Morgunblaðið - 23.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. águst 1949. Merkur kirkjuhöfðingi í ÐAG er til moldar borinn frá Akraneskirkju merkilegur og hugstæður fulltrúi á sviði and- legra mála hjer á landi, sjer Þor- steinn Briem prófastur. Hann Ijest í Réykjavík 16. þ. m. eftir langa vanheilsu. Sjera Þorsteinn Briem er fæddur á Frostastöðum í Skaga firði 3. júlí 1885, sonur hins þjóðkunna sæmdarmanns Olafs Briem alþingismanns og bónda á Álfgeirsvöllum og konu hans Halldóru Pjetursdóttur. Sjera Þorsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Álfgeirsvöll- um, en gekk ungur mentaveginn og lauk hann stúdentsprófi tví- tugur árið 1905. Hóf hann á því ári guðfræðinám og lauk að þrem ur árum liðnum guðfræðiprófi í prestaskólanum. Dvaldi hann að prófi loknu ' um skeið erlendis við framhaldsnám í guðfræði. Árið eftir að sr. Þorsteinn lauk guðfræðiprófi tók hann vígslu til prestsþjónustu og var óslitið upp frá því þjónandi prestur á fjór- um stöðum til ársins 1946, að undanteknum þeim tíma, sem hann var ráðherra, en lengst þjónaði sjera Þorsteinn Garða- prestakalli á Akranesi eða um aldarfjórðungsskeið. Sjera Þor- steinn ljet af prestskap vegna vanheilsu vorið 1946 og sigldi samsumars til Svíþjóðar sjer til heilsubótar. Dvaldi hann eriend- is nokkuð á annað ár. — Fekk hanrí* nokkra bót meina sinna í fyrstu, en brátt sótti í sama horfið og mátti segja að hann tæki aidrei á heilum hjer eftir heimkomuna. Sjera Þorsteinn Briem var bráðgjör maður. Á unga aldri, þegar hann hefur fjóra um tví- tugt, hikar hann ekki við, að varpa á herðar sjer þeim mikla vanda, sem því er samfara, að taka að sjer ábyrgðarríkt og þýð- ingarmikið embætti með því, að gerast þjónandi prestur í einu af fjölmennasta prestakallí landsins Og hann gerir þetta ekki með hálfum huga eða neinni vanmátt- arkend, heldur af þeirri ábvrgð- artilfinningu sem mótuð er í hugskoti hins ráðsetta og þrosk- aða manns. Hann finnur svella í brjósti sjer þann áhuga og þann kraft og veit sig gæddan þeirri einlægni sem er undirstaða þess og meginskilyrði fvrir því, að starfið geti borið tilætlaðan og raunhæfan árangur, Og það var ekki langt til alið þegar reynslan skar úr um það, skýrt og ótvírætt, að hinn ungi mað- ur færðist hjer ekki meira í fang en það sem efni stóðu til, að hann fengi undir risið. Sr. Þor- steinn Briem varð brátt lands- kunnur sem einhver snjallasti og tilþrifamesti prjedikari í kenni- mannastjett. Bar margt til þess að almenningsálitið skipaði hon- um þennan öndvegissess. Sjera Þorsteinn var einlægur trúmaður, sannfæringarkraftur- inn fyrir kenningum þeim, sem hann flutti misti ekki marks hjá þeim, er á hann hlýddu. Hann vandaði ræður sínar mjög, var hugmyndaríkur og orðhagur, enda var ræðusnið hans alt hið athyglisverðasta og formfegurð- in laðaði til sín. En það. sem af bar í kennimannsstarfi sjera Þor steins, var það, að prjedikanir hans náðu til hjartans. Vissuiega var það svo, að kennimannsstarfið var megin- þátturinn í lífsstarfi sjera Þor- steins frá því, er hann ungur lagði út á starfsbrautina og til þess, er hann þraut heilsa og! kraftar. En gáfur hans og hygg-j indi greiddu honum götu að því að helga öðrum starfsviðum jafn i §»os*steinn Hi'iem préf. framt nokkru af kröftum sínum. Bóndaeðlið var snar þáttur í' Sr. Þorsteinn Briem. i líí'i sr. Þorsteins. Hann var fædd- í ur og uppalinn í sveit og átti :til þeifra að telja í ættir fram, 1 er erjað hafa jörðina. Hann hafði . óbifanlega trú á framtið land- í búnaðarins og brennandi áhuga jfyrir framförum öllum á því l sviði og hagsæld og velferð þess j fólks, er helgaði þessum atvinnu- 1 rekstri krafta sína og einbeittu að því allri orku sinni að rækta og bæta landið. Hann leit svo á, j og hafði sannfæringu fyrir því, ! að öryggi og kjölfesta á efnahags j sviðinu væri, þegar öll kurl kæmu til grafar, öðru fremur .fólgin í landbúnaðinum, eins og farið er að reka hann nú og með hliðsjón af því, sem þar stendur | til bóta. Engan vegínn var því , þó svo varið, að sjera Þorsteinn j liti smáum augum á afkomuskil- yrði vor á öðrum sviðum, t. d. sjávarútveginum sem svo mikið I mæðir á um afkomu vora. — „En landið og gæði þess eigum við einir“, sagði sjera Þorsteinn, „og nóga orku og dug til að hagnýta þá auðlind, en' meðan rjettur ís- | lendinga umfram aðrar stærri og jfjölmennari fiskveiða þjóðir, er ekki ríkari en hann nú er, til hagnýtingar fiskimiðanna við j strendur landsins getum vjer ver j ið nokkuð uggandi um að byggja ; afkomu okkar alt um of á þeim ' atvinnuvegi einum saman og I beina fjármagninu um of að hon- um“. Er þessi skoðun hins gjör- hugula og raunsæa vitsmuna- manns fullkomlega athj'’glisverð. Ávalt eða lengst af stundaði .sr. Þorsteinn sjálfur búskap sam- hliða preststarfinu Norður í Es'jafirði og austur í Árnessýslu rak hann að hætti eldri presta bú á prestsetursjörð- unum og hafði þar í fullu trje um búrekstur við bændur í sókn- um sínum. Og eftir að hann flutti á Akranes rak hann þar og, þó við erfið skilyrði væri að ýmsu leyti, bú, bæði með kýr og sauð- fje og var hann allt til þess er hann varð að láta af embætti, stærstur fjárbúandi kaupstaðar- ins. Búskaparhneigðin var hon- um ásköpuð, enda hafði hann af því mikið yndi að umgangast búpening sinn og gæta þess að þar væri viðhöfð nærgætni og forsjá- Á sviði fjelagsmála og stjórn- mála inti sr. Þorsteinn af hendi merkilegt starf og hefur sumt af því sem þar liggur eftir hann markað varanleg spor á fram- þróunarbraut vorri. Eins og að líkum lætur um slíkan hæfileika mann, beindist skjótt athygli manna í sóknum hans að því, að fá hann til að taka þátt í ýmsum fjelagsmálum heima fyr- ir og fela honum trúnaðarstöð- ur. Varð sú og raunin á, að sæti hans var þar ávalt vel skipað og mátti einu gilda hvert verk- efnið var, framkvæmdamál á verklegu sviði. menta- eða menn ingar og mannúðarmál eða fjár- mál, en á því sviði var hann einkar glöggur, var öllum þess- um málum og öðrum er forsjá hans lutu vel og farsællega stýrt. En hljedrægur var sjera Þor- steinn frekar um þátttöku í mál- efnum utan síns eiginlega verka- hrings. Sjera Þorsteinn gegndi ráð- herrastörfum um skeið og nutu hæfileikar hans sín vel á því sviði um þá málefnaflokka, er hugur hans og áhugi beindust sjerstaklega að, en það voru kirkjumál. landbúnaðarmál og samgöngumál. Allmörgum málum er snerta kirkju og kristindóm kom hann fram á Alþingi í ráðherratíð sinni. Hafði hann ’áður átt sæti í milliþinganefnd, sem vann að undirbúningi þessara mála og lagði þar fram drýgstan skerf við samningu lagafrv. þessara. Var sr. Þorsteini einkar sýnt um lagasmíð og þó einkum þá hlið málsins, að sjá fyrir fram hvern ig lögin mundu verka í fram- kvæmd. N^aut glöggskygni hans sín þar vel, en þeim eiginleika var hann gæddur í ríkum mæli. Um önnur merk mál, er hann undirbjó í ráðherratíð sinni, c-g fekk lögfest, má nefna ábúð- arlög, sem allmikil deila hafði staðið um, en honum tókst far- sællega að leysa. Síðar var sr. Þorsteinn kosinn á þing. Fyrst sem landskjörinn þingmaður, en síðar kjördæma- kjörinn og á hann að baki all- langa og viðburðaríka þingsetu. Sjera Þorsteinn var ávalt mikils metinn á þingi og naut þar trausts sökum vitsmuna sinna og hygginda og tillögugóður var hann í hvívetna. Sjera Þorsteinn var víðlesinn maður og fjölfróð- ur. Hafði hann mikla hneigð til vísindaiðkana, einkum á sviði trú mála. Hafði hann í mörg ár unnið að rannsóknum um sálmakveð- skap íslendinga og viðað að sjer miklu efni í vísindarit um þenn- an menningararf þjóðar vorrar. Sennilega hefur heilsubilun hans tafið framkvæmd verksins og má ske orðið þess valdandi, að hann hefur ekki getað lagt síðustu hönd á þetta gagnmerka vísinda- starf. Sjera Þorsteinn var tvíkvænt- ur. Báðar voru konúr hans ment- aðar og merkar ágætiskonur, er bygðu upp með honum gott og ánægjulegt heimili, þar sem gest risni og innileiki skipaði önd- vegi. Fyrri kona hans var Val- gerður Lárusdóttir frikirkju- prests Halldórssonar. Varð þeim hjónum fimm barna auðið og eru fjórar dætur þeirra á lifi. Val- gerður ljest 1924. Seinni kona sjera Þorsteins, sem lifir mann sinn, er Emilía Pjetursdóttir, verslunarstjóra og útvegsbónda á Vopnafirði Guðjohnscns. Við fráfall þessa merka kirkju- höfðingja á þjóðin á bak að sjá gáfuðum og djúphyggnum mannkostamanni og er, ekki síst með fámennri þjóð, jafnan skarð fyrir skildi við fráfall slíkra manna. Pjetur Ottesen. Nýr utanríkisráðherra BUENOS AIRES — Hínn nýskip aði utanríkisráðherra Argentínu er 32 ára gamall lögfræðingur, Hipilito Jesus Paz, að nafni. — Hefir hann lýst yfir, að stefna landsins muni óbreytt í utanrík- ismálum. ! • gótum vjer útvegað fró Englandi til afgreiðslu strax • ge'gn nauðsynlegum leyfum. Sími 1275. I TILKYIMNIIMG 1 (Tilefni augl. Viðskiptanefndar 18. óg. 1949). i Við höfum tirvals viðskiptasambönd á sterlingspumla- I svæSi í eftirtöldum vörugreinum: a ; ReiShjól og varahlutir í þau. a • Þvottavjelar með og án rafmagnsliitunar. ■ a j Snyrtivörur (greiður og kaniba). ■ Leyfishafar geta tvímælalaust gert mjög góð inn- j kaup hjá samböndum okkar og ættu því að kynna sjer ■ verðlag og athuga sýnishorn og myndir hjá undir- j rituðum. a j JjóL. Ölafóóon & Co. m j Reykjavík. Matreiðslunámskeið ; Húsmæðrakennaraskóli Islands heldur 2 matreiðslunóm j skeið í húsakynnum sínum i Háskólanum, Reykjavík, ■ fyrir ungar stúlkur. Það fyrra hefst um miðjan októ- • ber og er í 2 mánuði, hið síðara e'ftir nýjár. ; Kennt er 3 daga vikunnar e. h. (Jmsóknir sendist : Húsmæðrakennaraskólanum að Laugarvatni. • ■ Helga Sigurðardóttir, l skólastjóri. m • kiyggingarjjelag alþýðu. íbúð til sölu : 2ja herbergja í 1. byggingarflokki er til sölu frá 1. j okt. n. k. Umsóknir sendist skrifstofu fjelagsins fyrir • 6. sept. n. k. —- ■ Stjórnin•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.