar í þessi SvÖ ár. Nú geta
þær veifað til hvorrar annarar úr
eldhúsgluggunum.
★
Himler og afinn.
Þýska ríkisskáldið Hans Johst, sem
m.a. var forseti þýska ríkisskálda-
s^mbandsins og heiðurs-„grubben-
fiirer“ í SS var mikill vinur Hein-
rich Himlers og kann margar sögur
af honum.
Efimmler hafði miklar mætur á afa
sínum gamla, sem þá var dáinn. Eitt
sinn, er hann heimsótti gröf hans í
I Lindau, stillti SS-foringinn sjer þar
upp að hermannasið, sló saman hæl-
unum og sagði: „Kæri afi, jeg er
i kominn til þín á þessari stundu til
þess að tilkynna þjer að jeg hefi ver-
ið útnefndur sem ráðherra".
Johst er þekktur fyrir ritstörf sín,
1 einu leikriti sinu segir hann: „Þeg-
ar jeg heyri minnst á orðið menn-
ingu, losa jeg um öryggið á skamm-
byssunni minni.“
★
„Eld-æta“.
I fjögur ár hefir Donna Dtlbert
ferðast um og komið fram á skemmt-
unum og hringleikahúsum, sem „ein
asta konan í heiminum, sem getur
gleypt eld“. En nú nýlega var hún
svipt sínu síða kvenhári. Það var lög-
reglan í Newcastle, sem stóð fyrir
klipplngunni. Það komst nefnilega
upp að Donna Delbert var karlmað-
ur og hjet Delbert E. Hill. „Hún“
hafði verið í ameríska flughernum,
en strauk þaðan 1945.
Þegar Hill var tekinn fastur og
búið var að klippa hann, var hann
klæddur úr kvenfötunum og í karl-
manpsfot, síðan var farið með hann
og hann yfirheyrður i sjö tíina. Til-
kynning var send til Washington
og þar verður tekin ákvörðuii um,
hvort herrjettur skuli fjalla um mál
hans.
f