Morgunblaðið - 30.06.1949, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.06.1949, Qupperneq 5
| Fimmtudagnr 30. júní 1949. MORGUNBLAÐJÐ Frá sýninpnni í Lisfamannaskáíanum JÞESSAR myndir tvær eru frá handíða- og Iistsýningu Sambands ísl. berklasjúklinga í Lista- jnannaskálanum. Neðri myndin gefur nokkra hugmynd um leikfangagerð að vinnuheimilinu í Reykjalundi. Að ofan eru borð og stólar fyrir veitingastofur, einnig gerð af berklasjúklingum Reykjalundi. (Ljósm. Mbl.: Ólafur K. Magnússon) Athyglisverð sýning í Listamannaskálanum Kandíða og lisfsýning S í B 5 FORSETAFRÚIN, Georgía Björnsson, opnaði í fyrradag mjög athyglisverða sýningu í Listamannaskálanum. Það er handiða- <Dg listsýning, sem Samband islenskra berklasjúklinga stendur fyrir. Samtök berklasjúklinga á Vífilsstöðum, Kristneshæli, Reykjalundi, á Akureyri og í Reykjavík, sýna þarna allskonar listmuni. Ávarpsorð forseta S.Í.B-S. ® Sýning þessi á að sýna alþjóð’ livernig berklasjúklingar nota tíma hinna löngu daga, sem þeir dvelja innan veggja heilsu hælanna, fjarri ástvinum. — Og ennfremur á sýningin að sanna að fólkið, e'r þar dvelur, hefur fullan hug og vilja til að Býna að það skipbrot er það hef ur hlotið, er fyrst og fremst líkamlegt. Það hefur fulla hugs trn og löngun til að vera sem best.ur þjóðfjelagsþegn. ■— Eitt hvað á þessa leið komst Maríus Helgason forseti S.t.B.S. að orði, er hann flutti ávarp við opnun sýningarinnar- íSkentmtileg nýung. Margt er þarna gert af mik- ílli smekkvisi og listrænt mjög. 'Verða þeir fjölmörgu berkla- sjúklingar, sem þátt taka í sýn íngunni ekki dregnir i dilka þó rætt síe um muni einstakra manna, svo sem útskorna gripi Hjartar heitins frá Skálabrekku og Jóns heitins Einarssonar hjeðan úr Reykjavik, en hann •var ólærður í þessari iðn. Nokk ur vdrk eru á sýningunm eftir fjuðmund Thorsteinsson list- málara, Brynjólf Þórðarson, Emil Thoroddsen o. fl. o. fl. Kvenfólkið á niest. Hverskonar hannyrðir kvenna eru annars í miklum meiri- hluta á sýningunni. Er margt vel gert og snilldar handbragð á. Sjúklingar á Vífilstöðum eiga sína sjerstöku deild á sýning- unni og er hún efnismikil. Einn ig eru sýnd sýnishorn af fram- leiðslu vinnuheimilisins í Reykjalundi- Loks e'ru svo nokkrir munir er vinnuskóli berklasjúklinga við Bergen sendi á sýninguna. Yfirgripsmikil. Sýningin er mjög yfirgrips- mikil, sem sjá má af því að sýn ingarmunir eru um 900. Miklu fleiri munir bárust þó tii stjórn ar sýningarinnar, en húsplássið hafði úrslitavaldið. Þessi hand íða- og listasýning S.t.B.S. á að vera opin til 9- júli næstkom- andi, daglega frá kl. 1—11 síðd. 16.000 eftir. BERI.ÍN — Allir. ne-ma 16.000 járn- brautarverkamenn í Vestur-Berlin, hafa nú snúiS aftur til vinnu sinnar. Valur — Víkingur llngvar og Einar, Gunnlayg og Helga. Hins vegar eru nokkur göt í liðiS, menn sem eru til— J gangslausir fyrir það. T. d. | verður varla sagt að h.úth. í'rið I þjófur Sigurðsson kunni það mikið í knattspyrnu, að eðlilegt sje, að hann leiki í meistara- flokki. Hægri bakvörður, Björn, veikir vörnina mjög, má segja, að í þessum leik hafi v.úth. Vals Jóhann, leikið sjer að honum. Svo er það miðfr.h. Bjami Guðnason, sem er duglegur og | fljótur, en virðist alls ekki geta leikið þessa stöðu. Stærsti galli ; hans er sá, að hann kann ekki að skjóta, og er það nægilegt til þess að hann sje tilgangs- laus fyrir lið sitt. j Dómari var Þráinn Sigurðá- son, og er hann í stöðugri frarn- för. V. Athugasemd Söngskemmtun Stefáns íslandi STEFÁN söng í fyrrakvöld Gamla Bíó með aðstoð Fritz Weisshappels. Húsið var full skipað, og munu margir hafa orðið frá að hverfa. Það varð enginfi fyrir vonbrigðum út af rödd Stefáns. Hún er jafn frísk og fölskvalaus og jafnan áður, og meðferðin með sama list- ræna blænum. Söngskráin hófst á gömlum ítölskum meisturum, þá voru nokkur íslensk lög, og vakti „Vögguljóð á hörpu“ eftir Jón Þórarinsson (við texta Halldórs Laxness) einna mesta athygli. Lauk svo með kunnum ítölskum aríum, þar sem söngv- arinn ljet gamminn geisa- Hin bjarta og mikla rödd Stefáns glitraði í öllu sínu skrúði. Aftur var eigandinn oft ekki sem lukkulegastur á svip- inn og gerði löng og stundum óþægileg hlje á milli laga. Þó brá fyrir brosi, þegar sem ör- ast bárust blómvendirnir. Var þá eftir að þakka Fritz fyrir undirleikinn með tilheyrandi reverenzíu, að hverju hann var maklega kominn. En annað- hvort er konsertpallsstíll Stef- áns kominn eitthvað úr lagi eða jeg hef verið að kima að allt öðru. B. G. Samninjsar .,am)>Tkktir. SUÐAUSTAN stormur með rigningarslitrum var í fyrra- kvöld, er 10. leikur íslandsmóts ins milli Vals og Víkings hófst. Víkingar kusu að leika fyrri hálfleik undan vindi. Hófu þeir sókn í byrjun, sem endaði með dví að þeir fá hornspyrnu. -Bald vin spyrnir vel fyrir mark Vals, Hermann nær ekki til að hand- sama knöttinn, og slær hann hann beint fyrir Bjarna Guðna- son, sem skoraði með skalla. Eftir markið tóku Valsmenn sóknina í sínar hendur, Ijeku þeir oft laglega upp vinstra væng vallarins. Þegar 15 mín. eru af leik kemst Jóhann Eyj- ólfsson inn fy.rir Björn, hægri bakv. Víkings, og spyrnir yfir til Ellerts ,sem miðjar til Hall- dórs Halldórssonar, og skoraði hann með föstu, óverjandi skoti. Það, sem eftir var hálfleiks- ins, var ekkert mark. skorað, enda þótt til þess væru tæki- færi á báða bóga. ’ ! Síðari hálfleikur Valur ljek nú undan vindi sem hafði þó lægt nokkuð. — Fyrstu mínúturnar áttu Viking- ar í vök að verjast við mark sitt. Þetta endaði með því, að Jóhann spyrnir vel fyrir mark Víkings, enginn Valsmaður var þó til taks, hins .vegar hjalpaði Guðmundur Samúelsson upp á sakirnar og spyrnti óverjandi, skoti í sitt eigið mark. ! Það virtist sem markið hleypti skapi í Víkingana, sem sóttu fast að marki Vals og fengu tvö tækifæri til að skora, en misnotuðu bæði. | Þegar 28 mín. voru af leik ! var þriðja markið skorað fyrir Val. Var það Sveinn Helgason, sem þar var að verki með að- stoð Einars. Síðustu 15 mín. leiksins voru Víkingar heldur móðlitlir, vlrt- ‘ ist sem þeir væru ákveðnir í að tapa leiknum, svo mjög var baráttukjarkur þeirra þrotinn, enda var Valur nú mun meira í sókn. Endaði leikurinn 3.T fyrir Val og voru þau úrslit sann- g'jörn eftir atvikum, enda þótt , .. ovist sje hvermg fanð hefði | ^ ^ ef Víkingur hefði ekki fengið ’ á sig klaufamark það, sem áð- ur er getið. | Valsmenn hafa ekki enn í sumar sýnt eins góðan leik sem þennan, enda þótt hann vTæri þýðingarlítill fyrir þá, þar sem þeir voru áður búnir að glata öllum möguleikum til'þess að. hreppa titilinn. Áberandi bestu menn Vals* voru þeir Sveinn Helgason I Halldór Halldórsson og Gonnarj Helgason. Hins vegar var Víkingsliðið ekki í essinu sínu að þessu sinni, því að eins og kunnugt er; f hefur það oft leikið vel í sum- ar og munu fæstir áhorfenda hafa búist við ósigri þess. Það hefði mátt, æíla að Víkingar myndu einmitt nú leggja sig fram, þar sem íslandsmeistara- titillinn var í boði, en svo virt- ist þó ekki, baráttukjarkur eða keppni sást varla af þeirra LONDON — Aðstoðarutanrikisráð- herra Breta, Mayhew skýrði fiá því i neðri deild breska þingsins fyrir skönimu, að Bretar myndu samþykkja aiþjeða-hveitisamninginn fyrir 1. júli. Herra ritstjóri: í BLAÐI yðar, sem út kom 24. þ. m., er skýrt frá dómi hæsta- rjettar í málinu: Valdstjórmn gegn Stefáni Thorarensen. Frásögnin getur valdið mis- skilningi og vil jeg þvi, sam- kvæmt tilmælum kærða og sem verjandi hans, koma á fratn- færi svmfelldri athugasemd: Samkvæmt verðlagslöggjöf- inni eru vörur, sem verðlagðar eru eftir sjerstökum lögum, felldar undan valdsviði verðlags stjóra. En síðan 1672 eru apó- tekarar háðir eftirliti heilbrigöis stjómarinnar og skylt að hafa til sölu lyf samkvæmt fyrirmæl um hennar. Þessi fyrirmæli em m. a. í lyfsöluskrá, er heilbrigöia stjórnin gefur út, og hámarks-- verð er þar tilgreint. Vafi < r víst ekki á því, að með þessum ákvæðum sje lyfjaverslun. at> , verulegu leyti a. m. k., undan- Iþegin afskiptum verðlagsstjóra Hitt deila hinir fróðustu mer.ri um, hvort og þá hvernig skýr-- greint verði hvað sje lyf. Mörk-■ . in á valdsviði heilbrigðisstjórn- arinnar og verðlagsstjóra um I verðlagningu lyfja eru því ofl: ■óljós. Verður ekki talið oeð'H- legt að heilbrigðisstjórnin gefi. skýr fyrirmæli um þetta, en þa<3 fir ekki verið gert. Eitt af þeim ,,lyfjum“ cðá „vörum“, sem talið er í lyfsölu- . skránni, eru möndlur. Til úr- lausnar í málinu var því ?.ú. spurning, hvort um þær rjeði verðlagning lyfsöluskrárinnnr eða verðlagsstjóra, er þær voru seldar i apóteki, eins og gert var. Þótt litlu skipti má geta | þess, að eigi var sannað í mál- I inu að möndlur hafi verið ::el<l- |ar á kr. 25 pr. kg., en viðitr- ikennt að í 125 gr. pokum voru !þær seldar á 2 kr. pokinn, þ e. j 14 aurum hærra en verðiags- stjóri taldi rjett, og þá ekki tek- ið neitt fyrir umbúðir. Þetta verð er miklum mun lægia cn lyfsöluskráin segir til um. Virðingarfyllst, Th. B. Líndal hæstarjettarmálaflutnings- maður. Ritstjórn Mbl. fær ekki sjcct að þessi athugasemd ræði sjer- hálfu í leik þessum. Víkings- staklega frásögn Mbl. af dómi liðið hefur nokkrum ágætum Hæstarjettar í máli þessu, held- einstaklingum á að skipa, i því ur dóm Hæstarjettar almennt. sambandi má nefna bræðurna Út í þær umræður fer Mbl. ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.