Morgunblaðið - 03.09.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.1949, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. sept. 1949. MORGUISBLAÐIÐ 9 IMUR ÁN A GONGUSTIGUM fyrir ut- an ýmsar borgir Vestur-Þýska- lands, getur að líta á haust- kvöldum hópa af ungum ein- mana stúlkum, sem ganga þar iram og' aftur til að drepa tím- ann. Ef svo vel vill til, að karl- maður, ungur eða miðaldra, gengur fram hjá, þá beinast allra augu að honum með að- dáun. A torgum í smábæjunum standa stúlkur líka í hópum þegar kvölda fer og mæna löng- unaraugum á hvern karlmann, sem framhjá gengur. Það er eitt hvað öðru vísi en það á að vera. Ungur karlmaður er drauma- vera. Á laugardagskvöldum safn- ast stúlkurnar saman á dans- knæpum og veitingahúsum. — Þær sitja einmanalegar við foorðin, tifa með fingrunum á borðplötunni, og vita lítið, hvað þær eiga af sjer að gera. Stund- um heyrist, að þær eru að raula eða flauta t. d. slagarann: „Ist ein Mann nicht fabelhaft, fa- belhaft?" Karlmennirnir ganga á milli og láta dást að sjer, því að ung- ur maður er satt að segja orð- ínn ævintýraleg draumvera í augum margra þýskra stúlkna. Þrjár konur á móti hverjum karlmanna. Styrjöldin skapaði skelfilegt misræmi milli karla og kvenna í Þýskalandi. Hagskýrslur sýna að á móti hverjum þremur kon- um, er aðeins einn karlmaður. Og þó er þetta enn alvarlegra en skýrslurnar benda til.því að misræmið er mest á aldrinum 20—40 ára. Auk þess er hinum fáu dýrmætu karlmönnum deilt misjafnt niður á ýmsa lands- hluta. í Bavern sjerstaklega í Múnchen, eru fullt eins margir karlmenn sem konur, en eftir því, sem norðar dregu verður mismunurinn meiri og meiri. —- Strax í Hannover, er ástandið ægilegt. Versta þjóðfjelagsvandamálið. Miljónir þýskra kvenna eru dæmdar til ólífis. Margar eru því fullar eftirvæntingar og leiðast út á glapstigu. Það er talað um pólitískt vandamál, flóttamannavanda- mál og atvinnuleysi. — Allt þetta er hægt að leysa, ef góð- ur vilji og samstarf stjórnar- flokkanna kemur til. En það yerður verra að leysa mis- ræmið milli kynjanna. Það er erfiðasta þjóðfjelagsvandamál Þýskalands. FjSgurra ára hjónaband. Kunn þýsk kona, dr. Doro- thea Klajer, sem er fjelagsfræð- íngur, hefur komið fram með mjög nýstárlega tillögu til úr- bóta á þessu óeðlilega ástandi. Hún vill, að hjónabönd sjeu takmörkuð við fjögurra ára tímabil. Þá skuli þau leyst upp og karlmaðurinn megi giftast annari konu fyrir næstu fjögur ár o. s. frv. I staðinn fyrir nútíðkað fjöl- skyldufyrirkomulag, kæmi þá móðurfjölskylda, sem yrði móð ir með börn sín, en eiginmaður- inn yrði aðeins fjögurra ára aukaatriði. Uppeldi barnanna Efifir Hans-Eric Holgsr I lyrði kostað að einhverju leyti |af ríkinu. | Þessi tiliaga dr. Klajer, hef- ’ur aðallega mætt, mótspyrnu kvenfólksins, og er hún líkast til óframkvæmanleg. En þetta jsýnir, hvað fólki getur dottið í hug á slíkum vandræðatím- ' um. Fjölgun hjónaskilnaða. Vandamálið verður enn erfið jara við það, að hjónaskilnaðir jfara nú mjög í vöxt í Þýska- landi. Það er komin 4 fjölda- uppkvaðning hjónaskilnaðar- dóma, enda geta hjón fengið skilnað á fáeinum mínútum ef bæði vilja. Hjúskapur sem brast. Nýlega skrifaði falleg og gáf- uð þýsk blaðakona, sem sjálf hafði lent í hjónaskilnaði um þetta mál. Hún sagði svo frá: Jeg elskaði eiginmann minn. Eftir stríðið leitaði jeg hans í öllum fangabúðum. Jeg beið svo dögum skifti fyrir utan her málaskrifstofur, jeg lá á hnján- um fyrir framan hernámsyfir- völdin. Jeg smyglaði mjer yf- ir takmörk hernámssvæðanna. Að lokum fann jeg hann, en þegar hann kom heim og við höfðum búið saman um stund, hrundi hjónaband okkar eins og svo mörg önnur. Viðurkennir ekki jafnrjetti konunnar. — Þýski karlmaðurinn hefur því miður alltaf viljað hafa konuna sjer undirgefna og jafn vel ekki nútíma maðurinn við- urkennir innst með sjálfum sjer jafnrjetti konunnar. Á rit- stjórn blaðsins, sem jeg vinn við, var nýlega rætt um að gera konu að aðalritstjóra. Að- eins umhugsunin um slikt, varð til þess, að karlmennirnir á rit- stjórnarskrifstofunni roðnuðu af vandlætingu. Þeir sögðust fyr skyldu svelta í hel með konu sinni og börnum, en þeir sættu sig við yfirstjórn kvenritstjóra. Kom til árekstra. -— Á stríðsárunum, urðum við konurnar að standa einar liðs og sjá fjölskyldum okkar far- borða. Okkur fannst við hafa áunnið okkur sjálfstæði. — En karlmennirnir komu í stríðslok heim i'rá vígstöðvun- um og kröfðust þess, að allt yrði eins og það áður hafði ver- ið fyrir styrjöld og þá kom til snarpra árekstra. — Eiginmaðurinn hafði ef til vill tekið þátt í taugaæsandi bardögum á vigstöðvunum, og konan, sem heima hafði setið, hafði einnig orðið að þola mik- I ið. Húsið hennar haíði ef til vill orðið fyrir sprengju ög síðan fylgdlí óskájpTegír erfiðleikar og hörmungar, atvinnuleysi og sult ur, En allt varð þetta til aó | koma af stað óróleika og ör- yggisleysi, sem sligaði hjúskap- arböndin. Þar við bættist svo, að margar konur reyndu að komast upp á milli hjóna, því samkeppnin harðnaði. „Konur sætta sig við einlífið“ — „Mjer virðist. segii blaða- konan, .að flestar þýskar kon- ur hafi dregið sig í hlje og sjeu nú farner að sætta sig við að búa í einlífi. Hverja konu lang- ar að vísu til að eignast barn, en eins og nú stendur telja þær sig ekki hafa efni á því, þær leitast fyrst og freinst við að hafa ofan í sig og á. en hugsa f'æstar til hjúskapar“. Vill fó að flytja úr landi. Onnur kona, sem ritað hefur um þetta sama efni, er ekki sammála hinni. Hún segist vera þrítug og vera deildarstjóri í stórverslun í Hannover. ,,Jeg er flóttamaður frá Aust- ur-Prússlandi“, segir hún. — „Var gift, en eftir .eitt ár varð jeg ekkja. Jeg bjó aðeins einn mánuð með manninum mínum og eins og nú er ástatt. býst jeg ekki við að neinn vilji gift- ast ekkju. — Á jeg þá aldrei að eignast barn? Á lífi mínu þar með að vera lokið? Það er ekki hægt að ímynda sjer hvað stúlkurnar, sem vinna með mjer, við verslunina eru ein- mana. Svona mikill meiri hluti kvenna er óheilbrigt og óþol- andi ástand. Það verður að leyfa okkur að flytja úr landi“. Líkt ástand eftir báðar styrjaldir. Fyrri styrjöldin skapaði einnig ósamræmi milli kynja, þó það væri ekki eins mikið og nú. Það var álitin orsök fyrir mjög auknum kynferðisbrotum þrjú næstu ár eftir fyrri heims styrjöld. Slík afbrot. hafa aftur á móti ekki aukist núverandi eftirstríðsár. — nema afbrotin gegn stúlku og piltbörnum, sem nú eru mjög algeng og alvarleg í Þýskalandi. Fleiri böm og fleiri tvíburar. Þýska blaðakonan áleit, sem fyrr segir. að konur í Þýska- landi hefðu ekki efni á að eiga börn, en hvað sem hún segir. — samt hefur fæðingum fjölg- að mjög í Þýskalandi. Ef maður kemur inn í búðir á innkaupatímum dagsins, verð ur maður að fara mjög varlega, því að í hverju pilsi hanga eitt eða tvö börn á aldrinum tveggja til fjögurra ára. Maður verður að vara sig að stíga ekki ofan 4 þau. því að þau eru allsstaðar fyrir. Á götunum eru falleg smá- börn hvarvetna að leikjum og á gangstjettunum er allt fullt af barnavögnum. Það er ein- kennilegt. h\ að tvíburavagn- arnir eru. margir. Það er rnarg- sannað, að af einhverri óskilj- anlegri ástæðu aukast tvíbura- fæðingár jafnan eftir' stýrjald- ir. Og langtum fleiri drengir fæðast en stúlkur. (Úr „Aftenposten") stoínun fyrir gamalt fólk Hugsum beiur fyrir gamðimennumun ROSKIÐ fólk, sem hvergi á höfði sínu að að halla er illa statt. Hjer í Reykjavik bætir Elli- og hjúkrunarheimilið Grund að nokkru úr brýnni þörf, en mikið vantar á, að það geti annað ölium þeim þeiðnum, sem því berast um vistrúm, Af þessum sökum hefir verið athugað um nýja leið í þessum málurn, sem stendur til verulegra bóta, og er stjórn og forstjóri Elliheimilis- ins fyrir sitt leyti reiðubúinn til að veita málinu brautargengi, ef áhugi manna og liðsveisla fæst. Framkvæmdir Þessi nýja leið eða hugmynd er þannig: Hafist verði handa um að reisa hús (til að byrja með eitt), 8,80 m. breitt og 45 m. langt, þar, sem sjeu 3 stigagangar með 4 íbúðir á hverri hæð, eða samtals 12 í- búðir. þar af 9 einbýlis- og 3 tvíbýlisíbúðir. Verða því 36 í- búðir auk kjallara og geymslu- lofts í hverjú húsi — 27 fyrir einhleypinga og 9 fyrir hjón. I einstaklingsíbúðunum verð ur forstofa, salerni, bað, smá- eldhús (elaunarpláss) og stór stofa. íbúð fyrir hjón er ætluð svo: Forstofa, salerni, bað, smá eldhús, stór stota og svefnher- bergi. í kjallara verður þvottahús, fyrir vistfólkið, eldhús, mat- salur, vinnustofa, vjelarúm og. húsnæði starfsfólks. Þórir Baldvinsson, húsa- meistari, hefur gert teikningu' af þessum húsum, en þau verða 4560 rúmmetrar að stærð. Afnotarjettur stofnana um, að á sjúkradeild Elliheim- ilisins verði rúm fyrir þá Ef vistmaður á ekki afturkvæmt heilSunnar vegna í íbúð sínn, þá ráðstafar sá aðili henni að nýju, sem ráðstöfunarrjettinn hefur keypt. Trúnaðarlæknir stofnunar- innar úrskurðar hverju sinni, hvort hægt sje að taka vist- menn á stofnunina, en þeiir, sem sjúkir eru eða veikir á geðsmunum, geta ekki fengið þar inni. Það verður að teljast veiga- mikið atriði, að þeir sem feng- ið hafa inni á stofnuninni að fyrirlagi þess, er ráðstöfunar- rjettinn hefur, á í öru^gt hús að venda þaðan í frá. Hann fær með öðrum orðum vist á hj úkrunardeild Elliheimilisins, þegar er heilsu hans er svo farið, að hann getur ekki búið á þessari fyrirhuguðu stofnun lengur. Til athugunar fyrir ríkisstjórnina Benda mættj hæstvirtri rík- Ætlunin er, að framtak ein- isstjórn á, að oft verða fyrr- staklinganna hrindi þessu máli verandi ráðherrar, sýslumenn, í framkvæmd. Það fer alger- alþingismenn og aðrir forystu- lega eftir undirtektum manna menn -þjóðarinnar hjálpar- hvort úr framkvæmdum verð- þurfi um húsnæði á gamals ur eða ekki. aldri, og væri ekki úr vegi, að Stofnunum, fjelögum og fyr- ríkið tryggði þessum mönnum irtækjum, verður gefinn kost- og öðrum einhverjar þær í- ur á að kaupa afnotarjett að búðir, sem hjer er um að ræðo íbúðum með þeim skilyrðum, eftir mikil og oft vel unniu að þau leggi fram fje, óaftur- störf þessara manna í þágu kiæft og vaxtarlaust kr. 30, þjóðarinnar. 000,00 eða kr. , 45.000,00 og greiði siðan húsaleigu sem Vinsamlegar undirtektir verður kr. 200.00 eða kr. 300.00 Borgarstjórinn í Reykjavík, á mánuði eftir því, hvort um 'Gunnar Thoroddsen, er mjög er að ræða íbúð einhleypins eða hjóna. Fvrir gamla starfsmenn Forráðamenn stofnana, fje- laga og fyrirtækja eiga við sameigið vandamál að glíma | þar, sem um er að ræða að sjá gömlum og góðum starfsmönn um sinum fyrir húsnæði. Verð j ur ekki annað ætlað en þeim . finnist sem þeir sleppi góðum og gömlum starfsmönnum sín- ■ um á guð og gaddinn, er þeir geta ekki lengur íeyst störf sín af hendi og standa uppi aldnir og einmana. Með þvi að leggja hjer fram fje geta tjeðir aðilar tryggt þessum skjólstæðingum sínum samastað í ellinni. Með fram- laginu fá þeir ráðstöfunarrjett yfir íbúðinni. Fá siðar vist á Elliheimilinu Ef vistmenn verða veikir og þurfa að ráði trúnaðarlæknis stofnunarinnar að komast á hlynntur þeirri hugmynd, sem hjer hefur verið drepið á. — Hefur hann og sagt, að Reykja- víkurbær mundi láta slíkri stofnun í tje góða lóð eða lóðir, ef úr framkvæmdum verður. Forstjóra Elliheimilisins far- ast svo orð um þessa hugmynd: ..Mjer er Ijóst, að þetta hús, sem hjer er talað um getur ekki gert mikið til þess að bæta' úr brýnni þörf manna, en eí vel tekst og fólkið vill, þá er hjer farið inn á leið, sem síðar getur oxðið allverulega til hjálpar“. Bent skal þeim, sem áhuga hafa á þessu máli, á, að þeir geta fengið allar upplýsingar, er að því lúta, hjá forstjóra Elliheimilisins Gísla Sigur- björnssyni. Hla sjeðir PRAG — Tjekkneska stjórnin hefur látið á sjer skiljast, að 3 starísmenn júgöslavneska sendi- ráðsins i Prag, sjeu sakaðir um afskipti af innanlandsmálum sjúkrahús, þá verður sjeð svo .Tiekkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.