Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 1
16 siður 36. árgangur. 238. tbl. — Miðvikudagur 19. október 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sjálistæðismemi höfðu forystuna í útvarpsum rseðunum í gærkveldi í STJÓRNMÁLAUMRÆÐUNUM í útvarpinu í gærkvöldi; báru ræður'Sjálfstæðismarma a£, eins og búast mátti við. Það var : þeim ræðum, sem hlustendur fengu glöggt yfirlit yfir stjófn- málin, þróun síðustu ára og aðstöðuna eins og hún er í dag. Báðir ræðumenn, þeir Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins og Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, færðu skýr rök fyrir því, að þjóðin ætti þann 23. október. að nota tæki- færið.til þess, að efla Sjálfstæðisflokkinn svo að hann gæti fengið aðstöðu til að mynda styrka stjórn og taka fulla ábyrgð á stiórn landsins. og víðtæk rjettarhöld standa fyrir dyrum í Ungverjalandi RæSumenn Sjáífsiæðisflokksins Báðar þessar ræður birtar hjer í blaðinu. verða'' Furðuleg frammistaða Hermanns. Ræðumenn Framsóknar- flokksins voru þrír. Hermann Jónasson, frambjóðandi flokks ins hjer í Reykjavík, Rannveig Þorsteinsdóttir og Bjarni Ás- geirsson atvinnumálaráðherra. Af öllum ræðurium í gærkveldi vakti ræða Framsóknarfor- mannsins mesta undrun. Fregn ir hafa borist af því, að á fram- boðsfundum hans hafi frammi- staða hans verið alveg sjerstak lega aum. Hann hafi þar vaðið úr einu í annað með upphróp- unum og strákslegu orðbragði. En þannig var ræða hans í gærkveldi, svo menn urðu ekki fyrir öðrum áhrifum, en þeim, að þarna væri maður, sem lít- ið hefði að segja, en hefði á fyrri fundum tamið sjer alls- konar tilbrigði raddar og til- gerðar í framburði, til þess með því, að dylja andlega fátækt sína- Línumaður þjóðar- andstöðunnar. Þegar að Brynjólfi Bjarna- syni kom, formanni Kommún- istaflokksins, urðu menn að vísu einnig undrandi, því sá maður mun aldrei hafa komið fram fyrir hljóðnemann jafn taugaóstyrkur og í þetta sinn. . Hvað eftir annað kvartaði hann yfir því, að kosningar hefðu verið látnar fara fram nokkrum mánuðum áður en nauðsyn bar til, rjett eins og hann gengi að því vísu, að hann og flokkur hans myndu verða fyrir mestu vonbrigðum þegar til úrslitanna kæmi. 1 Hann bauð öllum landsmönn- ! um til fylgis við sig með því ' gamalkunna skilyrði, að þeir ættu sannfæringarlausir að hlýða boðorðum Moskvamanna, hver sem þau yrðu og varð- veita sjálfstæði þjóðarinnar á þann hátt. Hann sagði ennfrem ur að flokkur hans, eða flokks- deild, vildi að ráðist yrði í hvert stórvirkið af öðru, þjóð- inni til hagsbóta, en þess vand- lega gætt, að aldrei yrði nokk- ur eyrir handbær til þess. Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra rakti stjórn- málastefnu Alþýðuflokksins. — Var þá lokið fyrri umferð um- ræðnanna. Uti á þekju. Frambjóðandi Framsóknar- flokksins hjer í Reykjavík virt ist helst vera 4 Hermannslín- unni. Alt, sem hún talaði um, varð andi núverandi ástand í land- inu, hnje að því, að fara hörðum orðum um einmitt þau mál, sem Framsóknarflokkurinn hefir beitt sjer fyrir í stjórn lands- ins. Má af því marka, hvílík óheilindi hennar eru. Kæmist Frh. á bls. 12 Margir fyrrverandi iiáft- settir embættismenn seld ir sömu „sök“ og Rajk Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BÚDAPEST, 18. okt. — Sjaldan er ein báran stök. Fyrver- andi utanríkisráðherra Ungverjalands, Rajk, var dæmdur til dauða hinn 24. sept. s. 1. Enn eru í aðsígi víðtæk rjettarhöld yfir ýmsum háttsettum mönnum í landinu, þar sem sakar- g'iftirnar verða áþekkar og í máli Rajks. Flest vitnanna í máli hans voru einnig undir ákæru og þau, ásamt öðrum, sem getið er í ákæruskjalinu gegn Rajk, munu verða ofurseld rann- sókn alþýðudómstólsins. Sakargiftirnar eru landráð og njósnir. Rússar viija Júgó- form. Ólafur Thors, Sjálfstæðisflokksins. er Slsti Sgálistæ&isiEolkksins Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. í öryggisráðið LAKE SUCCESS, 18. okt.: — Vishinsky utanríkisráðherra Rússa átti í dag viðtal við frjettamenn. Var meðal annars rætt um, hvort Rússar mundu geta sætt sig við, að Júgóslavía fengi sæti í Öryggisráðinu. — Ráðherrann tók því víðs fjarri og sagði, að Rússar mundu aldrei samþykkja slíka ráðstöf un. Er hann var spurður, hvort Rússar mundu neita að eiga sæti í ráðinu, ef Júgóslavar væri þar einnig, þá svaraði Vishinsky því til, að Sovjetrík in muni ekki tilkynna fyrir- fram hvað þau tæki til bragðs- Tito Stvergi smeykur r Arás Júgóslavíu mundi óhjákvæmi- lega leiða til þriðju heimsstyrjaldar. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BELGRAD, 18. okt. — Frjettaritari stórblaðsins New York Post, Grailmor, átti í dag tal við Tito marskálk. Sagði marskálkurinn, að rússnesk árás á júgóslavneskt landsvæði hlyti að breiðast út. svo að af mundi hljótast þriðja heimsstyrjöldin. Munum snúa okkur til S.Þ. Tito sagði í viðtali við frjetta ritarann, að það mundi leiða til heimsstyrjaldan, ef Rússar rjeð- ust á Júgóslavíu. og það væri alveg vonlaust um, að þesskon- ar átök gæti orðið %inangruð svo að þau breiddust ekki út. Marskálkurinn bætti því við, að hann byggist við, að Komin form mundi efna til frekari og harðari átaka við landamæri Júgóslavíu. Ef bekkni og æsing ar Moskvumannanna leiða til styrjaldar við Júgóslava, þá mundum við þegar í stað snúa okkur til S. Þ.“ ______ Ohæf til sjálfsgagnrýni Tito var þess fullviss, að Júgóslavar gæti boðið byrginn hverri árás óvinaríkja, hversu stórfelld sem hún væri. Þá vjek frjettamaðurinn að Stalin, og spurði, hvert við- horf hans væri til þessara mála. Frh. á bls. 12 Ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægsíur Þeir, sem rannsóknirnar bein ast gegn, eru engir smákarlar. Þeir eru fyrrverandi aðstoðar- | innanríkisráðherra, fyrrum blaðafulltrúi innanríkismála- ráðuneytisins, fyrrverandi að- stoðarmaður varautanríkisráð- herrans, George Adam yfirmað Ur ríkisútvarpsins. fyrrverandi útbreiðslufulltrúi kommúnista við ungverska útvarpið, sendi- fulltrúi hjá utanríkisþjónust- unni, yfirmaður þeirrar deildar útvarpsins, er sjcr um útvarp til útlanda, sendiherra Ung- verja í Moskvu (uns hann var handtekinn), embættismaður úr utanríkisráðuneytinu. Ýmsir hafa þegar „játað“ Sumir þessara manna hafa þegar ,,játað“, að vera erindrek ar erlendra ríkja í sambandi við vitnaleiðslurnar í máli Rajks. Cseresnyes fyrrum blaðafull trúi innan ríkisráðuneytisins hefir t- d. ,,játað“ að hann hafi verið í bresku upplýsingaþjón- ustunni. Annar hefir staðið á því fastara en fótunum, að hann hafi verið þjónn bandaríska her málaráðuneyt.isins. Einn telur «ig hafa verið handbendi Júgó- slava, og svo mætti lengur telja. Sýnt hvert st»fr>Jr . Engum getum þarf að leiða að því. að þessi tilvonandi riett arhöld eru af sama toga spunn in og þau, er fóru fram yfir Rajk, sællai rnunu ncn:i varv:i ef': r minr.i’V'ar, rg fa þers m-ð 'U.s- "’i, r ð ) cu 'i°fjnt,»en það verTur irvnnn tlðar. íslendingar verða að þurka út áhrif kommúnistanna eins og Norðmenn — og losa fólkið við óttann af hryðjuverkum og ofbeldi kommúnismans. KJÓSIÐ D-LISTANN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.