Morgunblaðið - 24.09.1949, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.09.1949, Qupperneq 14
14 MORGVISBLAfilÐ Laugardagur 24. sept. 1949, ' nviimiimi.ii Fraffihaldssagan 98 niiiiiiitiiiiMummmiiiiiintmmMiMfM Kim Arqunova s Eítir Ayn Rand um niður ganginn. Við dyrnar ýtti Sasha hermanninum til hliðar og greip Irínu aftur og þrýsti henni að sjer. Hún var eiginkona hans, enda þótt hann hefði aldrei átt hana. Hermaðurinn reif hana frá honum og ýtti henni út um ‘dyrnar. Hún sneri sjer áftur snöggvast við og leit á Sasha í síðasta sinn. Hún brosti og bros hennar minnti á litla tröllabamið á bekknum í vagn klefanum. Svo var dyrunum skellt aftur. Lestirnar hjeldu samtímis af stað. Sasha þrýsti sjer fast upp að TÚðunni og horfði á dimman skuggann af höfði Ir- ínu hinum megin við brautar- pallinn. Enn fylgdust lestirnar að. Ljósin frá járnbrautarstöð- inni raunnu hægt yfir vagninn, sem Sasha starði á. Svo varð gráa snjóræman breiðari á milli þeirra. Ennþá gæti hann náið í hina lestina, ef hann rjetti út handlegginn .... nú mundi hann ekki geta náð, nema með bví að teygja sig eins langt og hægt væri út um gluggann .... nú gæti hann ekki náð, þó að hann tæki undir sig stökk. Hann reyndi að horfa ekki á gluggann, sem fjarlægðist óðum, en starði á snjóræmuna, sem varð æ t»reiðari. Hendur hans lágu jlast upp að rúðunni, eins og hann vildi grípa um ræmuna og halda henni fastri. Nú voru hjólin komin í sömu hæð og augu hans. Hann leit í síðasta skiptið á skuggann í Ijósa fer- hyrningnum fremst í lestinni. Það var eins og hver taug í líkama hans teygði sig þangað. A óendanlegri snjóbreiðunni fjarlægðust tvær skröltandi járnbrautalestir hvora aðra. — Tveir mjóir silfurþræðir hurfu í myrkrið að baki þeim. Sasha gat ekki lengur greint gluggann, en hann sá marga Ijósa ferhyrHinga eins íog á bandi og eitthvað dökkt fvrir ofan, bera við himininn. Nú sá hann aðeins Ijósið í gluggun- um, eins og lýsandi perur úti í myrkrinu. Svo sá hann að- eins rykuga rúðuna, sem var eins og hún væri lakkborin að utan. Að lokum átti hann aðeins litla tröllabarnið eftir á bakinu á bekknum fyrir framan hann. Tröllabarnið hló með stóra muninum sínum og deplaði til hans öðru auganu. XI. Úrklippan úr „Pravda“ var vel geymd í veskinu í vasa Victors. Sömuleiðis úrklippan úr „Krasnaja Gazetet“. Og á milli þeirra tveggja lá lítil úr- klippa, aðeins ein lína, úr ..Is- vestia“ frá Moskva um „Fje- laga V. Dunajev“. Victor geymdi veskið í vasa sínum, þegar hann fór til vinnunnar við Volkov-vatnið, nokkurra kílómetra leið frá Petrograd. Sendinefnd úr flokks-klúbb hans tók á móti honum á járnbrautarstöðinni til þess að hylla hann. Hann stóð á afturpalli lestarinnar og hjelt stutta og áhrifamikla ræðu um framtíð hinnar pról- etarisku uppbyggingar, en hann hafði gleymt að kyssa Marishu að skilnaði. Ræðan var prentuð aftur næsta dag í blaði klúbbsins. Marisha varð að vera eftir í Petrograd, til þess að halda á- fram náminu hjá Rabfac og gegna þjóðfjelagslegum skyld- um sínum. Hún hafði reynt að stinga upp á því við Victor, að hætta við námið og koma með honum, en hann hafði þver- tekið fyrir það. ,,Þú mátt ekki gleyma því, væna mín“, hafði hann sagt, „að þjóðfjelagslegar skyldur okkar verða að ganga fyrir öllu öðru“. Hann hafði lofað að koma heim til hennar, þegar hann jkæmi til borgarinnar. — Hún hitti hann einu sinni af hend- j ingu á flokksfundi, en hann sagðist vera á hraðri ferð, og If kki mega vera að því, að , koma heim. Hann þyrfti að 'fara aftur með næturlestinni til þess að vera kominn til vinn unnar á rjextum tíma. — Hún | sagði ekkert, enda þótt hún vissi. að engin næturlest væri á ferðinni. | Hún hafði vanið sig á að segja allt of lítið. A Komsomol fundunum las hún upp skýrsl- ur sínar með skrækri, en hljóm lausri rödd, og þegar hún'hjelt að enginn tæki eftir henni, sat hún og starði í gaupnir sjer. Hún var alein í stórum, tóm um herbergjunum í fyrrver- andi íbúð Dunajevsfólksins. — Victor hafði strax talað við kunningja sinn, sem hafði mik il áhrif. og það var sjeð fyrir því. að það væru engar kröfur gerðar til lausu herbergjanna. Vitcor vissi, að hann mundi þurfa á þeim að halda í fram- tíðinni. En Marisha var hrædd við kyrrðina í íbúðinni, og á kvöldin fór hún annað hvort á fundi eða heimsótti foreldra sína, sem bjuggu í herberginu við hliðina á Kiru. Þegar Marisha kom, stundi móðir hennar þungan, kvart- aði undan skömmtuninni í matvörusölunni, og hjelt svo áfram að stoppa og stagla í fataræflana. Faðir hennar sagði: „Gott kvöld“, þegar hún kom inn, en let svo eins og hann sæi hana ekki. „Jæja, ertu komin aftur“, sagði litli bróðir hennar. Sjálf hafði hún engu frá að segja. Hún sat i skotinu á bak við flygilinn og las í bók, þangað til áliðið Var kvölds. Þá stóð hún upp og sagði: „Nú verð jeg víst að fara“, og fór svo heim. Eitt kvöld sá hún Vasili Ivanóvitch. Hann kom til að heimsækja Kiru. Hann gekk niðurlútur i gegn um herberg- ið og leit ekki á Marishu. Vasili Ivanovitch varð að selja síðustu eignina sína .... skinnið af stóra ísbirninum, sem hann hafði skotið fyrir mörgum árum í Síberíu. „Sjáðu, Kira“, sagði hann hikandi, „mjer var boðið í það, en jeg hugsaði með mjer, að ef þig langaði til þess að eiga það þá vildi jeg heldur að þú fengir það .... þjer hefur allt af þótt vænt um það .... og mjer fannst vera auðveldara að láta það fara til þín ... heldur en til einhvers ókunn- ugs. Mjer voru boðnar tuttugu rúblur fyrir það, og þú getur fengið það fyrir sama verð“. Kira keypti skinnið. Hún neyddi hann til að taka við fimmtíu rúblum og neitaði að hlusta á mótbárur hans. Hann sá að axlir hennar hristust og hann greip um olnboga henn- ar og sagði: „Nei, nei, Kira, þetta máttu ekki. Hugrakki her maðurinn minn má ekki gefast upp. Það er ekk,i orðið svo slæmt“. Marisha beið eftir að Vasili Ivanovitch kæmi fram aftur. enda þótt hún vissi ekki sjálf. hvað hún vildi honum, eða hvað hún ætti að segja við hann. Þegar Kira opnaði loks- ins dyrnar og Vasili Ivano- vitch kom fram, stökk Marisha á fætur og brosti vandræða- lega. Hún gekk í áttina til hans en stansaði .... hann leit ekki á hana. Hann fór út og hún settist aftur niður og dauflegt bros Ijek um varir hennar. Snjórinn kom snemma. Hann lá ; háum sköflum meðfram gangstjettunum og smám saman mynduðust svartar rák- ir á yfirborðinu af sóti og ryki og biúnir blettir eftir vindl- ingastubba. Uppi yfir götunni voru gluggasillurnar þaktar hvítum snjó og niður úr þeim hjengu ísströnglarnir. Yfir heiðbláum himninum svifu lítil, rauðleit ský, eins og blöðin á eplablóm- unum að lit. Hátt uppi á þökunum lá snjórinn í þungum breiðum á bak við járnrimlana. — Menn með þykka vettlinga á hönd- unum sveifluðu rekunum hátt uppi yfir borginni og köstuðu stórum frosnum snjóklumpum niður á gangstjettirnar. Sleð- arnir tóku snöggar beygjur til þess að forðast þá og soltnir spörfuglar flugu upp fyrir gjallandi hófatakinu. Á götuhornunum stóðu stór- ir geymar í ómáluðum trje- kössum. Mennirnir mokuðu snjóinn upp í kassana, síðan var kynt undir, og snjórinn varð að óhreinu vatni, sem rann úr kössunum í smálækj- um og niður í skolpræsið. Á kvöldin mátti sjá litla, rauða logana alveg niður við götuna. Það ískraði í rekunum , og tötralegir menn komu utan j úr myrkrinu, og beygðu sig .niður að glóðinni til þess að hita sjer á höndunum. Kira gekk hljóðlega í gegn um garðinn. Hún sá nýleg fót- spor á stígnum og hún vissi að þau voru eftir Andrei. — Menn, sem komu í heimsókn til hans, gengu sjaldan í gegn um garðinn. Trjábolirnir voru eins og svartir, berir sima- staurar. Gluggarnir í höllinni voru dimmir, en á milli blað- lausra trjágreinanna sá hún lítinn, ljósan ferhyrning innst inni í gatðinum. Það var ljós frá glugga Andreis. Hún gekk hægt upp marm- aratröppurnar. Það var ekkert Ijós í anddyrinu og hún þreif- aði sig áfram í myrkrinu. Það Var kaldara þarna inni en úti BRIM VIÐ KLETTA Eftir LEONORA FRY , , 7. — Þetta virðist vera of gott til þess að geta verið satt, sagði Jenny upphátt við sjálfa sig hálftíma seinna, þegar þær sátu undir gráum múrum Craggan kastala. Þær höfðu allar komist upp klettana slysalaust og horfðu nú á þegar sjórinn gerði kastalaeyjuna að raunverulegri eyju með því að umkrtngja hana hvítfextum bárum. — Jæja, sagði Jenny, við ættum að gefa okkur fram við kastalavörðinn og segja honum hvernig fór um þessa ferð okkar. — Það er kaldhæðnislegt, að þurfa að ganga á náðir hans eftir öll þau orð, sem við ljetum falla um að okkur langaði ekki mikið til að þurfa að vera hjer eina nótt, hvað þá íengur. Og það var vissulega kaldhæðnislegt. Herra Lane, en svo hjet kastalavörðurinn gat ekki að því gert að minna þær dálítið á það, sem þær höfðu sagt og stríða þeim með því, þegar þeir komu nú aftur að kofadyrunum hans og báðust hans ásjár. En þegar þær sögðu alla slysasöguna, þá var samúðin, sem hann fjekk með þeim, vissulega hreinskilin, og hann og dóttir hans gerðu allt sem þau gátu til að láta strandaglópunum líða vel. Stúlkurnar þáðu með þökkum mat og að fá að sitja við arininn cg hlýja sjer eftir volkið, en þegar kom að því hvar þær ættu að sofa yfir nóttina, neituðu þær algjörlega að sofa í koíanum meðan herra Lane og dóttir hans byggju um sig í tjaldi fyrir utan. — Nei, sagði Jenny. Það getum við aldrei fallist á. Við förum þó aldrei að reka ykkur upp úr rúmunum. Nei. Við getum tjaldað úti, bara ef þið viljið lána okkur teppi til pess að okkur verði ekki kalt. Við þurfum ekki einu sinni að tjalda. Við getum legið í litla herberginu, erum ekkert hræddar við það og jeg er viss um, að það verður ekki kalt i nótt, þótt hann blási kannski dálítið hvasst af hafi. Og Jenny hjelt fast við þessa ákvörðun sína, en hinar stúlkurnar studdu hana, svo að herra Lane kastalavörður og dóttir hans fjellust loksins á það, en gerðu allt sem þau gátu til að gera litla herbergið í kastalanum vistlegt. QSTIíxr nnnj^i^ÁA/rJízc^ Ipynu. Vafi, Iivorl var. Það var hjerna á dögunum. að kunningi minn fór á þekkt veitinga- hús i miðbænum, til að fá sjer hress- ingu. Jeg rakst þarna inn af tilvilj- un, og kallaði til hans: Á hverju ei tu að gæða þjer, er það te eða kaffi? Vinur minn histi höfuðið og sagði dapur í bragði: „Þeir nefndu ekki, hvort var. ★ Var breið um sig. Gömul og feit kona keypti alltaf tvö sæti í leikhúsinu til að betur færi um sig. Einhverju sinni spurði sá, er vísaði til sætis, hver ætti að nota annað sætið. Jeg ætla að nota bæði sætin sjálf“, sagði sú gamla. „Alveg eins og yður hentar best“, sagði þjónninn, .,en það vill nú svo til, að þau eru sitt hvoru megin við gang- inn“. ★ Eitthvað bogið við liann. Fyrnafeitur maður tók sjer fyrir hendur að kanna þunga sinn á al- menningsvog, og eins og oft vill verða söfnuðust nokkrir ínáðar í kring til að sjá útkomuna. Nú vildi svo til, að vogarótætið var bilað og sýndi aðeins 20 punda þunga. — Nú er jeg grallaralaus, sagði einn snáðinn dolfallinn, hann hlýtur að vera hplur innan. Á Svar útgefandans. Kornungt skáld sendi tímariti nokkur ljóða sinna. Einkenndi hann þau þannig: „Hvers vegna lifi jeg?“ Útgefandinn svaraði þessu svo: „Þú lifir aðeins vegna þess að þú álpaðist til að senda kvæðið þitt í pósti í stað þess að koma með það sjálfur“. ★ I Hún: Er hann ekki einhvern veg- icn tengdur þjer? | Hann: Jú, hann kvongaðist unn- uetunni minni. ! ★ I iðlegur húSarmaður. | I fullan hálftíma hafði stúlkan lát- ið búðarþjóninn sýna sjer glugga- tjaldaefni. Loks sagði hún: „Annars kom jeg alls ekki hingað i dag til að kaupa nokkurn hlut. Jeg kom aðeins til að hitta hjer vín minn“. ,.Jæja“, sagði búðarmaðurinn vingjarnlega, „þá er sjálfsagt ungfrú, ef þjer haldið £.ð hann sje falinn í þeim ströngum, sem eftir eru efst í hillunni, að ná i þá og sýna yður“. k Að sakna .... „Saknið þjer matreiðslukonunnar síðan hún fór?“ „Ekki er það örgrannt, og við söknum fleira. Við söknum borðdúk- arma, silfurborðbúnaðarins, konan mín saknar sumra kjóla sinna og jeg sakna flestra máltíðanna“. iiiiiiiiiMiiniiiiimiiiiiiiiiii^ Endurskoðunarskrifstofa EYJÓLFS ÍSFELDS EYJÓLFSSONAR lögg. endurák. Túngötu 8 Sími 81388 EINARSSON & ZOÍÍGA M.s. „LIK6ESTROOM" fermir í Amsterdam og Ant- weipen 26/27 þ.m. og í Hull 28. þ.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.