Morgunblaðið - 03.09.1949, Blaðsíða 1
16 síður
ðsl. útgerðarmaður laun-
ar slökkviliðsmönnum
í Grimsby mikinn dugnað
Björguðu fogaranum Nepfunus í eldsvoða
EIGENDUR togarans ,,Neptunus“ frá Reykjavík hafa gefið
billiardboríí í slökkviliðsstöðina í Grimsby í þakklætisskyni fyr-
ir vaska framgöngu siökkyiliðsmanna þár í borg, er eldur kom
upp í togaranum Neptunus þann 15. desember s. 1. — Tókst
að slökkva eldinn í togaranum, én Um tíma var hann svo
magnaður að ekki varð annað sjeð en að slcipið rhyndi ger-
eyðileggjast.
Vaxahdi vinsældir „Tito-
ismans64 austan járntjalds
íslenskar vörur í erlendri höfn.
Á MYNDINNI sjest er verið er að skipa upp frystum fiski frá
íslandi úr Dettifossi. Myndina tók ljósmyndari Morgunblaðsins.
er hann var staddur í London í sumar.
Ewfópuþingið ræðir
endurreisn álfunnnr
Tillaga um lækkaða tolla í Bandaríkjunum
og eift vegabrjef fyrir alia Vesfur-Evrópu
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
STRASBOURG, 2. sept. — Evrópuþingið í Strasbourg ræddi
í dag ýmsar leiðir til þess að hraða efnahagslegri endurreisn
í Evrópu. Lágu fyrir þinginu tillögur frá efnahagsnefndinni,
en hún leggur meðal annars til, að áhersla verði á það lögð,
að komast að •samkomulagi um einn sameiginlegan gjaldmiðil
fyrir Vestur-Evrópu.
VcJ unnið björgunarstarf
Mr. H.L. Hopkins, hafnar-
stjóri í Grimsby, var í forsæti
í hófi, sem haldið var slökkvi-
liðsmönnum til heiðurs, er billi-
ard-borðið var afhent. Hafnar-
stjórinn ljet svo ummælt, ,,að
þetta væri atvik 1 sögu Grims-
byborgar, sem ekki myncfi
gleymast og hefði framkoma
slökkvihðsmanna sýnt hug-
rekki þeirra og skyldurækni.
Þeir hefðu int af hendi sjer-
stakt björgunarstarf.“
Ilættuástand í höfninni
Þórarinn Olgeirsson, vara-
ræðismaður íslands, gat þess,
að það hefði ekki verið nóg að
togarinn ,,Neptunus“ hefði ver
ið í hættu og litlu munaði að
skipið gereyðilegðist í eldinum,
heldur hefði verið hætta á að
sprenging yrði í skipinu og
hefði þá logandi olía flotið um
alla höfn og sett önnur skip,
sem þar lágu í hættu.
Þórarinn afhenti síðan gjöf-
ina fyrir hönd vátryggingar-
fjelagsins og eigenda skipsins.
Danir Ijelta á
skömmluninni
Einkaskeyti til Mbl.
K.HÖFN, 2. sept. — Skömmtun
á kakaó og sápu var afnumin
í dag. Ennfremur geta verslan-
ir og áðrir notað ljósaauglýsing
ar takmarkalaust á ný í Dan-
mörku.
En ekki er líklegt að skömmt
un verði afnumin fyrst um sinn
á kjöti, smjöri og kaffi. — Páll.
Aldrei of ungir
í Rússlandi
MOSKVA, 2. sept. — Moskvu-
útvarpið skoraði í dag á alla
rússneska borgara, sem náð
háfa sextán ára aldri, að ger-
ast sjálfboðaliðar í nýstofnuð-
um herfylkjum, sem vera eiga
aðalhernum til aðstoðar á
stríðstímum.
Meðlimir þessara hjálpar-
iveita eiga að fá kennslu í með-
ferð skotvopna og sendi Og mót
tökutækja. — NTB.
Nú er Gotlwald
„prinsinn" í fjekk-
neskum æfinfýrum
OPINBERLEGA hefur nú
verið skýrt frá því, að
tjekknesk börn muni
verða látin hætta að lesa
um prinsa og prinsessur
í æfintýrum sínum. — í
stað þess er ekkert lík-
legra en þau byrji með
haustinu að lesa um ,,ljós
álfa“ á borð við Klement
Gottvvald, forseta Tjekkó
slóvakíu.
Það var formaður rit-
nefndar ríkisstjórnarinn-
ar, sem tilkynnti „hreins-
unina“ meðal prinsanna.
Nefndin hefur meðal ann
ars eftirlit með útgáfu
nýrra kennslubóka, sem
eiga að flýtai fyrir út-
breiðslu kommúnismans í
Tjekkóslóvakíu.
Evatt mun sitja
heima
CAMBERRA, 2. sept. — Tals-
maður áströlsku stjórnarinnar
sagði í dag, að litlar líkur væri
til, að dr. Evatt forseti allsherj-
árþings S. Þ. gæti tekið þátt i
næstu fundum þess, en þeir hefj
ast 20. september.
Evatt, sem er utanrikisráð-
herra lands síns, mun halda sig
heima fyrir til að taka þátt í
kosningabaráttunni fyrir þing-
kosningarnar í desember n. k.
Verfcföllin í Finn-
landi fara úl um
þúfur
HELSINGFORS, 2. sept. — í
dag ljetu samtök málmiðnaðar-
verkamanna það boð út ganga,
að allir þeir fjelagsmenn sam-
takanna sem tæki þátt í verk-
föllunum í trássi við þau,
skyldu gerðir brottrækir úr
samtökunum.
í dag var unnið við allar
hafnir landsins, einnig í Kemi.
—NTB.
í tillögum nefndarinnar er
og stungið upp á því, að Banda
ríkjamenn lækki tolla sína. —
Telur nefndin, að það mundi
verða Evrópuþjóðunum mikil
hvatning til aukins útflutnings
til Bandaríkjanna. — Þá vill
nefndin og, að Evrópa verði
„eitt stórt verslunarsvæði“,
sem þó engan veginn útiloki
aðrar þjóðir.
Frá laganefnd Evrópuþings-
ins er nú fram komin tillaga
um, að ráðherranefnd Evrópu-
ráðsins hraði undirbúningi að
því, að eitt vegabrjef verði
látið gilda fyrir öll meðlima-
lönd ráðsins.
HELSINGORS — Núna á dögun-
um kom Mannerheim marskálk-
ur heim til Finnlands, en und-
anfarna 18 mánuði hefur hann
dvalist í Svisslandi sjer til heilsu
bóta. Marskálknum var ákaft
fagnað.
Enginn sigur án
hjálpar Rússa
Jáfning kínverks
kommúnisfaleiðfoga
----
LONDON, 2. sept. — Yfir-
maður kommúnistaherjanna
í Kína hefur nú opinberlega
skýrt frá því. að sigur komm
únista þar í landi hefði ekki
komið til greina, „án ein-
lægrar vináttu og hjálpar
Rússa og annarra byltingar-
sinnaðra þjóða“.
Þessi yfirlýsing komm-
únistaforingjans kemur fram
í grein, sem hann skrifar í
nýútkomið rit Kominform,
sem gefið er út í Budapest.
Jiígóslavar fagna
andstöðunni ú
lloskvustjórnina
Málgagn Kominform
talar um herferð rsannrar
kommúnista
Einkaskeyti frá Reuter.
PRAG, 2. sept. — Margt bend
ir nú til þess, að fylgismönn-
um Titos marskálks austan
járntjalds fjölgi dag frá degi,
þrátt fyrir hinar hatrömu á-
rásir Rússa og þá fullyrðingu
þeirra, að andstæðingar mar-
skálksins láti sífelt meira til
jsín taka í Júgóslavíu sjálfri.
Frjettamönnum Vesturveld-
janna hjer í Prag kemur flest-
'um saman um, að Tito eigi
öfluga samherja í nágranna-
ríkjum sínum, enda þótt þeir
gæti þess að vísu vandlega að
láta skoðanir sínar ekki opin-
berlega í ljós.
• ■ I
- 1
Samúð og hrifning
Af viðtölum við óbreytta
liðsmenn kommúnistaflokksins
hjer í Prag verður augljóst, að
þeir hafa margir hverjir tals-
verða samúð með Tito mar-
skálki. Enda þótt tjekknesku
blöðin hafi að sjálfsögðu ekki
svikist um að taka undir hróp
Moskvublaðanna ^gegn júgó-
slavneska einræðisherranum
og samstarfsmönnum hans, er
engum blöðum um það að
fletta, að afstaða þeirra hefur
vakið talsverða hrifningu al-
mennings.
„Sannir“ kommar
Hið opinbera málgagn Komin-
form, sem nýkomið er út í
Budapest og auðvitað stendur
framarlega i herferðinni gegn
Tito, fullyrðir, að fylkingar
„sannra kommúnista1. í Júgó-
slavíu fari stöðugt vaxandi. —•
Segir í Kominformritinu, að
„sellur“ andstöðuhreyfingar-
innar gegn Titostjórninni stingi
nú upp höfðinu víðsvegar inn-
an júgóslavnesku landamær-
anna. Jafnframt er gefið í
skyn, að Tito eigi fullt í fangi
með að ráða við „sönnu“ komm
únistanna“, eins og sjá má af
því, að hann hafi nú 800,000
manna her og lögreglulið
undir vopnum, auk leynilög-
reglu og njósnara. Fullyrt er,
að aðeins um 300,000 menn
Frh. á bls. 12