Morgunblaðið - 05.11.1949, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.11.1949, Qupperneq 14
14 M O RGV NTt L 4Ð I O Laugardagur 5. nóv. 1949. Ný bráðskemmtileg framhaldssaga: Framhaldssagan 1 ..■■■"■■";:■-■....§.*.•;. SEKl Eftir Charlotte Armstrong I. kafli. Veitingastofan var nærri mannlaus. Þetta var síðla mánudags í febrúarmánuði. — Fjórar eldri konur sátu við eitt borðið og rifust frekar í gamni en alvöru yfir reikn- ingnum. Tveir menn við ann- að borð sátu að snæðingi. Ljóshærð stúlka í bláum kjól beið frammi í anddyrinu. Hún hafði laglegt andlit, fall- egan hörundslit og stór, blá augu. Yfirleitt bar hún af sjer mjög góðan þokka. Maðurinn, sem kom inn um hringdyrnar var í einu orði sagt myndarlegur, hár og ef til vill helst til grannur. Hann var vel klæddur, en það var eitthvað í svip hans, sem gerði það að verkum, að það var eins og hann væri alltaf á varð bergi. Stúlkan í bláa kjólnum stóð á fætur Þau voru ekki iík í útliti. Það var ekki hægt að sjá það á þeim að þau væru frændsystkini. En ef vel var að gætt, hefði mátt sjá að þau þekktust vel og skildu hvort annað og að hún hafði ein- hverjar áhyggjur vegna hans. Hún lagði hönd sína á hand- legg hans. „Við skulum setj- ast við borðið þarna úti í horninu“. Maðurinn brosti lítið eitt. „Hevrnig líður þjer, Jane?“. „Agætlega“. Þau settust við borðið í hórninu við barinn. „Þú ert ekki lengur í einkennisbún- ingi“, sagði hún. Maðurinn svaraði ekki. — Han leit yfir veitingasalinn. Á öllum borðum voru hvítir dúk ar. Það var notalegt inni og rokkið og úr útvarpinu við barinn heyrðust lágir ómar af hljóðfæraslætti. Hann strauk vinstri hendinni annárs hugar um hægri handlegginn. Hann verkjaði alltaf í hann. „Jeg varð að fá að tala við þig“, sagði Jane. „Jeg var hrædd um að þú mundir fara upp eftir“. „Upp til Dedham, Connecti- cut? Því skyldi jeg fara þang- að?“ Hann stundi við. Hann vildi helst ekki tala um það. Hann hafði einmitt vonað að hún færi ekki að tala um það. hún er ekki einu sinni grafin þar“, sagði hann. „Nei“, sagði Jane. „Hún er dáin“. „Já“, sagði Jane. „Og það ér ekkert frekar við því að gera“. Hún ætlaði að fara að segja eitthvað, en hann hjelt áfram: „Hvernig hefur þjer annars liðið? Hvað get- urðu sagt mjer í frjettum af þjer?“. „Allt ágætt“, sagði Jane. — Hún hafði tekið upp hand- tösku sína og hjelt nú um hana með báðum höndum. „Skrifaði Rosaleen þjer oft, Fran?“. „Auðvitað skrifaði hún mjer“, sagði hann óþolinmóð- ur. — „Um hvað ert þú að hugsa?“. „Jeg hjelt að við mundum geta hittst og fengið okkur mál tlð saman, án þess að . . SFylgisf með frá byrjun „Þú ert sá eini, sem jeg get talað við“, sagði Jane. „Farðu þá ekki að spyrja mig kjánalegra spurninga“, sagði hann þungbúinn. „Þú veist hvað jeg hugsa. Auðvitað get jeg ekki varist því að hugsa um, hvernig stóð á þessu. — Hvers vegna gerði hún þetta?“. Hann lagði báðar hendurnar á borðið eins og hann byggist til að standa upp. „Ef þú veist hvers vegna þá getur þú sagt mjer það og þar með verður það útrætt. Hvers vegna ósk- aði Rosaleen svo mikið eftir að deyja að hún tók það ráð að hengja sig?“. Það fór hrollur um Jane. — Francis hallaði sjer aftur á bak í sætinu. „Mig langar til að skilja það“, sagði hann. Hann var orðinn rólegri. „Og jeg er reiðubúinn til að skilja það. En ef þjer finnst þú þurfa að segja mjer það, þá ætla jeg að biðja þig að fara hægt að því“. Hann stundi. „Jeg er við- búinn því versta“. „Það er ekki um annað að ræða“, sagði hún dálítið þrá- kelknislega. „Rosaleen skrif.-. aði mjer brjef“. Hún opnaði handtösku sína og tók upp brief. Hann kannaðist strax Við rithönd Rosaleen. ..Jeg vil ekki lesa það, Jane“, sagði hann. ..Þá bað“. Hún lagði brjefið á borðið. „Mig langar bara til að biðja þig um að hlusta á mig nokkrar mínútur. Fran, viltu revna — að fara ekki alltaf undan í flæmingi?“. Hann svaraði ekki, en svip- ur hans blíðkaðist lítið eitt. Hann vissi að hún mundi ekki vilja tala um þetta aðeins til að særa hann. „Rosaleen hlýtur að hafa skrifað þjer um starfið sitt — og Luther Grandison“. „Það var hann, sem hún vann hjá“. „Veistu hver hann er?“. „Já. Var hann ekki kvik- mynda- og leikhússtjóri? Var það ekki hann, sem gerði bestu kvikmyndirnar fyrir svona tíu árum? Hann skrifaði líka end- urminningar sínar — frægur maður“. „Já“, sagði Jane. „Jæja . . .“. Hún tók upp gaffalinn og stakk honum í kjúklinginn á diskinum. „Og varð svo Rosaleen ást- fangin af honum'eða hvað?“, sagði Francis. Jane missti gaffalinn niður á diskinn aftur. „Nei, nei, nei. Hann er yfir sextugt. Hann er bæði ljótur og gamall. Það kom hreint ekki til greina“. ,.Hvað var það þá?“. Hún svaraði ekki. — Hún horfðí rannsakandi á hann eins og hún væri að reyna að lesa hugsanir hans. „Jane, jeg var búinn að segja þjer að jeg er reiðubúinn til að skilja allt, ef þú getur gefið mjer nokkra skýringu Ln þú virðist ekki skilja það. Þetta er nú orðið langt um lið- ið og jeg veit hver áhrif tim- inn getur haft. Rosaleen hefur alltaf verið partur af lífi mínu, allt frá því jeg man eftir mjer — partur af hjarta mínu, ef þú vilt heldur kalla það svo. Við ólumst upp saman. í gamla daga var fólkið alltaf að gefa okkur hvort öðru. En það er svo langt síðan. Við höfðum ekki sjest svo lengi. Kannske breyttist hún eftir því sem hún þroskaðist. Jeg er að reyna að skvra það fyrir þjer, að hafi hún breytst og komist í eitt- hvað . . .“. „En hún hafði ekkert brevtst“, sagði Jane. „Hún hafði hreint ekkert breyttst“. Jæja, hugsaði hann. Stúlk- an, sem hafði dáið var þá enn Rosaleen óbreytt. Smávaxin, dökkhærð, fjörleg. Hann sá hana fyrir sjer, hvernig hún gekk, hvernig hún snjeri til höfðinu, beint bak hennar, ljós hörundsliturinn, svart hár ið, rauðu kjólarnir og mjóar, rauðar varirnar. Hann kom aftur til sjálfs sín. „En hvers vegna?“, sagði hann. „Hvers vegna gerði hún þetta?“. „Það er ekki til nein ástæða fyrir því“, sagði Jane. „Ekkert . . .?“. „Nei“, sagði hún. „Hlustaðu nú á mig, Fran. Það er einmitt um þetta, sem mig langar til að tala við þig. 1 fyrsta lagi stendur dálítið í þessu brjefi, sem skiptir nokkru máli. Jeg skal sýna þjer það á eftir. — Hilda frænka varð að fara upp eftir til Dedham til að sækja — hana. Það var enginn annar, sem gat gert það. Geoffrey var veikur og lá í rúminu. — Þú varst utanlands. Buddy var farinn. Svo að auðvitað fór jeg líka. Alla leiðina staglaðist Hilda á því að hún gæti ekki skilið þetta. Jeg vissi að þú mundir segja það líka. — Þú veist eins vel og við hvernig Rosaleen var. Hún var frekar trúuð og hreint engin bleyða. Hún hræddist varla nokkuð. Hún var alltaf hreinskilin og blátt áfram. Það var eiginlega útilokað að hún hefði farið að ráða sjer bana. Það sagði Hilda frænka líka. Það er sumt, sem maður trúir alls ekki jafnvel þó að það eigi sjer stað“. „Haltu áfram“, sagði hann kæruleysislega. ..Þegar lestin rann upp að pallinum, sá jeg hann út um gluggann. Þennan Luther Granidson. Hann stóð úti á stöðvarpallinum. Jeg virti hann fyrir mjer augnablik — og hann var eitthvað svo hræsn- islegur. Eins og sorgin og evmdin uppmáluð og allir í kring um hann veittu honum athygli. Fran, jeg varð fok- reið. Mjer fannst eins og hann væri að leika eitthvert hlut- Litla stúlkan mú langa nafnið Eftir MABEL LEIGH HUNT Kennarinn byrjaði á stærsta stráknum yfir í þveröfugum enda herbergisins við þann, sem Anna Soffía sat í. Og þannig stóð hver nemandi upp og sagði fram nafn sitt. Það gekk yfirleitt fljótt og vel og kennarinn skráði nöfnin í bókina. Ein lítil stúlka var feimin við kennarann. Þegar kom að henni að segja nafnið, hnipraði hún sig saman og hvíslaði: —María Lína. Kennarinn tifaði hranalega með fingrunum í borðplötuna og sagði mjög háum rómi: — Fullt nafn, ef þú vildir gera svo vel. Litla stúlkan roðnaði og sagði með svo lágri rödd, að það heyrðist varla: — Sveinsdóttir. Kenn- arinn sagði: — Það tók þig óþarflega langan tíma, María Lína Sveinsdóttir að segja nafnið þitt. Eftir þetta vissu öll börnin, að þessi kennari myndi verða ákaflega þver og komast í vont skap, ef honum væri ekki svarað afdráttarlaust og nokkuð undanskilið. Öll börnin höfðu auðvitað að minnsta kosti eitt nafn, nokkur höfðu tvö nöfn og einn drengur hafði þrjú nöfn. Þegar kom að honum þuldi hann upp: — Albert Elías Ingi Ólafsson. En enginn hafði sjö nöfn og Anna Soffía og undir bleik- köflóttu svuntunni hennar fór hjarta hennar að slá hraðar og hraðar, alveg eins og það væri hratt fótatak eftir því sem tíminn nálgaðist og nálgaðist að hún ætti að standa upp og segja fullt nafn sitt. Og að lokum leit kennarinn beint á hana. Elísabet frænka og raunar allar frænkur hennar og ömmur hefðu vissulega orðið hreyknar, og Magnús frændi líka, ef þau hefðu orðið sjónarvottar að því, hve hugrökk litla stúlk- an þeirra var, þegar hún stóð upp og hvað hún sagði nafnið sitt með skærri og greinilegri rödd: — Anna Soffía Katrín Bergþóra Helga Elísabet Guðmund- ína Jónsdóttir, sagði hún. Augun í kennaranum stækkuðu af undrun. Augabrúnirnar lyftust. Og allir skólakrakkarnir hlógu. Sumir krakkarnir skríktu, en stóru strákarnir aftast hlógu hrossalegum hlátri og hrópuðu upp yfir sig. Svo sem eitt andartak, var sem Anna Soffía skildi ekki, hvað gerst hafði. Þó önnur fljettan hefði breyst í púður- kerlingu og sprungið fyrir aftan eyrað á henni, þá hefði hún ckki orðið meira hissa en nú. <y? V INýtisku landltúnaSur ★ brituíV að atvinnu. | — En jeg mvndi ekki hafa svo mikla vir.nu fyrir yður, að t)jer hefð uð nóg að gera. I — Herra, þjer mynduð ekki trúa, livað jeg þarf lítið til að hafa nóg að gera. I ★ állur er varinn góðiur. j Húsmóðir- — Þjer getið fengið að vinna fyrir miðdegisverði, með því að liöggva þeman við í brenni. i Flækingur:,— Hm. Látið þjer mig sjá matseðilinn fyrst. ★ Hafði sjeð hann svartari. Hefðarkona: — Jeg hjelt að þjer raynduð skammast yðar fyrir að betla j þessu bæjarhverfi. Betlarinri — Verið þjer ekki að biðja afsökunar, frú, jeg hef sjeð vcrra. i ★ Ilann var Iífseigur. Kona (við flæking); — Jeg þekki ] ig, þú ert einn af flækingunum, sem jeg gaf kökur í fyrrasumar. Flækingurinn: — Það er i jett, frú, Við vorum þrír sem þjer gáfuð kökur — jeg er sá eini, sem lifi. I •* Kest að flýta sjer. —- Svo þjer eruð atvinnulaus, segið þjer. Þá komið þjer alveg á rjettum tima. Jeg þarf að láta fægja glugga- rúðurnar og ætlaði einmitt að fara að senda eftir manni til þess. — Er það, frú. Segið þjer mjer hvar hann býr og jeg skal fara og sækja hann. ★ Flækingur birtist við bakdyr bónda bæjar og bað um hjálp. —- Frú, sagði hann við bóndakon- una. — Viljið þjer hjálpa vesalings manni til að losna úr eymd sinni? — Vissulega — sagði hún, — vilj- ið þjer láta skjóta yður eða háls- höggva? ★ — Hesturinn, sem þú seldir mjer er fín skepna, en jeg get bara ekki fengið hann til þess að halda höfð- inu upprjettu. — 0, það er bara af því, að hann er svo stoltur. Strax og það er búið að borga hann, lyftir hann því upp. Minningarspjðld KrabbameinsfjclagsÍRs fást 1 Remediu, Austur- stræti 6- a CUIItM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.