Morgunblaðið - 23.08.1949, Side 14
n
MORGLNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. ágúst 1949.
F1'"1"
Frasnhaldssi
mMiiiincniiuuiiiHHHininiiniimimniiMmnimuiiiiitiiiiini!iiiumihí«
Eítir Ayn fíand
Hún kinnkaði kolli til Kiru o
sneri sjer svo aftur að Leo“.
„Þakka þjer fyrir, Tonia“,
sagði hann og brosti, „en jeg
er hræddur um að við getum
ckki eytt tímanum í slíkt í vet-
ur“.
,,Já. en kæri Leo“. Hún sveifl
aði út handleggjunum, eins og
hún vildi sýna honum samúð
sína. „Heldur þú að jeg skilji
þig ekki. Fjárhagslegar aðstæð
ur þínar eru.....Ó, hvað þess
jr tímar eru erfiðir fyrir menn,
eins og þig. En þú mátt ekki
missa kjarkinn. Jeg hefi góð
sambönd........ Koko getur
ckki neitað mjer um neitt. Hon-
um þótti svo leiðinlegt, þegar
jeg fór til Krím. Hann saknaði
mín alveg óstjórnlega......þú
getur ekki imyndað þjer, hvað
hann var feginn, þegar hann
sá mig aftur. Hann hefði á-
byggilega ekki getað verið mjer
auðsveipari, þó hann væri eig
inmaðurinn minn.... nei, þá
myndi hann ekki elska mig eins
mikið og hann gerir. Hjóna-
bandið er alveg orðið úrelt . .
cins og þið vitið sjálf“. Hún
brosti til Kiru.
„Jeg er viss um, að ferðalag-
ið til Krím hefir haft mjög bæt
andi áhrif á heilsu þína“, sagði
Leo kuldalega.
„Ó, það er enginn staður í
öllu Rússlandi, sem er sam-
bærilegur við Krím. Himinn
inn dimmur og dularfullur,
stjörnurnar bjartari en demant
ar og svo þetta guðdómlega
tunglskin. Jeg skal segja þjer.
að jeg var oft að velta því fyr-
ir mjer, hvernig þú gast kom-
ist hjá því að hrífast af nátt-
úrufegurðinni- Jeg hjelt að þú
ættir ekki til rómantík, en ....
nú fer jeg að skilja“.
Hún leit glettnislega á Kiru,
en þegar hún mætti augnaláði
hennar stirðnaði svipurinh og
varð kuldalegur. Hún brosti
vandræðalega*, sneri sjer und-
an og andvarpaði.
„Þessir karlmenn eru undar-
legar verur. Það er næstum því
heil vísindagrein að læra að
skilja ykkur. En það er sann-
arlega æðsta skylda konunnar,
og jeg hefi fengið tilsögnina á
ströngum skóla lífsreynslunn-
ar“. Hún andvarpaði aftur og
yppti öxlum. „Eins og þið heyr.
ið, játa jeg það hreinskilnis-j
lega. Og hversvegna skyldi jeg
ekki gera það? Við erum nú-
tímafólk öll þrjú. Margir hafa
misskilið mig, en mjer er alveg
sama. Jeg get fyrirgefið þeim.
Noblesse oblige ... eins og þú
veist“.
Kira sat á stólbrík og horfði
á skóna sína eða á neglurnar,
meðan hin töluðu. Það var orð-
ið dimmt úti, þegar Antonina
Pavlovna leit á úr sitt alsett
gimsteinum og hrópaði:
„Drottinn minn, það er orð-
ið svona áliðið. Það hefir verið
svo indælt að sitja hjerna og
spjalla, að jeg hefi alveg
gleymt tímanum. Jeg verð að
flýta mjer heim. Vesalings
Koko verður orðinn stúrinn, ef
jeg kem svona seint“.
Hún opnaði handtösku sína
tók upp spegil og athugaði and
lit sitt gaumgæfilega. — Svo
opnaði hún litla rauða flöskú
og strauk yfir varir sínar með
Ipensli, sem var fastur í tapp-
anum.
..Þetta er ágætur varalit-
' ur“, sagði hún og rjetti flösk-
luna að Kiru. „Miklu betri en
vanalegir varalitir. Jeg sje. að
þú málar ekki varir þína, Kira
Argunova. Það ætla jeg að ráð-
leeeja þjer að gera. Hlustaðu á
ráðleagingar reyndrar konu, og
vanræktu ekki útlit þitt“. Hún
hló ísmeygilega. „Sjerstaklega
ekki. roeðan þú átt slíkan dýr-
grip að geyma“.
' „Þakka yður fyrir“, sagði
Kira, „jeg met umhyggju yð-
ar“.
| Við dyrnar í forstofunni
sneri Antonina Pavlovna sjer
að Leo.
| ..Hafðu engar áhvggjur af
vetrinum“, sagði hún. „Jeg
hefi góð sambönd .... og Koko
þekkir háttsetta embættismenn
í. ... jeg þori ekki einu sinni
að hvísla að ykkur, hvað þeir
heita .... og auðvitað er Koko
alveg eins og deig í höndunum
á mjer. Þú verður að kynnast
honum. Leo. Við getum hjálpað
:þjer á allan mögulegan hátt. —
jjeg skal sjá um það, að slíkur
maður sem þú, drukkni ekki í
sovjet-svaðinu“.
„Þakka þjer fyrir, Tonía, það
er mjög vingjarnlegt af þjer.
En jeg vona, að jeg sje ekki
alveg glötuð sál, ennþá“-
„Hvað er hann eiginlega,“
spurði Kira.
„Hver? Koko? Hann er vara
formaður í Matvælasölu ríkis-
ins .... opinberlegur varafor-
maður“.
Antonina Pavlovna deplaði
augunum kankvíslega. — Svo
veifaði hún annarri hendinni.
svo að glampaði á demantana-
„Au revoir. mess amis. — Við
sjáumst bráðlega aftur“.
„Leo, jeg verð að segja það.
að jeg er hissa“, sagði Kira um
leið og hún lokaði hurðinni á
eftir Antoninu Pavlovnu.
„Hversvegna?“
„Að þú skulir telja þessa
manneskju til vina þinna“-
„Jeg leyfi mjer aldrei að
kvarta undan því hvaða kunn
ingja þú velur þjer‘.
Þau voru á leiðinni gegnum
herbergi Matishu. Marisha sat
í skotinu við gluggann og leit
undrandi á Leo. Þau hjeldu á-
fram og Leo skelti hurðinni á
eftir þeim.
„Þú hefðir að minsta xosti
geta sýnt henni almenna kurt
eisi“. sagði hann.
„Hvað áttu við?“
„Þú hefðir getað sagt ein-
staka orð . • • • að minsta kosti
svona annan hvern klukku-
tíma“.
„Hún kom varla til að hlusta
á mig tala“.
„Jeg bauð henni ekki og hún
er enginn vinur minn. Þú
þarft als ekki að hafa neinar
áhyggjur út af því‘.
„En, Leo, hvernig stóð a
því að þú kyntist þessari mann
eskju?“
„Þessi „manneskja“ var á
heilsuhælinu og það vildi svo
til, að hún átti útlenskar bæk-
ur, og það er unun að komast
í þær, þegar ekkert fæst ann-
ars annað en vanalegt sovjet-
bull Þess vegna kynntumst
við. Er nokkuð að því?“
„En sjerðu ekki hverju hún
er að sækjast eftir, Leo?“
„Auðvitað sje jeg það. Ert þú
hrædd um, að hún fái það?“
„Leo“.
„Jæja, hversvegna ætti jeg
þá ekki að tala við hana? Hún
er meinlaus kjáni. Og það er
alveg satt, sem hún segir, hún
hefir góð sambönd“.
I „En það er leiðinlegt að eiga
nokkuð saman við svona mann
eskju að sælda“.
) „Hún er svo sem ekki verri
en rauði skríllinn, sem sumir
umgangast. Og hún er að
mirista kosti ekki kommún-
isti“.
„Jæja, hafðu það eins og
þú vilt“.
„Gleymdu þessu bara, Kira.
Hún kemur ábyggilega ekki
aftur“.
j Hann brosti blíðlega til henn
ar og glettnin skein úr augum
hans, svo að hún gafst upp.
j „Skilurðu það ekki, Leo“.
sagði hún og lagði hendurnar
á axlir hans, „að jeg vil ekki
einu sinni að svona kvenmað-
ur fái að horfa á þig“.
) Hann hló og strauk hendinni
um vanga hennar.
! „Lofum henni bara að horfa.
Það_getur ekki gert mjer neitt“.
„Skrifaðu frænda þínum í
Búdapest strax“, hafði Leo
sagt við hana. „Þakkaðu honum
fyrir og segðu honum, að hann
skuli ekki senda okkur meiri
peninga- Jeg er orðinn frískur
og við verðum að sjá um okk-
ur sjálf. Jeg hefi skrifað niður
allar upphæðirnar, sem þú
sendir mjer. Jeg vona, að þú
hafir skrifað nið.ur það, sem
þú hefir notað, eins og jeg bað
þig. Við verðum að fara að
borga honum aftur. En jeg
vona að hann sje þolinmóður.
Guð má vita, hvenær við verð
um búin að borga alla skuld-
ina“.
„Já“, hafði hún :hvíslað án
þess að líta á hann.
Þegar hann sá armbandsúr-
ið hennar, lyfti hann brúnum.
„Hvar fjekkstu þetta?1
„Mjer var gefið það . . And-
rei Taganov gaf mjer það“, svar
aði hún.
„Jæja, svo þú þiggur gjafir
af honum“.
„Leó“. Hún sneri sjer snögg-
lega að honum, en sagði svo
biðjandi: „Því skyldi jeg ekki
gera það, Leo? Jeg átti afmæli
og jeg vildi ekki særa hann
með því að neita að taka á móti
því“.
Hann ypti öxlum með fyrir-
litningarsvip.
„Ja, sama er mjer. Það kem-
ur þjer einni við. En jeg per-
sónulega, mundi aldrei vilja
eiga neitt, sem er keypt fyrir
G. P. U -peninga“.
Nýkomið |
Inniskór úr ullartaui, i
strigaskór,. bláum, brún- =
um lit. Sandalar, kven- §
skór, svartir, brúnir, hvít É
ir, vinnustígvjel, leður — §
allar stærðir. i
Skóverslunin =
Framnesvegi 2.
Refsing og rjettmæt laun
ITOLSK ÞJOÐSAGA
„Ó, Myra, ó, Myra. Hef jeg tapað þjer um alla eilífð, á
jeg aldrei, aldrei framar að sjá þig?“
Meðan dísirnar reyndu að hugga hann, læddist gamla
konan án þess að eftir henni væri tekið út úr Dísarhöll.
„Jeg ætla að segja kóngsdótturinni þessa sögu,“ hugsaði
hún, „bæði um súpuna, sem hoppaði upp og fuglinn, sem
fór að tala og varð að grátandi mannveru, — ef það getur
ekki fengið hana til að hlæja, þá getur ekkert það.“
Konan hjelt nú ferð sinni áfram. Kom hún til hallarinnar
og var strax vísað til kóngsdótturinnar, og viti menn, stúlk-
jan fór virkilega að hlæja örlítið yfir óþægu súpunni og hún
. varð glöð svo bros ljómaði um allt andlitið, þegar hún heyrði
sagt frá fuglinum.
j „Faðir minn mun launa þjer vel,“ sagði hún, „vegna þess
að þú hefur gert mig glaða, en getur þú komið á sama tíma
á morgun og vísað mjer leiðina til Dísarhallar? Ef þú getur
. það, þá skal jeg launa þjer ennþá ríkulegar.“
| Næsta dag kom gamla konan aftur. Hún tók í höndina
á kóngsdótturinni og leiddi hana yfir fjöll og yfir dali, þar
* til þær komu loksins í Dísahöll.
j Það var alveg sama sagan og áður. Dísirnar voru að sjóða
súpuna sína og voru rjett búnar að taka gullkastarholurnar
smar af eldinum og báru þær inn á borð.
„Sjáðu bara, litla kóngsdóttir,“ sagði konan, „svona ætlaði
jeg að reyna að borða.“
Hún stakk gullskeið ofan í kastarholuna, sem næst var, en.
súpan tók undir sig stökk og — hviss — í breiðri bunu var
hún öll komin yfir í næstu kastarholu.
„Nei, hvað þetta er skrýtið,“ hrópaði kóngsdóttirin. „Nú
langar mig að reyna,“ sagði hún og stakk skeiðinni niður í
súpuna og borðaði hana.
Allt í einu heyrðist hvinur í lofti og veggurinn opnaðist
og stór, fallegur, grænn fugl flaug inn, breyttist í kóngsson
og fór að gráta og barma sjer.
„Myra, Myra, elsku Myra,“ sagði hann og grúfði andlitið
í höndum sjer. „Fæ jeg þá aldrei að sjá þig framar?“
En kóngsdóttirin hljóp fram á móti honum með útbreiddan
faðminn og hlrópaði:
„Hjerna er jeg, hjerna er jeg.“
— Kósakkinn lija skósmiðinum.
•¥
Konan beið eftir bonum.
Prófessor, sem var mjög viðutan
iom eitt sinn að húsi og hringdi rjyra
bjöllunni. Þegar sti’lkan kom til dyra
sagði hann:
— Býr prófessor Jensen hjerna?
— Já, segir stúlkan. gerið svo vel
og gangið inn í stofu, konan yðar
býður eftir yður.
★
Þá tók Jón viS.
Bóndi einn á Vesturlandi var að
kveðja son sinn, sem var að fara til
sjóróðra á Suðurlundi. Honum fór-
ust orð á þessa leið:
-— Guð veri með þjer þangað til
þú kemur í verið, en þá tekur hann
Jón minn við þjer.
★
Það voru þá einhverjir aðrir*
-—- Hvernig var það, hitti jeg þig
ekki i Róm?
— Jeg hefi aldrei verið x Róm.
— Jeg ekki heldur, það hljóta að
hafa verið einhverjir tveir aðrir.
★
Það var nó það.
— Svo að þið ætlið ekki til Paris-
ar í ár.
— Nei, það er London„ sem við
förum ekki til í ár. Það var París,
sem við fórum el ki til í fyrra.
★
Fór ekki svo snemma á fætur.
— Hvenær ferðu á fætur á morgn
ana á sumrin?
— Um leið og sólin varpar fyrstu'
geislum sinum inn um gluggazm
minn.
— Það kalla jeg snemma risið úr:
rekkju.
— Ekki svo mjcg, glugginn minn
snýr í vestur og þar að auki sjest
sólin ekki nærri altaf.
★
Hann var Skoti.
— Segði mjer, er Sam gamli mjög
skotskur i sjer.
— Já, hvort hann er. Hann hefir
geymt öll fötin sín frá því að hann
var i æsku til þess að nota þau. þeg-
ar hann fer að ganga i barndóm.
|Fullur kassi
I ú kvöldi
§ rijá þeim, seut auglýa* i
I______MorgunblaCinu.