Morgunblaðið - 30.06.1949, Page 8

Morgunblaðið - 30.06.1949, Page 8
8 MORGUNRLAÐIÐ Fimmtudagur 30. júní 1949 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. df' Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbóí. ^ar: - \JíLuerji óLrija ÚR DAGLEGA LÍFINU Komandi síldarvertíð SÍLDARVERTÍÐIN er að hefjast. Fyrstu síldveiðiskipin eru þegar lögð af stað. Ennþá er haldið norður fyrir land í þeirri von að síldin vaði og veiðist. í fjögur ár samfleytt hafa ís- lendingar orðið fyrir miklum vonbrigðum af síldarvertíð- inni. Síldin hefur ekki komið. Hefur það valdið útgerðinni og þjóðinni í heild gífur- legu tjóni, beinu og óbeinu. Alþingi hefur reynt að bæta útgerðinni hið beina tjón lítillega með því að stofna til stöðugra hallærislána og gera ýmsar aðrar ráðstafanir. Hið óbeina tjón, sem nemur hundruðum milljóna króna fær enginn bætt. Allan síldarleysistímann hefur verð verið mjög hagstætt á síldarafurðum og eftirspurn mikil eftir þeim. Aðstaða íslendinga til þess að vinna úr síldinni og gera hana að verðmætri vöru hafði verið stórbætt með því að byggja dýrar og fullkomnar verksmiðjur. Um byggingu þeirra voru allir sammála á sínum tíma. Nú þegar síldin hefur brugðist í fjögur ár þykjast sumir vera vitrir eftir á og tala um að óhyggilegt hafi verið að leggja svo mikið fje í þennan áhættusama atvinnurekstur. En í öllum veiðiskap felst áhætta. Þjóð, sem byggir afkomu sína og líf á fisk- veiðum kemst þess vegna ekki hjá því að eiga nokkuð á hættu. ★ Enda þótt sá tími sje nú kominn er skip búast almennt á? síldveiðar, er þó ekki vitað um, hversu almenn þátttaka verður í síldveiðunum að þessu sinni. í fyrrasumar stunduðu 242 skip síldveiðar. Vitað er að þau verða töluvert færri að þessu sinni. Nokkur skip munu stunda þorskveiðar við Grænland og er sú tilraun góðra gjalda verð, enda þótt ómögulegt sje að segja fyrir um árangur hennar. Bæði Fær- eyingar, Norðmenn og Danir hafa sótt þangað slíka veiði undanfarin sumur með góðum árangri. Óvissa sú, sem enn ríkir um þátttöku í síldveiðunum mun fyrst og fremst spretta af örðugleikum útgerðarmanna og fjárskorti til þess að útbúa skipin. Bankarnir eru einnig hart leiknir eftir áföll undanfarinna vertíða. En þrátt fyrir þau verður að vænta þess að bankarnir geri allt sem frekast er unt til þess að koma síldveiðiflotanum á miðin. Nú eins og endranær verður svo að skeika að sköpuðu um, hvernig aflast. Slíkt er aldrei hægt að vita fyrirfram. Að sjálfsögðu er æskilegt að byggja ekki til langframa algerlega á sumar- síldveiðinni, en freista í þess stað að nota fiskiskipastólinn til þorskveiða og annars öruggari veiðiskapar. Hitt væri samt fráleitt að stöðva nú mikinn hluta flotans og láta þess þar með ófreistað að afla þeirra verðmæta, sem síldin getur skapað ef allt er með felldu. Einskis má láta ófreistað til þess að fá hinum dýru verksmiðjum, sem þjóðin af miklum þrótti hefur byggt á undanförnum árum, verk- efni. Vegna gjaldeyrisafkomu landsmanna ber einnig til þess brýna nauðsyn. ★ Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið slakað nokkuð á skömmtun á ýmsum nauðsynjum. Hefur almenningur að sjálfsögðu fagnað því mjög. En enginn getur gengið þess dulinn að möguleikar þess að unnt sje að halda áfram að rýmka um verslun og innflutning velta algerlega á því, hvaða gjaldeyristekjur síldarvertíðin gefur. Það er sama sagan og undanfarin ár, allt veltur á síldinni. ★ Mesti annatími ársins til lands og sjávar er framundan. Sú staðreynd, að allt veltur á afrakstri þess starfs, sem þá er unnið, minnir íslendinga enn einu sinni á hina brýnu nauðsyn þess að efla framleiðslu sína, fjölga þeim höndum, sem að henni vinna. Kjörorð nýsköpunarstefnu Sjálfstæðis- flokksins var: Fleiri og betri atvinnutæki í sveit og við sjó. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins nú, þegar tækjanna hefur verið ',aflað: Fleira fólk til framleiðslustarfanna. Þetta kjörorð verður öll þjóðin að gera að sínu. Ef hún gerir það, er ‘engin hætta á því að ekki rætist úr þeim örðugleikum, sem nú steðja að henni. Glerbrotin í grasinu EINN af lesendum „Daglega líf:ins“ segir þessa sögu: — Fyrir nokkrum dögum, er jeg var á leið til vinnu minnar og gekk yfir Arnarhól, tók jeg eftir að kona sat í grasinu og þurkaði blóð úr andliti sjer. Jeg gekk til hennar og spurði hvern ig hún hefði slasast og hvort jeg gæti veitt henni hjálp. Konan sagðist hafa sofnað þarna í grasinu, en bylt sjer í svefni og þá rekið andlitið á ílöskubrot, sem var falið í gras- inu og skorið sig. 0 Hættulegt kæruleysi SÖGUMAÐUR sagðist hafa far ið að athuga, hvort meira væri um glerbrot í þessum „sælureit Reykvíkinga“ og fundið þó nokkur, sem hann hefði týnt og fleygt, þar sem þau gátu ekki valdið slysi. — Vill hann kenna því um, að drykkjulýður safnist saman á Arnarhóli og fleygi flöskum, eða brjóti þær á blett- inum. Jeg efast um, að það sjeu mikil brögð að því, heldur sje hjer um gamla kæruleysið að ræða, sem svo víða verður vart. En þörf væri á að athuga vel, hvort mikið er um glerbrot á túninu og hreinsa það vel. # Breyttir verslunarhættir HÚSMÓÐIR skrifar í tilefni við talsins Við kaupmanninn, sem birtist hjer í blaðinu í gær: „Þakka þjer fyrir, Víkverji minn, sem þú sagðir í gær í við talinu við kaupmanninn. Það er alveg rjett, að við húsmæðurnar erum í vandræðum með matar- kaupin. En í þessu sambandi langar mig að minnast á annað atriði og það eru breyttir verslunar hættir hjá nýlenduvörukaup- manninum. Hjer áður fyr var það svo, að við gátum fengið ýmislegt í sömu versluninni tii mikillra þæginda. Það var t.d. hægt að fá keyptar rafmagns- perur, hitabrúsa, gólfklúta og ýmislegt annað smávegis, sem kemur heimilisstörfunum beint, eða óbeint við. Það sparaði mörg sporin. 0 Sjest ekki lengur EN nú sjást þessar smávörur ekki lengur í nýlenduvöruversl- unum. Jeg spyrði minn kaup- mann að því, hvers vegna hann seldi ekki lengur gólfdúka, raf magnsperur og þessháttar, en svarar því til, að hann fái það ekki keypt lengur hjá sínum gömlu samböndum. Það fari allt í sjerverslanir, ef það fæst á annað borð. Hann sagði mjer, að sjer þætti það jafnleitt og viðskiptavinunum, að geta ekki haft þessar vörur á boðstólum. Þetta vildi jeg biðja þig að minnast á, Víkverji góður, ef vera skyldi að það mætti lag- færa það. Við höfum í svo mörg horn að lita húsmæðurnar, sem ekki höfum neina hjálp, að við höfum ekki tíma til að þeytast út um allan bæ út af smámun- um“. 0 Böglasmjörið ÖNNUR húsfreyja skrifar um böglasmjörið og hefur sitt hvað um það að segja. Hún segir: „Mig langar til að leggja spurningar fyrir viðkomandi ráðamenn, veit ekki hvort það er Mjólkursamsalan, Viðskipta- nefnd eða annað ráð. En við- komandi ráð bið ég þig vinsaml. að svara. Það er út af smjör- inu. Undanfarnar vikur hefi jeg gengið búð úr búð til að fá sem allra minnst þrátt og minnst myglað böglasmjör á rúmlega kr. 30,00 kílógrammið, en hefi nú gefist upp og læt mjer held- ur nægja smjörlíki, þá með kæfu eða osti, fyrir mig og mína. 9 Góða smjörið ódýra ÞAÐ má náttúrlega segja að það sje fullboðlegt fyrir fólk, þar sem við höfum yfirieitt nógan mat, og þurfum ekki að kvarta. En það sem öllum hlýtur að gremjast, er að sjá við hliðina á þessu óæta smjöri, fallegt og nýtt rjómasmjör, sem hægt er að fá á kr. 5,00 kílóið, ef maður á þessa skömmtunar- miða, sem eru annars löngu uppjetnir hjá öllum. Þá kemur fyrsta spurningin, á að bíða eins og venjulega eftir að rjómabús- smjörið verði líka myglað? 0 Önnur og þriðja spurning ÖNNUR spurning, af hverju er ekki hægt að selja gott smjör, kunna ísl. bændur ekki að búa til smjör, eða er það geymt svona lengi áður en það er sett á markaðinn, og hver er til- gangurinn? Mjer þætti vænt um að fá þessu svarað, svo MEÐAL ANNARA ORÐA .... MIIMMIIIIIMIMIMMMIMMIIIIMMIIIMMMIIIIMIMIIMIIIIMMIIIIIIIMIIIMMMMIIIIIMIMMMIMIIIMIIIIMIMIIIIIIMMIIIMIIIin Hin alþjóðlega herferð gegn berklunun Eftir Charles Croot, frjettaritara Reuters. KAUPMANNAHÖFN. Danski læknirinn dr. Johannes Holm, sem er tæknilegur stjórnandi Hinnar alþjóðlegu herferðar gegn berklunum, hefur skýrt frjettamönnum frá útbreiðslu veikinnar í Asíu og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Dr. Holm, sem nýlega sneri heim úr ferðalagi um þessi landssvæði, segir, að á Indlandi einu láti um hálf miljón manna lífið úr berklum á ári hverju. í þeim löndum, sem hann kom til, var mikill skortur á öllu því, sem nauðsynlegt er tal ið í baráttunni gegn sýkinni. Að nokkrum stórborgum undan- skildum, voru öryggisráðstafan- irnar „alskostar ónógar“. 00 MIKIÐ VANDAMÁL „VEGNA vöntunar á opinber- um heilbrigðisskýrslum, er erf- itt að áætla, hversu mikið vandamál þetta er orðið, en sýnilegt er þó, að það er geysi- umfangsmikið, sjerstaklega á Indlandi. „í öllum þeim löndum sem jeg ferðaðist um, heyrði jeg það á læknum og opinberum em- bættismönnum, að þeir höfðu fullan hug á að hefja vægðar- lausa baráttu gegn berklunum. En víðast er mikill skortur á fjármagni, tækjum og þjálfuðu fólki“. 0 0 SLÆMT ÁSTAND í SINGAPORE, sagði dr. Holm, sá hann allt að fimmtán manns búa í einu herbergi með mjög frumstæðum hreinlætisút- búnaði. Það var ekki óalgengt, að rekast á illa berklaveikt fólk, sem hafði náið samband við ósýktar manneskjur. í Kuala Lumpur, höfuðborg Malakkaskaga, komst dr. Holm að því, að í borginni finnast hvorki læknastofur, sjúkrahús nje sjerfræðingar fyrir berkla- veikt fólk. í námunda við Bangkok í Síam heimsótti hann hæli, þar sem svo mikill skortur var á tækj- um og starfsliði, að ókleift var að framkvæma rækilegar lækna skoðanir. Hann rakst á sjúklinga þarna, sem alls ekki voru berkla veikir, heldur þjáðust af öðrum sjúkdómum. 0 0 EGYPTALAND OG ÍSRAELSRÍKI jDR. HOLM kom einnig til Eg- yptalands, en stjórnarvöldin þar gera sjer nú mikið far um að bæta lífsafkomu þjóðarinnar, 'meðal annars með byggingu nýrra íbúðahverfa og aukinni jlæknishjálp. Herferð hefur ver (ið hafin gegn berklaveiki og öðr (um sjúkdómum. „Ísraelsríki er að því leyti heppið“, segir dr. Holm „að fjöldi lækna er meðal fólksins, sem fluttst hefir til landsins að undanförnu. Meðal læknanna eru ménn, sem fyrir stríð voru þekktir á sviði heilbrigðismál- anna í Evrópu“. 0 0 HJÁLP NAUÐSYNLEG DR. HOLM leggur áherslu á, að nauðsynlegt sje að gera út leið- I angra til ýmissa landa, til þess að kenna íbúum þeirra nýtísku aðferðir við baráttuna gegn berklunum. — Umfangsmiklar | rannsóknir þurfa og að fara fram, til þess að komast að út- breiðslu veikinnar og leggja á >ráðin um bestu baráttuaðferðir.' En þetta verður ekki gert, nema með hjálp þeirra þjóða. sem ,hafa fullkomnustu tækjum og starfsliði á að skipa. Nýlf sjóminjasafn Þuríðarbúð á Stokkseyri STOKKSEYRINGAR hafa reist sjóbúð þar sem áður var sjóbúð Þuríðar formanns og er ætlun- in að koma þar upp sjóminja- safni til minningar um árabáta- útgerðina gömlu. Sióbúð þessi er að öllu leyli bygð eins og slíkar búðir voru Jfyrrum, úr torfi og grjóti og með árefti og svefnbálkum. Þar eiga að verða til sýnis skinn- klæði, veiðarfæri árabátanna, rúmföt og skrínur eins og þær er vermenn notuðu. Hefir þess ari nýu sjóbúð verið valið nafn ið Þuríðarbúð. Var hún vigð með viðhöfn á Stokksevringa- móti á sunnudaginn var. Enn vantar flesta þá gripí sern á sjóminjasafninu eiga að vera en þeir koma smám sam- an.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.