Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. sept. 1949 ffgpstMaM^ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók Lokað land Á FRIÐARTÍMUM eru flest lönd yfirleitt opin, þ. e. a. s, að iólki er heimilt að ferðast til þeirra og frá. Þannig er þessu varið í öllum hinna vestrænu lýðræðislanda. Þessvegna íeggja þúsundir manna árlega leið sína um álfur og lönd í ýmsum tilgangi. Margir fara til þess eins að skoða sig um í heiminum, aðrir í viðskiptaerindum og enn aðrir fara til náms. En eitt land í Evrópu hefur s.l. 20 ár verið algerlega lokað. Það er Sovjet Rússland. Þangað hafa engir námsmenn frá fítlöndum mátt koma nema þeir, sem hafa komið til þess að nema kommúnistisk fræði í flokksskóla rússneskra kommún- ístaflokksins. Þangað er ferðamönnum ekki leyfilegt að koma til þess að kynnast landi og þjóð. Rússland er algerlega lokað íyrir erlendum ferðamönnum. Svipuðu máli gegnir um bá sem vildu fara þangað í viðskiptaerindum. Einnig fyrir þeim er Rússland lokað. En það er ekki nóg með að útlendingar megi ekki koma til Rússlands. Rússum sjálfum er bannað að fara úr landi. Fræg- asta dæmi þess er mál hinna 12 rússnesku kvenna, sem gift- ust breskum ríkisborgurum á stríðsárunum. Þær hafa ekki enn fengið að fara úr landi og munu sennilega aldrei fá leyfi til þess. Til viðbótar þessu kemur svo það að nýlega hafa Rússar sett lög, sem banna rússnesku fólki að taka sjer maka af öðru þjóðerni en rússnesku. Eru þau lög einstæð í heiminum. l/ílzuerji óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU í eldhúsinu hjá Erlendi ÞAD VAR fyrir tilviljun eina, að jeg lenti í eldhúsinu hjá Er- lendi á sunnudagsmorguninn. Við vorum á flækingi niður við höfn nokkrir Reykvíkingar eins og vant er á sunnudags- morgni, þegar nýsköpunartoga inn Akurey sigldi inn í höfn. Akurey var að koma frá Þýska landi og Erlendur Guðmunds- son, er þar matsveinn. í þau fáu skipti, sem jeg hefi komig um borð í nýsköpunar- togaia hefir jafnan staðið þann ig á, að þeir hafa verið að koma til landsins í fyrsta skipti og því fult'af fólki um borð. • En sá munur, maSur ERLENDUR hefir verið mat- sveinn til sjós og lands í síðast liðinn 30 ár, að jeg held. Hann var á gömlu togurunum og get- ur þ”í borið saman það gamla og hið nýja. „En sá munur, maður“, sagði hann líka þegar jeg, spurði hvernig hann kynni við sig- „Engin kol að bera inn, nje ösku út. —- Olíukynding, sem kviknar á með einu handbragði. Og hjer er hrærivjel og hakka- vjel í senn. Ekki mikil fyrir- höfn að baka. Hægt að koma 70 smákökum fyrir í einu í ofn inum“. • Eins og á jólunum ,ÞAÐ er hvítmálað hjá þjer Bldhúsið, eins og á stóru far- «lllllllllllllllllllinilllllllMIIMMII(IIMMIIII 11111111111IIIII þegaskipunum, varð mjer að orði“. „Já, mjer finst að eldhús í skipum eigi að vera .hvítmáluð, segir Erlendur, „og ekki þarf svo sem að óttast sótið“. ,,Það er auðvelt að þrífa“, bætir hann við, en hvað sem því líður, þá er eldhús, borðsal- Ur og geymslur allar eins og nýlega væri búið að taka til fyrir jólin“. Nýmjólk allan túrinn MATSVEINNINN er hreykinn af frystiklef anum: „Hjer er hægt að geyma allan mat eins lengi og óskað er og það, sem betra er, það þarf ekki að fleygja matnum, afgöngum, eins og hjer áður fyrr, þegar ekki var hægt að geyma neitt deginum lengur. „Og nýmjólk höfum við all- an túrinn. — Alt að því 20 daga getum við geymt hana eins og nýja. Það hefði einhvern tíma þótt gott til sjós, að fá skyr og nýmjólk og jafnvel rjórpa til hátíðabrigða, úti í sjó“. • Öll þægindi OG VIÐ Erlendur höldum á- fram að rabba saman og bera saman viðurværi sjómannanna okkar fyrr og nú. Það þarf nátt úrlega engum blöðum um það að fletta, að aðbúnaðurinn er orðinn alt annar og fyrst nú fullkomlega mannsæmandi, á MMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMIlMIIMMMMMMnllmlnMII nýsköpunartgourunum. Þar eru setustofur, útvarps- tæki í hverjum klefa, loftræst- ing og hiti í besta lagi. Hrein- lætisklefar og yfirleitt öll þau þægindi, sem hægt er að hafa um borð í fiskiskipum. • Alt opið ÞEGAR matsveinninn, sem sýndi mjer um skipið, opnaði búrið. sagði hann: „Úti í sjó er það ekki lokað- Það er bara læst á meðan við erum í höfn. „Nú þarf ekki lengur að læsa alt inni fyrir piltunum. Þeir fá nóg oe þurfa ekki að ræn- ast í matinn milli mála. Hier áður fyrr þurfti að loka öllu, og þó var brotið upp stund- um á nóttunni • Hreykinn af skipinu VIÐ landkrabbarnir, sem sjald an komum í heimsókn í nýsköp unartogarana, höfum gott af að sjá, hvernie að sjómönnunum okkar er búið og getum glaðst. yfir því, að við gefum ekki neinum öðrum þjóðum eftir hvað snertir aðbúnað að fiski- mönnum okkar. Höfum meira að segja verið öðrum til fyrir- myndar. Og kannski er mest gaman, að hlusta á sjómennina sjálfa tala um þessi nýju skip, heyra þá bera saman við gamla tím- ann. Þeir eru hreyknir af nýju skipunum sínum og þeir mega lika vera það. •IMMIMIMMIMMIMIIIIIMIIMMKIIMIMIMMMIIIIMIIMIMIIIIIIII Þjóðviljanum er s.l. sunnudag tíðrætt um að íslenskum kommúnista hafi verið neitað um lanctvistarleyfi í Bandaríkj- unum og telur það freklegt brot á persónufrelsi og mann- rjettindum. Skal það mál ekki rætt hjer en allir vita að Bandaríkin eru opið land en ekki lokað. Er blaðinu ókunnugt um hvort nokkrum íslenskum komm- únista hefur verið neitað þar um landvistarleyfi eða hverjar ástæður þess eru ef það hefur verið gert. En vitað er að síðan upp komst um hinar víðtæku njósnir kommúnista og skemmdarstarfsemi í Kanada hafa ýmsar þjóðir tekið upp varúðarráðstafanir gagnvart innflutningi kommúnista. Hitt er furðulegt að málgagn Moskvavaldsins á íslandi, skuli telja sjer henta að hefja umræður um lokun landa og takmörkun landvistarleyfa. Sovjet Rússland er lokaðasta lands heimsins. Það er sannkallað svarthol. Þangað má engin Ijósglæta frá umheiminum komast inn. Svo koma undirlægjur svartholsmanna og tala um skerð- ingu á persónufrelsi f sambandi við landvistarleyfi í öðrum löndum!!! Geta þessir bjálfar aldrei lært að skammast sín? Iþróttaaírek MÖRGUM hefur þótt nóg um hinar tíðu farir íslenskra íþróttamanna til útlanda á þessu ári. Hafa þær raddir jafn- vel heyrst að þeim gjaldeyri væri miðlungi vel varið, sem veittur væri til þess að kosta þær. Um þessar mundir er nýlokið Norðurlandamóti í frjálsum íþróttum. Var það haldið í Stokkhólmi. Þar kepptu Finnar, Danir, Norðmenn og íslendingar við Svía. Niðurstaðan varð sú að Svíar unnu eins og við var búist. En það, sem sjer- staka athygli hefur vakið á þessu móti er frammistaða Islend- inganna þar. Við sendum fimm menn þangað og hafa þeir allir náð ágætum árangri. Tveir þeirra hafa orðið stigahæstu menn mótsins og ef allar íþróttagreinar, sem keppt var í, eru reiknaðar með, fær ísland næst hæsta stigatölu af Norð- urlandaþjóðunum, sem kepptu við Svía. Það er ekki rjett að vanmeta þýðingu íslenskra íþrótta- afreka á erlendum vettvangi eða telja eftir lítilfjörlega ferða- peninga íþróttamanna okkar. Meðal allra menningarþjóða skipa íþróttir og líkamsmennt öndvegissess. Góð frammistaða íslenskra íþróttamanna hefur þessvegna mikla raunhæfa þýðingu fyrir land þeirra og þjóð.Hún er vottur þess að hjer búi heilbrigð og hraúst þjóð. Um leið og við fögnum úrslitum Norðurlandamótsins þÖkk um við hinum ungu íþróttámönnum okkar drengiléga keppni og glæsileg afrek. MEÐAL ANNARA ORÐA .... | MIMIMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMIMMIMMMMMMIMIIIMIMMMIIMMMMIMMMMMIMIMMMMMMMMIMMIMIIMMIIMM»»»A '* Leitin að Salvatore Giuliano. ræningjaforingja Eftir Arnoldo Cortesi Á RÁÐUNEYTISFUNDI á ítal- íu var nýlega ákveðið að greiða lögreglumönnum, sem taka þátt í leitinni að Salvatore Giuliano hærra kaup en öðrum löreglu- mönnum. Þessi ákvörðun minnir á það, að ítalska ríkið á nú í styrjöld þó að það sje að vísu lítil styrj- öld. En í þessari styrjöld eru notuð nærri öll nýtísku vopn nema kjarnorkusprengjan. • • MARGIR VIN- VEITTIR GIULIANO STYRKLEIKAHLUTFÖLL styrjaldaraðilanna þarna eru gífurlega mikil, þar sem ræn- ingjaflokkur Giulianos er nú að mestu uppleystur og talið er að ekki sje nema 15 eða 20 járn haiðir fjelagar sem fylgja hon- um. En þeir hafa nóg af góðum vjelbyssym og skotfærum. Og fjöldi Sikileyinga er vinveitt- ur Giuliano og hann hefir mörg hundruð manna sem hann get- ur kallað út í eina og eina ráns- ferð til að villa fyrir lögreglu- liðinu. í löregluskýrslum segir, að hver einasti búandi í ná- grenni Montelepre og Partinico á Sikiley sje tilbúinn að berjast með Giuliano, ef hann er í mik illi hættu staddur, en þarna er einmitt helsta ræningjabælið. • • LÖGREGLAN HEFIR NÝTÍSKU VOPN LÖGREGLUSVEITIRNAR eru eftir reglugerð frá 24. )£gúst s.l., skipaðar 3000 mönnum. — Þeir hafa gnægð af vjelbyssum, jeppum og brynvörðum bifreið- um. Ein Jiðssveitin er fallhlífa- sveit. Nú eru margar flugsveitir með Spitfire flugvjelum komn- ar til eyjarinnar og er verið að hugsa um að taka í notkun heli kopter flugvjelar. Allar þessar sveitir eru undir einni yfir- stjórn og með þeim er fram- kvæmd leitin að þessum mesta ræningjaforingja, sem uppi hef ir verið á síðari tímum. • • ÓTRÚLEGT AÐ GIULIANO NÁIST Á NÆSTUNNI EFTIR öllum likum að dæma ætti Giuliano því ekki að vera vært á eynni. En þrátt fyrir alt þá eru ekki taldar miklar líkur á að Giuliano náist á næst unni. Satt að segja trúir nærri því enginn Sikileyingur, að Giuliano náist nokkuintíma. — Lögreglan verður ekki aðallega að berjast við bófaflokkinn, heldur við illfært landslagið kringum Montelepre og við ó- vild bændanna < umhverfinu. Giuliano og menn hans koma eins og vofur úr myrkrinu, brennandi, rænandi og myrð- andi. Síðan hverfa þeir og eng inn veit, hvert þeir fara og eng inn bóndi hefir sagt frá felu- stað þeirra. • • GIULIANO 26 ÁRA HRÓI IIÖTTUR BÖFUÐANDSTÆÐINGARNIR eru tveir. í fyrsta lagi er það Giuliano sjálfur, sem vill láta líta á sig sem Hróa Hött 20. aldarinnar. Hann er laglegur, 26 ára að aldri, fullur af Sikil- eýsku fjöri. Hann getur vissu- lega talist einn mesti ræningja foringi, sem uppi' hefir ýerið, •ef. tekið er tillit til þess, að sið- an sóknin gegn honum hófst, haía 100 lögreglumenn fallið í viðureigninni. Hann hefir hvað eftir annað stofnað til launsát- urs gegn lögreglusveitum, en aldrej fallið sjálfur í launsát- ur. • • LUCA ER KALD- RIFJAÐUR LÖG- REGLUMAÐUR ANDSTÆÐINGUR hans er Ugo Luca, lögregluforingi, sem er talinn mjög kænn lögreglu- foringi, kaldrifjaður og fljótur. Strax þegar hann tók við lög- reglustjórninni, ljet hann flytja bækistöðvar sínar frá Palermo til Partinico, sem er í miðju r æning j ahjeraðinu. Fw-nrætlun Luca viiðist vera sú ,að setja lögregluverði við hvert einasta bændabýli í hjer aðinu, að sækja þannig dýpra og dýpra inn á svæðið, þar sem Giuliano hefir sig mest í frammi. • • ÞAÐ Á AÐ SVELTA GIULIANO INNI ÞEGAR alt hjeraðið er þannig oiðið fult af lögreglumönnum, gerir Luca rá.ð fyrir, að Giuli- ano verði að koma fram úr felustað sínum til að afla sjer matvæla. Og jafnframt þessu er haldið áfram handtökum á mönnum, sem grunaðir eru um að veita Giuliano hjálp. Faðir hans, bróðir og systir eru höfð í haldi á eynni Ustica hjá Paler- mo og móðir hans er í fangelsi í Trapani. Heimsækir Þýskaland. WASHINGTON — Gray, her- málaráðherra Bandaríkjanna, mUn fárá í héimsókn til Þýska- lands 18. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.