Morgunblaðið - 24.09.1949, Blaðsíða 5
r Laugardagur 24. sept. 1949.
MORGVlSBLAilÐ
* }
MORRÆIM PARAOÍS í HELSINGFORS
Eftir Þorbjörn Guðmundsson.
Helsingfors, 17. sept.
BJÖUNDA norræna garðyrkju-
Býningin stendur nú yfir hjer í
Helsingfors. — Hún hefur að
giokkru leyti sett svip sinn á
foæinn. Fánar Norðurlandanna
folakta þar við hún og gistihús-
3n eru yfirfull af ferðamönn-
um frá þátttökulöndunum. —
'Verudari sýningarinnar er
Paasikivi forseti Finnlands.
Um 30 íslendingar hafa kom-
Ið hingað til borgarinnar í sam-
foandi við sýninguna. Meðal
foeirra er Bjarni Ásgeirsson,
landbúnaðarráðherra og kona
foar.s,
Þetta er í annað sinn, sem ís-
lendmgar taka þátt í norrænni
garðyrkjusýningu. Þeir voru
sneði l þátttakenda á sýning-
unni í Kaupmannahöfn 1937.
Það var einnig fyrsta sýningin,
sem Finnar voru með, en þetta
er i fyrsta sinn, sem sýningin
er haldin hjer í Helsingfors.
Þegar komið er inn í hinn
stóra sýningarsal í Másshallen
er eirs og stigið sje fætinum inn
í annan heim. Angan blóma og
ávaxta leggur á móti manni.
Hverc sem horft er, gefur að
iíta btskrúðugar skrautjurtir,
allskcnar grænmeti og ávexti.
>— Osjálfrátt staldrar maður
við. — í fljótu bragði, er erfitt
*— kannske ekki síst fyrir okk-
ur Islendinga — að átta sig á,
að allt þetta sje frá hinum norð
lægari löndum, en ekki suðræn
paradis.
Allt milli himins
•og jarðar
Firmlandsdeildin blasir fyrst
víð. Hún er mjög fjölbreytt og
stærst, „Hjer er allt milli him-
Ins og jarðar,“ segja þeir Ingi-
mar Sigurðsson í Hveragerði og
Sveinii GuðmundsSon að Reykj-
um, en jeg taldi hyggilegra að
vera í náiægð faglærðra manna,
iþegai' jek skoðaði sýninguna.
Ingimar og Sveinn voru meðal
jþeirra Islendinga, sem áttu sæti
í dómnefndum. Annar dæmdi
um pottaplöntur, en hinn um
afskorin blóm.
Þrátt fyrir skrautleg blóm,
eru ávextirnir athyglisverðast-
Ir í Finnlandsdeildinni, en þeir
eru sjerstaklega fallegir. Upp-
skeran hefur verið góð, þótt
Gumarið hafi verið heldur kalt
«og rigningasamt. Finnar eru
'iíka stoltir af ávöxtum sínum,
og hafa fyllilega ástæðu til þess.
Fallegustu blómin
frá Danmörku.
Þegar innar dregur í salinn,
jer sænska og norska sýningin
á hægri hönd, danska á vinstri,
jen Islandsdeildin er fyrir miðju.
Hjá Dönum eru það blómin,
sem taka öllu öðru fram. Danir
geta stært sig af því, að þeirra
folóm hafa verið tekin fram yfir
folóm annarra þátttökuríkjanna,
]þar sem þegar hefur verið til-
kynnt, að tveir danskir garð-
yrkjumenn hljóti gullverðlaun
íyrir blóm sín. Heildarúrslit
pamkeppninnar hafa þó ekki
enn verið birt. Annar danski
s,gull-maðurinn“ fjekk verð-
xaun fyrir nýja tegund, sem
Iiann hefur fengið með jurta-
iíynblöndun.
(slandsdeild garðyrkjusýningar-
- en vakti mikla athygli
innar er
PAASIKIVI, forseti Finnlands, skoðar íslensku deildina á garð-
yrkjusýningunni í Helsingfors. Með forsetanum er Bjarni Ás-
geirsson, landbúnaðarráðhcrra.
Smekkleg íslandsdeild.
Og nú er komið að íslands-
deildinni. Hún er langminnst,
en mjög smekkleg og vel frá
henni gengið. Er óhætt að segja
að hún veki óskipta athygli.
Þarna eru afskorin blóm,
mjög fallegar rósir, nellikur,
„prestakragar“, kallar o. fl. Þá
eru vinber, stórar og bústnar
melónur, tómatar, agúrkur, hvít
kál, gulrætur, blaðlaukar, rauð-
rófur o. fl. Spjald hefur verið
lagt hjá íslenska grænmetinu,
þar sem tilkýnnt er, að það hafi
hlotið bronce-verðlaun. Þó varð
að skilja blómkálið, sem garð-
yrkjumennirnir höfðu bundið
mestar vonir við, eftir héima,
þar sem það fraus tveim dög-
um áður en farið var. — Þarna
eru einnig myndir úr gróður-
húsum á íslandi og af íslensk-
um hverum. Mjög vel gert ís-
landskort, sem sýnir hvera-
svæði á íslandi og línurit varð-
andi garðyrkju eru og á sýning-
unni. Ólafur Júlíusson, sem nú
stundar nám í Stokkhólmi, hef-
ur gert þau.
„Hjerna cr skýringin“.
Það er allmikil þröng fyrir
framan íslensku sýninguna. —
Fólk átti auðsjáanlega erfitt
með að átta sig á, áð á íslandi,
sem liggur svo norðarlega, skuli
hægt að rækta önnur eins blóm
og suðræna ávexti.
Jeg skildi ekki hvað Finn-
arnir sögðu og vissi ekki heldur
hvort gamli Svíinn, sem stóð við
hliðina á mjer, skildi þá, en eft-
ir að hafa staðið þögull nokkra
stund, sagði hann upp úr eins
manns hljóði: „Hjerna er skýr-
ingin“, og benti á mynd af rjúk-
andi hver.
Þessi litla íslandssýning er
landinu til sóma, og á Garð-
yrkjufjelagið, sem að henni
stendur, miklar þakkir skyldar
fyrir það mikla og vandasama
verk, sem það hefur unnið.
Noregur.
Frá ísland; x farið til Nor-
egs. Grænr. ; Norðmannanna
er prýoilegt og norska blóma-
beðið, sem merkt er Frantz
Hegg, er eitthvert það fegursta
í sýningarsalnum. En frá öllum
þátttökulöndunum nema íslandi
sýna einstakir garðyrkjumenn
vöru sína. Engin tök voru aftur
á móti á, að koma því við hvað
ísland snerti vegna erfiðleik-
anna á að flytja svo mikið magn
af sýningarvöru til Helsingfors,
þótt annað hafi ekki verið því
til fyrirstöðu.
Svíþjóð.
Sænska deildin er mjög stór
og fjolbreytnin mikil, en ekki
er gott að gera upp á milli hvað
er best hjá Svíunum. Allt virð-
ist vera svipað en ekkert sjer-
stakt skera sig úr nema ef til
vill kálið, sem er miklu stærra
en frá hinum löndunum. Samt
var sænska grænmetinu ,að-
eins“ skipað í flokk með því ís-
lenska. Það var verið að setja
þar spjald um bronce-verðlaun.
Sýningin þýðingarmikil
fyrir ísland.
Það mætti skrifa margt og
mikið um sýninguna frá fag-
legu sjónarmiði og verður að
sjálfsögðu gert síðar af mönn-
um, sem vit hafa á. Enginn vafi
er á því, að fyrir íslenska garð-
yrkjumenn hefur hún ómetan-
lega þýðingu. Þeir kynnast hjer
nýjungum í fagi sínu og fá gott
tækifæri til að bera framleiðslu
sína saman við framleiðslu
hinna Norðurlandanna. Það er
þeim ómetanlegt. Starf þeirra
hefur borið ríkulegan ávöxt og
öllum verður ljóst, að íslensk
garðyrkja á mikla framtíð fyr-
ir sjer. — ísland hefur ekki sagt
síðasta orðið í norrænni sam-
keppni á því sviði.
Vildum sýna,
að ísland er fleira
en frostrósir.
Það er fyrst og fremst þrennt,
sem vakti fyrir íslandi með
þátttöku í þessari sýningu, sagSú
Bjarni Ásgeirsson, landbúnað-
arráðherra, í hádegisverðar-
boði, sem hann og kona hans
hjeldu íslensku ræðismanns-
hjónunum og íslendingum, sem
hingað komu í sambandi við
sýninguna. í fyrsta lagi vildum
við undirstrika með því, sagði
hann, hve mikils við metum
norræna samvinnu og álítum
hana landi okkar þýðingar-
mikla. Þá vildum við sýna hvað
við getum á sviði garðyrkjunn-
ar og að á íslandi vaxi fleira
en frostrósir. Síðast en ekki
síst komum við til þess að sjá
eitthvað nýtt, sem við getum
flutt heim og að gagni má
koma. Ráðherrann kvaðst hafa
verið hálf hræddur um, að ís-
land myndi týnast, en Finn-
arnir hefðu sjeð um, að svo væri
ekki. ísland hefði fengið sýn-
ingarsvæði á mjög áberandi
stað og blöðin hefðu birt stórar
myndir af íslandsdeildinni. —
Svo þakkaði hann garðyrkju-
fólkinu fyrir frábært starf. —
Að lokum ávarpaði hann ræðis-
mannshjónin Eirík og Linu
Juuranto, og kvaðst ekki með
orðum geta lýst því þakklæti,
sem hann vildi færa þeim fyrir
íslendinganna hönd. En það er
ekki í ofsögur fært, að allir ís-
lendingar, sem hingað koma, dá
þau mjög, enda er eins og þau
eigi í þeim hvert bein.
Juuranto tók til máls og
þakkaði fyrir þetta ,,oflof“, sem
hann kallaði. Hann kvað alit,
sem frá íslandi kæmi, vera eins
og sólargeisla í augum þeirxa
hjóna, og að ánægja þeirra
hefði verið mikil, þegar þau
fengu vitneskju um að svo stór
hópur kæmi frá íslandi á garð-
yrkjusýninguna.
Jóhann Jónasson, formaður
Garðyrkjufjelags íslands, þakk
aði ráðherrahjónunum fyrir boð
ið o gþann heiður, sem þáu
hefðu sýnt fjelaginu með því
að koma hingað á sýninguna.
Kommúnistar undirbúa
ekki sfjórn
BERLÍN, 23. sept.: — Talsmað-
ur kommúnistaflokksins á her-
námssvæði Rússa skýrði frá því
í dag, að engar áætlanir hcfðu
enn verið gerðar um þýska rík
isstjórn í Austur-Þýskaiandi.
Var þetta svar við getgátum
þýska blaðsins Sozialdemokrat,,
sem sagði þær frjettir, að ný-
lega hefðu allir helstu stjórn-
málamenn Austur-Þýskalands
komið saman á fund til að ræða
stofnun Austur-þýskrar komm
I únistastjórnar. — Reuter.
Skrifstofnstúlka
Skrifstófustúlku vantar, lielst vana, nú þegar í fasta
atvinnu á skrifstofu hjer i bænum. .Vjelritunarkunnátta
nauðsynleg. Umsókn, bæði eigin handar og vjelrituð,
ásamt meðmælmn, ef til eru, og upplýsingum um mennt
un og fyrri störf, óskast send afgreiðslu blaðsins i lokuðu
umslagi merktu: „Skrifstofa 1. október — 746“ fyrir
næstkomandi fimmtudag 30. október 1949.
Þeir nemar sem eiga að ganga undir
■
■
i próf í matreiðsSu- og
■
! framreiðsluiðn
■
■
■
■ gjöri svo vel og mæti að Hótel Garði kl. 3 e.h. sunriu<
• daginn 25. þ.m.
■ Prófnefndirar-
>oc
Fyrirliggjandi frá Fiskiðjuveri Ölafs-
fjarðar.
Bcykt síldarflök
í olíu
ic^núá VL S. ddíöndalil li.^
Rafgeymar
Get útvegað frá Tudor verksmiðjunni i Sviþjóð, allar
stærðir og gerðir rafgeyma i bíla, shna, útvarpstæki o.íl.
'i'e'da ueds tœd [djeturs dúönœlandó
Sími 81950.