Morgunblaðið - 03.06.1949, Side 1

Morgunblaðið - 03.06.1949, Side 1
16 siSuir Hýjar fiESögyr í Berlínardeilunni Yesfurveldin vilja siýjar kosn- inpr fif borprsíjórnar Einkaskcyti til Mbl. frá Reuter. PARIS, 2. júní. — Viðræður utanríkisráðherra fjórveldanna hjeldu í dag áfram og var Bevin utanríkisráðherra Breta í for- sæti. Þessi fundur var sá stygti, sem enn hefur verið haldinn. en á honum skeði það merkilegt, að Dean Acheson utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, bar fram tillögur Vesturveldanna til að leysa Berlínarvaldamálið. Eftir það var fundi slitið en Vishinsky utanríkisráðherra Rússa bað um frest til annars kvölds, svo að hann hefði tíma til að kynna sjer tillögur þessar til hlítar. Aðalefnið í tillögum Vest-*5 . " 11 Ui'veldanna er þetta: 1. Að hafnir verði að nýju r.eglulegir fundir hernámsstjór- anna í Berlín. 2. Að haldnar verði frjálsar _almennar borgarstjórnarkosn- ingar í Berlín_ 3. Að ný borgarstjórn setji nýjar stjórnskipunarreglur fyr ir borgina. 4. Að. hernámsyfirvöldin reyni að lækka hernámskostn- aðinn með góðri samvinnu í framtíðinni. Vesturveldin þrjú saman Tillögur þessar voru bornar fram af Acheson utanríkisráð- herra Bandaríkjanna en í sam- ráði við utanríkisráðherra Breta og Frakka, enda höfðu þeir þrír setið á fundi skömmu áð- ur og komið sjer saman um efni og orðalag tillagnanna. Beðið eftir svari Vishinskis Vishinski, utanríkisráðherra Rússa, bað um frest til að rann saka tillögurnar. Bevin stakk þá upp á því, að fundi yrði slit- ið í dag og næsti fundur yrði í fyrramálið, en Vishinski vildi lengri frest og verður næsti fundur haldinn annað kvöld. Bíða menn með eftirvænting'u eftir þeim fundi og svari Vis- hinskis, því að ef hann gengur að þessum tillögum, táknar það mikla breytingu til batnaðar. Þriggja ára lýðveldisafmæli RÓMABORG, 2. júní. — í dag vpru þrjú ár síðan lýðveldi var komið á í Italíu. Forseti Italíu. Forseti Italíu Luigi Einaudi, bárust skeyti hvaðanæfa að af því tilefni. Reuter. Hersýning í Róm RÓM, 1. júní. — Tveggja klukkustunda hersýning var haldin hjer í Rómaborg í dag, á þriggja ára afmælisdegi ít- alska lýðveldisins. Fimmtán þúsund hermenn tóku þátt í hersýningunni, sem er sú stærsta er haldin hefur verið á Italíu, síðan styjröldinni lauk. Hvítasunnuferð Heimdaliar EINS og áður hefir verið getið, efnir Heimdallur til kynnis- og skemtiferðar til Vestmanna- eyja um hvítasunnuna. Farið verður til Eyja eftir hádegi á morgun og komið til baka á mánudag. Farið verður flugleið- is báðar ferðir. í sambandi við heimsókn Heimdellinga, halda ungir Sjálf stæðismenn í Vestmannaeyjum fjölbreytta útbreiðslusamkomu í samkomuhúsi bæjarins á sunnudagskvöld. Meðal ræðu- manna á' samkomunni verða: Jóhann Þ. Jósefsson, fjármála- ráðherra, Alfreð Andrjesson leikari, syngur gamanvísur. Bláklukkur syngja og leika á gítar, sýndur verður stuttur gamanleikur, að síðustu verður dansað og leikur hljómsveit Aage Lorange fyrir dansinum. Söngvari með hljómsveitinni verður Haukur Mortens. Þeir Heimdellingar, sem ætla að taka þátt í ferðinni, þurfa að kaupa sjer farmiða í dag í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins. Sfjórnmálasam ■ band við Spán SVO sem tilkynnt var s. 1. haust hefir orðið samkomulag að taka upp stjórnmálasamband milli Islands og Spánar. — Spánska stjórnin hefir nú skipað de Torata sendiherra á Islandi, en hann er jafnframt fulltrúi Spánar í Noregi, og ætlunin er að Pjetur Bene- diktsson sendiherra í París verði einnig sendiherra íslands í Madrid. (Frjettatilkynning frá utanr íkisráðuney tinu). Komin kyrrð á í tinnámunum. LA PAZ — Bolivíustjórn til- kynnti í gær, að her hennar hefði náð tinnámunum við Potosi á sitt vald en þar höfðu verka- menn gert uppreisn. Allt er nú með kyrrum kjörum við nám- urnar. AÐVRINN SEM OLLI EIKJIJMJM HAIMD- TEKIIVIIM í SOGAMYRI Fær verðlaun Robert E. Sherwood, hinn kunni ameríski rithöfundur, sem skrif aði bókina „Roosevelt og Hop- kins“, scm vakið hefur geysi- mikla athygli í Bandaríkjunum og hlotið óhemjumikla sölu fjekk fyrir hana hin svonefndu „Gutenberg“-verðlaun, en það eru bókaútgefendur í Ameríku, sem standa að sjóði þessum, Verslun Breflands og Kanada LONDON, 2. júní: — Harold Wilson verslunarmálaráðherra Bretlands er nýkominn heim úr ferð sinni í Kapada og Bandaríkjunum. Hann sagði eftir heimkomuna, að vegna mikillar verslunarsamkeppni í Kanada væri nauðsynlegt að breskir framleiðendur veittu kanadískum verslunarmönnum söm best kaupkjör. — Reuter. Churchill og Aftlee sækja Evrópuþingið BONDON, 2. júní: — Breska þingið hefir ákveðið hverjir skuli verða fulltrúar Bretlands á Evrópuþinginu, sem innan skamms mun koma ‘saman í Strassburg_ Kosnir voru 11 af þingmönnum verkamanna- flokksins, sex frá íhaldsflokkn um og einn frá Frjálslyndum. Meðal þingfulltrúanna verða Winston Churchill og Attlee. — Reuter. Njósnai'i deyr. LONDON — Von Rinteln, sem var njósnari fyrir Þjóðverja í Bretlandi í heimsstyrjöldinni fyrri, ljest nýlega í London, 65 ára að aldri. Cióð lýsing sjónorvotta miðveldaði lögregl- unni handtökuna Hefur m. a, jáfað á sig netagerðarbrunann SAMSTARF BORGARA og lögreglu hefur leitt til þess, að eitt hið alvarlegasta mál, sem rannsóknarlögreglan hefur haft til meðferðar, hin grunsamlegu upptök allmargra bruna hjer i Reykjavík upp á síðkastið, er nú leyst. Meðal þessara bruna er eldsvoðinn mikli í Netagerð Björns Benediktssonar. Tuttugu og sex ára gamall maður, Guðmundur Magnússon verslunarmaður, til heimilis að Tangagötu 19 á ísafirði, játaði í g'ærkvöldi fyrir rjetti, að vera valdur að brunanum í Fischer- sundi og sjö brunum öðrum, m. a. Netagerðarbrunanum, sem fyrr segir. Fyrir rjettinum skýrði Guðmundur frá því, að hann gæti ekki gefið neina skýringu á því, hver ástæðan væri fyrir því, að hann hefði framið íkveikjur þessar. Hann kvaðst hafa verið meira og minna drukkinn, við allar íkveikjurnar. Þessi ógæfusami maður,1 mun ekki vera heill á geðsmun- unum. Hann veiktist í vetur af lömunarveiki. Fyrir nokkrum vikum var hann fluttur hingað til Reykjavíkur til skyldfólks síns, en þá var farið að bera mjÖg á geðbilun hjá honum. í gærmorgun. Það voru atburðirnar í gær- morgun, er leiddu til handtöku Guðmundar Magnússonar. Eft- ir að hafa kveikt í vörugeymslu húsinu Vesturgata 3 B, sem skýrt er frá á 16. síðu blaðsins, stal hann bifhjóli. A því hefur hann farið inn á Sunnutorg í Langholti, en þangað gabbaði hann slökkviliðið. Þaðan fer hann svo vestur í bæ og stelur fólksbifreiðinni R-3624. Henni ekur hann út fyrir bæ og er á leið til Reykjavíkur ,er hann ekur útaf veginum milli Blika- staða og Korpúlfsstaða og þar kemur eldur upp í henni. — Slökkviliði og lögreglu er gert aðvart um brunann í bílnum og hófst nú skipuleg leit að Guðmundi. Magnússyni, því hann var hvergi nærri er lög- regla og brunalið kom. Leitin — handtakan. Kl. 8 í gærmorgun fóru fyrstu lögreglumennirnir af stað í leit að Guðmundi og flest- ir starfsmenn rannsóknarlög- reglunnar tóku þátt í henni. — Var leitað fram til kl. rúmlega fjögur, en þá sást til ferða manns í Sogamýri, er grunsam- legur þótti. Lögreglumönnum var gert aðvart. Strax þótti sýnt að eitthvert sambandi myndi vera á milli bílþjófnaðarins og bifhjólsins. Allmargir borgarar höfðu sjeð til ferða manns á bifhjóli undir morgun í gær, bæði við Sunnu- torg og í Hlíðunum. Þetta fólk gaf rannsóknarlögreglunni sam hljóða lýsingu á manni þessum, svo að lögreglumennirnir gátu gengið að honum og tekið hann höndum tafarlaust. I allt gærkvöldi vann rann- sóknarlögreglan að máli þessu, og um kl. 11, boðaði Valdimar Stefánsson sakadómari blaða- menn á sinn fund í hegningar- húsinu og skýrði þeim frá máli þessu. Voru þar mættir auk hans, yfirmenn rannsóknarlög- reglunnar. Spor upp í Hamrahlíð. Þegar rannsókn málsins hófst við hinn brunna bíl sem skemmdist mikið, sáust glöggt hvar spor lágu frá honum, upp í Hamrahlíð, og þau voru síð- an rakin norður af fjallinu. Um þessar slóðir leitaði mjög fjölmennur hópur lögreglu- manna í allan gærdag, en án árangurs. Á gangi eftir hitaveitustokk. Klukkan rúmlega 4 í gær, sáu menn við rafmagnsstöðina við Elliðaár, að maður kom gangandi eftir hitaveitustokkn- um og stefndi til bæjarins. Hann gekk yfir Elliðaárnar á stokknum, en er hann kom á móts við lögregluvörðinn við Framh. á bls. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.