Morgunblaðið - 05.11.1949, Qupperneq 6
6
MORGIJTSBLAÐIÐ
Laugardagur 5. nóv. 1949.
Framleiðsla á skóm, hönskum Bygging leíkskói-
og föskum úr innlendu efni an"a rædd'bæjar'
sliorn
Leðurgerðin og Þér fá ný húsakynni.
LEÐURGERÐIN h.f. og Skó- væru fluttir inn skór erlendis
steinþór GUÐMUNDSSON,
bæjarfulltrúi kommúnista
'rjeðst harkalega á þá trjesmíða
meistara, er tekið hafa að sjer
verksmiðjan Þór h.f., hafa ný-
lega flutt í ný, rúmgóð húsa-
kynni í húsinu Laugavegi 105.
Framleiðsla verksmiðjanna hef
ir við húsnæðisbreytinguna
færst í nýtt horf og buðu því
forstöðumenn þeirra Fjárhags-
ráði og Viðskiptanefnd, ásamt
blaðamönnum að kynnast fram
leiðsluháttunum, i gærdag.
Um fyrirtækin
Upphaf Leðurgerðarinnar h.f.
er það, að árið 1937 var hafin
framleiðsla á leðurhönskum af
núverandi eigendum fyrirtæk-
isins. Tveim árum síðar hófst
framleiðsla á kventöskum og
hefir starfssvið verksmiðjunn-
ar verið bundið þessum fram-
leiðslugreinum æ síðan.
Skóverksmiðjan Þór h.f.
komst á sömu hendur og Leð-
urgerðin h.f. á síðastliðnu ári,
en á þessu ári hefir fram-
leiðsla þeirrar verksmiðju all-
mikið breyttst, eftir að hún
flutti í hin nýju húsakynni. —
Framleiddir eru kvenskór og
kvennstígvjel. Forstjóri beggja
fyrirtækjanna er Arnbjörn Ósk
arsson.
Um framleiðsluvörurnar
Megnið af efnivörunni í tösk
urnar og hanskana er alinnlent
efni, sútuð ísl. skinn. Fram-
leiðsla þessara vörutegunda er
mjög vandasöm og kostar
margra ára þjálfun fyrir starfs
fólkið að ná nauðsynlegu ör-
yggi og leikni til þess að var-
an verði nægilega vönduð. —
Bera framleiðsluvörurnar þess
órækan vott, að svo er, því að
mikill mismunur er á því hve
þær eru betri nú, en þegar
fyrstu tilraunirnar voru gerð-
ar. Margt af starfsfólkinu hef-
ir unnið hjá verksmiðjunni frá
byrjun. Stórum bætt húsa-
kynni, betri áhöld og æfðari
starfskraftar hafa komið fram-
leiðslunni á Jsað stig, sem raun
ber vitni um í dag.
Skóverksmiðjan framleiðir
eingöngu kvenskó og kvenstíg-
vjel. Er það nýjung á sviði skó
iðnaðar hjer á landi, að kven-
stígvjelin eru gærufóðruð. Eru
þau sjerstaklega hlý og henta
vel ísl. veðurfari, enda mjög
eftirsótt.
Annað, sem til nýjunga má
teljast, er það, að allir skór frá
verksmiðjunni eru sólaðir með
hrágúmmíi. sem þykir endinga
betra öðrum sólum. Sólarnir
eru innflutt vara, en yfirleðrin
öll eru úr innlendum skinnum.
Nokkuð er breytilegt eftir teg-
undum skóanna eða stígvjel-
anna, hve mikill hluti af verð-
mæti efnivörunnar er innl.
vara, en segja má að jafnaði
sje 50—70% af efniverðmæt-
inu innlent.
Gja’devrissparnaður
Af framangreindu sjest, að
mikill gjaldeyrissparnaður er
í því fólginn, að framleiðsla
þessi fái nauðsynleg lífsskil-
yrði. miðað við það að ella
frá. Ef flutt væru inn erlend
efni dð öllu leyti til skógerðar-
innar, myndi það að vísu vera
gjaldeyrissparnaður, en þó eng
an veginn á borð við það, ef
notuð eru innlend efni í jafn
ríkum mæli og þessi verksmiðja
hefir notað. Hinsvegar er sá
annmarkinn, að innl. efni eru
að jafnaði töluvert dýrari, en
þó mun það vera hagkvæmara
frá þjóðhagslegu sjónarmiði
sjeð að nota innlendu efnin, svo
langt sem þau hrökkva til.
Með því að nota innlendu efn
in og framkvæma sem mest af
vinnunni í landinu sjálfu, fæst
langtum meira skómagn handa
landsmönnum fyrir sama gjald
1 eyrismagn.
Framleiðslugeta
verksmiðjanna
Skóverksmiðjan getur fram-
leitt á ári hverju 24000 pör af
skófatnaði. miðað við núver-
andi húsnæði og vjelakost.
Leðurgerðin mun geta fram-
leitt árlega um 14000 pör af
hönskum og 8000 kventöskur.
Þrátt fyrir það, að veruleg-
ur hluti af efnisverðmætinu er
innlend efnivara, dregur það
mjög úr afköstum verksmiðj-
anna, að þær hafa ekki fengið
gjaldeyris- og innflutningsleyfi
nema af mjög skornum skamti.
Þessvegna er langt frá því að
ofan nefndri afkastagetu sje
náð, eins og nú standa sakir.
Verksmiðjurnar hafa mörgu
starfsfólki á að skipa og greiða
mánaðarlega um 84.000 kr. í
vinnulaun.
Magnús Jónsson formaður
Fjárhagsráðs, þakkaði boðið
fyrir hönd gesta og gat þess
m. a. að fulltrúum Fjárhags-
ráðs og Viðskiptanefndar væri
nauðsynlegt og skylt að kynn-
ast innlendum iðnaði eftir
föngum.
Bamaræningjar
BELGRAD, 2. nóv. — Júgó-
slavarar hafa nú tjáð sig reiðu
búna til að senda heim þau
grísk börn, sem skæruliðar
hafa rænt og flutt inn yfir
júgóslavnesku landamærin. —
Verða börnin send heim, strax
og óskir berast um það frá for-
eldrum þeirra.
Oft áður hefir verið skýrt frá
því í frjettum, að grískir skæru
liðar hafi rænt miklum fjölda
barna í Grikklandi ög haft þau
á brott með sjer til hinna
kommúnistisku nágrannaríkja.
Loforð Júgóslava um heim-
sendingu slíkra barna staðfestir
þetta nú. — Reuter.
Ráðherra verður fyrir skoti
TEHERAN, 4. nóv.: — Skotið
var á einn ráðherra þjóðhöfð-
ingjans í Persíu í dag, þar sem
hann var við trúarathöfn. Talíð
var að ráðherrann mundi hljóta
bana af skotinu.
að byggja leikskóla þá fyrir
bæinn, sem nú eru í smíðum.
Þetta gerðist á bæjarstjórnar-
fundi í fyrradag.
Steinþór bar menn þessa hin
um þyngstu sökum, sagði þá
nota fúatimour til smíði hús-
anna og kvað þau sennilega
aldrei myndi verða boðleg sem
leikskólar.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri varð fyrir svörum og
kvaðst myndi láta tafarlaust
fara fram rannsókn á því, hvort
menn þeir, sem tekið hefðu
smíði leikskólanna að sjer,
hefðu gerst sekir um þau svik,
sem Steinþór bæri á þá.
Um leikskólabyg'gingar þess-
ar sagði borgarstjóri, að hann
hefði heyrt Oánægjuraddir um
staðsetningu þeirra og gerð, en
er rætt hefði verið um þessi
mál, bæði í leikvallanefnd,
bygginganefnd og bæjarráði,
hefði engum mótmælum verið
hreyft. Hann tók það að lok-
um fram, að húsin væru bygð
með það fyrir augum, að hægt
yrði að flytja þau, ef þess gerð
ist þörf.
Tjarnarbíó sýnir
þýskar kvikmyndir
TJARNARBÍÓ hefir tekist að
fá til landsins nokkrar þekkt-
ar þýskar kvikmyndir frá síð-
ustu árum, og munu þær
verða sýndar á næstunni. —
Verða myndirnar allar með
sænskum skýringartaxta. ■—
Þýskar kvikmyndir voru afar
vinsælar hjer fyrr á árum. en
undanfarinn áratug hafa þær
varla sjest hjer á landi. Örfáar
þýskar myndir hafa þó komið
hingað eftir stríðið og hlotið
mikla aðsókn, svo sem „Græna
lyftan“ og ,,Leðurblakan“.
Fyrsta þýska myndin, sem
Tjarnarbíó sýnir nú, er „Gullna
borgin“. Myndin er tekin. í
Agfalitum, en þeir þykja bera
mjög af. — Á næstunni verð-
ur sýnd önnur litmynd, gaman
mynd „Bæjarstjórafrúin baðar
sig“, og ennfremur fræg stór-
mynd um ævi Róberts Kock.
Ennfremur eru væntanlegar
söngmyndir eins og „Nótt í
Feneyjum“ og auk þess gaman
myndir.
Allar þessar myndir eru þeg-
ar komnar til landsins.
Effirllf ráðningu
verkafólks
LONDON, 3. nóv.: — Samkv.
reglugerð, sem gefin hefir ver
ið út í Bretlandi má ekki ráða
verkamenn til starfa nema fyr-
ir atbeina opinberrar vinnu-
miðlunarskrifstofu. Nú hefir
verið tilkynnt, að þessi reglu-
gerð komi ekki til fram-
kvæmda fyrr en um áramótin
1950—’51.
Reglur þessar taka til karla
á aldrinum 18 til 50 ára og
kvenna á aldrinum 18 til 40
ára. — Reuter.
Iðnrjeltindi íslenskra
mjólknrfræðinga
FLEST ÖLL stjettafjelög er
teljast til fagfjelaga, hafa full iðn
rjettindi að lögum, og geta því
menn numið flest allar iðngrein
ar hjerlendis. Mjólkurfræðinga-
fjelag Islands hefir haft það eitt
af sínu aðalmáli — að fá iðnrjett
indi — eða með öðrum orðum,
að Islendingar geti numið mjólk
urfræði á íslenskum mjólkurbú-
um. En hingað til hefir þessi við-
lertni fjelags vors engan árangur
borið. Og skal hjer geíin skýring
á öllum rnálavöxtum.
Fyrir fjórum árum stofnuðu
mjólkurfræðingar til fjelagssam
taka, og eins cg að framan grein
ir var eitt aðalmál fjelagsins að
fá iðnrjettindi. Fyrst var leitað
á náðir Landssambands iðnaðar-
manna og samþykktu þeir upp-
kast vort viðvíkjandi námstíma
o. fl. og var því mál þetta að
íullu afgreitt frá landssamband-
inu.
Ur því sem komið var, vantaði
aðeins undirskrift ráðherra, og
voru því skjöl vor send frá
Landssambandi iðnaðarmanna,
upp í Iðnaðarmálaráðuneyti. —
Manni virtist þó vera seinagang-
ur á afgreiðslu þessa máls frá
iðnaðarmálaráðuneytinu, því að
10 mánuði samfleytt heyrði mað-
ur ekkert frá þeim. Við ákváð-
um því tveir úr stjórn fjelags-
ins að gera okkur ferð upp í iðn-
aðarmálaráðuneyti og fá áheyrn
ráðherra og skýringar á töf þessa
máls. Við höfðum því tal af Emil
Jónssyni, sem sagðist harma það
mjög, hvað þetta mál hefði legið
lengi óafgreitt hjá sjer, en ástæð-
an væri sú, að sig hefði vantað
skýringar á ýmsum atriðum og
einhig þyrfti að breita svolítið
orðalagi í einstökum tilfellum.
Eftir að við hofðum rætt málið
um stund, urðum við þó sam-
mála að lokum, og fórum við af
fundi ráðherra, fullvissir um að
ráðherra undirskrifaði, er búið
væri að breita orðalagi, eins og
hann vildi. En það skal tekið
fram að skrifstofustjóri Lands
sambands iðnaðarmanna, Guð-
mundur Þorláksson hafði tjáð
oss, að hann hefði tekið það
skýrt fram við ráðherra, að ef
eitthvað væri ábótavant við
uppkastið eða breytingar þyrfti
að gera, gæti hann gert sjer að-
vart (sambr. samvinnu þessara
aðila um þetta mál). En það kom
aldrei nein umkvörtun um,neitt
slíkt frá ráðherra eða Iðnaðar-
málaráðuneytinu.
Nokkru seinna eftir samtal
vort við Emil Jónsson, tilkynnti
skrifstofustjóri Landssambands
iðnaðarmanna okkur að ráðherra
hefði óskað eftir umsögn Bún-
aðarfjelags íslands um málið. —
Þetta tiltæki ráðherra olli okkur
miklum vonbrigðum, en háttvirt
búnaðarþing átti þó eftir að gera
það betur. ■— Hjá búnaðarþingi
var ekki farið með þetta mál,
sem önnur mál, er lágu fyrir
þinginu, og aldrei heyrði jeg þess
getið í þingtíðindum að mál þetta
hefði, verið á dagskrá. Þó varð
það úr að :nál betta ' 'ar : fgreitt
Svo eftirminnilega e ^°ð mikl-
um flýti, án þess þ ' ð gefa full-
trúum kost á því að : nnast öll-
um málavöxtum, og fer hjer á
eftir tillaga og greinargerð Bún-
aðarþings:
Tillaga
„Búnaðarþingið telur að ekki
sje, að svo stöddu nauðsyn á að
mæla með því að mjólkuriðnað-
ur verði lögfestur sem sjerstök
iðngrein, með því líka að eng-
ar óskir í þá átt liggja fyrir af
háifu landbúnaðarins nje þeirra
er hafa með höndum sölu á vör-
um þeim, er framleiddar eru af
þessum iðnaði.
Greingargerð
Það mun almennt' viðurkennt
að nauðsynlegt sje að nægilega
margir faglærðir menn sjeu fyr-
ir hendi í landinu til starfa við
mjólkuriðnað. Mætti meðal ann
ars ætla að það tryggði vöruvönd
un og meiri vinnuafköst. En eins
og sakir standa nú, virðist skort
ur á þessu vinnuafli ekki vera
svo yfirvofandi að hætta sje á að
tjón hljótist af.
Að því er snertir mjólkuriðn-
aðinri virðist sáralítil aðsókn
vera þar til náms. Munu menn
yfirleitt frekar kjósa að vinna
við þann iðnað sem verkamenn
heldur en iðnnemar. Þó skal ekk
ert um það fullyrt nema að að-
stæður kunni að breytast i þao
horf, að nauðsynlegt megi telj-
ast að lögfesta framannefnda iðn
sem sjerstaka iðngrein þótt enn
sje það ekki viðblasandi.“
Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn
Jónsson, Hólmgeir Þorsteinsson,
Guðbjartur Kristjánsson, Þorst.
Þorsteinsson, Guðmundur Er-
lendsson. —
Þannig var þó rökfærslan frá
háttvirtum fulltrúum Búnaðar-
;þings, og vil jeg nú benda á,
hvað allt er út í bláinn með þessa
greinargerð. Fyrst viðurkenna
þeir að nauðsynlegt sje að nægi-
lega margir fagmenn sjeu fyrir
hendi, en þeim virðist liggja í
ljettu rúmi, hvort það eru inn-
lendir menn eða erlendir er vinni
að þessum framleiðslustörfum.
Skýrslur fjelags vors sýna að
3/4 hlutar allra fjelagsmanna
eru útlendingar og hafa þeir
raunverulega haft forgangsrjett
til vinnu hjerlendis í þessu fagi,
þar sem innlendum mönnum er
meinað að nema þessa iðn í sínu
eigin landi. Og svo hin yfirlýs-
ingin að menn vilji heldur vinna
í mjólkurbúum sem verkamenn,
en sem nemar, hefir ekki við
neitt að styðjast, þar sem mjólk-
urbúin engan löglegan rjett hafa
til að taka nemendur, og engin
ákvæði er tryggi nemandanum
full rjettindi við námið. Aftur á
móti get jeg sannað hvenær sem
er að ekki mun standa á því að
fá nemendur í þessa iðn, hvenær
sem þeir eiga kost á því.
Búnaðarþingsfulltrúar benda
einnig á, að enginn skortur sje
á vinnuafli. — Vitaskuld til fag-
vinnu eiga þeir við. En á maður
að taka þetta þannig að útiloka
eigi innlenda menn frá þessu
íagi, jafnframt eigi að flytja inn
útlendinga í stórum stíl eins og
hingað til hefir tíðkast, sem þess
um aðilum finnist mikið hag-
kvæmara og þetta eigi svo að
fóðra þannig, að engir íslenskir
mjólkurfræðingar sjeu til.
Þetta eru því rökstuddar stað-
reyndir, sem ekki þýðir að mæla
í mót og það er einnig staðreynd,
að eftir nokkur ár verður eng-
inn íslenskur mjólkurfræðingur
starfandi hjer á landi í þessari
iðn, ef ekki fást iðnrjettindi, og
þá kemur að því, að aðeins út-
lendingar verða starfandi sem
mjólkurfræðingar í íslenskum
mjólkurbúum.
Þetta er því órjettlát afgreiðsla,
sem þetta þarfamál hefir hiotið
og við getum ekki unað við það,
að innlendir menn sjeu útilokað-
ir frá því að nema þessa iðn
Framh. á bls. 12.