Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1949 i Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stetansson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar- Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintalúð, 71 *uxa með Lesbeft. Forsetakosningarnar FORSETAKGSNINGARNAR, sem fram fóru á Alþingi í gær, voru nokkuð sjerstæðar. Úrslit kosningarinnar í Sam- cinuðu Alþingi -sýndu að Framsóknarflokkurinn hafði gert samkomulag við kommúnista um stuðning við forsetaefni hans. Þetta herbragð Framsóknar er í beinu samræmi við þá afstöðu hennar að beita sjer gegn samkomulagi hinna þriggja iýðræðisflokka um forsetakjör eins og tíðkast hef- ur undanfarin ár. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- liokkurinn lýstu þeirri skoðun sinni jafnskjótt og þing kom saman að slík samvinna væri nú eðlileg og sjálfsögð. En Framsóknarflokkurinn vildi ekki heyra hana nefnda. Hann kaus heldur aá hefja samninga við kommúnista um stuðn- ing við forsetaefni sitt. Um þátt Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í þess- um kosningum er að öðru leyti það að segja, að eftir að Framsóknarflokkurinn hafði hafnað samstarfi lýðræðisflokk- anna þriggja og gerst ber að makki við kommúnista, þá sömdu Sjálfstæðismenn og Alþýðuílokksmenn opinberlega um samvinnu sín á milli um forsetakjör í Neðri deild. Var a-ðalforseti deildarinnar kjörinn úr Sjálfstæðisflokknum, fyrri varaforseti úr Alþýðuflokknum og síðari varaforseti úr Siálfstæðisflokknum. Jafnframt mun Sjálfstæðisflokkurinn hafa samvinnu við Alþýðuflokkinn um nefndakosningar í Neðri deild og tryggja honum sæti í nefndum deildarinnar. Sömu samvinnu mun Alþýðuflokkurinn hafa við Framsókn- arflokkinn í Efri deild. Alþýðuflokkurinn hefur þannig sam- vinnu við báða lýðræðisflokkana, sinn í hvorri deild. Kjósendur Framsóknarflokksins í sveitum landsins munu bera saman yfirlýsingar frambjóðenda flokksins fyrir kosn- ingar um kommúnista og framkomu þingmanna hans á öðrum degi hins nýkjörna þings. Samræmið er ekki ýkja gott. Samningar við kommúnista um forsetakjör var fyrsta „afrek“ Framsóknar á þesu þingi. 111 var hennar fyrsta ganga. „Hlægilegt skrípa- fyrirtæki“ í BLAÐI kommúnista gat í gær að líta gott dæmi um raun- sæi og alvöru þessa fjarstýrða flokks í umræðum um opin- ber mál. Þar er því slegið föstu, að eitt glæsilegasta mannvirki á landinu, hitaveita Reykjavíkur, sje „hlægilegt skrípafyrir- tæki, nokkurskonar nýja fötin keisarans á líkama hinnar ís- lensku höfuðborgar". Hvað segja Reykvíkingar um slíkar staðhæfingar? Virð- ist þeim þau ekki bera vott skilningi á eðli umbóta og framfara? Nei, þessi staðhæfing kommúnistablaðsins er greinileg staðfesting þeirrar skoðunar á kommúnistum að þeir sjeu gjörsamlega lausir úr tengslum við íslenskt þjóðfjelag. Þeir lifa gjörsamlega í hinum austræna heimi. Þeirra starf er ckki að stuðia að því að þjóðin líti raunsætt á hag'sinn og vandamál sín. Það er þvert á móti hitt, að ranghverfa öll- um sannleika, segja svart hvítt, lygina sannleika og sann- leikann lygi. Það er háttur kommúnista að segja allar fregnir, sem ber- ast af stjórn þeirra í þeim löndum, sem þeir hafa hrifsað íil sín völdin, óhróður og uppspuna. Er þá skákað í því skjóli að almenningur hjer sje fjarlægur hinum undirokuðu þjóð- um og hafi ekki skilyrði til þess að staðreyna sjálfur sann- ieiksgildi lýsinganna á ofbeldi og menningarfjandskap komm únista. En þegar málgagn Moskvamanna hjer á landi lýsir t. d. jafn almennt viðurkenndu og glæsilegu mannvirki og Hita- veitan í Reykjavík er, sem „hlægilegu skrípafyrirtæki“, þá hefur allur almenningur aðstöðu til þess að kynnast mati þess á staðreyndum, sem blasa við augum fólksins sjálfs. Sannleikurinn er sá, að með þessum ummælum um Hita- veituna hafa kommúnistar enn einu sinni sannað að flokk- ur þeirra er „hlægilegt skrípafyrirtæki“. Nýja Lækkjar- gatan opnuð L/SKJARGATAN nýja var opnuð í gær — Þá var rjett vika liðin frá því að umferðar- ljósin höfðu verið tekin í notkun. Með viku millibili höfðu því tvær mestu umferðar bætur, sem hjer hafa átt sjer stað um margra ára skeið, komist á. Lækjargatan sjálft er tilbú- in, en eftir er að ganga frá görð unum og blettunum. frá Banka stræti og suður að Miðbæjar- skóla. Það verk verður vart unnið fyr en í vor, vegna veð- urs. En hiklaust legg jeg það undir dóm bæjarbúa nú, hvort nokkurt vit hefði verið í því, að gera ekki þessar umbætur á Lækjargötunni. • Misskilningur VIÐ og við eru einhverjir spekingar að skrifa í blöðin og nöldra í sambandi við þær um bætur, sem gerðar hafa verið. Nokkrar raddir hafa heyrst um, að umferðarljósin væru gölluð. Þetta væri að eða hitt. Sannleikurinn er sá, að um- ferðarljósin geta ekki verið betri en þau eru. Og nú þegar Lækjargatan er tilbúin verða ábyggilega einhverjir, sem segja: Af hverju var hún ekki stein- steypt? — Af þeirri einföldu ástæðu, að ekki hefði fengist leyfi til að eyða þannig sem- enti. Það þykir nær að nota sementið í íbúðarhús og fæst enda ekki nóg af því. • Ný símaskrá í FPJETTUM er sagt, að verið sje að setja nýja símaskrá, sem hraðað verði útkomu á eins og frekast er unnt. Það er gott og blessað og er orðið nauðsyn- legt. í frjettinni er þess getið,1 að betri kápupappír verði í næstu skrá. — Það veitti ekki af. Mjer er kunnugt um, að Ól- afur Kvaran, ritsímastjóri, sem sjeð hefur um ritstjórn skrár- innar í fjölda mörg ár, hefur mikinn áhuga fyrir að gera símnotendum til geðs og hefur hann ávallt tekið vel i allar að finnslur og tillögur, sem verið hafa til bóta. • Aðfinnslur VIÐ vorum að deila um síma- skrána í gær nokkrir kunningj ar, yfir tesopa (Kaffið var bú- ið í veitingastofunni; sem vrð vorum í). i Það sýndist sitt hverjum. eins og gengur, en yfirleitt .voru menn ánægðir með nýju : símaskrána, að kápunni undan skildri. Þó komu fram nokkrar aðr- ar aðfinnslur, svo sem að letr- ið á tölustöfunum væri ekki gott. Sjóndaprir menn ættu t. d. bágt með að átta sig á töl- unum 3-6 og 8, sem allar væru mjög líkar. • Skrá fyrir Reykjavík ÞÁ kom fram tillaga um, að gefin yrði út skrá eingöngu fyrir Reykjavík, til þess að nota dags daglega. Þessi uppá- stunga var studd. Meðal annars var bent á, að þetta ætti ekki að vera neitt dýrara, en t.d. myndi það vinn ast, að landsímabókin þvældist ekki eins og Reykjavíkurbólt- in, sem meira yrði notuð hjer í bænum. Breytingar yrðu ekki neinar að ráði úti á landi og þess vegna óþarfi að gefa land símabókina út eins oft og Rey k j avíkur skr ána. Rúsínur — hugsa sjer það ÆTLI það komi ekki vatn upp í munninum á mörgum er þeir lesa eftirfarandi pistil frá hús- móður (hvað sem kruskanu liður): „Jeg hef verið að bíða eftir því, að einhver :nyndi skrifa um þá ósanngirni, sem þeir verða fyrir, er vilja lifa heil- brigðu lífi á mat. Það virðist lítið hugsað um það af hálfu innflutningsyfirvaldanna að gera þeim það mögulegt. T.d. er eitt af því nauðsynlega að hafa rúsínur í ,,krúska“, en hana tel jeg holla og góðan mat og styðst þar við þriggja ára reynslu mína. Auk þess eru rúsínur, ásamt öðrum á- vöxtum mjög nauðsynlgur varn ingur, á hverju heimili. — En ekkert’ af þvílíkum varningi er hjer fáanlegt“. Húsmóðir". Keðjudcllan komin í gang KEÐJUBRJEFADELLAN er komin í gang einu sinni enn og furðanlegt er að sjá hvað margir kurmir menn hjer í bænum láta hafa sig til að skrifa undir og senda áfram þenna fjára. Þeir eru sennilega hræddir við hótunina, sem er í keðju- brjefinu um, að ef þeir ekki sendi 12 eintök, þá fari fyrir þeim eins og Benoe kapteini, sem dó skyndilega, af því að hann sendi ekki keðjubrjefið, sem hann fjekk. — í fyrra var það liðsforingi, svo hann hefur hækkað í tign síðan og eitt- hvað var nafnið hans öðruvísi skrifað. En grínlaust. Skelfing er á mönnum með fullu viti, að taka þátt í svona leikarahætti og það núna, eftir að póstgjöld in hafa hækkað þessi kynstur. : .........................................H.HMHHHHHMHI I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . irmMIIIIIMII MMMMMMMMim IIMMIMMMMMMMMMIMMMMIIMIIIMMMMIIIIIMMMMMMI Þýsku skipsflökin í EysfrasaltL Eftir Guy Bettany, frjettaritara Reuters. KIEL — Kiel, sem á ófriðar- árunum varð aðal „skipagraf- reitur“ Þýskalands, er nú sú hafnarborg þar í landi, sem mest flytur út af brotajárni. Það kemur iðulega fyrir, að allt að því 20,000 tonn af járni eru flutt þaðan á einum mán- uði, en mikið af því kemur úr skipum, sem sökkt var í styrj- öldinni. í ágústlok höfðu 350, 000 tonn af brotajárni verið flutt frá Kiel, bróðurparturinn til Bretlands. • • FJÖLDI KAFBÁTA ÞEGAR ófriðnum lauk í maí 1945, var vitað um að minnsta kosti 500 skip, sem sökkt hafði verið í fjörðunum og víkunum á strandlengjunni milli Liibeck og dönsku landamæranna. í þessum hóp voru hvorki meira nje minna en 234 þýskir kaf- bátar, sem flestir hverjir voru um 1600 tonn. í flotahöfninni í Kiel voru 45 kafbátar, sem flestum hafði verið sökkt a£ eigin áhöfnum, til þess að koma í veg fyrir, að þeir fjellu í hendurnar á banda mönnum. Þýsku kafbátunum var sökkt í fjórum „grafreitum": í Kiel- firði, Lubeckflóa, Eckernfirði og Flensborgarfirði. • • MARGIR FÓRUST ÞRÍR af kafbátum banda- manna sukku í höfninni í Kiel — 800 tonna hollenskur kaf- bátur, 2,000 tonna breskur kaf bátur, sem rakst á tundurdufl snemma í stríðinu, og norskur bátur. í mörgum kafbátanna hafa fundist lík. í einum, sem náð- ist upp núna í ár, fundust alls 70 lík, mörg taf konum og börnum, sem talið er liklegt að verið hafi flóttafólk frá Dan- zig. Þessi kafbótur varð fyrir sprengju síðustu daga styrjald- arinnar. • • SUM FÁ VIÐGERD ENDA þótt flest skipanna, sem sökkt var, sjeu rifin og seld sem brotajárn, hefur verið horfið að því ráði, að gera við sum þeirra. Stundum hafa vjel arnar verið hirtar, ásamt öðr- um verðmætum tækjum. Þessa dagana er verið að taka vjel- arnar úr 2,200 tonna^ ónýtu skipi, ,en síðar verður þeim komið fyrir , í nýju. kaupfari, sem nú er í smíðum. Mörg skip hafa hlotið svo mikia viðgerð, áð unt hefur vérið að draga þau til Eng- lands og rýfa þ%u þar. Stærst þessara skipa var farþegaskip- ið „New York“, 23,000 tonn. • • SIGLINGAHÆTTA SKIPSFLÖKIN, sem enn eru ,við Eystrasaltshafnirnar þýsku ^ hafa gert siglingar um þessar slóðir erfiðari en ella. Aðeins skammt er nú liðið síðan hol- lenska skipið „Pinguin" rakst á flak í námunda við Kiel og sökk á tíu mínútum. 4. okt. : s.l. rakst og sænska skipið I „Mira“ (2,500 tonn) á flakið af „Gneisenau" við Falster. Enda þótt ,.Mira“ sykki ekki, fórust tveir af áhöfninni. Ekki var hún blásnauð I OSLO, 15. nóv.: — Fyrir nókkr I um vikum síðan ljetst hjer í j Osló roskin kona. Mun hún hafa verið á sextugs aldri, og er þetta varla í frásögur færandi. Hefir altaf verið litið svo á, að kona þessi væri afar fátæk. Nú hefir hinsvegar komið upp úr • kafinui, að hún. lætur eftir sig einar 50.000 kr. álitlegan skilding., Um árabil hafði kerl ingin þegið hjálp af sveit, frá ættingjum sínum - og styrktar- 1 sjóðurri og nú seinast f jekk hún , örorkustyrk. — NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.