Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 2
4 MOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. sept. 194(5 \ MAÐURINN, SEM HEFÐI GETAÐ GERT MIKIÐ GAGN FÁIR íslendingar hafa haft betra færi á því, að verða þjóð sinni að gagni en Hermann Jónasson. Skjótur frami Sjálfur hefur hann sagt frá t>ví sjer til hins mesta hróss, að ungum að aldri hafi honum af Ihaldsmönnum verið boðið sæti á iista þeirra við bæjar- síjórnarkosningar í Reykjavík. Hafi svo verið, hefur það ver- ið af því, að maðurinn hafði þá ekki enn sýnt hvað í honum bjó, en kunnugir talið stjórn- málaskoðanir hans stefna í í- haldsátt. Var ekki við því að búast, að merm vissu fyrirfram, að skoðanir eða málefnaáhugi mundi aldrei flækjast fyrir hin- tuo íturvaxna aflraunakappa. Um þær mundir var Fram- sólcnarflokkurinn í uppgangi undir forystu þeirra Tryggva Þórhallssonar og Jónasar Jóns- sonar. Flestir lögfræðingar voru Framsókn andvígír og var því mikil framavon fyrir þá þeirra, sem henni vildu ganga á hönd. Þeim, sem slíkt höfðu í huga, þótti a. m. k. ástæðu- laust að binda sig öðrum fyrr en sjeð yrði, hvort Framsókn fengi. völdin. Enda leið ekki á löngu frá því að Jónas Jónsson var orðinn dómsmálarh., til þess, að hann geiði Hermann Jónasson, ung- ar; og óreyndan, að lögreglu- stjóra í Reykjavík. Til þess að svo gæti orðið, þurfti að breyta lögum og var það umsvifalaust gert, enda varð Hermann um svipað leyti yfirlýstur Fram- sóknarmaður. Dómurinn yfir Magnúsi Guðmundssyni Af lögreglustjórn Hermanns minnast menn þess helst, þeg- ar hann valdi uppþotsdag komm únista, 9. nóvember 1932, til þess að hlaupa frá skyldustörf- um sínum við að halda uppi !ög- urn og- reglu, til að kveða upp fangelsisdóm yfir þáverandi dómsmálaráðherra íslenska rík- isins, Magnúsi Guðmundssyni, alsaklausum. Fá verk eru öllu fúlmann- iegri í íslenskri dómssögu, enda var Magnús alsýknaður í Hæsta j je i, er málið kom fyrir hann. Alíii sanngjarnir, skynibornir samtímamenn Magnúsar sann- ■ færðust um, að dómur hæsta- rjettar var rjettur. Hafa aliir, scm Magnús heitinn Guðmunds son bekktu, lokið upp um það einum rnunni, að grandvarári og samviskusamari mann en hann hafi þeir ekki þekkt. Er það sögn jafnt andstæðinga hans í stjórnmálum og sam- herja. Hermann ljet þó ekki sitja við þetta frægðarverk, heldur hóf harin skömmu síðar harð- vítuga árás á hæstarjett fyrir „hlífð“ hans við nafngreinda afbrotamenn, er hæstirjettur hafði látið rjett lög ganga yfir á sama hátt og aðra þegna þjóð- fjelagsins. Hrrgarfarið hið sama og íijá kom múnistism Ástæoan tii árásar Hermanns Mat meira valdahrask en mólefni 09 heiðarlegt starf var hin sama sem kommúnista nú í ásökunum þeirra gegn dóm stólunum. Báðum er það sam- eiginlegt, Hermanni og komm- únistum, að þeir hafa fyllst hatri gegn hlutlausri dóm- gæslu og þola eigi, að lög og rjettur sjé látin gilda meira en vilji sjálfra þeirra. En reynslan er því miður sú, að stundum er hægt að vinna sjer fylgi með ástæðulausum ásökunum á saklausa menn. Hrekklaus „almúgi", svo að orðalag Hermanns Jónassonar # I sjálfs sje notað, varast það ekki, | að menn, einkum ef þeir eru! í háum, ábyrgðarmiklum stöð- ! um, ráðist gegn öðrum með til- j efnislausum ásökunum, einung is til þess að upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja aðra að ósekju. Fylgispakur Jónasi Hermanni Jónassyni tókst því að afla sjer nokkurs fylg- is innan Framsóknarflokksins, einkum meðal þeirra, sem Tryggvi heitinn Þórhallsson kallaði hina .,bæjar-radikölu“. Einkum jókst þó vegur Her- manns innan flokksins vegna fullkominnar fylgisspektar hans við Jónas Jónsson. En þá var Jónas voldugastur manna í flokknum og raunar í landinu öllu um skeið. Hann rjeði yfir blöðum flokksins, hafði örugg- an stuðning S. í. S. og valda- braskarar sóttust mjög eftir hylli hans. Hermann Jónasson hampaði því mjög þá, að Jón- as væri hæfastur til forystu af öllum íslendingum, óeigingjarn og sannsögull, svo af bæri. Jónasi þótti lofið að vonum gott, efaði ekki einlægnina og hertist í ásetningi sínum um að knýja þíngflokk Framsókn- ar til algerrar hlýðni, en þar hafði hann löngum átt nokkr- um kulda að mæta. Magnaðist af þessu ágreiningur þeirra j Jónasar annarsvegar og I Tryggva Þórhallssonar og Ás- geirs Ásgeirssonar hinsvegar. 1 Þeirri viðureign lauk svo, að ' Jónas varð alveg ofan á og hrökktust þeir Tryggvi og Ás- geir ásamt nokkrum fleirum, úr flokknum. Þegar þessir menn voru horfnir úr flokknum var Jón- as Jónsson sjálfkjörinn til for- ystunnar. Framsókn og Alþýðu- flokkurinn, er þá voru jj banda- lagi, unnu þingkosningarnar 1934 undir forystu Jónasaf, að vísu einungis vegna rangláts kosningafyrirkomulags, sem þá var enn við líði. Við kosningar þessar tókst Hermanni Jónassyni að fella Tryggva Þórhallsson frá kjöri á Ströndum með skyndiárás og dugði honum til' þess best ráð og áhrif Jónasar. Hafa Stranda- menn síðan haft þann „heiður“ að kjósa Hermann til Alþingis og að visu átt forsætisráðherra fyrir þingmann lengur en nokkrir aðrir en fengið minni verklegar umbætur í hjeraði en nokkuð kjördæmi annað. Jónas svikinn í tryggðum Eftir kosningarnar kom Framsóknarflokkurinn saman til fundar á Laugarvatni og kjöri þá Jónas Jónsson sem for- sætisráðherraefni sitt. Áður en það kjör færi fram, hafði Her- mann Jónasson hinsvegar gert leynisamning við þáverandi forystumenn Alþýðuflokksins, um að þeir skyldu neita for- sætisráðherratign Jónasar. Að þ>ví búnu skyldu Framsóknar- menn tilnefna Hermann og mundi Alþýðuflokkurinn ekki hafa neitt við hann að athuga. Fór svo sem um var samið, og segir kunnugur maður, sem staddur var við alla þessa atburði og kom að Hermanni Jónassyni, þegar hann var að spegla sig eftir að hann taldi tign sína tryggða, að aðra eins sjón hafi hann aldrei sjeð. Var að vonum, að Hermann Jónasson væri ánægður, því að fljótar og auðveldar hafði eng- inn komist til æðstu valda á íslandi. Vandinn hafði verið sá einn að þykjast þjóna Jónasi Jónssyni um fárra ára bil og leika síðan á hann, er Jónas stóð á hátindi frægðar sinnar og bjóst við að hljóta þann frama og þau völd, er sigursæl- um stjórnmálaforingja falla í skaut eftir áratuga þrotlaust starf. Jónas Jónsson hafði raunar stundum nokkuð verið grunnð- ur um græsku og tortryggm úr hófi fram, en slíkt fláræði, sem Hermann Jónasson sýndi í þessu, hafði hann ekki hug- kvæmni til að láta sjer detta í hug. Hermann leitar á náðir S j álf stæðismanna Það var fyrst nokkrum árum síðar, er slettist upp á vinskap Hjeðins heitins Valdi- marssonar við Framsóknar- flokkinn, að Hjeðinn skýrði frá þessum atburðum, eins og þeir áttu sjer stað. Þá hafði Her- mann Jónasson lengi setið að völdum og grafið svo undan Jónasi innan flokksins, að hann fjekk eigi rönd við reist. Enda hafði Jónas meðan hann grun- aði ekki hið sanna samhengi stutt Hermann með ráðum og dáð. Slíkt hið sama höfðu nán- ustu vinir Jónasar, svo sem Jón Árnason, einnig gert. En Jón var aðalhöfundur afurðasölu- laganna, sem drýgst urðu Fram sókn til kjörfylgis við Alþing- iskosningarnar 1937. Á þessum árum þóttist Her- mann Jónasson vera mikill fjandmaður ,,íhaldsins“ og beitti völdum sínum á alla vogu Sjálfstæðismönnum og stefnu þeirra til óþurftar. Auðvitað hlaut slíka stjórn að bera í strand áður en langt um liði og á árinu 1939 var svo komið, að fíermann fjekk ekki lengur við neitt ráðið. Skifti hann nú skyndilega um stefnu og leitaði ásjár Sjálfstæðismanna til bjarg ar landinu. Sjálfstæðismenn kunnu að vísu full skil á eðli Hermanns, en þeir hafa ætíð sett málefni ofar mönnum, og töldu, að Framsóknarmenn yrðu að ráða sínum fulltrúum eins og þeir vildu sjálfir ráða hverja þeir hefðu fyrir trúnaðarmenn. Vegna þess að þjóðarnauðsyn krafði, að Sjálfstæðisflokkurinn gengi í stjórn með Framsckn og Alþýðuflokk, settu Sjálf- stæðismenn því ekki fyrir r.ig, þótt Hermann Jónasson væri forsætisráðherra. Hefur þó ekki í annað sinn meira reynt á sam heldni Sjálfstæðismanna, en þegar þeir á þann veg komu Framsókn til bjargar undir því líkri íorystu. Á meðan samstarfið hjelst unnu Sjálfstæðismenn, svo sem þeirra venja er, með Fram- sóknarflokknum af fullum heil- indum og drengskap. Spakmæla-safnandinn Hermanni fór eins og áður. Hann var ánægður á meðan hann sat í æðstu virðingarstöðu landsins, ljet aðra vinna verk in, en lærði sjálfur málshætti og spakleg orðatiltæki sem hann síðar mælti af vörum með mikilúðlegum svip, þegar hon um þótti mikils við þurfa. Töluverðu af tíma sínum eyddi hann í lestur kínverskra vísdómsrita og æfisagna er- lendra mikilmenna. Taldi Jón- as, sem ekki hafði sömu mætur á Hermanni eftir uppljóstrun Hjeðins Valdimarssonar og áð- ur, að Hermann læsi sjer til ó þurftar, því að hann teldi alla eiginleika hinna ýmsu mikil- menna, er hann læsi um, sam an komna í sjálfum sjer, og væri meira en vafasamt, að hann þrátt fyrir óvenjulega líkamskrafta, þyldi alla þá mik- ilmennsku, sem þannig hlæðist á hann. Missir hclgihjúpinn Víst er um það, að spakmæla- hjúpurinn og hin kínverska ró fjell af Hermanni, þegar sam- starfið slitnaði. Þá launaði Her- mann Jónasson hollustu sam- starfsmanna sinna með því að bera þá hinum verstu brigsl- um, og reyndi að stofna til svo magnaðs fjandskapar og hat- urs, að eðlileg sámskipti tveggja stærstu flokka þjóðarinnar væri með öllu útilokað. ,T?rh. á bls. 12 • « P Staksteinar • e> i Hin „óæðri störf“ FRAMSÓKNARMENN tala allra manna mest um ást sína ! og virðingu fyrir íslenskri 1 bændastjett. Svo langt geng- ! ur þessi „bændavinátta" Tímaliðsins að því er mjög illa við að aðrir en þeir sjálf- ir meti starf bænda að verð- leikum og hafi áhuga fyrir eflingu íslensks landbúnaðar. Þessvegna leggja ritvöðiar Tímans mest kapp a að ófrægja þá menn, sem niið- hollastir eru bændum. En þetta sýnir aðeins yfii borð Framsóknarhugarfars- ins. Undir niðri fyririíta Framsóknarmenn bændur og störf þeirra. Hefur þetta Korr. ið fram á ýmsan hátt. Það er frægt orðið er Tím- inn hafði það eftir ungum menntamanni að í Ameríku ynnu negrar hin „óæðr;, störf“, svo sem landbúnað- arvinnu. Gerði „bændablað- ið“ enga athugasemd við þetta. „Kúasmali austur í Flóa'5 ÖÐRU sinni henti það ungan Tímaliða á opinberum kapp- ræðufundi í Reykjavik að brigsla andstæðingi sinum með því að hann hefði verið „kúasmali austur í Flóa“, ! Lengra fannst Tímapiitinum ekki hægt að komast niður 1 á við en að gegna áukum störfum!!! ! Allt þetta sýnir hið raun- ' verulega viðhorf Framsokn- armanna til bænda og sveita- 1 lífs. Þeir vilja nota sveita- 1 fólkið til þess að tryggja Tímaklíkunni völd og áhrif. En störf þess og baráttu telja þeir tilheyra hinum „óætíri“ í þjóðfjelaginum. I Baráttan um verslunína HVERNIG stendur á þvi að verslunarmálin eru í þessu landi ein mestu deilumáí. stjórnmálanna? í flestum ! löndum vinnur verslunar* stjettin, einstaklingsverslun : og fjelagsverslun, störf sín í j kyrþey eins og aðrar stjettir þjóðfjelagsins. Milli einstakl- | ingsverslunar og f jelagsversl- | unar ríkir frjáls samkeppnl og menn skipa sjer ekki í flokka eftir því hver afstaða ! þeirra er til verslunarmála. | Samvinnumenn eru í ölluir.. ; flokkum og kaupmenn sömu- j leiðis. Orsök deilna okkar í'slend- j inga um verslunarmálin er | auðsæ. Hjer hefur einn stjórr ! málaflokkur gert tilraun til j þess að einoka samvinnufje- ' lögin, gera þau að máttarvið ! flokksskipulags síns. Það ex ! Framsóknarflokkurinn. Hanr. | hefur dregið verslunina inn i | hinar illvígu dcilur um dæg- j urmúl íslenskra stjórnmála. I Þetta er gjörsamlega and- ] stætt eðli og uppruna fjelags ' verslunarinnar. Innlend ein- ! staklingsverslun og fjelags- i verslun hafa dafnað hlið við ] hlið í þessu landi frá því a£' i þjóðin öðlaðist verslunar- I Frh. á bls. IZ \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.