Morgunblaðið - 22.07.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.1949, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIBí Föstudagur 22. júlí 1949. Eftir Ayn Raná „.............................................................. Hún tók seðlarúlluna upp úr vasanum og stakk henni í lófa húsvarðarins, án þess að líta á hana eða telja hvað seðlarnir voru margir. ..Fjelagi, húsvörður, jeg er ckki vön, að biðja aðra um hjálp, en þetta mun brátt eyði- leggja allt fyrir okkur“. Húsvörðurinn stakk seðlun- um í vasann svo lítið bar á, og leit sakleysislega í augu Kiru. eins og ekkert hefði skeð. „Það er ekkert að óttast. horgari Argunova, við gerum skyldu okkar. Kvenmanninum verður fleygt aftur út á göt- una'1. Hann þrýsti hattinum niður yfir annað eyrað og stikaði stórum á eftir Kiru „Hvað gengur eiginlega á hjer, borgari“, spurði hann liöstugur. Borgari Marina Lavrova var komin úr kápunni og búin að taka upp úr pinklinum sínum. Hún var í hvítri skyrtu og gömlu pilsi með ódýrar perlu- festar um hálsinn. Á borðinu lágu undirföt, bækur og te- katlar. „Góðan daginn, fjelagi hús- vörður“, sagði hún og brosti vingjarnlega. „Það er best, að við kynnumst strax“. Hún tók litla bók upp úr vasa sínum, opnaði hana og rjetti honum. Það var meðlimavott- orð í fjelagi ung-kommúnista. „A-ha“, sagði húsvörðurinn. „A-ha“. Hann sneri sjer að Kiru. „Hvað ert þú eiginlega að fara fram á, borgarf? Þú heimt- ar tvö herbergi og þú vilt að ungri, vinnandi stúlku sje fleygt út á götuna. Nei, á þess- um tímum eru ekki látin við- gangast nein broddborgara-sjer rjettindi. Þú gerir svo vel að halda þjer á mottunni“. Leo og Kira lögðu málið fyrir alþýðudómstólinn. Þau sátu inni í kuldalegu og daunillu herbergi. Lenin og Karl Marx störðu á þau frá veggjunum. Dómarinn geispaði. „Hverjar eru þjóðfjelagsleg- ar aðstæður þínar, borgari Arg- unova?“, spurði hann. „Jeg er nemandi“. „Hvaða vinnu stundar þú?“ „Enga“. „I hvaða stjettarfjelagi ertu?“ ,.Engu“. Húsvörðurinn bar það fram, að enda þótt borgari Argunova og borgari Kovalensky væru ekki gift, þá „lifðu þau sam- an“, þar eð aðeins fyrirfvndist eitt rúm í íbúðinni. Það hafði hann sjálfur sjeð. Það gerði það að verkum, að þau voru „samá sem hjón“, og húseignaneíndin leyfði hjónum aðeins að hafa eitt herbergi, eins og fjelagi dómarinn vissi vel. Auk þessa hefðu þessir umræddu borgar- ar að stofunni meðtaldri þrem- ur fermetrum meira húsnæði en lögin sögðu fyrir. Undan- farið hafði líka oft dregist fyr- ir þessum hinum sömu borgur- um að borga húsaleiguna. Kira var spurð, hvort hún gagti neitað þessum vitnisburði. „Flvér er faðir þinn, borgari Argunova?“ „Alexander Argunov“. „Fyrrverandi iðjuhöldur og verksmiðjueigandi?“ „Já“. „Einmitt það. Og hver var faðir þinn, borgari Kovalen- sky?“ „Kovalensky aðmíráll“. „Sá, sem var dæmdur til dauða fyrir andbyltingasinnaða starfsemi?“ „Dæmdur til dauða . . já“. „Og hver var faðir þinn, borg ari Lavrova?“ Hann var verkamaður. Car- inn sendi hann til Síberíu árið 1913. Og móðir mín er fátæk bóndakona“. „Það er úrskurður alþýðu- dómstólsins, að þetta umdeilda her^ergi er dæmt borgara Lavr um hjelt hún sjálf og setti í hann mynd af Lenin. Auk þess hengdi hún upp myndir af Trotzky, Mare, Engel og Rosa Luxemburg og spjald með tákn rænni mynd af rauða flotan- um. Kún átti líka grammófón, sem hún spilaði á öllum stund- um. Og þegar hún varð leið á honum settist hún við flygilinn og ljek „hundavalsinn11. Svefnherbergið var á milli baðherbergisins og stofunnar, svo að Marsicha þrammaði í gegn i slitnum, fráhnepptum morgunslopp á leið sinni fram á baðherbergið. „Jeg ætla að biðja þig að banka á dyrnar framvegis, þeg- ar þú þarft að ganga hjer í gegn“, sagði Kira. ovu . „Er þetta dómstóll eða leik- hú^svnin®?11 spurði I*eo. Dcmarinn sneri sier að hon- um h’átíðlegur á svip. , Hið svokallaða hlutlausa rjettlæti. borgari, er hugtak, sem á heima meðal broddborg- ara. Þessi dómstóll dæmir eftir stjettar-riettlæti. Það er opin- ber aðstaða okkar til málanna". ..Fjelasi dómari“, sa?ði Kira. ,.En húsgögnin . . húsgögnin | okkar?“ . ..Þið komið ekki öllum hús- gögnunum fyrir í einu her- bergi“. ..Nei, en við gætum selt þau Við . . við erum í miklum pen- ingavandræðum“. ..Nú. einmitt. Þú ætlar að selia húsgögnin til þess að nræða á þeim. svo að öreiga- kona, s“m ekki hefur haft tæki- færi nie ráð +il pð kaupa s.ier húsgögn, verði að livgia á gólf- inu. Nei. Næsta mál“. „Þvi þa það? Ekki eigið þið frekar rjett á baðherberginu en jeg“. - „Eitt langar mig til að biðja þig að segja mjer“, sagði Kira 1 við borgara Lavrovu. „Hvernig stóð á því, að þú fjekkst leyfi t til að setjast að einmitt í okk- | ar stofu? Hver sagði þjer frá okkur?“ Borgari Levrova fnæsti og leit út í loftið. „Maður á góða vini“. sagði hún. Hún var föl yfirlitum, með stutt nef og totulagaðan munn. Það var eins og hún væri allt- | af í vondu skapi. Augu hennar voru ljósblá, köld og tortrygg-j in. Hún var með liðað hár frarlí, á ennið og hún var alltaf með litla eyrnalokka í eyrunum. Hún var ekki fjelagslynd að eðlisfari og talaði sjaldan. En allan daginn var gestagangur hjá henni. Vinir hennar kölluðu hana Marishu. í svefnherbergi Leos var gert gat á skorsteininn fyrir ofan onyxarininn. Þar var stungið í rörinu frá „bourgeoisamum“. Þau tæmdu tvær hillur í fata- skáp Leos og röðuðu þar disk- um, eldhús áhöldum og matvör- um eldhúsáhöldum og matvöru. Leo kom bókum sínum fyrir undir dragkistunni og Kira stakk sínum bókum undir rúm- ið. Leo blístraði lagstúf á með- an hann raðaði bókunum. Kíra leit ekki á hann. Eftir nokkra umhugsun skil- aði Marisha þeimpnyndinni af móður Leos, sem hafði hang- ið á vegg í stofunni. Ramman- Marisha stundaðí nám vif Rabfac. Rabfac var háskóladeild fyr- ir iðnlærða verkamenn og : þeirri deild voru ekki gerðai eins miklar kröfur til nemend- anna eins og í öðrum deildurr háskólans. Marisha gat ekki þolað Kiru en stundum talaði hún við Leo Hún rykkti upp hurðinni, svc að myndirnar hennar hristusl á veggjunum. „Fjelagi Kovalensky“, sagð bún, ,,þú verður að hjálpa mjei með þessa frönsku sögu. Á hvaða öld var Marteinn Lútei brenndur á báli? Eða var hanr þýskur? Eða var hann kannskc alls ekki brenndur á báli?“ Stundum opnaði hún dyrnai og kallaði inn: „Jeg er að fara á fund Komsomol, og ef fjelagi Rilenkc kemur hingað þá segið honum að hann geti hitt mig þar. Er ef lúsin hann Mischa Gvosde\ kemur, þá skuluð þið segja hor um, að jeg sje farin til Ameríkr og komi aldrei aftur. Þið þekk- ið hann . . litli kurfurinn mec vörtuna á nefinu“. Stundum kom hún inn mec bolla. „Borgari Argunova, þú gætii víst ekki lánað mjer svolitk feiti. Jeg mundi ekki eftir því að mín feiti var búin. . . Áti þú bara línolíu? Hvernig getui þú lagt þjer þann óþverra ti munns? Jæja, kannske að je^ fái hjá þjer hálfan bolla“. Einn morgun þurfti Leo ac fara út klukkan sjö. Þegar hanr gekk í gegnum herbergi henn- ar, svaf hún fram á borðið yíii bókum sínum. Hún hrökk upp við umgang- inn. „Ja, mikill fjári“, hún geisp- aði og teygði sig. „Jeg er bölvuðum vandræðum mef þennan fyrirlestur, sem jeg á að halda í kvöld í Marxista- fjelaginu um mikilvægi raf- magnsins fyrir menningu þjóð- fjelagsins. Hvaða karl er Edi- son, borgari Kovalensky?“ Það var orðið áliðið nóttu, þe^ ar hún kom heim. Hún skellt: á eftir sjer hurðum, fleygði ból um sínum á stól, svo að þæi duttu allar á gólfið. Þau heyrðt sterka rödd hennar, og djúpc bassa-rödd fjelaga Rilesos. „Aleshká, þú váerir indæll ef þú kveiktir á prímusnurn Á skotveiðum í skóginum Eftir MAYNE REID 20. í i r Robbi stóð nú nokkra stund hjá merinni og var að hvísla einhverju að henni, líkast til fyrirskipunum um að vera grafkyrr meðan hann miðaði og skotið riði af. Svo gekk hann nokkra hringi í kringum hana og stillti blómbotninum cf kaktusblcminu að lokum upp á afturendann á henni. Síðan kom hann lallandi í áttina til okkar. Nú var bara spurningin mikla, hvort merin yrði kyrr. Jú, hún virtist ekki vera óvön svona undarlegum tiltekt- um í karlinum, heldur hafa vanist því að hlýða þeim og standa lengi í sömu stellingum, hvað afkáralegar, sem þær voru. Þessi nýfundna stelling vakti óskipta kátínu allra áhorf- enda. Það var svo hjákátlegt að sjá afturendann á beina- berri merinni snúa upp í loftið líkast því sem hann væri fjallstindur og svo taglið, sem hún veifaði fram og til baka, eins og hún væri síður en svo ánægð með þetta hlutskipti sitt. Og allir veltust enn sem fyrr af hlátri og sumir æptu og hrcpuðu. „Hættið þið þessum hrópum og látum“, urraði Robbi og var hinn reiðasti, því að hann óttaðist, að merin myndi styggjast af hávaðanum. En nú var Robbi tilbúinn. Hann tók við rifflinum af Garey, tók sjer stöðu og lagði riffilinn upp að auganu. — Enginn vogaði að truíla hann. „Jæja, gamla tjörurörið þitt“, sagði Robbi og fór að tala við byssu sína. „Farðu nú ekki að eyða fóðrinu til einskis. Hef jeg ef til vill ekki þig ungan alið? Jú, vissulega og alltaf hefurðu fengið nóg að jeta hjá mjer, allt frá því jeg eignaðist þig fyrst, alltaf nóg af púðri og blýi“. Það tók all langan tíma þessar viðræður við byssuna. Enginn var annars í vafa um, að Robbi myndi hitta blóm- blómbotninn. Það var ekkert óalgengt, að veiðimenn, sem eitthvað kunnu að skjóta, hittu í mark á 60 skrefa færi. Og sennilega hefði Robba líka allt tekist vel í þetta sinn, ef hann hefði bara ekki verið svo óheppinn, að á sama augnabliki og hann ýtti á gikkinn, þá þurfti ólukk- ans merin að standa upp á framlappirnar. hann í dýragarðinn, en hann vildi heldur fara hingað og sjá þig, • Týndi hvorttveggja. Kútur: — Það fór illa f> rir afa mínum í gærkvöldi. Lilla: — Nú hvernig þá? Kútur: — Hann kom seint heim. Fyrst týndi hann lyklinum, en þeg- ar honum hafði loks tekist að finna hann aftur. var hann huinn að týna skráargatinu. ★ VíniS gerir menn langlífa. Vin með öllum máltíðum nema morgunverði, er einn leyndardómur- inn við að verða gamall. sagði frú Cecelia Cifferi i Pennsynvaniu á 103. ára afmælisdegi sinum Frú Cifferi, sem er fædd í Italíu, hefjir lifað öll böm sín, að einu undan- teknu. Til frekari sönnunar því, að vínið lengi lifið, sagði frúin, að móðii- sín. sem varð 95 ára. amma. sem varð 110 ára og faðir, sem varð 90 ára. hafí öll drukkið \.n með matnum. ★ Ung flugkona. Yngsta flugkona Bandarikjanna heitir Barbara Jean Gibson. Hún er aðeins fjórtán ára. en hefur samt flðogið þrisvar sinnum ein :ins liðs i flugvjel. Hún fær samt ekki próf- skírteini fyrr en hún er orrðin 17 ára, svo að hún verður að biða eftir þvi í þrjú ár enn. ★ Það var heppilegt. Lilla: — Hvemig fekkstu þessa kúlu á höfuðið? ? Kútur: — Við Óli urðum ósáttir, Hann kastaði steini, og tn allrar hamingju kom hann í höíuðið á mjer, þvi að annars hefði henn lent í stóru rúðuna í versluninni þarna á horninu. ★ Víðar nefndir en á íslaridi. Stjórnarvöld Filippseyja hafa á- kveðið, að sæma Tryge Lie, orðu fyrir starf hans í þégu friðarins. —• Nefnd hefur verið sett þar á lagg- irnar til þess að ákveða hvaða orðu best viðeigandi sje að sæma hann. iiitiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiMiiiiitiiiimmiiitmitiiiimiiiiiui BEST AÐ AUGLtSA f MORGUNBLAÐIIW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.