Morgunblaðið - 06.07.1949, Page 2

Morgunblaðið - 06.07.1949, Page 2
2 MORGUNBLADI& Miðvikudagur 6. júlí 1949.^ Laura Zimsen í eftir 30 ár Minningar úr Halnarfirði FVRIR nokkrum dögum kom ( hingað í heimsókn frk. Laura J Zirnsen, systir Knud Zimsen fyiverandi borgarstjóra. Hún liefur ekki komið til íslands í y/ir 30 ár. Hún. er búsett í Silkiborg. en j hyr dvelur hún á heimili bróð- J ur síns, Knud Zimsen, og konu hans, fm Onnu. Þó frk. Laura hafa alið mest- an áldur sinn erlendis, talar tn'm svo hreina íslensku, að ekki er hægt að heyra, að hún hafi nokkursstaðar verið búsett ann arsstaðar en hjer. Hún er ákaflega yfirlætislaus og viðkunnanleg eldri kona. Er jeg hitti hana að máli á dög- uuum, kvaðst hún sjaldan mæta íslendingum í Silkiborg. Þó stundum komi það fyrir, þegar hún fer með skemmtibátum eft- ir vötnunum þar, þá heyri hún fóík tala íslensku og gefi sig þá frarn Og þegar landar koma í heimsókn til hennar, þá hafi bún það fyrir sið að fylgja þeim ux>p á ,,Himmelbjerget“ svo þeir geii þar kynnst hinni dönsku „fjallanáttúru". Þó hún sje ó- svipuð hinni íslensku, getur hún ah' fyrir það verið fögur. Þegar talið barst að bernsku og uppvaxtarárum hennar hjer hr-iina, var það auðfundið, að það er henni hugleikið að rifja upi» minningarnar úr Hafnar- fii'ði Eri bróðir hennar, Knud Zimsen hefur, sem kunnugt er, í. æfiminningum sínum, sem komu út í vetur, lýst bernsku- heimili þeirra m. a. hinum sjer- kennilega. gáfaða og glaðværa ffiður þeirra. Chr. Zimsen versl- ujiarstjéra. Margt í frásögn frk. Lauru, þef.sa stuttu stund, sem jeg átti taj við hana, leiðir hugann til þoirra miklu breytinga, sem orð ið hafa á daglegu lifi kaupstaða barna, frá því í ungdæmi henn- ar á níunda tug nítjándu ald- arinnar. Þegar Hafnfirðingar t. d. fóru í berjamó með krakk- ana sína einu sinni til tvisvar á sumri, og fluttu þau í hripum. „Við vorum stundum þrjú syst- kinkin í sama hripinu, og fegin urðurn við, þegar við losnuðum új þeirri prísund“, sagði hún. Faðir yðar hefur. eftir lvs- ingunni að dæma, verið einstak ur uppeldisfræðingur. Já, það mátti segja. Hann gaf sjer alltaf tíma til að vekja og g) eða áhuga okkar barnanna og skemmta okkur á alla lund, H -nn var glaðvær maður. Hann vildi kenna okkur að syngja. En til i ’ess vantaði okkur hæfileik- an i Sjálfur söng hann mikið. Þegar hann var á ferð á hest- urn milli Hafnarfjarðar og Rcykjavíkur, hafði hann þann síð að syngja alla leiðina við rau.it. Oft var það þá þessi ví:;a: ,.Oft hefur hann slæmur verið, — en aldrei eins og nú“. Þá voru ekki gerðar miklar ki ifur til þæginda eða skemmt- aria Þegar ekki fengust jóla- t'j'", þú smíðaði pabbi handa okkur trje úr smáspítum og mál aði og setti á það skraut, sem við sjá.lf bjuggum til. Þetta varð stórkostleg hátíð í okkar aug- um. Enda fundum við, að marg- ir áttú við þrengri kost að búa í Firðinum en við. Það kom í ljós. þegar mamma var að senda okkur með gömul föt eða eitt- hvað matarkyns til fátæka fólksins fyrir jólin. En við feng um til sælgætis bjór með sykri, í staðinn fyrir limonade eða brent rauðvín. Laura Zimsen. Mjer et' í fersku minni, þegar bræður mínir gerðu veginn upp á Hörðuvelli, byggðu brú yfir lækinn og hvaðeina. Þetta var mikið mannvirki í mínum aug- um. enda bar vegurinn lengi nafnið Bræðravegur. Mjer fanst jeg eiga part i honum sjálf, af því jeg hafði að minnsta kosti fært þeim mat og kaffi, meðan þeit voru við vegargerðina. mat á disk, sem bundinn var á klút, og kaffi á flösku í sokkbol. Gamla fólkið kunni því best, að unglingarnir vendu sig snemma á að vinna. Þesvegna leist ömmu minni ekki á, þeg- ar hún varð þess vör, að Jes bróðir okkar eyddi jafnan löng- um stundum í að rabba við sjó- mennina niðri á bryggju, þegar þeir voru að koma úr róðri. Hann vildi alltaf vera þar sem sjómennirnir voru. Það var við- kvæði gömlu konunnaf við hann: Ekki veit jeg hvernig þú átt nokkurntíma að geta sjeð fyrir konu og börnum, sem eyð- ir tímanum svona. Að vísu hafði Jes nokkurn tíma til að bæta ráð sitt. því þegar hann fjekk þessar leiðbeiningar frá gömlu konunni. var hann ekki nema tíu ára. Er frk. Zimsen var komin þetta langt með endurminning- ar sínar. kvaddi jeg hana að þessu sinni, og óskaði henni á- nægjule.grar sumardvalar á fornum slóðum. V. St. Yfiriýsiag (ripps í da§ LONDON. 5.- júlí — Staford Cripps. fjáimálaráðherra, mun flytja þýðingarmikla yfirlýs- ingu í breska þinginu á morg- un. — Er talið að hann skýri frá nýjum aðgerðum til að vernda dollaraeign Breta. — Reuter_ Verslunarskóla- slúdentarnir koma heim í dag STÚDFNT ARNIR, SPin út- skrifuðust úr Verslunarskóla ís lands í vor, hafa verið á ferða lagi um Norðurlönd, ásamt skólastjóranum Vilhj. Þ Gísla svni, siðan þeir luku prófinu og koma þeir heim flugleiðis í dag, eftir fróðlega og skemmti- lega ferð- Stúdentarnir voru út- skrifaðir 10. júni, þeir eru 17, sextán piltar og ein stúlka, Margrjet Sigurðardóttir. Hæstu einkunn hlutu Þórður B. Sig- urðsson I. ág. 7,51. Knútur Jónsson I. 7,26 og Jón Brynjólfs son I., 7,22. (Östedkerfi, hæst 8). Brautskróningin fór fram við hátíðlega athöfn i skólanum og fór skólastjóri utan j f gar að henni lokinni og stúdentarnir rjett á eftir með „Drottning- unni“. Fljeldu þeir 17. jú-ní há- tíðlegan á skipsf jöl og hjelt Þórð lír B. Sigurðsson þar ræðu og var þar mikill söngur og gleð- skapur og var svo ávallt síðan, þar sem stúdfcíitarnir fói a. Þeir komu fyrst til Hafnar en höfðu þar stutta viðdvöl í það sinn, og fóru til Stokkhólms og síðan til Oslo og Hafnar aftur. I ferðinni voru skoðnð ýmis verslunar- og framleiðslufyrir- tæki og verslunarskólar og ferð ast allvíða, eftir því sem gjald eyrir leyfði- M.a- var f rin á- nægjuleg ferð til Uppsala, far- ið um nágrenni Oslo og ferð- ast um Sjáland. Norræria fje- lagið hafði aðstoðað við undir- búning ferðarinnar. Það ann- aðist móttöku stúd&ntanna í Stokkhólmi með miklum höfð- ingsskap og sátu þeir ]iar veisl- ur Kaupmannasambandsins, Samvinnufielaganna, sem áttu fimmtíu ára afmæli þessa dag- ana, og Búnaðarsambandsins, og voru skoðuð ýmis fyrirtæki þeirra og að lokum var setið boð Norræna fjelagsins og Sænsk-íslenska fjelagsins. 1 Oslo sátu stúdentarnir hoo Gísla Sveinssonar sendiherra og konu hans, og sátu þar í góðum fagnaði. Enginn af stúdentun- um hafði áður farið ’atan og varð þessi námsferð hæði til nytsemdar og skemmtunar. Væntanlega mun emhver þátttakendanna segja nokkrar ferðaminningar sínar hjer í blaðinu síðar. Jóhann Kristmundsson frá Goðdal Misti fótinn, getur enga útivinnu stundað u i ALLIR kannast við Jóhann bónda Kristmundsson, frá Goð- dal, er lenti í mannraununum miklu þegar snjóflóðið fjell á bæ hans í desember s. 1. Segja má, að öll þjóðin hafi tekið þátt í raunum hans. Svo einstæðar voru þær. Nú er Jóhann fyrir nokkru kominn af Landsspítalanum. En þangað var hann fluttur, eftir að hann fannst í snjóflóðinu. Og þar hefir verið gert að sár- um hans, þeim líkamlegu. Spurt um inneígnir Ísraels-ríkis LONDON, 5. júlí — Sir Stafford Cripps, fjármálaráðherra neit- aði í dag í breska þinginu að skýra frá sterlingspunda inn- eign Ísraelsríkis í Bretlandi. Hann kvað það ekki leyfilegt að skýra opinberlega frá sterlings- punda inneign. Hinsvegar skýrði hann frá því, að helsta ástæðan fyrir sterlingspunda- eignum ísraels væri kostnaður- inn af hernámi Breta í Pales- tínu á undanförnum árum. —Reuter. Yfir milljón í ísrael. TEL AVIV — Innflutningur Gyð inga til ísrael hefur verið geysi- mikill á síðasta ári. Ibúatala landsins er nú komin yfir eina milljón. Eru Gyðingar um 900 þús. og Arabar um 120 þús. Jóhann Kristmundsson. Snorri Hallgrímsson hefir verið læknir hans. Hann varð að taka hægri fótinn af Jó- hanni, skamt fyrir neðan hnje. Sakir þess hve blóðrásin hafði stöðvast til fótanna, á meðan Jóhann var fastur í fönninni, var ekki hægt að bjarga hægri fætinum. Hann var tekinn 19. febrúar. Sú mikla læknisaðgerð gekk vel, en á vinstri fæti voru sár, sem seint hafa viljað gróa, og ekki eru fullgróin enn. Svo Jó- hann verður að koma á spítal- ann til Snorra læknis annan hvorn dag ennþá. Jeg hitti Jóhann að máli fyr- ir nokkrum dögum. Hann get- ur staulast um innan húss, með gerfifót, sem hann hefir fengið, til bráðabirgða. En ekki er hægt að láta hann fá fót til fram- búðar, fyrri en lengra er liðið frá uppskurðinum. Það er skemtilegt að ræða við Jóhann, því hann er glögg- ur maður og greindur vel. Og kjarkmaður er hann í besta lagi. Það leynir sjer ekki í við- tali. Enda ber öll saga hans það með sjer. Alúðarþakkir fyrir hlýhug og vingjafir. Jóhann bað mig að skila al- úðarkveðjum sínum til allra þeirra mörgu, sem á undanförn- um mánuðum hafa sýnt honum vinarþel, með því að senda hon um glaðning og hughreystingu, í peningagjöfum stórum og smá um. Að sjálfsögðu hefir slíkur fjárstyrkur komið sjer vel fyrir hann. Sagði hann mjer, að vin- arþelið, sem hann hefði fundið með þessum sendingum, og sam úðin, hefði þó orðið sjer ennþá mikilvægari á mörgum döprum stundum. Eins bað hann mig að bera starfsfólki Landsspítalans sínar bestu þakkir, fyrir ágæta hjúkrun og aðhlynningu, en fyrst og fremst Snorra lækni, Goðdalur í eyði. Hann skrapp til Hólmavikui1' á dögunum, til þess að ráðstafa einhverjum eignum sínum þar nyrðra. T. d. kvaðst hann myndi leigja túnið í Goðdal til slægna. En það er bæði mikið og gott, enda hefir Jóhann í búskap síru um verið jarðræktarmaður i besta máta. Jörðin Goðdalur er eign hans. En ekki bjóst hann við að hún myndi byggjast Hún myndí verða í eyði hjeðan í frá. Sjálf— ur sagði hann mjer í vetur, að hann gæti ekki hugsað sjer að> setjast þar að hjer á eftir. Og nú er komið annað uppá teninginn. Læknir hans hefir sagt honum, að hann muni aldrei geta stundað neina vinnu úti við. Til þess sje og verði vinstri fóturinn of veikburða. Þessvegna þarf Jóhann nú að leita sjer atvinnu, við skrif- stofustörf eða eitthvað það, sem hann getur annast, án þess að þurfa að reyna á fótinn sem eftir er. „Svona getur þetta alt breyst fyrir manni“, sagði hann. ,.Ekkí hafði jeg hugsað mjer, að til þess myndi koma, að jeg þyrfti að sækjast eftir innivinnu og setjast að í kaupstað. Jeg var búinn að búa svo vel um mig á jörð minni, að jeg gat von- ast eftir, að hafa rólega daga þar á efri árum mínum. En enga stöðu gat jeg kosið mjer frjálsari og viðkunnanlegri en bóndastöðu, þegar jörðin er orð in þægileg, og búið að bæta hana eftir föngum“. —O— Það eru tilmæli mín, að þeir, sem kynnu að hafa hentuga at- vinnu á boðstólum handa Jó- hanni, sendi tilboð um hana til afgreiðslu blaðsins næstu daga. V. St. Skip reks! á lundurdufl CUXHAVEN, 5. júlí — Hoí- lenskt skip, sem var á siglingu á Norðursjónum skammt und- an ströndum Þýskalands raksii á tundurdufl, sem sprakk og skemmdist skipið mikið. Samú var talið að hægt myndi ad! bjarga skipinu. Voru dráttar- bátar frá Cuxhaven komnir úti að því og teknir að draga þacl til lands. — Reuter. 1800 gestir á sýningu S í B S | AÐSÓKN að sýningu Sambanda íslenskra berklasjúklinga 3 Listamannaskálanum, hefur vefl ið mjög sæmilega sótt undan- farna dgga. Eru gestirnir ntj| orðnir um 1800, sem skoða<"3 hafa sýninguna. — Hún verðurj enn opin í nokkra daga frá kl« 1 til 11 síðd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.