Morgunblaðið - 28.07.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1949, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐHi Fimmtudagur 28. júlí 1945?,] eltir fyrsta daginn Leið danska víkingaskipsins 8BOAOSTAIR HJER er kort a£ Thamesmynni og sjást borgirnar Broadt stairs og Ramsgate, þar sem tekið verður á móti víkinga* skipinu danska. Víkingaskipið Huginn komið til Englands Einkaskeyti til Mbi. frá NTB. 03LO, 27. júlí — Keppni Norð- tnlanda við Bandaríkin í frjáls- um íþróttum hófst hjer á Bislet leikvanginum í dag. Eftir fyrsta dng þessarra leika standa stig- in þannig, að Norðurlöndin hafa 104V2 gegn 78V2. Hafa þau því 2S stig fram yfir Banda- rítd.n. Er það um 10 stigum ni'ira en almennt mun hafa verið reiknað með. — Áhorf- endur voru 27 þúsund. 400 m. grindahlaup. Maraþonhlaupararnir voru ra?stir kl. rúmlega 5 í dag, en aðalkeppnin hófst ekki fyrr en k) 7 með keppni í 400 m. grindahlaupi. Bandaríkjamaður inn Riehard Ault bar þar sig- uj' úr býtum eftir harða keppni við landa sinn Frazier. Ault náði Ijelegustu viðbragði og var á eftir til að byrja með, en Frazier tókst ekki að halda for- skotinu. Ault hljóp á 51,8 sek., sem er nýtt vallarmet á Bislet. Svíinn Rune Larsson barðist um þriðja sætið við briðja U.íA.-manninn, Charles Doak og vann greinilega. Nav'ænn sigur í maraþon- biaupt. Sk.ýrt var frá því í leik- skiánni, að kl. 19,40 væri von á maraþonhlaupurunum, og ná kvæmlega á þeim tíma kom sá fjn'Sti þeirra inn á völlinn. Var það Svíinn Leandersson. Svíinn Östling hafði haft forystuna til þess að byrja með, Finninn Jung verið í öðru sæti, en Leand ej'sson í þriðja. Þegar 35 km. voru búnir af hlaupinu var Leandersson orðinn fyrstur (hlaupið er 42 km.}, Östling aimar og Jung þriðji. Voru þeir þá allir mjög líkir, en þá fór Leandersson að breikka bilið. Honum var fagnað mjög, þeg- a> liann kom inn á leikvanginn og lárviðarsveig hlaut hann að gamalli venju, en þegar sást til næsta manns, ætlaði allt um koll að keyra. Þar var kominn Norðmaðurinn John Systad. Hann var aðeins varamaður, og ír-iiTimistaða hans því mjög at- hyglisverð. Fyrir keppnina höfðu Norðmenn eindregið h?!díð því fram. að hann ætti að vera í liðinu, og staðfesti hann það nú greinilega. Norður löndin fengu þrefaldan sigur í þc .su hlaupi. þar sem Óstling og Jung komu að marki langt á undm Améríkönunum. IÞj efaldur amerískur sigur í 140 m. I 100 m hlaupinu áttu Ame- ríkumenn þrjá fyrstu menn eins og vænta mátti. Sú breyting varð í sambandi við það hlaup. að ÍJarrison Dillard hljóp í stað Roberts Work og Peter Bloch í-stað Hauks Clausen (af hvaða orsökum hann hefir verið for- faitaður er blaðinu ekki kunn- ugt ) Blökkumennirnir Stan- field og Dillard voru fyrstir í startinu, en Peters var svip- aður Norðurlandamönnunum. Stanfíeld vann greinilega, en á TÍðustu metrunum náði Pet- eu. Dilíard og var heldur á und- an honum á sama tíma. íslend- ingurinn Finnbjörn Þorvalds- son var örugglega í fjórða sæti, á undan Norðmönnunum. Óvænt úrslit í hástökki. í hástökki urðu mjög óvænt úrslit. Allir keppendurnir kom ust vfir 1,90 m., en þegar hækkað vrar upp í 1,95, feldi Svíinn Göran Windenfeldt all- ar hæðiinar_ Svíinn Áhman og Ameríkumaðurinn Philips fóru yfir í fyrsta stökki, Bandaríkja- maðurinn John Heintzman í öðru, en Norðmaðurinn Björn Paulson og Mondschein, U.S.A. í þriðja. Ahman stökk yfir 1,98 m. í fyrsta stökki, en þá hæð felldu allir hinir_ Hjer hafði verið gert ráð fyrir þreföldum amerískum sigri, þar sem Ameríkanarnir hafa allir stökk- ið yfir 2 metra í ár Hindrunarhlaup. Úrslitin í 3000 m. hindrunar- hlaupinu urðu einnig nokkur önnur en gert hafði verið ráð fyrir. Til að byrja með skipt- ust hlauparaarnir á um að vera fyrstir, en eftir tvo hringi (800 m.) hafði Svíinn Elvland tek- ið forystuna, en Ameríkumað- urinn Stone var í öðru sæti. — Fyrstu 1500 m. voru hlaupnir á 4.29,0 mín. og var þá Svíinn Hagström í fyrsta sæti, en litlu síðar tók Stone forystuna og heldur henni þar til á næst síð- ustu umferð, að Svíinn Kurt Söderberg hleypur fram úr honum. Stone fylgir honum þó eins og skuggi, en hinir tveir Norðurlandakeppendurnir drag ast aftur úr. Á síðasta hring heyja þeir Söderberg og Stone ákafa baráttu um fyrsta sætið. Svíinn reyndist þó greinilega ■sterkari og vann, en það var fyrst á siðustu beinu brautinni sýnilegt, hvernig fara myndi. Þarna hafði verið gert ráð fyrir þreföldum sigri Norð- urlandanna. Skemtileg 1500 m keppni. Keppnin í 1500 m hlaupinu var einhver sú skemtilegasta og harðasta sem sjest hefur. Hlaup ið byrjaði tiltölulega hægt. — Tíminn fyrstu 400 m var 62 sek. Það var eins og Svíamir, en þeir áttu alla Norðurlanda- keppendurna þar, hefðu ekki ákveðið neitt um það fyrirfram hverja taktik þeir skyldu nota. Það endaði með því, að Lennart Strand hleypur fram og tekur forustuna eftir um 550 metra. Á öðrum hringnum kom svo Olle Aberg og leysti hann af hólmi, en hraðinn var enn ekki sjerlega mikill (800 m_ á 2.05). Ameríkumaðurinn Twomey fylgdi Svíunum vel eftir og var á milli þeirra, er einn hringur var eftir. Henry Eriksson, sem lítið hafði haft sig í frammi, hleypur þá fram og hann og Strand berjast um forustuna. Flestir munu hafa gert ráð fyr- ir að Eriksson myndi talcast að vinna,. en Strand gaf sig hvergi. En á meðan þessu fór fram á milli þeirra háðu þeir Twomey og A.berg harða baráttu um 3. sætið. Svíunum reyndist þó auðvelt að vinna og tryggði Norðurlöndunum þrefaldan sig- ur. — Áhman sigrar í þrístökki. Norðurlöndin fengu einnig þrjá fyrstu menn í þrístökki. Áhman, sigurvegarinn í há- stökkinu. varð þar fyrst- ur. Hann stökk 15,33 m., sem er aðeins 7 sm. lakara en sænska metið. Er það frábært afrek hjá honum að sigra í tveimur greinum í harðri keppni sama daginn. Þrefaldur sigur í spjótkasti. í spjótkasti áttu Norðurlönd in einnig þrjá fyrstu menn. Ól- ympíumeistarinn Rautavaara var fyrstur og kastaði rúmlega 72% metra. Landi hans Hyyt- ianen og Svíinn Daleflod urðu næstir. 4x400 m. boðhlaup. Ameríkumennirnir unnu 4x400 m. boðhlaupið mjög auð veldlega. I sveit þeirra voru: Frank Fox, Maiocco, D. Bolen og Melvin Whitefield. Fox gaf þegar forskot, sem hinir juku og sveitin kom um 45—50 m. á undan Norðurlandasveitinni að marki. Whitefield dró þó af síð ast og hljóp bersýnilega ekki eins og hann gat. Sveitin setti nýtt Bislet met. 3,11.4 mín. Fyrra metið, 3.14,4 átti frönsk sveit. í Norðuralndasveitinn vori^: Wolfbrandt, Larsson, Lindgárd og Vade. Úrslit: 100 m. hlaup: — 1. Andrew Stanfield, USA, 10,3 sek., 2. Charles Peters, USA, 10,4 sek., 3. Harrison Dillard, USA, 10,4 sek., 4. Finnbjörn Þorvaldsson, N, 10,8 sek., 5. Peter Bloch, N, 10,9 sek. og 6. Henry Johansen, N, 11,0 sek. 1500 m. hlaup: — 1. Lennard Strand, N, 3.49,0 mín., 2. Henry Eriksson, N, 3.49,2 mín., 3. Olle Áberg, N, 3.49,6 mín., 4. John Twomey, USA, 3.51,6 mín., 5. Clarence Robison, USA; 4.01,6 mín. og 6. William McGuire, USA 4.03,8 mín. 3000 m. bindrunarhlaup: — 1. Kurt Söderberg, N, 9.07,6 mín., 2. Curtis Stone, USA, 9,11.0 mín., 3. Elvland, N, 9.19,0 mín., 4. Hagström, N, 9.25,8 mín., 5. V. Efaw, USA, 9.47,8 mín. og 6 H. Ross, USA, 43,2 mín. Maraþonhlaup: — 1. Leanders- son, N, 2 klst. 37.25 mín., 2. Östling, N, 2 klst. 42.34 mxn., 3. Jung, N, 2 klst. 43.32 mín., 4. Kelley, USA, 2 klst. 55.11 mín. og 5. White, USA, 3 klst. 18,31 mín. (Norðmaðurinn Systad, sem var varamaður hljóp á 2 klst. 39.46 mín.) 400 m. grindahlaup: — 1. Ric- hard Ault, USA, 51,8 sek., 2. R. Frazier, USA, 52,0 sek., 3. Rune Larsson, N, 52,9 sek., 4. C. Doark USA, 53,4 sek., 5. Hyyökyranta, N 55,1 sek. og 6. Ylander, N, 55,4 sek. Framh. á bls. 8. ÞAÐ HEFUR vakið talsverða athygli. að Danir hafa sent Vík- ingaskip til Englands sem er um það bil að koma á ákvörðun- arstað í Thames-fljóti. Ferðin hefir gengið að óskum og það svo vel, að Víkingarnir urðu að hægja á sjer til þess að vera ekki á undan áætlun. Ferð þessi er farin í auglýsingaskyni og virðist ætla að bera tilætl- aðan árangur_ Áhöfn skipsins eru allir ljóshærðir kappar. — Ljetu þeir sjer vaxa hár og skegg til þess að líkjast sem mest hinum fornu forfeðrum sínum og klæddir eru þeir vík- ingabúningum. Engin hjálpar- vjel er í víkingaskipinu, sem nefnist ,.Huginn“ og gekk skip- ið eingöngu fyrir seglum og árum. Bygt á sex vikum. Huginn var bygður í A.S. Frederikssunds Skibsvært, sem er mörgum íslendingum kunn- ugt, þar sem margir fiskibátar okkar hafa verið bygðir í þeirri skipasmíðastöð. Forstjóri skipa- smíðastöðvarinnar, T. Kongsted segir svo frá byggingu skips- ins: — Það mun hafa verið í mars mánuði, að við fengum fyrir- spurn um, hvort við gætum tekið að okkur að byggja vík- ingaskip, sem ætti að senda til Englands til minningar um Eng landsferðir danskra víkinga. — Liðu síðan nokkrar vikur án þess að nokkuð gerðist í málinu, en loks var tilboðið endurnýj- að, og við tókum að okkur að ljúka smíði skipsins 1. júlí, eða á 6 vikum. Fyrsta verkið var að kynna sjer lýsingu á víkingaskipum í fornminjasöfnum. Okkur varð strax ljóst, að við myndum þurfa að nota nýtísku vjelar við smíði skipsins, sem átti að vera tilbúið þetta snemma. Það var ekki hægt að nota rostungs húðarbindingar, eins og gert var til forna. En að öðru leyti var reynt að halda sjer eins fast að byggingarlagi gömlu víkinga skipanna, sem unt var og eftir ráðleggingum bestu fræði- manna í þeim efnum. í því sambandi má geta þess, að mikið gagn var að Ólafs I sögu 'Tryggasonar í Heims* kringlu Snorra Sturlusonar og riti Valtýs Guðmundssonar aig skip Norðurlandabúa til forna. , Skipið var sett á flot 1. júll og var afhent kaupendum sama' dag, að viðstöddum fulltrúum frá breska sendiráðinu, utan-< ríkisráðherra Danmerkur og „víkingunum“ sjálfum, sem voru komnir í húningum sííii um og með ,.alvæpni“. Lagt af stað 18. júlí. 'Eftir reynsluferð lagði vik« ingaskipið af stað til Limfjarð" ar og koom við í borgunumi Hals, Álaborg, Lögstör, 'Ihi- sted og Nyköbing. Friðrik kon- ungur skoðaði skipið í fiskibæn um Thybor og þaðan var svo haldið suður með Jótlandi til Esbjerg og haldið þaðan vest- ur til Englands þann 18. júlí. Nú er skipið sem sagt komiö að Bretlandsströndum og alt hefufl gengið vel. Happdrætti fyrir fjeiags* heimili Víkings KN ATTSPYRNUF JF.L A( j IE5 VlKINGUR efnir til happdrætí is til eflingar fjelagshcirmls-* sjóði sínum. I þessu happdradti eru girnilegir munir þvo(ta-> vjel, sem bæði þvær þvott og leirtau, isskápur, strauvjel og hrærivjel. Öll þau heimilistækí í einum happdrættisvmning, sem menn girnast svo mjög. Knattspyrnufjelagið Víking-t ur fjekk húsnæði í TripoIU camp fyrir fjelagsheimili fvrh.4 tveimur árum. En þetta hiís-> næði er ekki heppilegt, bragg arnir farnir að gliðna 1 suud- ur. Starfsemi fjélagsheimilising hefir hinsvegar sýnt og sann-< að, að það eflir mjög fjelags* skapinn og Víkingar eru á-< kveðnir í að koma sjer upp lje-> lagsheimili, traustara, betra og heppilegra, en þeir eiga nú. Óhelllaveiði. NEAPEI. — Fiskimenn, serií voru að veiðum skammt undaií strönd ftalíu fengu gamlas sprengju frá stríðsárunum í net- ið. Hún sprakk og þrír fiski- mannanna d)u, fjórði særðist ai« varlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.