Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. sept. 1949 Jón Sumarliðason hreppsfpri, sexfugur í DAG er Jón hreppstjóri á Breiðabólstað.sextugur, fremst- ur manna í bændaröð Dala- sýslu. Þegar komið er vestur yfir Brattabrekku niður í Sökkólfs- dalinn og sjer fyrst til bygða i j. Dölum blasif við tún mikið i’.og sljett og bær vel húsaður. Sjest það fljótlega að þar hefir lengi verið búið rausnarbúi og umgengni öll verið hin prýði- legasta. Það er éins og hjerað- ið fái annan svíp: fyrir augum ferðamannsins þegar fyrsti bær inn er slíkur, en ekki neitt dala l ot eins og ókunnugir kynnu að gera ráð fyrir þar fram til ijalla. Bær þessi er Breiðabóls- ^staður. Þar er Jón Sumariiða- json borinn og barnfæddur og þar hefur hann dvalið alla æfi. Á Breiðabólsstað bjuggu for- eldrar hans við rausn og ágæt- an'orðstí, þau Sumarliði Jóns- son óg Elísabet Baldvinsdóttir. Er Súrriarliði fjell frá stýrði ekkjan fcúinu með aðstoð barna sinna og hjelt sama myndar- brag. Jón tók við jörð og búi af móður sinni og hefir haldið þar öllu í horfi um rausn og ráðdeild, og umhirðu óðals áfns. Jón er kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur frá Gunnarsstöð- um, ; myndar og þrýðiskonu í hverri grein, eri hún hefir nú 'iim fjölmörg ár órðið að dvelja Tángdvölum —- stundum svo árum skiptir, — á heilsuhælinu á Vífelstöðum, Þau hjón eiga eifia dóttur barna, Elísabet, gipta í Reykjavík. Jón hefir búið á Breiðaból- stað á fjórða tug ára og bætt * tún jarðarinnar mjög svo og Ííps hennar og lagt við hana . smájörð handan Miðár en litlu : i.Á/V neðar. Er nú Breiðabólsstaður hæg heyskaparjörð en var áður erfið fjallslægjujörð. Á Breiða- bóísstað hefur verið umsvifa- mikill búskapur og margt hjúa, en jafnan hjúasælt. Hefir Sæ- uriri systir Jóns haft þar bús- förráð írinanbæjar um mörg ár en vanheilsa hindraði húsfreyj- una frá þeim störfum. ,w Fram á síðustu ár var mikil gestanauð á Breiðabólstað áður gn bílferðir tókust yfir ,,Brekk- una“. Á vetrum voru þar stundum næturgestir á annan tug og fjöldi hesta, en jafnan var til gnægð fæðis óg fóðurs í búi . ,fyrir menn og hesta. Gestrisni . og öll aðhlynning var í besta máta, en gestir stundum hríð- hraktir af fjalli ofan. Minnast þar margir góðrar gistingar. .Hefir Breiðabólstaður jafnan verið til sóma og gagns hjerað- ,inu. Jón er greindur maður og athugull í besta iriáta, yfirlætis- laus og frekar hljedrægur ekki langorður í ræðum, en talar skipulega og jafnan eru tillög- ur hans þungaf á vog. Hann hefir haft á hendi fjölmörg opin ber störf fyrir sveit sína, var oddviti um skeið, hefir verið nú um tuttugu ár hreppsstjóri og sýslunefndarmaður, formað- ur, ræktunarsambands Suður- dala, formáðúr Kaupfjelags Hvammsfjarðar um skeið. For- maður er hann fasteignamats- nefndar og kosinn af Alþingi í sauðfjársjúkdómanefnd. Hann er riddari fálkaorðunnar. Jón nýtur óskoraðs trausts samhjeraðsmanna sinna og á það skilið, vex hann ávalt við viðkynningu. Vinsæll er hann og traustur vinur vina sinna. Jeg voga varla að lýsa Jóni frekar, því að hann telur þá lýsingu oflof um sig sem við vitum að rjett er. Jón hefir nú látið að mestu af búsýslu, enda heilsa hans ekki sterk. Dvelur nú með hon- um eldra heimilisfólk hans, þar á meðal tengdamóðir hans merkiskonan Ingiríður Krist- jánsdóttir 98 ára. Jeg vil að lokum nota hjer tækifærið og þakka Jóni á Breiðabólsstað fyrir ágætt sam- starf og mikilsverða aðstoð þau 29 ár sem jeg hefi haft hjeraðs- stjórn í Dölum. Óska jeg hon- um langrar og gæfuríkrar æfi. Fyrir hönd hjeraðsbúa flyt jeg honum einlægar hamingjuósk- ir á þessu afmæli. Veit jeg að þeir æskja að njóta sem lengst starfskrafta hans. Þorst. Þorsteinsson. • Sfaksteinar Frh. af bls 2. frelsi. Hin tvö verslunarform hafa keppt um viðskipti fólks ins. Þau verða að gera það áfram. Tímaklíkan er bví mótfallin. Hún vill útrýma öðrum aðila verslunarinnar með einokunaraðferðum og þrælatökum. Um þetta standa deilurnar. Stefna Sjálfstæðismanna SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN vill að samvinnuverslun og einstaklingsverslun haldi áfram að keppa um viðskipt in. Hann telur að í því felist besta tryggingin fyrir heil- brigðri verslun og hagstæðri fyrir almenning. Reynslan sýnir að samkeppnin braut niður verslunarkúgunina og selstöðuskipulagið. Afnám samkeppninnar nú þýddi nýja verslunarfjötra og flokkseinræði Tímaklíkunn- yfir þjóðinni. Skoða vcrksmiðjur. NEW YOP.K — 55 verkfræði- stúdentar frá 19 löndum ferðast nú um Bandaríkin til þess að kynna sjer framleiðsluaðferðir Bandaríkjamanna. Bandarískir sfúdenfar í hafdi hjá Rússum BERLÍN — McCloy, yfirmaður bandarísku hernámsstjórnarinn ar í Þýskalandi, hefur ritað yfirmanni rússneska hernáms- svæðisins brjef og krafist þess, að tveimur bandarískum stúd- entum, sem Rússar handtóku fyrir mörgum mánuðum, verði sleppt úr haldi. Piltarnir voru teknir, er þeir óviljandi fóru á reiðhjólum sín- um inn á rússneska hernáms- hlutann. Areistis Olafsson lögg. endurskoðandi í DAG fer fram útför Arelíusar Ólafssonar. Hann varð bráðkvadd ur við starf sitt 6. þ.m. Arelíus er fæddur á Eyrar- bakka 20. apríl 1904. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Sigurðs son, söðlasmiður og Þorbjörg Sig- urðardóttir, en hún ljest fyrir nokkrum árum. Arelíus átti 6 systkini, þau Sigurð Óla, kaupm. Selfossi, Sigurgeir, en hann ljest á fermingaraldri, Hans, á Selfossi Sigríði á Eyrarbakka, Guðm. Geir á Selfossi og Margrjeti hjer í Reykjavík Arelíus kvæntist aldrei, en lætur eftir sig dóttur, Ester, nú 8 ára. Árið 1924 útskrifaðist Areiíus úr Verslunarskólanum. Endur- skoðunarstörf hóf hann hjá N. Mancher og Birni E. Árnasvni árið 1926. Hjá Birni E. Árnasyni vann hann frá 1930 til 1939, en setti þá á stofn sína eigin end- urskoðunarskrifstofu, sem hann rak til dauðadags. Endurskoðun- arprófi lauk hann 31. okt. 1938. Mjer er einkar ljúft að minn- ast Arelíusar. Hann var miklum mannkostum gæddur og hvers manns hugljúfi. Hann skipaði sess sinn með prýði, og alveg sjer stakur eljumaður við störf sín, vinfastur og tryggur í lund. Mjer er minnisstætt ferðalag okkar austur yfir fjall fyrir nokkrum árum. Við heimsóttum vini og frændur bæði á Eyrarbakka og á Selfossi. Þá sá jeg ljóst hve öll- um þótti vænt um Arelius — hve hlýtt andaði um hann hvar sem við komum. Jeg fann einnig að þarna þótti Arelíusi gott að vera, hjá föður, systkinum og æsku- vinum. Þaðan eru honum áreiðan lega í dag sendar hlýjar hugsanir og kveðjur. Út að gröf þessa manns, sem kallaður var burtu á besta skeiði lífsins, er gengið með söknuði og trega. Þar er kvaddur góður drengur, og minningin er harla dýrmæt um hinn glaða og sístarf- andi eljumann. Arelius! við vinir þínir horfum á eftir þjer til hinna sólroðnu landa. Það er og verður bjart um þig á þeirri göngu. Sigurður Sigurgeirsson. Silfurbrúðkaup Maðurinn, ssm helði getað gert gagn (Framh. af bis. 2) Sá leikur var gerður til bess að hindra, að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi forystu í stjórn landsins, eftir að hann yrði stærsti þingflokkurinn, svo sem hlaut að verða strax og sæmi- lega rjettlát kjördæmaskipun væri komin á. Síðan hefur ekki dulist að Her- mann Jónasson telur, að honum sje „áskapað að vera ráðherra“, eins og Jónas Jónsson rjettilega komst að orði. Skjótur frami, miklir líkamskraftar, löng seta í æðstu virðingastöðu landsins og lítt meltur lestur um er- lppda valdamenn hefur talið Hermanni Jónassyni trú um. að hver sá dagur, sem liði án þess að hann væri forsætisráðherra, væri óhamingjudagur fyrir Is- land. — Síldveiðiskýrslar Framh. af bls. 5. Ver, Hrísey, 5j0 Vjebjörn, ísafirði, 112 ! Víðir, Akranesi, 146 \ Víðir, Garði, S£ J Víðir, Eskifiröi, 64-. I Víkingur, Seyðisfirði, 14t/ Viktoria, Reykjavík, 14.2 Vilborg, Reykjavík, 2c 2, Visir, Keflavík, Ifa 1 Von, Grenivik, 1:. ö Vonin II, Vestm.eyjum, 2C 4 Vöggur, Njarðvík, 1234 Vörður, Grenivík, 'l Þorsteinn, Rvík, C14 Þorsteinn, Dalvík, 2! 63 Þorsteinn, Akranesi, Vo8 Þorgeir goði, Vestm.eyj., 2608 Þráinn, Neskaupstað, 3802 Þristur, Reykjavík, 1326 Ægir, Grindavík, 2381 Tveir um nót: Bragi og Fróði, Njarðvík 3 30 — Fimmtugur Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Guðrún Jónsdóttir og Jónas Sveinsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði. Eigrar um eirðarlaus _ Víst er um það, að frá því, að Hermann Jónasson ljet af völd- um, hefur hann enga eirð haft í sínum beinum. Hann hefur tal ið allt, er gerst hefur horfa til ills og hverja afglapana öðrum verri vera í ríkisstjórn. Alltaf hefur hrun og stjórnarkreppa Verið á næsta leiti að hans áliti og ekki lengra í burtu en eftir tveggja til þriggja mánaða tíma. . Aldrei hefur hann þó verið órórri en eftir að hans eigin flokkur kom í stjórn, án bess að hann væri sjálfur forsætis- ráðherra. Mennirnir, sem áður höfðu stutt hann dyggilega, áttu nú öðru að mæta frá hon- um. Vinnusemi Eysteins Jóns- sonar og flokkstrygð Bjarna Ásgeirssonar voru eiginleikar, sem Hermann kunni að meta á meðan þeir komu sjálfum hon- urn að gagni. En frá því, að þeir urðu ráðherrar án hans yfir- stjórnar hefur hann látlaust unn ið á móti þeim, jafnvel í flokks- ins eigin blaði, hvað þá bak við tjöldin, og manna á milli. Það er sannarlega ekki að furða, þó að kommúnistar vilji allt til vinna, að Hermann Jón- asson fái sigur og eigi kost á að braska við þá um völdin. En allur aimenningur harmar, að sá, er meira færi fekk á að láta gott af sjer leiða en nokkur annar, skuli hafa farið svo illa sem Hermann Jónasson. Framh. af bls. . - ingum hjer í bænum. — n’ sem þekkja þetta mál now. ri, vita að Kristján á sinn i u þátt í því að Austurbæjarfcí. bæjarfjelagíiiU til sóma. Þegar Austurbæjarbíó tok l starfa, varfc Kristján ira« - kvæmdastjóri þess og við þ ■> starf hefur hann lagt jafn mi) i alúð og við annað það sem i r. i tekur að sje*. Hvað Kristján tekur vj: .’ næst fyrir hendur, eða h\ hið tímafreka framkvæmö • stjórastarf, útheimtir alla han ; starfsorku skal ósagt látið, e:: æskilegast væri, að hann gætl látið bæjar- og þjóðfjelagio njóta skarps'kyggni sinnar op dugnaðar við þau verkefni, sen orðið geta almenningi til gagn,: og ánægju. Þetta myndi ekk: koma vinum hans á óvart, bv Kristján er sístarfandi og þráti fyrir árafjöldan að baki, þá er ekki annað að sjá en að hanr. sje hugtak frekar en raunveru- leiki, því ekki markar hann. Við vinir Kxistjáns Þorgríms- sonar, árnum honum heilla og fjölskyldu hans, en búast má við að bekkurinn verði þjettskip aður í hinu vistlega heimili Kristjáns og konu hans, Ásbjarg ar ÁrnadótU.: , að Kirkjuteigi 23. ____________________q Hvcit: til Ir.-in. TEIIERAN — Rússar hafa fallist á að selja 100.000 smál. af hveiti ti Iran, vegna vöntnnar á þéssari vön þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.