Morgunblaðið - 28.07.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1949, Blaðsíða 1
36. árgangur. 169. tbl. — Fimmtudagur 28. júlí 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Yngsti trúboði í heimi RENEE MARTZ er aðeins 9 ára amerísk telpa, en frá því t'ð hún var sex ára hefir hún stundað trúboð og er fullyrt nð hún hafi snúið 12.000 manns til trúar. Hún er nú á íyrir- lestrarferðalagi í Evrópu, en áður en hún fór að hciman var þessi mynd tekin af henni í Washington. Starfi sáttanefndar S.þ. í Palestínu lokið Búisf við lausnarbeiðni dr. Bunche Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LAKE SUCCESS, 27. júlí. — Dr. Ralph Bunche, sáttasemj- ari Sameinuðu Þjóðanna í Palestínudeilunni, skýrði Öryggis- ráði S. Þ. frá því í dag, að þar sem ísraels ríki hefði gert vopnahljessamninga við öll Arabarikin, sem hagsmuna höfðu að gæfa, væri ekki þörf lengur fyrir áframhaldandi störf sáttanefndar í Palestínu. Vo|)nahljessamningur við * Sýrland að lokura. Eftir vopnahljessamning Isra' elsríkis og Sýrlands fyrir nokkrj um dögum hafa ísraelsmenn' náð vopnahljessamningúm við! öll nágranna-Arabaríkin og er þvi korninn á friður i Paíestíhu þó það sje að vísu eftir að leysa vmis atriði varðandi Jerúsalem. Deiliimálin leyst. 1 vopnahljessamningunum hafa verið teknar ákvarðanir um oil helstu deilumál ísraels og Arabarikjanna og er því tal ið aðeins tímaspursmál. hve- nær friðarsamningar verða und irritaðir. Búist við lausnarbeiðni dr. Bunche. Porfúgalar sam- þykkja Allantshafs- bandalagið IdSSABON, 27. júlí: — Þátt- taka í Atlantshafsbandalaginu var i dag ákveðin af portú- galska þinginu með 80 atkvæð- um megn 3. Mótatkvæðin voru til að mótmæla því, að Spán- verjum hefur ekki verið veitt lejdi til inngöngu í bandalagið. — Reuter. Gaísf upp við að synda yfir Ermarsund Þegar svo er komið, lýsti dr. Bunche því yfir, að ekki væri lengur þörf fyrir störf sátta- nefndar S. Þ. í Palestínu. Eftir litsrtefndir S. Þ. munu samt ef til vill starfa eitthvað lengur. Búist er við að af þessum. ástæð um beiðist dr. Bunche á morg- un lausnar frá starfi sínu sem sáttasemjari S. Þ. í Palestínu. I.ONDON, 27. júlí. — Hol lenska sundkonan frú Wijsei gerði í dag tilraun til að synda yfir Ermasund. Húri gafst upp þegar hún átti eftir ófarnar um þrjár milur til Dover, hafði lagt upp frá Cap Gris í h rakk- landi. Var hún orðin mjög þreytt og af ht:nni dregið. — Reuter. EVIeginher kommúnista er nú 600 km. frá Kanton Harðir bardagar kringum (hangsa Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HONGKONG, 27. júlí. — Hersveitir kommúnista í Suður- Kína hafa nú byrjað lokasókn sína í áttina til Kanton og hefur yfirstjórn þjóðherjanna viðurkennt, að þeir hafi unnið allmikið á síðustu daga. Mest er barist í norðanverðu Hunan- í'ylki, sem hefur verið kallað hrísgrjónabúr Kína. Eru bar- dagar allt umhverfis borgina Changsa og hafa kommúnistar unnið nokkuð á þar. Þá er barist í norðvesturhluta fylktsins Fukien, en stjórnarherirnir hafa veitt kommúnistum öflugt við- nám þar. ^Kommúnistar liðfleiri. Petain marskálkur ‘árveikur PARÍS, 27. júlí. — Franska innanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag, að Petain marskálkur hefði mist rænu í gær. Stjúp- sonur hans kom í heimsókn til hans, þar sem hann dvelur í fangelsi á eynni Ile Dieu við Atlantshafsströnd Frakklands. Er skýrt frá því, að marskálk- urinn hafi ekki þolað hina miklu hita, sem voru þarna fyr- ir nokkrum dögum, en veikst. — Þekkti Petain ekki stjúp- son sinn. — Orðrómur Pelain inarskálkur. hefir gengið um það undanfarið að marskálkurinn væri dáinn, en innanríkisráðuneytið lýsti því yfir. að svo væri, ekki. Svikinn samningur. Samningur um. að járnbraut- arstjórn Berlínar, sem er undir valdi Rússa, lofaði að greiða starfsmönnum járnbrautanna í vestur-þýskum mörkum 60% af launum þeirra, var gerður eft- ir járnbrautarverkfallið í Ber- lín í júní s.l. Ganeval, hershöfðingi her- námsstjóri Frakka í Berlín lýsti yfir því, í dag, að enginn starfs manna járnbrautanna, sem bú- settir væru í Vestur-Berlín, hefðu fengið tilskilinn hluta af forsetinn settur í embættið NÆSTA kjörtimabil Sveins Björnsson forseta, hefst í. ágúst næstkomandi. Mun forsetinn þá taka við embætti sínu á ný við hátíðlega athöfn. Forsætisráðuneytið tilkynnti þetta í gær og se'gir svo i frjetta tilkynningu ráðuneytisins: Hinn 1. ágúst n.k. tekur herra Sveinn Björnsson við for- setaembætti á ný. Athöfnin mun hefjast i Dómkirkjunni kl. 15,30, en síðan verður gengið í sal neðri deildar Alþingis. Þar mun forseti Hæstarjettar lýsa kjöri forseta Islands og afhenda honum kjörbrjef. For- seti Islands mun flytja ávarp. PARÍS — í landskeppni milli Ítalíu og Frakklands, sem nýlega fór fram í París, sigraði Italía með allmiklum yfirburðum. launum sínum greiddan í vest- ur-þýskum mörkum. Bað Gane val um skýringar á þessu. Spyr yfirmenn sína. Kotikov, hernámsstjóri Rússa gaf ekkert ákveðið svar, en kvaðst myndi bera málið undir yfirmenn sína_ Hinsvegar ympr aði hann á því, að það væri ósanngjarnt, að járnbrautarfje- lagið þyrfti að greiða svo mik- inn hluta launanna í vestur- þýskum mörkum, en samning- arnir hljóða upp á það. , í nágrenni Changsa eru kom- múnistaherirnir nú um 600 km frá Kanton. Þjóðstjórnarherirn- ir þar telja um 300,000 manns, en kommúnistar eru liðfleiri. Hafa þeir reynt að sækja fram hjá Changsa og berast flugu- fregnir um að borgin Liling fyrir suðaustan Changsa sje þegar á valdi þeirra_ Þá eru og lausafregnir um að komm- únistar hafi tekið Changte, sem er norðar og fyrir vestan stöðu- vatnið Tung-ting-tú. Framsókn nieðfram járn- brautinni. Sóknin þarna er hættuleg fyrir Kanton, því að komm- únistar hafa í hyggju að sækja suður með járnbrautinni Han- kow — Kanton. Þjóðstjórnin ætlar að verjast þarna þar til yfir lýkur, en Kanton er eina stórborgin í Kína, sem hún ræð ur enn yfir og er hún nú stjórn- araðsetur til bráðabirgða. Varalið á Formósa. Núverandi forseti þjóðstjórn arinnar Li Tung Jen fór í dag flugleiðis frá Kanton til For- mósa og ætlaði að ræða við Chiang Kai Shek um áfram- hald baráttunnar gegn komm- únistum. Chiang ræður þegar yfir öflugu varaliði á eynni Formósa_ 3 1/2 miljarð doli- ara fjárveiting fii MarshaN hjálpar WASHINGTON, 27. júlí. — Öldungadcild Banda- ríkjaþings samþykkti í dag einróma að veita 3,628 miljón dollara fjár- veitingu til Marshall-hjálp ar í Evrópu fyrir árið 1950. Áður hafði nákvæm lega þessi upphæð verið samþykkt af fulltrúadeild inni, en hún er um 70 milljón dollurum lægri en Truman forseti fór fram á í byrjun. — Reuter. Rússar svíkja samninga við þýska járnbraufarstarfsmenn Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BERLÍN, 27. júlí. — í dag var haldinn annar fundur her- námsstjóra fjórveldanna í Berlín frá því umferðabanninu til Berlín lauk. Fundurinn hófst rneð því, að Ganeval, hernáms- stjóri Frakka í borginni, bar fram ásakanir á Rússa um að þeir hcfðu svikið samninginn um að greiða starfsmönnum járn- brautanna 60% launa sinna í Vestur þýskum mörkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.