Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1949 ársþing BÆE ræðir æskulýðshallarmálið ANNAÐ ársþing Bandalags æskulýðsfjelaga Reykjavík- ur var sett í háskólanum s. 1. föstudagskvöld og komu full- trúar til þings frá 24 banda- lagsfjelögum. Formaður B.Æ.R. Ásmundur Guðmundsson próf., setti þingið og bauð fulltrúa velkomna, en Sigurgeir Sigurðs son biskup, verndari bandalags ins, var einróma kjörinn þing- forseti. Formaður flutti skýrslu stjórn ar um framkvæmdir á liðnu starfsári, sagði m. a. frá ýms- iim gjöfum sem bandalaginu liafa borist, t. d. 5 þús. kr. gjöf frá Háskóla íslands og 4223 kr. gjöf frá Sigurjóni Danivalssyni •og Agli Vilhjálmssyni. Nemur Iirein eign bandalagsins nú um 45 þús. kr. Þmghlje var gert til nefnd- arstarfa á laugardag, en fundur hófst að nýju kl. 14 á sunnu- dag, var þar m. a. samþykkt eftirfarandi tillaga frá stjórn B.Æ.R.: Æskulýðshallarmálið. „Ársþing B.Æ.R. samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að gera nákvæma athugun á væntanlegum húsakynnum í Æskulýðshöll Reykjavíkur og því hvaða starfsemi skuli fara þar fram. Skal nefndin hraða störfum eftir föngum og kveðja sjerfróða menn sjer til aðstoð- ar, og heimilast nefndinni að verja til þess úr sjóði B.Æ.R. allt að 12 þús. kr. Ennfremur felur þingið stjórn B.Æ.R. að fara þess á leit við menntamála- ráfcneytið og bæjarstjórn Reykjavíkur að hvor þessara aðila velji einn fulltrúa til að starfa með nefndinni. Þegar nefndin hefur lokið störfum skal hún leggja ákveðnar til- lögur, ásamt kostnaðaráætlun fyrir stjórn B.Æ.R, er hefur ákvörðunarrjett um málið (samanber 7. gr. laga B.Æ.R.)“ Stefán Runólfsson, Þorsteinn Valdimarsson og Ólafur Sig- urðsson voru kjörnir í nefnd ina. Fjáröflunarlciðir. Varðandi fjáröflunarleið var í fyrsta lagi samþykkt að fela stjórn bandalagsins að bera íram óskir við Alþingi um fjár- f amlag er samsvaraði 40% af byg'gingarkostnaði væntanlegr- ar æskulýðshallar. í annan stað var stjórninni falið að ákveða •einn hátíðisdag, er nefndur sje æskulýðsdagur og fari þá fram vegleg hátíðahöld utan húss og innart, svo og skipulögð merkja sala. í þriðja lagi athugi banda- lagsstjórnin möguleika á því að Faída skemmtanir öðru hvoru í vetur, með völdum skemmti- kröftum, og í fjórða lagi beiti hún sjer fyrir því að efnt verði til happdrættis um bifreið, svo fremi nauðsynleg leyfi fáist fyr ir henni. . Ásmundur Guðmundsson, sem ’vei'ið hefur formaður banda- ’lagsins frá stofnun þess, var end •urkjörinn einrórtta og í aðal- í*tjórn með honum þessir. Stefán 'JRunólfsson, Þorsteinn Valdi- .« ax'sson, Sigurjón Danivalsson, Ingólfur Þorkelsson, Ingólfur Steinsson og Jón Ingimarsson. Áður en þinginu sleit ávarp- aði formaður þingfulltrúa, hann kvað mestu skipta um framtíð samtakanna að æskan hikaði ekki sjálf við að færa stórar fmAir og hefði hún þegar sýnt _ir margan hátt að í því efni mætti bera traust til hennar. Þá þakkaði formaður biskupi, sem verið hefur forseti á öll- um þingum B.Æ.R. og unnið samtökunum ómetanlegt gagn. Ennfremur þakkaði formaður borgarstjóra og fræðslufulltrúa bæjarins skilning þeirra og lið- sinni varðandi æskulýðshallar- málið og bað loks alla að ganga heila til starfs. Þinginu lauk síðdegis á sunnudag og um kvöldið sátu þingfulltrúar veislu í kennarastofu Háskól- ans. Br jef: Kvikmyndahúsin 09 börnin Herra ritstj. GOTT er að heyra, að barna- verndarnefnd hefir hvað eftir annað gert kröfu til þess, að börn hjer í bæ 12 ára og eldri hafi vegabrjef. Fróðlegt væri að vita hvaða aðili það er, sem stendur þar á móti. Hvaða rök getur hann fært fyrir því, að vegabrjef sjeu ekki fyrirskip- uð? Jeg þakka frú-Aðalbjörgu Sigurðardóttur fyrir fljótt og greinargott svar við fyr- spurn minni hjer í blað- inu 11 þessa mánaðar, óskandi að hinn óþekkti aðilinn gerði jafn hreint fyrir sínum dyrum! Það er alveg rjett: sitt sýn- ist hverjum, eins um kvikmynd ir og annað. Frúin tekur til dæmis Tarzan myndir og Gög og Gokke, Nú verð jeg að játa, að hinar síðarnefndu myndir hefi jeg aldrei sjeð, en Tai’zan myndir þær, sem jeg hefi sjeð, finnst mjer ekkert eða lítið at- hugavert við. Sjálf veit jeg lít- ið um barnamyndir, sem hjer eru sýndar, en ung kona hringdi til mín út af þessum skrifum. Hún sagði: „Við hjón- in förum oft í bíó með dreng- ina okkar. Margar kvikmyndir, sem við sjáum, eru síst þannig, að þær hafi holl áhrif á börn. Það er vitað, að það sem barn les, fer það ljóta mjög mikið fram hjá skilningi barnsíns, en öðru máli gegnir hvað bamið sjer. Er það útilokað, að kvik- myndahúseigendur geti keypt nokkrar góðar barnamyndir og vil jeg nefna þar á meðal Bamba. Vjer vitum öll, hvað börn hafa gaman af sömu sög- unni upp aftur og aftur. Skyldi ekki eins vera farið með kvik- myndir þær, er börn horfa á? Um þetta mál má margt segja, en mjer finst fareldrar ungra barna geti ráðið því, hvað sjeð er í hvert skifti. — Þess vegna vil jeg leggja aðaláhersl- una á að börn eldri en 10—12 ára hafi vegabrjef. K. L. Sigurbjörnsdóttir. Verkfræðingar og verkstjórar, sem unnið hafa að Lækjargötulagningunni. — Fremri röð frá vinstri: Gestur Stefánson, verkfræðingur, Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræðingur, Einar B. Pálsson, yfirverkfræðingur, Guðmundur Þórðarson, verkstjóri, Guðlaugur Stefánsson, yfirverk- stjóri, Geir Þorsteinsson, verkfræðingur, Ólafur Guttormsson, mælingarmaður. — Aftari röS frá vinstri: Rögnvaldur Þorkelsson, deildarverkfræðingur, Gunnlaugur Bárðarson, Jón Eyvinds- son, Stefán Guðnason og Þórður Jónsson, flokksstjórar. Á myndina vantar Jóhann Þórðarson, flokksstjóra. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Lækjargatan nýja opnuð Er mikii samgöngu, fegrunar og skipulagsbót LÆKJARGATAN nýja var opn uð fyrir umferð í gær í fyrsta skifti, en þessi gata er ein full- komnasta gata, sem gerð hefur verið á Islandi til þessa. Er meira til hennar vandað, en áður hefur tíðkast hjer á landi um götur. Verður Lækjargat- an hin mesta samgöngubót í Miðbænum og auk þess eru við götuna um 40 ný bílastæði, sem mjög munu ljetta þá erfið leika, sem eru samfara því, að geyma bifreiðar í Miðbænum. Gatan afhent borgarstjóra í safnbandi við opnun göt- unnar fór fram dálítil athöfn klukkan 1 1 gær. Gunnar Thor oddsen, box-garstjóri, Sigurjón Sigurjðsson, lögreglustj., Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræð- ingur, aðrir verkfræðingar bæj arins, verkstjórar, flokksstjór- ar og verkamenn söfnuðust saman við suðurenda hinnar nýju brautar. hjá Miðbæjar- barnaskólanum. Bæjarverkfræðingur mælti þar nokkur orð og afhenti borg arstjóra og bæjarráði götuna. Gat hann þess, að akbrautirn- ar væru nú fullgerðar, en eftir væri að ganga frá gangstígum að austanverðu og nærliggjandi götum, svo sem Amtmannsstíg og Bókhlöðustíg. Þakkaði bæj- arverkfræðingur öllum aðilum, sem að götugerðinni hafa unn- ið, borgarstjóra, bæjarráði, verkfræðingum, verkstjórum og verkamönnum. Fyrsti bíllinn ekur eftir i nýju götunni ! Á meðan á þessu stóð höfðu lgo-^orfiubjónar viHð allri bif- reiðaumferð frá Lækjargöt-' unni og ók nú borgarstjóri í bíl sínum norður götuna, en bifreið lögreglustjórans fylgdi: á eftir. Var ekið norður að Lækjartorgi, en síðan snúið við og ekið suður eftir hinni nýju akbraut. j Er borgarstjóri kom aftur mælti hann nokkur orð. Gat þess að þetta væri ein full- komnasta gata, sem gerð hefði verið hjer á landi. Hann gat þess, að gata þessi væri fram- för í skipulagsmálum bæjarins og benti til þess er framkvæma yi'ði í þeim efnum víðar í bæn um. Lækjargatan nýja væri mikil samgöngubót og þar að auki fegrunarauki fyrir Reykja vík. Borgarstjóri þakkaði öllum aðilum, sem að gatnagerðinni hafa unnið og sagði að verkið hefði gengið vel, því einkum hafi það verið náttúruöflin, sem tafið hefðu verkið, en verk fræðingar, verkstjórar og verkamenn hefðu unnið vel og dyggilega til að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma og lagt áherslu á að gera það vel. Lýsing á hinni nýju götu Frá skrifstofu bæjarverk- fræðings hefur Morgunblaðið fengið eftirfarandi upplýsing- ar um Lækjax-götuna og það, sem þar hefur nú verið unnið: Lækjargatan um aldamótin var um 7 metra breið og tak- markaðist að vestanverðu af sömu húsalínu og nú er, en a3 austanverðu af Læknum, sem þá var opinn og 2,7 m. breiður. Árið 1912 var Lækurinn lagður í steyptan stokk, yfir- byggðan, og hefur verið þann- ig óbreyttur síðan, undir sjálfri Lækjargötu. Eftir það var göt- unni komið í það horf, sena flestir bæjarbúar kannast við, vestari gangstjett hellulögð 2,5 m. breið, þá malbikuð ak- I braut 7,5 m. breið og að aust- ! anverðu malbikuð gangstjett, 1 2,5 m. breið og var þá öll gat- an 12,5 m. breið. | 1 33,1 meter á breidd Nú er breidd götunnar þanxí ig á kaflanum frá Amtmanns- stíg að Bankastræti: Meðfram húsunum er hellulögð gang- ; stjett, 4,5 m. breið, þá bifreiða- ! stæði 2,5 m., þá malbikuð ak- braut 7,0 m., þá hellulögð mið- ræma, sem skilur sundur ak- brautir, 1,6 m., þá akbraut 7,0 j m., þá skásett bifreiðastæði, i 6,5 m. og loks gangstjett 4,© m. Breidd götunnar allrar S þessum kafla er því 33,1 m. Sunnan Amtmannsstígs er gat: an 29,45 m. og er það vegna þess að þar eru bifreiðastæðiu að austanverðu samhliða göt- unni, en ekki skásett. Gcrð götunnar Akbrautirnar eru þannig Framh- á bls. 8 k Hópur verkamanna, sem ujuiu au íagnmgu Lækjargötunnar, tekin i gær er gatan var opn- uð fyrir umfcrðina. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.