Morgunblaðið - 30.06.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1949, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1949. j Á í örum vexti í BOLUNGAVÍK var sjór sótt- ui allan s. 1. vetur. Voru róðr- ar liafnir í endaðan september, og voru þeir almennt stundaðirj af öllum bátum á staðnum. Stóð I) i tvertíð fram til áramóta en þ i b.ófst vetrarvertíðin. Hálfdán Einarsson afia- kóngur Vestfjarða Aflakóngur Vestfjarða. Á vetrarvertíð voru 10 bátar, þar af 5 40—100 smálesta, gerð- íj út frá Bolungavík. Afla- og hl'iiairhæstur þeirra varð m.b. Einar Hálfdáns. Var aflamagn h uiíí t 80 sjóferðum 536 tonn. V.jr það langhæsta aflamagn hj\ einum bát á öllum Vest- fjörðum á þessari vetrarvertíð. Varð hásetahlutur rúmlega 10,1.40 kr. Éinar H,lfdáns er ta.-plega 40 smálestir að stærð. Skjpstjóri á honum er Hálfdán Eíuarsson, harðduglegur og afla sæll sjómaður, 32 ára gamall. Varð hann aflakóngur Vest- fj <rða á þessari vertíð. Næst húísian afla hafði m.b. Flosi, 402 tonn. Hásetahlutur hans va) ð 13,246 kr. En hann tafðist allverulega vegna vjelabilunar. Plofii er tæplega 40 smálestir að stærð. Skipstjóri á honum er Jakob Þorláksson. Þriðji hl darhæsti báturinn var Bímgsi, 41 tonn að stærð. Hafði hann 10.550 kr. til hlutar. Skip- sij'ji ■ á honum er Jón Guð- finiisson. M.b. Einai verkið tafðist mjög við miklar skemmdir, sem á mannvirkinu urðu í stórbrimi áður en því var iokið. Er endurbótum á framlengingunni nú langt kom- ið. En eftir er að hreinsa nokk- uð af grjótrústinni innan við brimbrjótinn og dýpka upp með honum. Var byrjað á því verki Hálfdáns. Óhætt er að fullyrða að út- gerðin í Bolungavík sje í ör- uggum vexti og afkoma þorps- búa batnandi. Hefur það m. a. sannast af því að undanfarin ár hefur verið byggt þar tölu- vert af nýjum íbúðarhúsum. Korðmamsheim- Sjór sóttur af harofengi. Þessi vertíð er talin með hin- u’ju betri í Bolungavík þrátt fyr i) þa'ð. að gæftir væru mjög stopular. Var sjór sóttur af nótrlu harðfengi. Þó hafa sumir afl.isælustu og harðskeyttustu sjómennirnir eins og þeir Hálf- dáji Emarsson og Jakob Þor- láksson, þann hátt á að róa aldrei á sunnudögum. Hriðfrystihúsið sfækkað. Síðan á áramótum hafa ver- ið frystir um það bil 20 þús. kassar í hraðfrystihúsinu í Bol- ungavík. Til söltunar hafa ver- ið tekin um 1200 tonn fiskjar. Vinna er nú þafin við mikla slækkun hraðfrystihússins og á henni að verða lokið á kom- andi hausti. Einnig hefur ver- ið hafist handa um byggingu nýrrar fiskimjölsverksmiðju, sem vinnur úr blautbeinum. Tekur hún til starfa í haust. Það er hlutafjelagið Fiski- mjölsverksmiðja Bolungavíkur, sem er nýstofnað, sem rekur það fyrirtæki. Framkvæmdar- sljóri þess er Guðfinnur Ein- arsson Ný lifrarbræðslutæki mjög fullkomin voru í vetur sett upp og eiga útgerðarmenn- irnir Einar Guðfinnsson og Bjarni Eiríksson þau. 5 háfar á síldveiðar. í sumar munu verða 5 bátar ó síldveiðum frá Bolungavík. Eru þeir frá 40—100 smálestir. Nokkrir vjelbátar búa sig einnig undir að stunda drag- nótaveiðar og nokkrar trillur ni'inu ganga á þorskveiðar. Unjiið við Brimbrjótinn. Unnið verður í sumar að end- urhótum á hafnarmannvirki Bolvíkinga. brimbrjótnum. sem er elsta hafnarmannvirki á landinu. Hefur staðið yfir leng- ing lians síðan vorið 1946. En Hálfdán Einarsson. s. 1. haust. En Grettir bilaði áður en því var lokið til gífur- legs óhagræðis fyrir staðinn. Ber brýna nauðs5Tn til þess að ljúka dýpkun og hreinsun nú í sumar. Brimbrjóturinn er nú 200 m. langur. Hefur aðstaða til útgerð ar stærri vjelbáta batnað mjög við lengingu hans enda þótt hún sje engan veginn nægilega góð ennþá. Sjerstaklega er áríðandi að dýpkað verði innan við brjót inn. Er ákveðið að Grettir vinni að því í sumar. Utgerðin í Bolungavík hefur eflst mjög með hinum bættu hafnarskilyrðum. Bátarnir hafa stækkað og aflamagnið stórauk- ist enda sækja Bolvíkingar sjó af miklu kappi. Aðstaða til út- gerðar í Bolungavík er af mörg- um talin betri en nokkursstað- ar annarsstaðar á Vestfjörðum. Veldur því bæði nálægð veiði- stöðvarinnar við miðin og góð aðstaða til þess að sjá til veð- urs. Af þeirri ástæðu fara Bol- víkingar oftast fleiri róðra en sjómenn í verstöðvunum innar við ísafjarðardjúp. Það er held- ur ekki ofmælt að Bolvíkingar sjeu afburða sjómenn. séknin á Akureyri N O R S K A skógræktarfólkið vann að gróðursetningu í Vaðla heiði gegnt Akureyri síðastlið- inn fimmtudag í fjóra og hálfa klukkustund. Klukkan 10 ár- degis höfðu ,,jeppar“ komið í langri lest austan yfir heiðina frá Vöglum og staðnæmst hjá skátahúsinu „Valhöll“, sem stendur neðan við Veigastaði, hjá girðingu Skógræktarfjelags Eyfirðinga. Tók þar á móti Norð mönnunum stjórn Skógræktar- fjelags Eyfirðinga, og var þeim vel fagnað. Höfðu fimm fánar verið dregnir að hún hjá Val- höll og þar á meðal norski fán- inn. Voru þar einnig mættir samtímis um 30 sjálfboðaliðar frá Akureyri til að aðstoða við gróðursetninguna, ög var þegar hafist handa og unnið af kappi. Kl. 12 á hádegi veitti Skógrækt- arfjelagið mjólk og smurt brauð hjá Valhöll. Höfðu vistirnar verið fluttar þangað um morg- uninn, og sjálfboðaliðar unnið þar að matreiðslu og íram- reiðslu allri. Eftir hlje þetta var haldið á- fram gróðursetningu í 2É2 klst. Var unnið í tveimur flokkum, og var einn Akureyringur með hverjum Norðmanni að vinnu. Þegar gróðursettar höfðu verið um 5000 plöntur af birki og furu, var haldið til Akureyrar > með einkabílum bæjarbúa, sem Sigurður O. Björnsson prent- smiðjustjóri hafði safnað sam- an. Einnig hafði hann safnað „jeppum“ bæjarins til að flytja norska fólkið yfir heiðina um morguninn. Norðmönnunum þótti jarð- vegur þarna álitlegur til skóg- ræktar, og þeir dáðust mjög að útsýninni yfir bæinn frá Val- höll. Veður var hið fegursta um daginn, eins og líka allan tím- Frh. á bls. 12. Dómur genginn í Hæstarjeffi í máSi ingéifs Einarssenar SÍÐASTA málið sem Hæsti- rjettur dæmdi í á þessu vori, var Rjettvísin gegn Ingólfi Ein arssyni. Það var Ingólfur þessi, er ó- dæðisverkið framdi í skála númer 1 við Háteigsveg, vorið 1947. Við dómsuppkvaðningu undir rjettar, var Ingólfur Einarsson dæmdur til að sæta gæslu á við- eigandi hæli. í Hæstarjetti hljóðuðu dóms orðin á þá leið, að honum skuli haldið í öruggri gæslu ævilangt. — í forsendum dóms Hæstarjettar segir á þessa leið: Með úrskurði Hæstrjettar 2. maí þ. á. var æskt umsagnar læknaráðs um andlega heilsu ákærða, svo sem nánar greinir í úrskurðinum. — Hæstarjetti hefur borist umsögn læknaráðs ins, dags. 24. þ. m„ og er á- lyktun rjettarmáladeildar ráðs ins á þessa leið: Umsögn læknaráðs „Samkvæmt þeim upplýsing um, sem fyrir liggja, hefur sak borningur fengið geðveikis- köst bæði fyrir og eftir 3. maí 1947, en annars virðist hann ekki hafa verið geðveikur þess á milli. Rjettarmáladeild getur falist á ályktun yfirlæknis geð veikrahælis ríkisins, dr. Helga Tómasonar, að sakborningur geti ekki talist geðveikur að staðaldri, en hann sje geðveill (psychopat) og að það ástand sje varanlegt,, enn fremur að því fylgi sú hætta, ,að hann geti misst stjórn á sjer og unnið óhappaverk, ef svo ber undir, og orðið þannig hættu- legur umhverfi sínu. Vissi hvað hann aðhafðist Erfitt er að fullyrða með vissu, samkvæmt gögnum máls ins. um andlegt ástand sak- bornings hinn 3, maí, er hann framdi umræddan verknað sinn. Greinilegt virðist, að ein- hverskonar æði hafi gripið sakborning, en hann hefur vafa laust allan tímann gert sjer ljóst, hvað hann aðhafðist. —• Rjettarmáladeild treystir sjer ekki til að segja neitt ákveðið um, hvort sakborningur hefur verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Því að engin leið er að úrskurða eftir á, hve sterkum vilja sakborningur hefði getað beitt á tilteknu tímabili. Hins vegar má geta þess, að mörg dæmi eru til um, að slík óhappaverk hafa verið unnin, vegna þess að vilji manns hefur engu um ráðið, enda þótt honum sje ljóst, hvað hann sje að gera, og vilja þá skýringar á verknaðinum eftir á verða mjög út í hött. Samkvæmt framansögðu tel ur rjettarmáladeild mjög vafa samt, að refsing geti borið ár- angur gagnvart sakborning. Að öðru leyti sjer rjettar- máladeild ekki ástæðu til að gera athugasemdir við umsögn yfirlæknis dr. Helga Tómas- sonar“. Skýrsla dr, Helga Tómassonar Eins og segír í framan- greindri umsögn læknaráðs, er ákærði geðveill og það ástand! hans varanlegt. — Samkvæmí; skýrslu, dr. med. Helga Tóm- assonar, yfirlæknis, dags. 20, okt. 1948, var ákærði geðveik- ur fyrra hluta árs 1940 og dvaldist þá að geðveikraspit- alanum á Kleppi, en fór þaðans albata, að því er yfirlæknir- inn taldi, hinn 17. júlí nefní; ár. Eftir það var ákærði þo vistaður á Kleppi frá 14. jan. 1944 til 1. ágúst s. á. og aftur frá 17. okt. 1944 til 13. júni 1945, en yfirlæknirinn telur3 að því er ráða má af skýrslu hans, að ekki hafi þá verið um eiginlega geðveiki að ræða. —■ Sumarið 1947, eftir að ákærði hafði drýgt verknað þann, sem hann er ákærður fyrir, varö hann geðveikur að nýju sam- kvæmt skýrslu yfirlæknisins. Fjekk hann þá óróaköst, sem stóðu 2—3 daga hverju sinni, og um mánaðartíma varð aS hafa tveggja manna vörð yfir honum dag og nótt. Kveður yfirlæknirinn veikindakastið hafa rjenað. þegar kom fram í nóvember, og á árinu 1948, fram til þess, er skýrsla yfir- læknisins er dagsett, hafi á-< kærði verið „psykiskt eðlileg- ur“, þegar yfirlæknirinn at- hugaði hann. * Verknaður ákærða er slíkur sem lýst er í 211. gr. laga nr. 19/1940, að því er tekur til morðsins á ungbarninu Krist- ínu, og sömu gr. sbr. 1. mgr. 20. gr„ að því er varðar bana- tilræðið við mæðgurnar Rósu Aðalheiði og Sigríði Hólm. —< Þegar það er virt. að andlegrl' heilsu ákærða er svo áfátt, sem að framan er lýst og að hann hefur fengið brjásemis- köst bæði fyrir og eftir, aö hann framdi afbrotið, að ekkS hefur verið leitt í ljós neitt: sennilegt tilefni annað ens brjálsemi til svo ægilegs glæpd sem hjer átti sjer stað, að árás- in var framin án nokkurrai’ leyndar og að tilviljun virðisi; hafa ráðið, hver eða hverjir* fyrir henni urðu, þá má telja víst, að ákærði hafi verið allrf ófær um að stjórna gerðum sínum, er hann vann verkið. Verður honum því samkvæmt; 15. gr. nefndra laga ekki refs- að fyrir verknaðinn. En þar sem andlegu ástandi ákærða er svo háttað, að mikil hætta er á því, að hann geti hvenær sem er misst stjórn á sjálfum sjer og framið ódæðisverk og að hann þess vegna er mjög hættulegur umhverfi sínu, þá ber nauðsym til, að honum sje að óbreyttia ástandi haldið í öruggri gæslu ævilangt. Ber því samkvæmii 62. gr. nefndra laga nr. 19/! 1940 að dæma hann til að sætíí slíkri öryggisgæslu. Akvæði hjeraðsdóms unj sviptingu rjettinda og greiðslu sakarkostnaðar í hjeraði ber aö! staðfesta. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjar.dá og verjand&i í Hæstarjetti, hæstarjettaiög- mannanna Eggerts Classens otJ Sveinbjarnar Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.