Morgunblaðið - 30.06.1949, Page 6

Morgunblaðið - 30.06.1949, Page 6
6 MORGUNBLAÐtÐ Fimmtudagur 30. júní 1949. ÁLYKTANIR SAMÞYKKTAR Á ÞIINIGI S. Kommúnisminn. Reynsla sú, sem fengist hef- ir af kommúnistum hjer á landi sem annars staðar, hefri sann- að, að þeir láta sig engu varða hag þjóðar sinnar, heldur láta í einu og öllu stjórnast af al- þjóðasamtökum kommúnista, sem nú stefna að því að brjóta niður frelsi og lýðræði í heim- inum. Kommúnistar hafa hvað eftir annað sannað ofbeldishneigð sína, nú síðast með hinni sví- virðilegu árás á Alþingi Islend- inga hinn 30. mars s. 1., er þeir h ugðust hindra starfsemi þings- ins með hótunum, grjótkasti og ofbeldi, sem hafði í för með sjer alvarlegar líkamsmeiðingar og iífshættu. Þingið vítir harðlega slíka ósvinnu, sem hins vegar einkennir mjög vel lítilsvirð- ingu kommúnxsta fyrir þing- ræði og lýðræði. Ennfremur hafa kommúnist- ar ekki hikað við að misbeita valdaaðstöðu sinni innan verka- lýðshreyfingarinnar til beinnar árásar á atvinnuvegina og unn- ið að því að auka dýrtíðina í landinu og rýra með því stór- lega öll líískjör almennings. Þingið vill benda á, að aukin menningarstarfsemi, samfara menntun æckunnar, geti átt drjúgan þátt í því að auka skiln ing á lýðræði og frelsi einstakl- ingsins. Ungir Sjálfstæðismenn heita á alla lýðræðissinnaða æsku að helga sig baráttunni gegn kcmmúnistum, því með því mó+i tryggir hún best sitt eigið frelsi. Landhrlsrismáí. Þingið álítur, að hagsæld þjóðarinnar sje í veði, ef eigi fáis+ hepnileg lausn á land- helpi«málunx:m gagnvart er- lendum þjóðum. Þingið vítir því harðlega aðgerðarleysi það, er verið hefir í þessum málum, en fagnar framkominni þingsálykt unartillögu Sjálfstæðismanna á síðasta þingi, sem miðar. að fram gangi þessara mála, og heitir á bingflokk Sjálfstæðismanna að beita sjer fyrir samþykkt henn- ar og framkvæmd. Þincið skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hefjast handa hegar í stað og láta einskis ó- freistað í því að vinna að fram- gangi þessara mála og efla land helgisgæsluna eftir föngum. Þirgið lýsir yfir þeirri von sinni. að í sumar fáist viður- her ning á friðun Faxaflóa, en með því yrði fyrsta verulega .'■igi’mum í þessum málum náð. 1 n’ atakmark landhelgismálsins f" að viðurkenndur verði eða 1 T-ndingum tryggður eigna- og r 'notarjettur á öllu landgrunni í^iands. Iðnaður. 10. þing S.U.S. leggur sjer- staka áherslu á að efla beri þann innlenda iðnað, sem hefir I för með sjer aukinn gjald- eyrissparnað og gjaldeyristekj- ur. í því sambandi sje rann- sakað betur en ennþá hefir ver- Ið gert, hvort ekki sje mögu- legt og hagkvæmt að hágnýta ýmis konar íslensk jarðefni til iðnaðar. Ennfremur sje lögð á- hersla á að hagnýta skipulagn- Ingu iðnaðarins, sem m. a. hindr ar það, að óhagkvæmur iðnrekst Kcmmúnisminn — Landhelgismál — Iðnaður— HeilbrigSismál — Sköml- unarmál — Embæffisveitingar — Ríkisafskipti — Landbúna^armál — Verk lýðsmál — Frjálst framtak, aukin framleiðslusfarfsemi ur þróist í skjóli opinberra að- gerða og íhlutunar. Þingið skorar á innflutnings- yfirvöldin að veita ríflegri gjaldeyi’is- og innflutningsleyfi til hráefnakaupa fyrir iðnað- inn en verið hefir undanfarin ár og telur brýna nauðsyn á því, til að hagnýtt verði af- kastageta þeirra iðnaðarvjela, sem fluttar hafa verið til lands- ins. Jafnhliða sjeu fluttar inn að einhverju leyti fullunnar iðnaðarvörur til þess að eðlileg samkeppni um verð og gæði geti verið á hverjum tíma. Þá telur þingið að tryggja beri meira rjettlæti á dreyfingu hinna innlendu iðnaðarvara milli hinna ýmsu landshluta en nú á sjer stað. Þingið telur, að stefna beri að því að fullvinna allar sjávar- afurðir vorar til útflutnings. í því sambandi sje komið upp fullkomnum rannsóknar- og til raunastöðvum. Loks telur þingið að stuðla beri að því, að ungum mönnum með hæfileika og áhuga á tækni legri menntun verði gert mögu- legt að afla sjer þekkingar á sviði iðnaðarins. Heilbrigðismál. Þingið ítrekar enn fyrri á- lyktanir sínar um, að heilsu- verndarstöðvar verði byggðar í landinu svo fljótt, sem nokkur kostur er á, og svo víða, sem framast er unt. í því sambandi leggur þingið höfuðáherslu á, að vernduð sje heilbrigði æsk- unnar, m. a. með bættum húsa- kymjum, auknum þi’ifnaði í skólum landsins o. fl. Þá vill þingið hvetja heil- brigðisyfirvöld landsins til að sjá svo um, að sjerfræðingar ferðist um landið sem oftast og rannsaki heilbrigðisástand þjóð arinnar, framkvæmi nákvæmar rannsóknir á sem flestum íbú- um landsins, og telur þá við- leitni, sem í þessa átt hefir geng ið undanfarin ár, hafa borið mikinn árangur. Þingið leggur áherslu á, að ráðstafanir sjeu gerðar til þess að fólk í öllum byggðum lands- ins eigi sem auðveldast að ná til læknis. Þá skorar þingið á heilbrigðisyfirvöldin að gera allt sem unnt er, til að læknis- hjeruð sjeu jafnan fullskipuð. Þá telur þingið brýna nauð- syn að hraða sem mest bygg- ingu sjúkrahúsa eða sjúkra- skýla í öllum læknishjeruðum, sem nú eru án þessara aðstæðna. Skömmtunarmál. 10. þing S.U.S. leggur áherslu á það, að skömmtun allra helstu nauðsynja almennings verði hætt, svo fljótt, sem auðið er. Þingið lítur mjög alvarlegum augum á ýmiskonar brask og svartamarkaðssölu, sem þróast hefir í skjóli vöruskortsins. Tel- ur þingið í því sambandi óum- flýjanlegt, að framkvæma skömmtunina þannig, að jafn- an sjeu til í landinu nægar birgðir til þess að tryggja öllum landsmönnum aðstöðu til vöru- kaupa í samræmi við útgefna skömmtunarseðla. Þingið telur, að sá skortur, sem nú er á vefnaðai’vörum, prjónagarni o. fl. og svo naum sykurskömmtun, leiði til þess, að heimilin neyðist til að kaupa ýmiskonar fatnað, kaffibrauð o. fl. tilbúið, þótt aðstaða sje til að framleiða slíkar vörur á heimilunum sjálfum. Ber því að koma þessum málum hið bráð- asta í það horf, að þessi vinna flytjist inn á heimilin aftur, eft- ir því, sem aðstæður þeirra leyfa, enda þjóðarhagur að vinnuafl heimilanna nýtist sem best. Embættisveitingar. I 10. þing S.U.S. lítur svo á, að hið bráðasta þurfi að setja lög um embættaveitingar hins opinberarþar sem tryggt sje, að löggjafarvaldið eitt ráði fjölda embætta, og þar sem takmarkað sje vald ráðherra til embætta- veitinga, svo að komið sje í veg fyrir að hann misnoti það í pólitísku hagsmunaskyni. í því sambandi telur þingið sjálfsagt, að öll embætti sjeu, auglýst til umsóknar með nægi- legum fyrirvara, og hafi ráð- herra samráð við hæfustu aðila, þegar valið er í embættin. Ríkisafskipti. 10. þing S.U.S telur, að Sjálf- stæðisflokknum beri sjerstak- lega að standa vörð um athafna- frelsi einstaklinganna og koma í veg fyrir að ríkisvaldið hindri með alls konar hömlum og ó- bærilegum beinum og óbeinum skattaálögum, heilbrigðan at- vinnurekstur einstaklinga og frjálsra samtaka þeirra. Þingið varar alvarlega við af- leiðinguiíi þeirra miklu ríkisaf- skipta, sem nú eru af öllum hög um einstáklinga. Ti-eystir þing- ið forystumönnum ílokksins til þess að sporna ákveðið gegn öllum frekari höftum og opin- berum afskiptum og beita sjer fyrir því, að dregið verði svo fljótt, sem verða má, úr öllum þeim ríkisafskiptum, sem nú eru hemill á eðlilegu athafna- frelsi eihstaklinganna. Landbúnaðarmál. Þing S.U.S. leggur áherslu á, að haldið verði áfram ný- sköpunarstefnu fyrri ríkisstjórn ar í landbúnaðarmálum. Telur þingið, að landbúnaður rekinn á heilbrigðum grundvelli sje sú trygging þjóðarbúskapsins, sem best verði fengin, ekki síst ef aðrir atvinnuvegir bregðast, enda verið máttarstólpi þjóðar- innar um aldir. Ber því að efla hann svo sem framast er unnt gera hann öruggan og sjálfstæð an atvinnuveg. stuðla að því, að fólk í sveitum geti lifað menn- ingarlífi við sæmandi lífskjör og stöðvað með því flóttann úr sveitunum, sem nú er eitt al- varlegasta vandamál landbún- aðarins og þjóðarinnar í heild. í þessu sambandi bendir þing ið sjerstaklega á eftirfarandi: 1 1) Þingið fagnar þeim ár-! angri, sem þegar hefir náðst við ' setningu laganna um landnám, nýbyggingar í sveitum og setn- ingu laganna um jarðræktar- og húsagei’ðarsamþvkktir, sem mjög hefir styrkt aðstöðu bænda í ræktunar- og bygging- armálum. Telur þingið að halda beri áfram á sömu braut, eftir því sem við verður komið. 2) Til þess að undirbúa rækt- un landsins sje lögð sjerstök á- hersla á það við endurskoðun jarðræktarlaganna að auka verulega styrki til framræslu, enda sje jarðræktarstyrkurinn ekki takmarkaður með hámarks ákvæðum til einstakra býla. Landbúnaðinum sje sjeð fyrir nægilegu fjármagni, svo að veita megi bændum hagkvæm stofn- og rekstrarlán. 3) Raforkumál sveitanna verði leyst sem fyrst með bygg- ingu orkuvera, og að veitt verði rafmagn um sveitirnar frá þeim orkuverum, sem þegar eru til, eftir því sem unnt er. 4) Aukinn verði innflutning- ur á hverskonar búvjelum og varahlutum til þeirra, sem bæta hag og auka afköst þess fólks, sem að landbúnaði vinnur. Sér- staklega sje lögð áhersla á að fullnægja eftirspurn jarðrækt- arsambanda eftir stórvirkum j arðræktarvj elum. 5) Samgöngur sjeu bættar, þannig að aðdrættir og flutn- ingur afurða komist í betra horf en nú er. 6) Að hraðað verði fram- kvæmd laga um byggingu áburðarverksmiðju. 7) Unnið sje að því að sími verði lagður hið fyrsta á sem flest sveitaheimili. 8) Bændum verði á ný tryggð ur rjettur til að hafa sjálfir með höndum verðlagningu afurða sinna. Verkalýðsmál. Þing S.U.S. telur, að málum þjóðarinnar beri að skipa á þann veg, að öllum landsbúum sje tryggð atvinna við sem arð- bærastan atvinnurekstui’, og að setja eigi löggjöf um vinnu- vernd, aukið öryggi verka- manna og bættan aðbúnað á vinnustað. Ungir Sjálfstæðismenn álíta að taka eigi upp hið svokallaða hlutdeildarfyrirkomulag í at- vinnurekstri, sem er í því fólg- ið, að kjör verkamanna miðist að einhverju leyti við arð þeirra fyrirtækja, er þeir vinna við. Þingið telur, að samkvæmt eðli sínu sjeu verkalýðssam- tökin fyrst og fremst hafsmuna- samtök ákveðinna starfshópa, og vítir því harðlega misnotk- un vinstri flokkanna á verka- lýðssamtökunum, þar sem þess- ir flokkar hafa þráfaldlega mis- notað verkalýðssamtökin í póli- tískum tilgangi, svo að laun- þegar hafa hlotið stórtjón af. Þingið telur, með hliðsjón af því, hvernig verkalýðsfjelögin hafa verið misnotuð af vinstri flokkunum, sje það skýlaust í’jettlætismál, að teknar verði upp hlutfallskosningar í verka- lýðsfjelögum til trúnaðar- og stjórnarstarfa, svo og við kosn- ingu fulltrúa til sambandsþings, og lýsir undrun sinni yfir þvi, að flokkar, sem telja sig lýð- ræðisflokka, skuli standa á móti því, að tryggðir sjeu lýð- ræðislegir stjórnarhættir í sam- tökunum. Þingið skorar á alla Sjálf- stæðismenn að halda áfram bar áttu sinni fyrir þessu rjettlætis- máli, uns það nær fram að ganga. Þingið álítur brýna nauðsyn á, að samrýmt verði kaupgjald á öllu landinu, þar sem það hefir komið í ljós, að ríkjandi ósamræmi í kaupgjaldsmálum er til stórskaða, og hefir oft og tíðum komið af stað vinnudeil- um. Frjálst framtak — aukin framleiðslustarfsemi. Þing S.U.S. telur, að grund- vðllur þess, að íslendingar fái hagnýtt auðæfi landsins til vax andi velmegunar landsmanna sje, að örfað sje frjálst fi-amtak einstaklinganna með því að frjálsræði fái að njóta sín í at- vinnurekstri og viðskiptum, jafnframt því sem fjármagni og vinnuafli sje fyrst og fremst beint að framleiðslustarfsem- inni. Sívaxandi afskipti hins opin- bera af atvinnu- og efnahags- lífinu með stöðugum hömlum á einkaframtakið, hefur skap- að atvinnuvegunum stórtjón og leitt af sjer hina óeðlilegu að- sókn að embættisstörfum, skrif- finsku og öðrum óarðbærum fastlaunastöðum, sem nú er orð ið eitt alvarlegasta viðfangsefni þjóðarinnar. Ur þessu verður ekki bætt nema með því að veita orku einkaframtaksins hæfilega útrás og einkum þannig, að æska landsins verði örfuð til þróttmikillar þátttöku í framleiðslustarfsemi þjóðar- innar. Þingið telur, að þessum ár- angri verði ekki náð nema með því móti að framleiðslustarfsem inni sje búin sú aðstaða, miðað við aðrar starfsgreinar, að það sje ungu fólki veruleg hvatn- ing að helga lífsstarf sitt skap- andi framleiðslu til lands og sjávar. ASstoða við uppskeru. LONDON: — Á að giska 250 erlend- ir námsmenn komu nýlega tii Lund- úna til að hjálpa til við uppskeruna. Alls munu um 1000 slíkir námsmenn verða til aðstoðar. Ráðskonusfaða | Kona um fertugt óskar 1 eftir vel launaðri íáðs- I konustöðu. Er með kyrr- | láta 2ja ára telpu. Eng- | nnn ágreiningur með | vinnutíma eða frí. Sjer- | herbergi áskilið. — Þeir, | sem vildtx sinna þessu, I leggi tilboð inn á afgr. S Mbl. fyrír hádegi á laug- = ardag, merkt: „Dugleg I — 292“. ÁNAMAÐKAR til scilu, Ilöfðab. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.