Morgunblaðið - 23.08.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. ágúst 1949. ÍÞB9TTIR JT Þiiú Islandsmet seti í meisiara- mótinu MEISTARAMÓT fslands í frjáls- íþróttum (aðalhlutinn) fór fram á íþróttavellinuní;'s.L laugardag og sunnudag. — ÁÍ;%ugardaginn var athyglisverðasti árangurinn Islandsmet Arnar Clausen í 110 m. grindahlaupi, fÖO m. hlaupið með þrjá menn inrián við 22 sek. og 800 m. hlaup Magnúsar Jóns- sonan í kvennagreinunum vakti það og athygli, að Akureyrar- stúlkurnar unnu hástökk og kúlu varp, og settu íslandsmet í báð- um. — Á sunnudaginn var 400 m. hlaupið nr. 1. ísland eignaðist þá í fyrsta sinn hlaupara innan við 50 sek., og ekki aðeins einn, heldur tvo. Ásmundur Bjarnason setti þar íslandsmet í undanrás, sem Guðmundur Lárusson bætti um 3/10 sek. í úrslitunum. 400 m. gr. og hástökk Fyrsti íslandsmeistarinn á laug ardaginn varð Reynir Sigurðsson í 400 m. grindahlaupi. Hann hljóp á 56,7 sek., sem er besti tími, sem hann hefur náð í þeirri grein. Skúli Guðmundsson vann há- stökkið með miklum yfirburðum. Hann fór yfir 1,88 í fyrsta stökki, en næstu hæð, 1,93, felldi hann, þótt litlu munaði. Haukur á mettíma — Þrír uudir 22,0 Það var enginn fyrir vonbrigð- um með keppnina í 200 m. hlaup- inu, enda besta hlaup í þeirri grein, sem fram hefur farið hjer á íþróttavellinum. í undanrás var fyrri riðillinn miklu harðari en sá' síðari. Var það'keppnin um annað. sætið milli Harðar Har- aldssonar og Ásmundar Bjarna- sonar, sem gerði hann það. Finn- björn varð fyrstur á 22,2, Ás- mundur annar á sama tíma og Hörður þriðji á 22,7 sek. — Hauk- ur Clausen og Guðmundur Lár- usson gátu tekið það rólega í síðari riðlinum (22,5 og 23,0). — í úrslitunum var Haukur orðinn vel fyrstur er á beinu brautina kom, og vann á mettíma sínum, 21,6 sek., Finnbjörn og Guðmund ur hlupu að mestu samhliða og var keppnin á milli þeirra mjög hörð. Guðmundur var sterkari síðustu metrana og náði öðru sæti. Tímarnir 21,6 — 21,8 — 21,9 — 22,1 segja til um árangur- inn, og tryggja íslandi þrjá menn í keppni Norðurlandanna við Svía í september. Sigfús meistari í kúluvarpi Huseby tók ekki þátt í kúlu- varpinu, og Sigfús Sigurðsson frá Selfossi tók meistaratitilinn. — Náði hann ágætum árangri, 14,72 m. Leiðindaatvik í 800 m. í 800 m. hlaupinu skeði það leiðinlega atvik, að methafinn Óskar Jónsson var rekinn úr hlaupinu fyrir að „þjófstarta" tvisvar. Sannarlega sjaldgæft, þegar um svo langt hlaup er að ræða. — Úrslitin urðu enn óviss- ari fyrir þetta. Pjetur Einarsson tók forystuna og var fyrstur þar til tæpir 100 m. voru eftir, að Magnús Jónsson, sem fylgt hafði honum alla leiðina, vann á enda- sprettinum. Tími hans, 1.57,9 mín. er þriðji besti tími íslendings í því hlaupi. Pjetur hljóp á 1.58,4 mín. Torfi vann langstökkið og Jóel spjótkastið Stökklengdirnar hjá Torfa kvennamet Örn Oausen í 110 m. grhl. og Ásm. Bjarnason og GuSmundur Lárusson í 400 m. hlaupi i rt) Guðmundur Lárusson setur Is- landsmet í 400 m. hlaupi. — Tíminn var 49,4 sek. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Bryngeirssyni í langstökkinu voru mjög jafnar. Hann var ailtaf við 7 metrana, en náði þeim aldrei, þótt ekki munaði nema 2 cm. — Jóel vann spjótkastið auð- veldlega, kastaði yfir 62 m. 15,0 í 110 m. grindahlaupi Örn Ciausen hljóp 110 m. grindahlaup mjög vel og bætti íslandsmetið um 2/10 sek. 15,0 er besti tími, Sem sú vegalengd hefur verið hlaupin á af Norður- landamanni í ár. Fjórir keppendur mættu til leiks í 5000 m. hlaupi og er það meira en oftast áður núna síðari | árin. Hörður Hafliðason vann þar 1 á 17.15,8 mín. I Tvö kvennamet ( í hástökki kvenna bætti María | Guðmundsdóttir frá Akureyri ís- landsmetið um 6 cm: og í kúlu- varpi kvenna var metið bætt tvisvar. Laufey Ólafsdóttir frá Selfossi bætti það fyrst um 15 cm, en Anna Sveinbjörnsdóttir frá Akureyri síðan um 61 cm. Stangarstökk og kringlukast Torfi Bryngeirsson fór yfir 4 m. í stangarstökki í fyrsta stökki, en honum mistókst við 4,10. Keppnin í kringlukasti var mjög hörð og tvísýn á milli Frið- riks Guðmundssonar og Þorsteins Löve. Báðir köstuðu þeir yfir 42 m. og settu persónuleg met. — Friðrik varð hlutskarpari, en munurinn var aðeins 4 cm. Tveir undir 50 sek. í 400 m. I 400 m. hlaupinu hljóp Ás- mundur Bjarnason á 49,7 sek. í undanrás og setti nýtt íslenskt met. Bætti hann met Guðmund- ar Lárussonar, sem var nokkurra daga gamalt, um 1/2 sek. — Ás- mundur hljóp svo ekki með í úr- slitunum, þannig að aðalkeppnin þar hlaut að standa á milli Guð- mundar Lárussonar og Magnúsar Jónssonar. Guðmundur var ó- heppinn með að lenda á ystu braut, en hann hljóp mjög vel og náði íslandsmetinu aftur, eftir að Ásmundur hafði átt það i 3 stund- arfjórðunga. Tíminn var 49,4 sek. Magnús Jónsson hljóp á 50,1 sek., sem er þriðji besti tími íslend- ings. Haukur vann 100 og Pjetur 1500 m. 100 m. hlaupið og 1500 m. hlaup ið voru að því leyti lík, hve marg- ir skráðir keppendur hættu við að hlaupa. Aðeins þrír í 100 og tveir í 1500. Keppnin var samt hörð. Hlaupið var á móti vindi í 100 m. Tíminn varð þó 10,9 sek. Haukur vann, en Finnbjörn var í öðru sæti. — í 1500 m. varð Pjet- ur Einarsson íslarídsmeistari. Þrístökk og sleggjukast Stefán Sörensson keppti nú í þrístökki í fyrsta sinn á árinu, en hann hefur ekki getað æft það vegna meiðsla í fæti. Hann náði sjer aldrei vel upp og varð áð láta sjer nægja 13,51 m. Vilhjálmur Guðmundsson vann sleggjukastið, kastaði 44,25 m., sem er betri árangur en hann hefur náð undanfarin. ár. Símon Waagfjörð frá Vestmannaeyjum varð annar. Enn tvö kvennamet Hafdís Ragnarsdóttir setti nýtt íslandsmet í 80 m. grindahlaupi kvenna. Hljóp á 15,2 sek. Ást- hildur Eyjólfsdóttir, Á, sem átti fyrra metið, hljóp á sama tíma. — KR-stúlkurnar settu íslands- met í 4x100 m. boðhlaupi og María Jónsdóttir kastaði kringl- unni fram fyrir íslandsmetið, en heyrst hefur, að kringlan hafi reynst of Ijett. Kvenfólkið er i áberandi framför. ★ Mótið fór yfirleitt vel fram, og tók aðalkeppnin ekki allt of lang- an tíma. Áberandi var þó, hve mikið var áf „óþarfamönnum“ (mönnum, sem ekkert hafa þar að gera) inn á sjálfum vellinum, sjerstaklega á laugardaginn. Helstu úrslit urðu þessi: LAUGARDAGUR 400 m. grindahlaup: — íslands- meistari: Reynir Sigurðsson, ÍR, 56,7 sek., 2. Ingi Þorsteinsson, KR, 58,5 sek. Hástökk: — íslm.: Skúli Guð- mundsson, KR, 1,88 m., 2. Ás- björn Sigurjónsson, UMSK, 1,70 m., 3. Gísli Guðmundsson, Umf. Vaka, 1,65 m. og 4. Ásgeir Sig- urðsson, Selfossi, 1,60 m. 200 m. hlaup: — íslm.: Haukur Clausen, ÍR, 21,6 sek., 2. Guð- mundur Lárusson, Á, 21,8 sek., 3. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, 21,9 sek. og 4. Ásmundur Bjarnason, KR, 22,1 sek. Frh. á bls. 12. DIDEE-PIIAC-KALKUÍIA LeyfisLöfum útvega jeg frá verksmiSjum í ofán- greindum borgum: Fiskpökkunar „Hessian“, Húsa- striga, Húsgagnastriga, Borða, Síldarmjölspoka, Fiski mjölspoka, Ullarbala, Kjötpoka, Hrognapoka, Hamp og Hörsaumgarn- — Sýnishorn fyrirliggjandi. ja Austurstræti 9. ig-núó O. Ota/áí Hóon Sími 80773. Símnefni: ,.LINK“ ■ ■■iiaiMir* Afgreiðslumann duglegan og ábyggilegan, vanan afgreiðslu í kjöt- búð, vantar nú þegar. \Jet'ólnn ^Jxeió Jot Cýur^eiróóonar Barmahlíð 8. ■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■•-■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■.■■■■■■■■aBBaaaa.aaaaBaaB>|(| ■■■•111111 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■! STLL l v®n saumaskap, oskast strax. Vantar einnig stúlku : í handsaum. — Uppl. á kápusaumastofu okkar, Lauga- j veg 105, 5. hæð. — Inngangur frá Hlemmtorgi. | L/ ‘•■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a?raaaB> *IRIIII9IIIIBNHMIIiai||l|lill||lg||«|ailalll||||a||||||aaaaaa|aaa||| íbúð óskast 5 Fyrirframgreiðsla. OL OFCl I STIÍLKA ■ ; sem getur tekið að sjer brjefritun á ensku, dönsku og ; helst þý"sku, óskast nú þegar hálfan daginn á skrif- ; stofu.„ Tilboð með upplýsingum um fyrra starf og : menntun sendist afgr. Mbl. merkt: „Brjefritun — 954“, • fyrir miðvikudagskvöld. Olíukyndingartæki Nýtt amerískt oliukyndingartæki, algjörlega sjálf- virkt, til sölu. — Tilboð merkt: „Olía — 973“ sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Til sölu Nýr kæliskápur R. 4þ4. Verðtilboðum sje skilað fyrir fimmtudagskvöld á afgr. Mbl. merkt: „KÆLI- SKÁPUR — 976“. Best að augiýsa í Hurgunbiaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.