Morgunblaðið - 30.06.1949, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.06.1949, Qupperneq 14
MORGVNBLAÐlÐ Fimmtud?';jur 30. júní 1949. 'U Eftir Ryn Rand Imw ».«<■«................. .............................................................................................................. átt .... móti sólinni, sem var að koma upp. Andrei var kominn á ruddan vegl Hann heyrði hljóð að baki sier, Það var eins og sleði væri dreginn eftir auðri jörð. Hvít- liðinn kom á eftir honum. Hann og dró á eftir sjer fæturna, eins og hann gæti ekki lyft þeim frá jörðinni. Varir mannsins bærð- ust. Hann brosti. „Má jeg ekki koma á eftir þjer, bróðir? Jeg get ekki vel .... gert mjer grein fyrir átt- unum“. „Við eigum ekki samleið, gamli minn“, sagði Andrei. — „Þegar við komum til manna, verður það annaðhvort þinn eða minn bani“. „Við verðum að hætta á það“, sagði maðurinn. „Já, við verðum að hætta á það . sagði Andrei. Svo gengu þeir hlið við hlið móti sólaruppkomunni. Götu- troðningurinn lá milli brattra hlíða. Trjen beygðu mjóar grein ar sínar yfir höfuð þeirra. Þeir áttu oft fullt í fangi með að komast yfir ræturnar, sem stóðu upp úr moldinni í götunni. Sól- in va-rpaði rauðleitum bjarma á enni Andrei. — Svitadropar runnu af enni hans. Hinn dró andann þungt, og hryglurnar heyrðust niðri í brjósti hans. „Meðan við getum gengið ....“, sagði Andrei. „Göngum við“, sagði hinn. Þeir horfðust í augu, eins og íil að hughreysta hvorn annan. Götuslóðinn var blóði drifin eft ir þá, bæði í vinstri og hægri kantinn. Maðurinn fjell í götuna. — Andrei nam staðar. „Halt þú áfram“, sagði mað- urinn. Andrei lagði handlegg manns ins um axlir sjer. Hann gekk reikulum skrefum, þegar hann hjelt af stað aftur. „Þú ert þverhaus", sagði maðurinn. „Það er ekki hægt að svíkja góðan hermann, hvernig svo sem búningur hans er á litinn“. sagði Andrei. „Ef það verða vinir mínir, sem við hittum fyrir .... skal jeg sjá.um að þeir fari vel með þig“, sagði maðurinn. „Ef við hittum mína vini, skal jeg sjá um, að þú fáir gott rúm í fangasj úkrahúsinu“, sagði Andrei. Andrei hjelt áfram göngunni. Hann fór varlega til þess að detta ekki. Hann fann veik hjartaslög hins við bakið á sjer. Þokunni var ljett. Himininn gióði af fyrstu sólargeislunum. Úti við sjóndeildarhringinn sáu þeir húsaþyrpingu. Þeim virtist húsin ekki stærri en litl- ar pappaöskjur. Þeir sáu háa stöng rísa upp á milli húsanna. Fáni var dreginn að hún. Hann blakti í morgungolunni, eins og lítill svartur vængur. Andrei og maðurinn störðu á fánann. En þeir voru enn of langt í burtu. Þeir sáu ekki, hvernig hanri var litur. Þegar þeir voru komnir svo nálægt, að þeir gátu greint lit- inn, nam Andrei staðar og lagði manninn gætilega niður á jörðina. Hann teygði úr “t.r.d- leggjunum til þess að hvíla þá og til að heilsa fánanum .... Hann var rauður. „Skildu mig eftir hjerna“, sagði maðurinn hásri röddu. „Þú þarft ekki að óttast“, sagði Andrei, „við erum ekki svo harðir við hermanna-fje- laga“. „Nei, ekki við hermanna- fjelaga“. Andrei rak augun í rifna ermi, sem hjekk við- belti mannsins. Hann sá á erminni einkennismerki höfuðmanns. „Berir þú mannlegar tilfinn- ingar í brjósti", sagði maður- inn. „þá skilur þú mig eftir hjerna“. En Andrei hafði strokið blóð- ugt hárið frá enni mannsins. Andlitið var ungt og svipurinn festulegur. Hann þekkti mann- inn af myndum. „Nei, Karsavin höfuðsmaður“ sagði Andrei hægt, „það get jeg ekki gert“. „.Jeg dey áreiðanlega hjerna“, sagði höfuðsmaðurinn. Hann reis upp við dogg. Það var eins og það lýsti af enni hans, þegar hann leit í morgun roðann. „Þegar jeg var barn, lang-' aði mig svo mikið til að sjá sól- aruppkomuna. En móðir mín vildi aldrei lofa mjer að fara út svo snemma.' Hún var hrædd um, að jeg kvefaðist“. „Jeg ætla að láta þig hvíla þig hjerna dálitla stund“. sagði Andrei. „Ef þú hefur nokkra samúð með mjer“, sagði Karsavin höf- uðsmaður, „þá bindur þú enda á líf mitt hjerna". „Nei“, sagði Andrei, „það get jeg ekki“. Þeir þögðu báðir. „Ert þú karlmenni?“, spurði Karsavin höfuðsmaður. „Hvað viltu?“, sagði Angdrei „Skammbyssu þína“, sagði höfuðsmaðurinn. Andrei leit í augu hans. Þau voru dimm og róleg. Hann rjetti fram höndina. Höfuðs- maðurinn greip hana. Þegar höfuðsmaðurinn dró höndina til sín, lá skammbyssa Andrei í henni. Andrei stóð á fætur og lagði af stað í áttina til þorpsins. — Hann leit ekki við, þegar hann heyrði skotið. Hann gekk áfram , lyfti höfðinu hátt og starði á rauða fánann. Litlir, rauðir dropar fjellu í slóð hans .... á öðrum vegkantinum. Salan á „Sjóliðssápu Argun- ovs“ fór alveg út um þúfur. Órakaði bókhaldarinn klóraði sjer í hnakkann, tautaði eitt- hvað um órjettláta samkeppni og stakk svo af með peningana fyrir sápustykkin þrjú, sem seldust. Alexander Dimitrievitch stóð einn eftir með sápubakkann. Hann var farjnn að örvænta. Það var dugnaði Galínu Petr- oVnu að þakka, að þau fengu nýtt starf. Nýi vinnuveitandinn var með svarta astrakan-húfu og stóran astrakan-kraga á frakkanum. Hann kom másandi og blásandi upp tröppurnar. Hann var með stóra seðlabúnka innan undir frakkánurh, spýtti á fingur sjer. taldi seðlana og var alltaf önn- um kafinn. „Kúlurnar á að setja í glösin og töflurnar í öskjur“, sagði hann. Munið, að það eiga að vera 87 töflur í öskjunum, sem stendur hundrað utan á. Jeg sje um söluna. Þið eigið bara að telja. Einmitt nú á sacearín- verslunin framtíð fyrir sjer“. Maðurinn með astrakan-krag ann hafði fjölda fólks í vinnu. Margar f jölskyldur töldu sacca- rínið í glösin og öskjurnar. Og fjöldi manna stóð á götuhorn- um og seldi fyrir hann. Sacca- ríninu smyglaði hann til Petro- grad frá Berlín. Þau sátu öll fjögur við ljós- tiruna í borðstofunni. Þau töldu sex litlar kúlur í glösin og 87 hvítar töflur í öskjurnar. Öskj- urnar komu í stórum örkum. Þau áttu að klippa þær út og brjóta þær saman. Á þær var prentað á þýsku með grænum stöfum: „Saccarín frá Þýska- landi“. Hinum megin á örkun- um voru gamlar, rússneskar auglýsingar. „Það er mjög slæmt, að þú skulir þurfa að vanrækja lest- urinn, Kira“, sagði Galína Petrovna, „en þú verður að hjálpa til. Þú þarft líka að fá mat“. Þetta kvöld sátu þær bara þrjár kringum tíruna. Það hafði snjóað mikið og vindurinn hafði feykt snjónum í háa skafla á gangstjettirnar. Þá var safnað saman öllum einka-verslunar- mönnum og atvinnulausum yf- irstjettarmönnum til að moka göturnar. Alexander Dimitrie- vitch var einn þeirra. Þeir áttu að koma á vinnustaðirtn í dag- renning. Þeir skulfu af kulda og gufustrókinn lagði úr vitum þeirra. Þeim var útvegaðar rek ur, en laun fengu þeir engin. María Petrovna kom í heim- sókn. Hún var með stóran ull- artrefil um hálsinn. Hún stóð hóstandi frammi í forstoíunni, meðan hún burstaði snjóinn af flókastígvjelunum sínum. „Nei, þakka þjer fyrir, Mar- ussía“, sagði Galína Petrovna. „Jeg tek það ekki í mál að þú farir að hjálpa okkur. Þú ferð bara að hósta af duftinu, sem rýkur upp úr þessu. Sestu held- ur við ofninn og reyndu að hlýja þjer“. „....75,76,77.... Hvað seg ir þú í frjettum, Marussía frænka?“, spurði Lydía. „Drottinn minn, er þetta ekki eitur, sem þið eruð með?“. „Nei, það er alveg skaðlaust. Sætt á bragðið“. „Vasili er búinn að selja borð ið í dagstofunni. Hann fjekk fimmtíu miljónir rúblna og fjög ur pund af feitmeti fyrir það .... Jeg bjó til eggjaköku úr eggjaduftinu, sem við fengum í kaupfjelaginu um daginn. En það þarf enginn að segja mjer, að það duft sje búið til úr eggj- um“. ..... 16, 17, 18. Veistu það Marussía .... 19, 20 .... að það er sagt, að það eigi bráðum að skila húsunum aftur til eig- endanna?". María Petrovna tók nagla- þjöl upp úr handtösku sinni og tók að lagfæra neglur sínar, meðan hún spjallaði við mæðg- urnar. Hún hafði alltaf vérið A skotveiðum í skóginum Eftir MAYNE KEID 1 (ÞESSI nýja saga er frá þeim tímum er Mið-Bandaríkin voru sS byggjast. Á þeim árum kom oft til bardaga milli hvítu mannanna og Indíánanna, en hjer sagir aftur frá friðsamlegum samskiptum landvarnarliðs hvítu mannanha og Indíánahöfðingja eins. Höfund- nrinn var hermaður í landvarnarliðinu, sem í elli sinni skrifaði margar slíkar frásagnir af sönnum atburðum). Jeg ætlaði að fara að leggjast niður á teppið fyrir framan tjaldið, þegar jeg heyrði að trana flaug vælandi framhjá, Jeg leit upp og sá fuglinn koma svífandi í áttina að tjald- búðunum. Það sást upp gegnum rofið sem varð milli trjánna. niður að ánni. Hún flaug og mig klæjaði í lófana eftir að reyna að hitta hana, en byssan var ekki við hendina. En hvað þetta var annars stór og girnilegur fugl og flaug svona hægt yfir. Byssuhvellur hvein við. Það var einn af Mexíkönunum, sem hafði hleypt af framhlaðning sínum. En tranan flaug hátignarlega áfram, eins og ekkert hefði ískorist. Ja, ef til vill flaug hún heldur hraðar, en það sást varla. Hinir veiðimennirnir ráku upp hlátur og gerðu hróp að skyttunni: „Oh, klaufabárðurinn,“ heyrði jeg, að einhver þeirra sagði. „Þú gætir ekki einu sinni hitt útbreidda værð- arvoð með svona rammskökkum og óbrúklegum byssuhólk. Hvað segirðu, heldurðu, að þú gætir það? Uss, jeg hef enga trú á því.“ Jeg leit við í áttina til þeirra og þá sá jeg, að aðrir tveir höfðu lyft byssunum og voru að sigta. Annan þeirra bekkti jeg. Hann var með okkur í hópnum, en hinn hafði jeg aldrei sjeð, það var undarlegur maður, eins og hann hefði sprottið upp úr skóginum. Það var Indíáni. Skotin riðu svo samtímis af hjá þeim báðum, að það var eins og það væri aðeins ein skotþruma. Og tranan veltist í loftinu tvo hringi, svo fjell hún þráðbeint niður og var auðsjeð, að hún var steindauð. Hún festist við trjágrein og lá kyr. — Sælir, sælir, nafn mitt er Jnónsson skyjniingameistan. ★ Þorpari. Svertingi var kallaður fyt’r rjett, sakaður um likamsárás. — Hversvegna slóstu manninn?, spurði dómarinn. —• Vegna þess að hann kaliaði mig svartan jiorpara. -- Nú, en ertu kannske ekki svart ur þorpari? — Jú, jeg geri ráð fyrir því. að jeg sje það. En, dómari, hugsið yður að einhver kalli yður svartan porpara, mynduð þjer ekki slá hann. — Kannske, en jeg er ekki svartur þorpari. — Nei, jeg veit að þjer eruð ekki svartur, en ef einhver kallaði vður þá tegund þorpara, sem þjer eruð? ★ Ekki hættulegur uppskurður. Gyðingurinn var sorgmæddur. Það átti að fara að skera konuna hans upp. — Mjer liður hræðilega, sagði Gyð ingurinn við vin sinn. ekki af ótta við að tapa þessum 40 dollurum, sem uppskurðurinn kostar, heldur vegna þess hve voðalegt þetta er. — Vertu ekki með þessa heimsku, sagði vinurinn brosandi, uppskurður, sem ekki kostar nema 40 dollara, get- ur ekki verið hættulegur. ★ Mátti ekki vera að því að hugsa. — Hvert er álit yðar á stjórnmála- viðhorfinu?, var stjórnmálamaður spurður, er hann var að flýta sjer á fund með flokksbræðrum sínum. — Ekki trufla mig núna, svaraði hann, jeg á að fara að halda ræðu. Jeg hefi engann tíma til þess að hugsa. ★ hyrsti sósíaiistinn. —- Hver var fyrsti sósíahstinn í heiminum? — Christófer Columbus. — Hversvegna? — Þegar hann lagði i leiðangur sinn frá Spáni, var það ríkið, sem kostaði hann, eða var það enki? — Þ.sð er rjett. — Og þegar hann fór fra Spáni vissi hann ekki, hvert hann var að fara. - Já. , —■ Þegar hann kom til Ameríku vissi hann ekki, hvert hann var kom- inn, ekki satt? — Jú, það er satt. —- Og þegar hann kom heim, vissi hann ekki hvar hann hafði verið. GEIR ÞORSTEINSSON HELGIH.ÁRNASON verkfrœömgar Járnateiknmgar Miðstöövateikningar Mœlingar o. 'fl. TEIKNISTOFA AUSTURSTRÆTI 14,3.hœÖ Kl. 5-7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.