Morgunblaðið - 30.06.1949, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1949, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. júní Það gp hagsmunáriiál almenttlngs, að skatf fríðindi samvinnufjelaganna verði takmörkn Á SÍÐASTA þingi bar Jónas Jónsson fram fyrirspurn um hve mikið fje 9 stærstu sam- vinnuæjelög landsins hefðu greitt í skatta á tilteknu tima- bili. Áður en J. J. bar þessa fyrir spurn fram, höfðu orðið um það allharðar umræður x blöðum og á mannfundum, að sam- vinnufjelögin kæmust ljettar en efni standa til undan því að bera sinn hluta af skattþung- anum, sem á landsmönnum hvílir. Fyrirspurn Jónasar Jóns sonar átti að vera „innlegg í baráttunni". J. J. spurði í þeirri einföldu trú, að 9 stærstu sam- vinnufjelög landsins 'hlytu að hafa greitt svo álitlega fúlgu í sameiginlegan sjóð lands- manna, að unnt yrði að flagga með þeirri tölu í áframhaldandi umræðum út af skattgreiðsl- um samvinnufjelaga. Fjármálaráðherra svaraði fyrirspurn J. J. með glöggum tölum. Hin 9 samvinnufyrirtæki höfðu á árunum 1939—1947 aðeins greitt 8,8 miljónir í skatta, en allir ríkisskattarnir námu á þessu tímabili 275 niilj. króna. J. J_ var ekki viðbúinn þessu Svari og varð ókvæða og orð- fár. Einn þingmaður Framsókn ai'flokksins spratt þá upp úr sæti sínu og talaði eins og fjár- málaráðherrann hefði stórlega móðgað samvinnufjelög lands- ins með því að auglýsa hið sanna um skattfríðindi fjelag- anna. Fyrirspyrjandinn hafði óvart gert þeim málstað, sem hann vildi berjast fyrir, hinn mesta ógreiða. Eftir þetta ljet Jónas ijons- son ekki mikið til sín heyra um skattamál samvinnufjelaga. — Honum mun hafa orðið ljóst, að ef veija skyldi hin óverjandi fríðindi, var annað vænlegra en fljótfærnislegar fyrirspurn- jr. J. J. tók sjer langan um- hugsunarfrest og það er fyrst nú fyrir skömmu, að birtst hef- ir árangurinn af heilabrotum hans eftir áfallið, sem hann fjekk við fyrirspurnina sælu. í nýlega útkomnu hefti af 5,Ofeigi“ ritar J. J. langa grein sem nefnist „Vandamál ís- lensku samvinnufjelaganna" og fjallar hún urn skattfríðindin. Kemur J. J. að vanda víða við og verður hjer að sinni ekki tekið til meðferðar nema eitt atriði úr grein hans, þó að fleiru kunni að verða vikið síð- ar. J. J. segir m. a.: „Nú versla samvinnufjelög oft við utanfjelagsmenn og græða á þeirri verslun eins og kaupmenn. Sú verslun er að engu leyti frábrugðin viðskipt- Um kaupmanna, enda gera sam vinnulögin ráð fyrir, að um alla utanfjelagsmanna-verslun kaup fjelaga eigi að fylgja sömu á- lagningarreglur um skatta eins og kaupmannaverslanir (sic). í Reykjavík er oft talað um að Kron beri lága skatta. Fulltrú ar kaupmanna í hinum ýmsu skaítanefndum ciga að veia. Játningar Jónasar Jónssonar í „Ofeigi »44 menn tii að sjá um, að utanfje- lagsviðskiptin sjeu rjett fram talin og skattlögð. Ef hjer er um misrjetti að ræða mega kaupmenn í Reykjavík kenna um það aðhaldsleysi sínu“. — (Leturbr. Mbl.). Með þessari setningu „af- greiðir“ J. J. raunverulega all ar spurningar viðvíkjandi rang látum skattfríðindum samvinnu fjelaganna. Ef um misrjetti er að ræða, er um að kenna kaup mönnum, sem eigi fulltrúa í hinum ýmsu skattnefndum, seg ir J. J. Þetta er mjög flott „af- greiðsla“ á stórmáli og ef rjett væri, að kaupmenn eigi sök á að samvinnufjelögum haldist uppi að velta skattabyrðum sín um yfir á almenning, væri mál ið ósköp auðleyst. En svona einfalt er málið ekki. Játning J. J. Þegar lesin er setning úr ,,Ófeigi“, sem tilfæi'ð er hjer að ofan, hlýtur mönnum fyrst að verða það á að brosa. En þegar setningin er athuguð bet- ur, er hún athyglisverð um margt. Fyrst er það, að J. J. viður- kennir berum orðum, að versl un kaupfjelags við utanfjelags menn sje í engu frábrugðin viðskiptum kaupmanna. Þetta er vitaskuld alveg rjett, en það er athyglisvert, að J. J. skuli játa þetta berum orðum. Það er yfirleitt föst regla þeirra, sem ræða skattamál samvinnufje- laga af hálfu Framsóknarflokks ins, að játa aldrei nokkrum sannleika, heldur annaðhvgrt fela hann í reykskýjum marg- endurtekinna blekkinga eða blátt áfram neita staðreyndun- um afdráttarlaust. Það mun líka vera harla algengt að samvinnufjelög leyfi sjer að miða framtöl sín við að sú staðreynd, sem J. J. ját- ar, sje ekki fyrir hendi. Ef litið er til Kron í Reykja- vík, þá sjest, þegar útreikning urinn á sköttum Kron af tekj- um ársins 1947 er athugaður, að enginn viðskipti eru talin við utanfjelagsmenn, þótt þau sjeu vitaskuld veruleg, heldur eru allar tekjur fjelagsins tald ar stafa eingöngu af viðskipt- um við innanfjelagsmenn og tekjuskattur reiknaður út í samræmi við það og greiðir fje lagið því aðeins 8% í tekju- skatt af heildarhagnaðinum eins og eingöngu væri um fje- lagsmannaviðskipti að ræða. Svona er þessu varið um Kron, en skyldi ekki það sama verða uppi á teningnum víða annarsstaðar á landinu, ef skatt greiðslur samvinnufjelaga yrðu athugaðar? Það er mjög hætt við, að þá mundi koma í ljós, að samvinnufjelög njóti stórkost- legra fríðinda um skattgreiðsl- ur fram yfir það, sem lögin leyfa, og eru þó hin lögleyfðu fríðindi nógu stórfelld, þótt ekki sje aukið við. „Aðhaldsleysi kaupmanna“ Samkvæmt kenningu J. J. í ,,Ófeigi“ er það „aðhaldsleysi kaupmanna“ að kenna, ef Kron greiðir ekki skatta eins og því ber að lögum. J. J. segir, að „fulltrúar kaupmanna í.hinum ýmsu skattanefndum“ eigi að vera menn til að sjá um, að kaupfjelögin telji rjett fram og sjeu rjettilega skattlögð. Hvað skattaálagningu Kron viðvíkur er skemmst að segja, að kaupmenn hafa engin af- skipti af henni. Skattstjórinn í Reykjavík er ekki kaupmað- ur nje fulltrúi kaupmanna og í yfirskattanefnd og ríkisskatta nefnd á enginn kaupmaður sæti nje nokkur fulltrúi þeirra. Það þarf ekki að eyða mörgum orð um um hvílík endemis firra, það er að kaupmenn eigi og geti haft eftirlit með framkvæmd samvinnulaganna. Það er vita- skuld ekki hlutverk neinnar einstakrar atvinnustjettar að hafa eftirlit með því, að lög landsins sjeu haldin. Það er við almenning að eiga En þótt J. J. fari með blekk- ingu, þegar hann telur, að kaup menn geti haft eftirlit með fram tölum kaupfjelaga og skattaá-, lagningu þeirra, er þó sú vill an enn verri, sem felst í þeirri hugsun, sem liggur að baki þeirri baráttuaðferð, sem J. J- velur sjer, þegar hann talar um vald kaupmanna í skatta- málum. Hugsun J. J. er greini- lega sú, að það hljóti að vera sjerstakt hagsmunamál kaup- manna einna að ranglát fríð- indi samvinnufjelaga verði færð til rjettara horfs. Ef J. J- trúir þessu raunverulega, blekkir hann sjálfan sig frek- lega. Það er staðreynd, að þótt hin stórfeldu skattfríðindi verslana sem rekin eru með samvinnu- sniði, geri verslunarstjettinni samkeppnina við þau erfiða, þá er langt frá því að það sjé sjerhagsmunamál kaupmanna, að samvinnufjelög alment njóti ekki öllu lengur fríðinda, sem byggjast á úreltum lagaákvæð um. Það er hagsmunamál alls al- mennings í landinu, að þær reglur, sem nú eru um skatt- fríðindi samvinnufjelaga, verði endurskoðaðar og lagfærðar. Það getur ekki lengur viðgeng ist, að fyrirtæki með samvinnu sniði, geti varpað skattþungan um vfir á almenning. I Svar Akui'eyringa Vissulega munu Akureyring- ar svara þvi, að það sje ekki sjerhagsmunamál kaupmanna i bænum, hversu fer um greiðsl ur Kaupfjelags Eyfirðinga til opinberra þarfa. J. J. segir í sama „Ófeigs“- heftinu og hann ritar um vanda mál íslenskra samvinnufjelaga, að Akureýringar t'elji sig nú hafa þyngstu útsvör á landinu. Astæðan til þess, að Akur- eyringar bera svo þung útsvör, er fyrst og fremst sú, að Kaup- fjelag Eyfirðinga liefir í skjóli skattfríðinda og ýmsra annara fríðinda getað lagt undir sig hverja atvinnugreinina á fætur annari, sem einstaklingar hafa áður rekið og greitt skatta og skyidur af, en kaupfjelagið býr við fríðindi og sleppur við að greiða til almennra þarfa eins og rjettlátt væri og eins og bærinn þarf á að halda. Útsvör in verður því að taka frá ein- staklingunum. Það er Kaupfje- lag Eyfirðinga sem fyrst og fremst hefir skapað þá skatta- ánauð, sem almennir borgarar á Akureyri hafa búið við um mörg ár. Akureyri er ekki eini stað- urinn á landinu, þar sem of þanin samvinnufyrirtæki valda einstaklingunum því, sem rjetti lega má kalla skattaánauð. Það er víðar en þar, sem almenn- ingur greiðir þau opinber gjöld, sem auðfjelög með sanivinnu- sniði ættu rjettilega að greiða. J. J. og þeir aðrir, sem reyna að verja það, að skattfríðindi samvinnufyrirtækja skuli ó- breytt haldast, gá ekki að því, að þeir eiga ekki um það mái við kaupsýslumenn í iandinu eina saman, heldur fyrst og fremst við allan almenning, sem finnur það á sjálfs sín efn- um, að slíkt sjerrjettindafyrir komulag getur ekki lengur stað ist og vill ekki lengur borga fyrir samvinnufyrirtækin. Tún sjerhagsmunanna J. J. segir að nú sjeu engir menn til að halda opinberlega á sjerhagsmunamálum sam- vinnufjelaga, sem jafnist á við sig og Jónas Þorbergsson og Tryggva Þórhallsson. J„ J. segir: „Fer nú um þessi mál fjelag- anna eins og ógirt tún, sem óboðnir gestii' heimsækja“. Það er rjett, að það tún, sem J. J og fjelagar hans í blaða- mennsku sátu yfir fyrir 20 ár- um og þar á undan, verður aldrei framar varið á sama hátt og þá. Allur almenningur hefir látið sjer skiljast, að þetta tún sjerhagsmunanna, sem J. J. og fjelagar hans vörðlx, er ekki sá helgidómur hugsjónanna, sem látið var. Bardagaaðfer'ðir þeirra fjelaga mundu ekki duga nú. í Tímariti samvinnufjelag- anna 1921, bls. 10, ritar Jónas Þorbergsson til dæmis: „Töframagn samvinnufjela' anna er samábyrgðin. — Hún er sterkasta aflið sem alþýða manna á yfir að ráða. Styrkur hennar er svo mikill vegna þess, að orkan er sótt í dýpstu rætur kristilegs þjóðfjelags“. Samábyrgðin hefir fyrir löngu verið afnumin fyrir for- göngu Framsóknarmanna og hefir ekki síðan verið ’talaií sjerstaklega um, að nokkur tengsl væru milli samvinnu- fjelaga og kristindóms. Úr slíkum og þvílíkum feJe-fek ingum bjuggu J. J. og fieiri ui girðingu um túnið, e nalmena ingsálitið hefir fyrir löngu rif* ið hana niður. Eftir standJ* hinsvegar hin lögmæltu skatt- fríðindi, en almenningi hefiw einnig skilist, að gera þurfl’ nokkra takmörkun á þeim hluíai girðingarinnar um túnið. Þegar það upplýstist á Al-* þingi, að 9 samvinnufjelög, sem öll eru auðug á okkar rnælx- kvarða og sum stórauðug, greiða aðeins 8,8 miljónir króna af 274 miljónum, sem samtals guldust í ríkissjóðinn, þá skilur almenningur ljóslega, það sem raunar var áður vitað, að ekk-i er langt að leita einnar ástæff- unnar af mörgum fyrír því hvo grænt er í kringum Mna þrengstu klíku Framsóknar- manna á sama tíma og aðrir ganga með bogin bök á slóðum, þar sem ekki er jafn bíómlegt um að litast. Vil kaupa .gegn góðum grejðslusk'fl- • málum. — Til viðtals á Hrefnugötu 5 frá kl. 4— 6 í dag. Vil einnig tatea 'á . leigu skúr eða þragga, :j sem nota mætti sem i.ji- .f reiðageymslu. i '- .'*■ i-y''J- Nýtt Píané (stofupíanó), til sölu. - Uppl. í síma 6530 kl. 10—12 og 1—6 í dag. EERGUR JONSSON « RÍ á lflutningsskrif stof&v Laugaveg 65, sími 58S*-.. Heimasíml 9234, ý; PÉJSNINGASANDUp frá Hvaleyri ■ Sími: 9199 og 9091. Í Gu&mundur Magnússon j iiiiiiiiiiiurmimmiiuiiuiiiimmnuii Jepp í Óska eftir að kaupa jeppa ! I í góðu lagi. Tilboö er I = greini verð og hve bif- 3 1 reiðin er keyrð, sendist [ Mbl., fyrir laugardag 1—7 : merkt „Jeppi í lagi—298“ C i»*»»ii****u»*.*«*..«.*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.