Morgunblaðið - 07.09.1949, Side 2

Morgunblaðið - 07.09.1949, Side 2
! $i MORGUTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. sept. 1949,"] Furðulegasti frambjóðandin FURÐULEGASTUR allra fram- fcjóðenda, sem nú eru í kjöri, ■er vafalaust Lúðvík Kristjáns- son, er býður sig fram í Snæ- felissýslu af hálfu Framsókn- arflokksins. Ekki eru það þó sjerstakir eiannkostir, er valda því, að framboðs Lúðvíks mun verða ó- venjulega lengi minst. Hitt ræð ur meira um, að hann er eini frambjóðandinn, sem vitað er að leitað hafi eftir að verða í fcjöri fyrir alla þá flokka, sem nú hafa frambjóðendur. Áður en vonska heimsins glapti honum sýn Lúðvík Kristjánsson er af góðu bergi brotinn og á meðan hann var óspilltur af vonsku þessa heims var hann eindreg- tnn Sjálfstæðismaður. Hann var ■einn af stofnendum sjálfstæðis- fjelagsins Skjaldar í Stykkis- fcólmi, og fór aldrei dult með fcað í mörg ár, jafnvel þótt það kæmi ekki beint málinu við, .s. s. um einhverskonar fyrir- greiðslur, að hann væri í hópi áköfustu Sjálfstæðismanna. Sá áhugi kom meðal annars fram í því, að hann fór áróðurs- ferð fyrir einn af fyrrverandi Sjálfstæðisþingmönnum kjör- dæmisins víðsvegar um hjerað- ið. Er fullyrt, að hann hafi fyr- ir ferðalag þetta fengið greitt meira en útlagðan kostnað og er það í sjálfu sjer ekki tiltöku- mðl um fjárþurfandi mann. % Sjáifstæðismenn vestra viláu hann ekki fyrir írainbjóðanda Það var heldur ekkert óeðli- legt þó að maður, sem með svo mörgu móti og um svo langan tíma hafði sýnt áhuga sinn sem Sjáifstæðismaður og Lúðvík Kristjánsson hafði gert, teldi það { hlutarins eðli, að hann yrði frambjóðandi flokksins í Snæfellssýslu, ef fyrri þing- maö'ur kjördæmisins hætti. Það fór og ekki leynt, að er Tbor Thors gaf eigi framar kost á sjer til þingmennsku sumar- jð 1942, þá vildi Lúðvík Krist- jánsson ólmur verða eftirmað- nr hans sem frambjóðandi jlokksins. Því miður fyrir Lúð- vík höfðu kjósendur í Snæfeils -sýslu minna álit á hæfileikum hans en sjálfur hann. A. m. k. tóku Sjálfstæðismenn þar vestra ekki í mál að gera hann áð frambjóðanda sínum, og völdu Gunnar Thoroddsen sem <?ftirmann Thors. Ást Lúðvíks á útvegnum gerlr hann Framsóknar- mann!!! Ollum að óvörum fjell Gunn- ar við sumarkosningarnar 1942. Höfðu kunningjar Lúðvíks þá þegar orð á því, að öðruvísi mundi hafa farið ef Lúðvík Kristjánsson hefði verið í kjöri af fiokksins hálfu í Gunnars stað. Fram að því hafði enginn grunað svo skeleggan baráttu- mann flokksins sem Lúðvík um, að hann hefði kvikað frá fyrri sanrfæringu sinni og var þó Ijó.: t, að einhverjir höfðu brugð- ist. sem á var trévst. Sfðar, og c-it’kwm Hfíir /að Sjátfstæðis- rnenn á Snæfellsnesi ákváðu að Vxldi vera í kjöri íyrir alia íiokka . i hafa Gunnar Thoroddsen aftur í kjöri við haustkosningarnar 1942, kom þó í ljós, að nú var Lúðvík skyndilega orðinn Fram sóknarmaður. Sjálfur gaf hann þá skýringu á skoðanaskiptum sínum, að áhugi Framsóknar- flokksins fyrir velferðarmálum útvegsins hefði gert sjer ómögu- legt að vera lengur á móti svo ágætum flokki sem Framsókn. Menn kunnu nú betri skil á heilindum slíkra manna sem Lúðvíks Kristjánssonar, enda lyktaði haustkosningunum 1942 í Snæfellssýslu allt öðruvísi en sumarkosningunum. Gunnar Thoroddsen vann glæsilegan sigur. Boðinn kommum og krötum Eftir þetta hefur Lúðvík Kristjánsson ekki leitað trún- aðar hjá Sjálfstæðismönnum. En hann mun hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum, þegar Framsóknarflokkurinn vildi ekki hafa hann í kjöri af sinni hálfu sumarið 1946. Þeir menn er kunna á því full skil, segja, að um þær mund ir hafi bæði Alþýðuflokknum og Kommúnistadeildinni hjer á landi boðist að fá Lúðvík Kristjánsson fyrir frambjóð- anda. Hvorki kommúnistum nje Alþýðuflokksmönnum þótti hinsvegar þessi pólitíski reka- drumþur á fjörum Framsókn- armanna, vera slík stoð, að væn legt væri að hirða hann. Lúð- vík var þessvegna látinn liggja þar sem hann var kominn. Sækjast sjer um líkir Nýta flest í nauðum skal. Sannaðist það að þessu sinni á Lúðvík Kristjánssyni. Eftir að sundrungin sauð upp úr í Framsókn og óheilindin urðu öllum almenningi auðsæ, hafa ýmsir fyrri frambjóðendur hennar neitað að gefa kost á sjer á ný. Þar fór því að verða fátt um fína viði og þegar hljóð kom úr horni, og Lúðvík Krist- jánsson sagðist ennþá „vera reiðúbúinn“, taldi Framsókn sig ekki hafa efni á að neita honum. Er raunar óvíst, að for- ráðamönnum hennar hafi þá verið kunnar allar bónorðsfar- ir Lúðvíks til að fá að vera í kjöri fyrir aðra flokka. Hvernig sem því er varið, þá situr Framsókn nú uppi með bennan frambjóðanda og munu flestir sammála um, að hann hæfi henni óvenjulega vel. Þar blekkir hvorugur hinn. flokk- urinn eða frambjóðandinn. Ó- heilindi beggja eru svo alkunn, að ekki má á milli sjá hvor bet- ur hefur. Heimsóknir Lúðvíks Hugkvæmni Lúðvíks birtist hinsvegar í því, að hann held- ur, að sjer dugi sama bragð, sem Bjarni á Laugarvatni not- aði, er hann var kosinn, öllum að óvörum, á Snæfellsnesi. Bjarni fór heim á flesta bæi í sýslunni og fannst mönnum maðurinn að vonum stæðilegur og af því að þeir þekktu hann lítið, ljetu þeir blekkjast til að kjósa hann. Strax um haustið, þegar nánari kynni höfðu skap- ast, kolfjell Bjarni. Nú heldur Lúðvík að sjer muni duga sama bragð og Bjarna. Hann hefur því farið um alla sýsluna og komið inn á flest heimili til sjávar og sveita. Ef til vill mundi þetta gagna, ef Lúðvík hefði sama yfirbragð og Bjarni á Laugarvatni og hann væri mönnum jafnókunn- ugur og Bjarni var. Hvorugt er fyrir hendi. Þá vöntun reynir Lúðvík að bæta upp með því að telja til frænd- semi eða tengda við sem allra flesta þeirra, er hann heim- sækir. Maðurinn er ættfróður og mun það satt hjá honum, að margir vestur þar eru honum skyldir og tengdir. Sú ætt- færsla stoðar hann þó lítt, því ■að einmitt af þeim sökum hafa menn haft nánari spurnir af piltinum en ella. Brennivínssaga Lúðvíks Út yfir tók þó, þegar Lúð- vík fyrir nokkrum vikum not- aði sem uppistöðu í ávarpi sínu til Snæfellinga gamla slúður- sögu, um, að maður nátengd- ur honum og giftur afasystur hans, er legið hefur hálfa öld í gröf sinni, hafi með brenni- vínsgjöfum keypt sjer þingsæti í sýslunni. Skyldmönnum Lúð- víks og tengdafólki finnst að vonum skrítið, þegar maður, sem sýnt hefur ættrækni sína með þessu móti, kemur til sjer fjartengdra manna og ætlast til, að þeir kjósi hann á þing fyrir tengdirnar einar. Allt þetta ferðalag vekur í senn furðu og hneyksli í sýsl- unni. Menn hafa aldrei fyrr vitað, að frambjóðandi teldi sjer það fylgisauka að Ijúga slíkum mútugjöfum upp á sjer nákominn látinn mann, og jafn- auðvirðilegri mútuþægni upp á forfeður og og frændur flestra núlifandi sýslubúa. Er því ekki að undra, þótt óhug setji að flestum frændum og tengda- mönnum Lúðvíks, er þeir verða ferða hans varir og reynir að hafa hann af sjer sem fyrst. Enda veit ekkert af skyldmenn um Lúðvíks, hver næstur verð- ur fyrir barðinu á honum. Lúðvík sjálfur er hinsvegar svo viss um yndisþokka sinn og ættarfylgi, að hann er bú- inn að telja Framsóknarbrodd- unum hjer syðra trú um, að kosning hans sje alveg örugg. Dapurleg samkoma Svo sem geta má nærri smjatta Hermansliðarnir í Fram sókn á brennivínsóhróðri Lúð- víks Kristjánssonar. Eftir að Haukur Helgason og Ein. Olgeirss. höfðu 15. ág. s.l. farið einhverja þá mestu pólit. sneypuför, sem farin hefur ver- ið hjer á landi til Hólma- víkur, þóttu þeim góð ráð dýr. En svo var mál með vexti, að hinn 15. ágúst boðuðu þeir Haukur og Einar, sem eftir laumuför sína til Prag í vor nefnist hinn þögli, til almenns l fundar á Hólmavík. A fundi þessum voru átta áheyrendur lengst af meðan Haukur talaði, en fimmtán bættust við þegar það frjettist, að þögli maðurinn væri búinn að fá málið og far- inn að tala. Ólíkar undirtektir Þessi fundur var haldinn í sama samkomuhúsinu og þeir Bjarni Benediktsson og Eggert Kristjánsson höfðu átt að tala í daginn áður, en urðu að halda ræður sínar úti í hellandi rign- ingu, vegna þe«3S að einungis hjerumbil þriðjungur mann- fjöldans, sem kom á hjeraðs- mót Sjálfstæðismanna, gat rúm ast í samkomuhúsinu í senn. Hólmvíkingum þótti þetta mikill munur og þeim, er á hlýddu, enn þá meiri á mál- flutningnum, því að þeir Bjarni og Eggert ljetu hvern mann njóta sannmælis og gerðu með hógværð og rökum grein fyrir máli sínu. Hinir höfðu ekkert annað að flytja en marghrak- inn róg og einskisverðar álygar. Einar og Haukur urðu þess því glögglega varir, að jafnvel þeir fáu er á þá hlustuðu, ljetu sjer tiltakanlega fátt finn- ast um málflutning þeirra. Framlágir á heimleiðinni Er þeir Haukur og Einar hjeldu frá Hólmavík voru þeir þess vegna fullir beiskju og skömmustu. í stað þess að játa sín eigin vanmet kenndu þeir að hætti kommúnista öðrum um. Þeir lugu því þess vegna upp, að Bjarni Benediktsson og Egg- ert Kristjánsson hefðu keypt menn til að hlusta á sig með brennivínsgjöfum. Ósagt skal, hvort lýgi þessi á uppruna sinn í slúðursögu ætt- jfræðingsins Lúðvíks Kristjáns- [ sonar um mann afasystur hans. I Eða hvort uppruni hennar er eingöngu meðfædd illgirni og ósvinna sögumannanna. Kann þó að vera, að endurminning j þeirra fjelaga um aðfarir Áka Jakobssonar eigi einhvern þátt í sögugerðinni. Því að sjálfsagt er þeim kunnugt um, til hvers Aki notaði vínbirgðirnar miklu, er hann átti ógreiddar, þegar hann hrökklaðist úr ráðherra- stóli. Fyrirlitning almennings Hver sem uppruninn er, þá er lýgi þeirra Einars og Hauks tilhæfulaus og auðvirðileg, eins og allir samkomugestir á Iiólma vik 14. ágúst best vita. En mennirnir í Framsókn, sem fögnuðu slefburði Lúðvíks Kristjánssonar um tengdamann hans, hafa auðvitað ekki síður tekið fegins hendi þessari lyga- sögu kommúnista, er þeir fundu upp Strandamönnum til skamm ar eftir ófarir sínar á Hólma- vík 15. ágúst. Þessi ófjetislega samvinna rógberanna í Framsókn og Kommúnistaflokksdeildinni mun ekki stoðá þá. Þessir herr- ar hafa reynt hrekkjabrögð sín of oft. Almenningur er nú bú- inn að átta sig a óheilindum m Staksteinar „Hækjulið“ ALÞÝÐUFLOKKURINN er „hugsjónalaus, gamall og’ værukær". Hann er ennfrem ur „hækjulið í andstöðu við Þjóðarviljann“. Hver skyldi hafa sagt. þetta um pínu litla flokk- inn? Einhver andstæðingui’ hans? Nei, einn af þingmönn um hans ljet þessi orð falla um hann í blaðagrein á s.L vetri. O, jæja, hver er sínum hnútum kunnugastur. Moðsuðan borin á borð MIÐSTJÓRN Framsóknar- flokksins brá sjer í moð- suðukassa sinn nú um helg- ina. Tíminn birti á ný hin- ar moðsoðnu ályktanir mið- stjórnarinnar frá s.l. vetri. Eru þær nú alveg að verða kaldar þrátt fyrir geymsl- una í moðkassanum. — Ekki örlar á einni einustu ákveð- inni tillögu til lausnar vandamálunum í þessum miðstjórnarályktunum frek- ar en þegar þær fyrst voru birtar. Þar er að vísu gert ráð fyrir að skömmtunar- miðafrumvarpið leysi versl- unarmálin, enda þykist nú „sálmaskáldið“ hafa sannað að Jón Sigurðsson hafi verið fyrsti flutningsmaður þesslí Hefir skáldið nú „slegið“ alla íslenska sagnfræðinga í einní Tímagrein. Má það heita vel af sjer vikið. „Bjarnfirðingur á brúnum frakka“ HERMANN JÓNASSON hef- ir fyrir nokkru skrifað Strandamönnum nokkurs- konar hirðisbrjef, þar sem. gerir grein fyrir viðhorfum sínum til stjórnmála. Inn í brjef þetta hefir hann ekki getað stillt sig um að fljetta árás á bónda einn í sýslunní. Kallar hann bónda þennan. „Bjarnfirðing á brúnum frakka“. Er Hermann nú tekinn að tala í líkingum og fer vel á því hjá jafn sliáld- legum mann. Er auðsæít að hann telur „Bjarnfirðing á brúnum frakka“ hættulegan andstæðing sinn og andar mjög köldu í hans garð. Mun orsök þess sú að eftir því, sem brjefið hermir, hefir þessi bóndi átt verulegan þátt í því að Bjarnfirðingum tókst að tryggja áframhald- andi rekstur hraðfrystihúss síns. Er varla við því að bú- ast að þingmanni kjördæmis- ins falli það vel í geð. Fer hjer enn sem fyrr, að hugs- unarháttur Framsóknar- manna er alt annar en venju legs fólks. þeirra. Þess vegna hafa slúour-i sögurnar aldrei minni hljóm-4 grunn en nú. Brennivíns-slúður Lúöríká Kristjánssonar, Hauks He!ga-< sönar og þögla mannsins frá Prag skipar þeim öllum í þá rógberafylkingu, sem allir góð-< ir menn, hvar í flokki, sem þeiá eru, hafa megnustu andstyggo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.