Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. árgangur. 208* tl)l. — Þriðjudagur 13* september 194-9- Prentsmiðja Morgunblaðsins IVJósnari í rússnesku naóðurskipi aðstoður við landhelgisbrot r Islenskir sjómenn hindra að rússneskum skipum verði komið undan Á SUNNUDAGINN tók varðskipió Faxaborg. fjögur rússnesk skip austur á Bakkaflóa við Langancs, eftir sögulega viðureign. Frjettaritari Mbl. á Seyðis-®*- firði símaði blaðinu þetta í gær. Rjettarhöld í mál skipstjór- anna gátu ekki farið fram í gær þar eð enginn gat skilið þá þar eystra og þarf að senda túlk hjeðan. Túlkurinn komst ekki til Seyðisfjarðar í gær, vegna þess að fiugveður var óhagstætt. Þórarinn Björnsson skipherra á Faxaborg, sagði frjettaritar- anum, að skipin hefðu öll verið innan landhelgislínunnar. Þrjú hefðu verið að veiðum, en hið fjórða fór inn fyrir línuna til þess að reyna að bjarga einu af skipunum út fyrir, áður en varð skipið kom, en þetta mistókst og vöru öli skipin fjögur tekin. Nánafi fregnir. í gærkvöldi hafði frjettarit- ari Morgunblaðsins á Siglufirði tal af síldveiðimönnum, sem voru austur við Fagranes við Bakkaflóa á sunundag og fylgd ust með því, sem þar gerðist. Þeir sögðu frjettaritaranum svo frá: Islensk síldveiðiskip voru allmörg stödd á Bakkaflóan- um á sunnudagsmorgun, er skipshafnir þeirra urðu þess varar að þrjú rússnesk síld- veiðiskip sigldu þar upp undir land og köstuðu þar nótum sínum. Rússneskt móðurskip var þarna álengdar utan línu. Skeyti sent til Faxaborgar. Það var kunnugt á íslensku skipunum, að varðskipið Faxa- borg var þar skammt frá. Var þess vegna sent skeyti frá einu af skipunum, til Faxaborgar, og skipstjóra hennar tilkynnt um hin erlendu veiðiskip, sem voru þarna að veiðum í land- helgi. En svo brá við, að skeytið var ekki fyrr sent, er liraðbát- ur kom úr sömu ált og móður- skipið til rússnesku veiði- skipanna er voru innan línunn- ar, og tók að draga eitt þeirra frá landi. En skipin, sem í landhelgi voru, voru ekki sigl- ingafær af því nætur Jieirra voru úti og festar í skipin. — Þetta viðbragð virtist ekki geta átt sjer aðra orsök en þá, að maður, sem skilur íslensku hafi heyrt skeytið, sem sent var Faxaborg. Samtölc íslensku sjóniannanna. Er sást til ferða hraðbátsins frá hinum íslensku veiðiskipum og sjeð var hvað hann var að gera, að hann átti að sjá til, að rússnesku skipin væru komin út fyrir ,,línu“, áður en varðskipið bæri þar að, þustu íslensku skipin, er þarna voru nálægt, á vettvang hvert þeirra sem betur gat, og voru á skömmum tíma komin þar ein sextán að tölu. Sigldu þau svo fyrir hrað- hátinn, að útrás lians úr land- helginni tafðist, svo þarna hófst að heita mátti ,,köld sjóor- usta“, er varð til þess, ap Faxa borg kom að öllum hinum rúss nesku veiðiskipum innan land- helgislínu. En þegar sást til Faxaborgar forðaði hraðbátur- inn sjer til hafs. Fjármálaráðslefnan í Washington „Dollarabilið“ brúað fyrir 1952 van Zeeland Sýna mótþróa. Er Faxaborg kom til rúss- nesku veiðiskipanna sýndu skipstjórnarmenn þeirra þrjósku fyrst í stað, svo varð- skipið skaut aðvörunarskoti og setti síðan gæslumann um borð í eitt þeirra. Er skipstjórnarmenn rúss- nesku veiðiskipanna höfðu 'beygt sig fyrir varðskipinu, skýrðu skipstjórar íslensku síld Framh. á bls P PAUL van ZEELAND. utan- ríkisráðherra Belgíu, sem hefir verið kjörinn formaður efna- hagssamvinnustofnunarinnar í stað Spaak’s. , Fjórði hlufi úlyjaldanna lil hernaðar RANGOON, 12. sept. — Gert er ráð fyrir um 140 milljón sterl- ingspunda halla á fjárlögum Burrna. Frá þessu var skýrt hjer í dag, og um leið að um fjórði hluti ríkisútgjaldanna mundi fara til hernaðarþarfa, í sambandi við uppreisnarástand ið, sem nú ríkir í landinu. — Komið verði á jafn- vægi milli sterlings- og dollarasvæðanna Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reutcr. WASHINGTON, 12. sept. — Fjármálaráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada tilkynntu í dag, að menn gætu gert sjer vonir um, að „fullnægjandi jafnvægi“ milli sterlings og dollara- svæðanna yrði komið á fyrir 1952. í tilkynningunni sem ráð- herrarnir gáfu út, var getið tíu leiða, sem styðjast á við, til þess að brúa dollarabilið milli þess, sem Bretland kaupir frá dollara- svæðinu og selur því. í áætluninni er meðal annars vikið að rotkun erlends fjármagns, hráefnasöfnun Bandaríkjamanna frá sterlingsvæðinu, innkaupum fyrir fjárframlög Marshalláætlun- arinnar, tollum, vöruflutningum með skipum og fleiru. „Dollaraáætlunin“ Til þess að hefja framkvæmd Hitabylgja á Norður-ir t 8 ■ ir í tilkynnmgu fjarmalarað- herranna, hefur og verið geng- ið frá samkomulagi um bráða- birgðaaðgerðir, sem hafnar verða þegar í stað. MIKIL hlýindi eru nú um Norð urland og Austur, svo mikil að óvenjulegt er á þessum tíma árs. Norður á Dalatanga náði hitastigið 26 stigum í gær, en jafnmikill hiti mældist suður í Hollandi. A Norðurlöndunum mun hafa verið frá 10 til 18 stiga hiti í gærdag. Hitinn Norðanlands og Aust- an var í gær yfirleitt 16 til 18 stig, en vindur er hvass sunnan og suðaustan. Tékkneskir ka|Dólikarsendastjðrn- arvöldum komma úrslitakosti Krefjasi frúfrelsis og mólmæla afskiftum yfirvaldanna af málefnum kirkjunnar Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÓMABORG, 12. sept. — Útvarpið í páfagarði skýrði frá því í dag, að kaþólska kirkjan í Tjekkóslóvakíu hefði nú sent stjórnar- völdunum þar úrslitakosti í deilunni, sem verið hefur á milli hennar og kommúnistarstjórnarinnar. Eru liðnir nokkrir dagar síðan kaþólsku þiskuparnir í Tjekkóslóvakíu sendu kommún- itunum tillögur sínar um lausn deilunnar. <&- Trúfrelsis krafist. * í orðsendingurini er afskiftum kommúnista af tjekknesku kirkjunni harðlega mótmælt. Þá er farið fram á það, að trygg- ing verði gefin fyrir endurreisn trúfrelsis í landinu, og þess kraf ist, að hætt verði að leggja hömlur á athafnafrelsi Berans erkibiskups í Prag. Áframhaldandi ofsóknir. Frá Prag herma fregnir hins- vegar, að kommar haldi áfram ofsóknum sínum á kaþólika, — hafi meðal annars mjög skert frelsi erkibiskupsins á Mæri, en hann er annar æðsti maður ka- þólsku kirkjunnar í Tjekkó- slóvakíu. Lögregluvörður er nú iim bú- stað hans og leynilög'reglumenn fylgja honum, þegar hann fer út. Danir undrandi yfir árangri Sslendinganna Frá frjettaritara Mbl. K.HÖFN, 11. sept. — íþróttafrjettaritari Politiken skrifar um íþróttamótið í Stokkhólmi og hrósar mjög frammistöðu Islendinga þar. Hann segir meðal annars, að laugardagurinn hafi fvrst og fremst verið dagur Islands. Talar hann um, að ótrúlegt sje hve góðir íþróttamenn komi frá ekki stærra landi en Islandi. „Og með sínum 138,000 íbúum er líklcgt, að Island myndi vinna Ðan- mörku í frjálsíþróttakeppni og standa Finnlandi og Nor- egi jafnfætis“, segir íþrótta- frjettaritarinn að lokum. —Páll. „Aðalpunktar“ Hjer fara á eftir „aðal- punktar“ áætlunarinnar: 1) Notkun erlends fjár- magns. — Bretar, Banda- ríkjamenn og Kanadamenn munu reyna að stuðla að því, að bandarískir einstakl ingar leggi fram fje til framkvæmda erlendis. 2) Hráefnasöfnun. — Kanadamenn eru reiðubún- ir til að auka varabirgðir sínar af tin og gúmmi- Bandaríkin munu „endur- skoða birgðasöfnunaráætlun sína. . .“ 3) Tollar. — Bæði Banda- ríkin og Kanada gefa yrir- heit um að endurskoða tolla löggjöf sína, til þess að auð- velda innflutning erlendrar vöru. 4) Sterling-skuldir. — Bandaríkin og Kanada lofa að „rannsaka nánar“ það vandamál, sem skuldir Breta við aðrar þjóðir hafa í för með sjer. 5) Marshallaðstoðin. — Bretar fá aukið frjálsræði til þess að nota þá dollara, sem þeir fá samkvæmt ivfarshallaðstoðinni. i „Herráð“ í samkomulagi fjármálaráð- herranna er loks gert ráð fyrir~ því, að Bretar, Badaríkjamenn og Kanadamenn stofni nokkurs konar ráð í Washington, sem starfa mun á fjáTmálasviðinu. Frjettamenn hjer í Washing- ton líkja því við herráð banda- manna á styrjaldarárunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.