Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 6
6 MORGLtSBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. október 1949 Jóhann Eyjólfsson frá Sveinatungu: UM STEFMl) KOMMÚMISMANS OG JEG ÆTLA hjer að minnast svolítið á kommúnistisku stefn- una, og hvernig hún er fram- kvæmd. Jeg ætla að reyna eftir bestu vitund að segja hjer ekk- ert annað en það, sem er satt og rjett, og það, sem allir geta skiiið að er satt og rjett. Að undanteknum þeim, sem eru andlega steinblindir. Jeg hefi oft spurt sjálfan mig að því, og reynt að leita að því, hvað það væri í þessari stefnu, sem menn yrðu svo hrifnir og hugfangnir af. Jeg hefi lýst með logandi ljósi, hvort jeg gæti glórt í nokkuð, sem væri þar gott og fallegt, En því miður hefur mjer ekki tekist það. Nei, ekkert annað en eitthvað ljótt, heimskulegt og andstyggilegt. Jeg hefi spurt marga hins sama og sjálfan mig, en aldrei fengið annað en loðin svör, og svo það, að þeir vissu að þetta væri. ágætt fyrirkomulag, og að fólki liði hvergi betur en í Rúss landi. Er það ekki einmitt þetta, sem rússnesku trúboðarnir segja fólkinu hjer. í grein, sem jeg skrifaði fyr- ir nokkru, bar jeg fram þrjár spurningar, sem jeg skoraði á Þjóðviljann, eða aðra forsvars- menn flokksins að svara. En þeir eru ekki búnir að svara þessu enn. Nú ætla jeg að birta hjer aftur þessar spurningar, í því trausti, að þeir sjeu nú bún- ir að hugsa sig um, og geti svar- að þeim. Þessar spurningar hljóða þannig: 1) Er það satt að í Rússlandi sje aðeins einn listi lagður fram við kosningar, skipaður af rík- isstjórn eða fulltrúum hennar, og kjósendur hafi ekki um ann- að að velja? Ef þetta er satt, er það þá skoðun ykkar, að þetta sje hið rjetta og sanna lýðræði? Myndi ykkur þykja það ágætt stjórn- arfyrirkomulag hjer, ef aðeins einn flokkur hefði rjett til að stilla upp lista við Alþingis-, bæja- og sveitastjórnarkosn- ingar? 2) Er það satt, að aldrei sje háð verkfall í Rússlandi, og að verkalýðurinn þar geri aldrei neinar kjarabótakröfur? Er það af því, að öllum líði þar svo vel, og allir sjeu svo ánægðir, að enginn óski þar eftir nein- um umbótum eða breytingum, eða er það af því, að ríkisvald- ið bannar allt slíkt með harðri hendi og sterku herveldi? — Myndi ykkur kommúnistum hjer þykja þetta lýðræðislegt og ágætt? 3) Er það satt, að af öllum þeim blöðum, sem nú eru gef- in út í Rússlandi, sje ekki eitt einasta í andstöðu við ríkis- stjórnina, heldur fylgi henni fast og öllu því, sem hún ger- ir, með auðmýkt og aðdáun? Er það af því, að engum þyki neitt athugavert við neitt af því; sem hin háa stjórn gerir, og að allt það, sem hún hugsar og framkvæmir sje svo ágætt og fulkomið, að um breytingar eða lagfæringar á því þurfi alls ekki að tala? FRAMKVÆMD HEIMNAR Ef þetta er satt, þá verður manni á að spyrja: Eru það tómir englar eða svo algóðar og fullkomnar mannverur, að í engu sje áfátt, eða er það hitt, sem margir fullyrða, að þarna sje hvorki ritfrelsi nje málfrelsi og að enginn þori að hreyfa minnstu mótmælum eða and- stöðu gegn því, sem stjórnar- völdin gera, því ef slíkt á sjer stað, þá fer þarna fram það, sem Rússar kalla að „hreinsa til“. Ef þessu er þannig varið, sem hjer að framan segir, þá verð- ur maður að álíta, að þarna drottni hin illræmdasta einræð- is- og harðstjórn, sem þekst hefir hjer á jörðu. N.Ú að undanförnu hafa Rúss- ar annars vegar og Bretar og Bandaríkjamenn hins vegar, borið hvor öðrum á brýn, að þeir stefni að landvinningum og heimsveldis yfirráðum. Við skulum nú með rjettsýni og heilbrigðri dómgreind reyna j að vita hvort við getum ekki sjeð, hvorir hafi á rjettara að standa. Jeg ætla þá fyrst að snúa mjer til Rússa. Eru þeir saklausir af því, að stefna að landvinningum og yf- ir drottnun? O, nei, þeir hafa nú lagt undir sig stór og víðáttu- mikil landflæmi í Asíu, stóra sneið af Finnlandi, og stórt landflæmi af Austur-Póllandi, þar sem um sjö milljónir manna bjuggu. Og svo er óhætt að fullyrða, að þeir hafi lagt undir sig öll hin svokölluðu leppríki, þ. e. Rúmeníu, Búlg- aríu, Albaníu og Tjekkósló- vakíu og Pólland. Allar þess- ar þjóðir eru algerlega á valdi Rússa og eins . Austur-Þýska- land og verða að haga sjer að öllu leyti eftir fyrirskipunum frá Moskva. Öll þessi ríki verða að dansa náltvæmlega eftir lín- unni. Ljótasta sagan er þó um her- töku baltnesku landanna, þ. e. Eystrasaltslandanna, Eistland, Lettland og Lithauen. Þessar gáfuðu, friðsömu og merkilegu þjóðir áttu hver sína tungu og sína sögu frá fornöld. En Sovj- et-Rússland gleypti þau öll, eins og úlfurinn lambið. í fyrstunni >reyndu forsetar, ráðherrar og aðrir helstu for- ráðahienn þjóðanna að mót- mæla þessu gjörræði. En þeir voru allir vægðarlaust hand- teknir og dæmdir landráða- menn, og sendir austur í Síb- eríu til tíu, tuttugu ára eða ævi langrar nauðungarvinnu. Og allir þeir, sem kommúnistar hjeldu að væru ekki nógu trú- ir og auðsveipir voru miskunn- arlaust dæmdir landráðamenn, og bestu menn þjóðanna voru í þúsunda tali sendir til Síberíu í nauðungarvinnu. Fyrir þessu eru fullgildar sannanir, því frá þessum löndum hafa menn flú- ið í tugum þúsunda til Svíþjóð- ar, og lýst ástandinu heima eins og það er nú. Allar eigur manna voru upptækar gerðar og ekk ert látið í staðinn. Enginn á að eiga neitt, ríkið allt. Með- ferð á fólkinu samskonar og í Rússlandi, sorg, örvinglan og vesaldómur grúfir yfir öllu. Þá skulum við líta til Bret- lands og Bandaríkjanna. Á hverju byggja þeir menn skoð- un sína, að þessar þjóðir stefni að landvinningum og heimsyfir drottnun? Jeg minnist ekki að hafa lesið neitt er skýri frá því. Nú skora jeg á Þjóðviljann, eða aðra forsvarsmenn kommúnista flokksins, að skýra frá því, hvaða lönd þessar þjóðir hafa lagt undir sig, eða gert tilraun til þess. Þessar þjóðir hafa lýst því yfir, að þær vilji vernda rjett smáþjóðanna, og að sem flestar þjóðir fái fullkomið frelsi og sjálfstæði. Og þær hafa þegar sýnt og gert mikið í þá átt. Indland, þetta stóra og mann marga land, hefir fengið fullt sjálfstæði og Filippseyjar, Ceylon og Burma og Abessinía hefur endurheimt frelsi sitt og nýlendur þær, er Mussólíni hafði tekið frá þeim, fengu þeir aftur. Nýlendur þær, sem verið hafa undir yfirráðum Frakka og Hollendinga gera nú kröfur i#m að fá fullkomið sjálfstæði, og Bretar og Bandaríkjamenn styðja eindregið þá kröfu. Og nú lítur út fyrir að þessi lönd fái fullt sjálfstæði. Það eru fleiri lönd og nýlendur sem þessar tvær stórþjóðir ætlast til að fái fullkomið sjálfræði, svo sem Lybia o. fl. o. fl. Sýnir þetta nú mikla land- vinningar- og yfirdrottnunar- stefnu? Jeg held óhætt sje að full- yrða það, að aldrei fyrr í ver- aldarsögunni hefir verið sagt frá eins stórfenglegri og víð- ttumikilli stjórnmálaútbreiðslu starfsemi og áróðri, eins og Rússar hefja nú um heim all- an. Það er ómögulegt annað að sjá, en það þeir vilja og ætli sjer að skapa eitt alheimsríki, með einu einræðisvaldi. eins og þar stendur, ein hjörð og einn hirð- ir. Og Rússland á að vera höf- uðið á þessu fyrirkomulagi. Hin skínandi sól í hinu mikla ríki, og í kring um þetta sólkerfi eiga allar'þjóðir jarðarinnar að snú- ast, eftir ákveðnu lögmáli. —| Rússar hafa nú trúboða, agenta j og áróðursmenn í öllum álfum | heimsins og í flestum löndum,1 til að útbeiða þessa stefnu sína, I gylla hana og loía, og sýna1 fram á þá sælu, er þeim hlotn- ast, er hennar verða aðnjót- andi. En tala minna um fátækt, vanlíðan og örvænting þeirra manna, sem við þetta fyrir- komulag búa nú. Þeir ausa út stórfje, milljón- um og miljörðum til útbreiðslu starfsemi þessarar, því þeim þykir mikið við liggja að ná sem flestum í flokkinn, að eiga í hverju landi sem stærstan hóp af liðsmönnum, þ. e. af land- ráðamönnum og föðurlandssvík urum. En hvað þetta minnir nú greinilega á Andsl.otann. Hann var ekki sýnkur á aurana sá gamli, ef hann sá sjer færi á að ná í sálir mannanna, og við þessar veiðar sínar var hann ætíð bæði lyginn og lymskur. Þessir tveir aðilar, Skrattinn og Kommarnir, hafa mjög líkar stárfsaðferðir. Hvorugur þeirra hikar við að grípa til lyginn- ar og lymskunnar, ef þeir sjá sjer á vinning í því. En það skal jeg þó viðurkenna Kommun- um til málsbóta, að jeg tel þá skárri en „krattann, því allir þeir, sem hafa gengið á vald þess gamla, fá það að launum, að vera kvaldir í eilífum hel- vítis eldi. En Kommarnir skapa aðeins sjálfum sjer og niðjum sínum og niðjaniðjum, jarðnesk ar kvalir, eymd og vesaldóm. Jeg hefi nú verið hjer nokk- uð stórorður, en jeg ætla að reyna með fáum orðum að sanna að allt það, sem jeg hefi hjer sagt að framan, er satt. Aðal- meiningin og kjarninn í ádeil- um mínum eru þessar: Að Kommarnir sjeu landráðamenn og föðurlandssvikarar. Að fjöldinn af þeim mönnum, sem lúta stjórn Rússa og leppríkja þeirra, búa vil ill kjör, ófrelsi og vanlíðan. Að Rússar stefni að alheims yfirráðum, geri margt ljótt og svívirðilegt, að áliti siðaðra manna. Rússum hefir orðið mikið á- gengt í liðssöfnunarstarfi sínu, og eiga stóra hópa í ýmsum löndum, og allir þessir menn virðast hugsa meira um hag Rússa en sinnar eigin þjóðar. Og tveir kommaforingjar (ítala og Frakka) lýstu því yfir op- inberlega ófeimnir að ef stríð yrði á milli Rússa og þeirra, þá myndu þeir berjast með Rússum á móti sinni eigin þjóð. Þannig játa þessir menn land- ráðastarfsemi sína. Sömu stefnunni og sömu lín- unni fylgja Kommar allstaðar. Og svo er önnur fullgild sönn- un fyrir því að þeir sjeu land- ráðamenn. Því þegar Atlants- hafsbandalagið var stofnað hömuðust kommar allstaðar á móti því, scm brjálaðir menn. Tilgangurinn gat ekki verið annar en sá, að þeir vildu að þjóðirnar stæðu sundraðar, sam takalausar og varnarlausar gegn yfirgangi Rússa, svo að þeim yrði sem auðveldast að hertaka löndin. Þ. e. að hafa allar dyr opnar, og bjóða svo hina „góðu gesti“ v^mcmna inn í húsið. Að Rússar stefm að því að ná alheimsyfirráðum hefi jeg nú hjer að framan sýnt og sann að. Fullgildar sannanir feru fyr- ir því, að fjöldinn af þeim mönn um, sem lúta stjórn Rússa og leppríkja þeirra, búi við afar ill kjör og vanlíðan. Flóttamenn þeir, sem flúið hafa frá lönd- um þessum í hundraða þúsunda tali, hafa allir sömu söguna að sgja, um illa líðan fólksins. — Menn hafa verið sviftir öllum eignum sínum, og verða svo að draga fram lífið eftir því sem hin ,,náðuga“ stjórn skammt- ar þeim og úthlutar. Skammtur- inn,*sem fjöldinn fær í fatnaði og fæði, er of lítill, svo fólkið gengur illa klætt og vanfætt. En svo hefir ríkið svartan markað, og þar fást allar mögu legar vörur, ætt og óætt. En þessar vörur eru afskaplega dýrar, en til þessarar verslunar verður þó að grípa þegar skamturinn dugar ekki. Og svo er margt, sem þörf er fyrir. sem fæst ekki nema á svörtum mark aði. # Þeir segja, að verðið á skömt uðu vörunni sje þolanlegt. En svo virðist., sem skömtunarað- ferð þeirra sje ekki mjög sann- I gjörn, því hún er eftir því, hvað menn hafa há laun. Þeir. sem . hafa lægst launin (sem er allur fjöldinn), fá minstan skamt- inn, og svo fer skömtunin stig- hækkandi, eftir því. hve launin eru há. Þeir, sem eru hálaunað- ir, fá meiri skammt, en þeir þurfa. Þeir, sem hafa lægstu launin, og minstan skamtinn, eiga því við mjög erfiðar að- stæður að búa. Það litla, sem þeir hafa eftir^ þegar þeir eru búnir að borga skamtinn, nota þeir að mestu til að fá meiri mat. En margt fleira vantar. En flest af því verða þeir að láta sig vanta. Og ofan á þetta bæt- ist svo það, að fólkið býr í mjög ljelegum húsakynnum. Það er víða svo, sjerstaklega í Rúss- landi, að tvær til þrjár fjöl- skyldur búi saman í lítilli íbúð, með eitt og sama eldhúsið. — Fólkið lifir þárna yfirleitt við mikla vonlíðan og vesaldóm. Þetta eru mikil og sorgleg umskifti, t. d. fyrir bændur í sveit, sem áttu jörðina fjenað og akra, og eins fyrir borgar- búa, sem áttu húsin sín og stunduðu sjálfstæða atvinnu úti eða inni. En svo er allt t.ekið af þeim og ekkert látið í stað- inn. Mennirnir fá aðeins að lifa sem þjónar, eða rjettara sagt sem þrælar hins opinbera. Þetta er eitthvert stærsta og Ijótasta rán, sem mannkynssagan hef- ur að segja frá. Svona svívirði- legt eignarán gæti hvergi átt sjer stað í neinu siðmenningar- landi. Þá ætla jeg að minnast hjer á hvað þeir segja um flóttann og flóttamannastrauminn. Það er erfitt og hættulegt að flýja, eða gera tilraun til þess, því það eru allsstaðar sterkir landa mæraverðir. En þó tekst mörg- um að sleppa. Hinir munu þó fleiri vera, sem teknir eru á flóttanum, og þeir eru allir skráðir landráðamenn og dæmd ir í nauðungarvinnu til fleiri ára. En nánustu ætíingjar og vinir þeirra, sem sleppa, eru látnir sæta-refsingu í stað hinna „seku“, ef seka skyldi kalla. — Þetta er eitlhvert svívirðileg- asta rjettarfarsástand. sem þekkst hefur, og vekur viðbjóð hjá öllum siðuðum þjóðum. Framh. á b;s. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.