Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Mið\ikudagur 16. nóv. 1949 niiniiiiiimiimnr Framhaldssagan 10 iiiiiiiririfmiisniiiiimmiiiiiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiiiiiiiiimii<iiiii»i.MMiH'i(ii"i"*mr 'í SEKT OG SAKLEYSI Eítir Charlotte Armstrong iiimiiimiiiimimiimimmMiimmiiiii" iiiiiiimmmmmmmimiimmiimiiimmmmimmii'mmmm mmimmimmmmmmmmmmmmmmmiimmmiiiiiiK ást. Mjer þykir leitt, að þú skulir ekki muna það“. Bjöllunni'' var hringt. Það var burðarmaðurinn. Hann var koininn til að sækja farangur- inn. Hann bar höndina upp að húfunni og sagði: „Góðan dag- inn, frú Howard“. Mathilda rauk upp af stóln- um. Hún hallaði sjer upp að borðinu. Nú var henni ekki farið að standa á sama. „Bíddu augnablik, Jimmy“, sagði Francis. „Viltu gera okk- ur greiða. Viltu segja frú Ho- ward hvenær þú sást hana síðast?“. „Ja, við skulum sjá .... það var í janúar. Það var á mið- vikudagsmorgni, rjett eftir giftinguna. Þjer gáfuð mjer a • • • • • „En jeg er alls ekki gift“. Það kom vandræðasvipur á manninn. „Guð minn góður, jeg sagði ekkert. Jeg ætlaði alls ekki .... jeg vildi aðeins bjóða yður velkomna aftur, frú Howard“. Mathilda sjneri sjer undan. Hún vissi að Francis var að gefa honum pcninga og hún heyrði að hann sagði: „Við gleymum þessu, Jimmy. Frú Howard hefur verið veik“. Hún kreppti hnefana. Hann ætlaði þá að segja þá sögu. Og hún gat ekki farið að mótmæla hjer fyrir framan gistihúsþjón. Hún gat ekki hlaupið til ó- kunnugs fólks og hrópað að hann væri að ljúga. Ekki hún, Mathilda Frazier. Hún varð að komast heim. Heim til Grandy. Hann mundi vita hvað hún ætti til bragðs að taka. Hún varð bara að halda fast við það sem hún vissi að var satt og rjett og muna að hann sagði ósatt af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum. — Það skipti ekki máli núna. Hún varð að hafa stjc'rn á sjálfri sjer. Og komast til Grandy eins fljótt og hægt. var. En þetta er alls ekki satt, hugsaði hún. Þessi burðarmað- ur sagði líka ósatt. Þegar maðurinn var farinn sagði hún rólega: „Honum hef ur verið mútað“. Francis svaraði engu. „Það mætti segja mjer að þjer hafið liklega falsað hjónabandsvott orð“, sagði hún reiðilegar en hún hafði ætlað sjer. „Hvers vegna sýnið þjer mjer það ekki?“. „Vegna þess að brúðurin fær það til vörslu“, sagði hann. „Og jeg ímynda mjer að þú hafir .... týnt því“. „Og eru þá engin skjöl fyrir hendi? Engar sannanir?“. „Jú“, sagði ham. „Hlustaðu nú á mig, Tyl .... þú mátt ekki hata mig. Jeg er ekki að reyna að .... Gerðu það fyrir mig að reyna að vera svolítið &skilningsbetri. Þá getum við talað skynsamlega um þetta“. Það var ekki hægt að neita því að hann virtist bæði *þreyttur og örvinglaður, en • fiún sagði kuldalega: „Jeg held j-.að við ættum að fara að leggja rf stað á járnbrautarstöðina“. ,J>ú um það“, sagði hann. 4 Hún gekk fram að dyrunum. Nam staðar. „Hvcða sannanir eru til?“, spuröi hún. — Hann' hristi höfuðið. „Mig langar til að fá að vita hvernig þjer fór- uð að því að telja Grandy trú um þessa vitleysu“. Undarlegir drættir fóru um andlit hans. „Heyrðu mig“, sagði hann. „Þú veist það kannske ekki, en þú særir mig. Og jeg get ekki sjeð að það sje nokkur ástæða til þess. Annað hvort hlustarðu á alla söguna og lofar mjer að segja þjer frá öllu því sem skeði, öllu því, sem þú hefur gleymt, og mjer finnst ekki nema sanngjarnt að þú gerir það. Eða við slepp- um þessu alveg. Jeg fylgdi þjer þá niður á stöðina og þar get- um við skilið fyrir fullt og allt. Þú getur fengið skilnað eða látið ógilda giftinguna eða bara látið eins og ekkert hafi skeð. Það er ekki sennilegt“, sagði hann biturlega, „að mig muni langa til að giftast aftur fyrst um sinn“. Mathilda hikaði. Jeg skil þetta ekki, hugsaði hún. Hún gat ekki lengur hugsað nógu skýrt. Henni fannst að þessi maður hefði verið að reyna að flækja hana inn í einhverja hringavitleysu og hún vildi berjast á móti. Hana langaði til að skilja þetta betur. Með því móti einu gat hún barist gegn þessu. Hún snjeri við og settist aftur. „Jæja, komið þjer þá með söguna“, sagði hún. 6. KAFLI. „Eins og jeg sagði áðan, þá stóðst þú við dyrnar inn í'veit- ingasalinn, þegar jeg kom auga á þig. Jeg ákvað að reyna að taka þig tali“. Það vottaði fyrir bitu;,leika í rödd hans og hann talaði hart. „Það gekk vel. Þú varst einmana og eyrðarlaus. Þú þurftir að tala við einhvern. Við settumst við borð í einu horninu í vínstofunni, og þú fórst að segja mjer frá. Þú sagðir mjer frá Oliver og Alt- heu og hvað hafði komið fyrir þig. Þú varst særð, vina mín, innilega særð. Þjer hafði verið misboðið“. Rödd hans varð hlýlegri. „Jeg held að þú ha'fir alls ekki gert þjer ljóst hvaða áhrifum jeg varð fyrir af þjer. Jeg held að þú hafir varla sjeð mig þetta sunnudagskvöld“. „Jeg var bara einhver mað- ur, ókunnugur og það var gott að geta talað við einhvern, sem mundi ekki segja neitt eftir þjer. Hann mundi bará hlusta og skilja og þegar hann færi mundi hann taka örlítið af erfiðleikunum þínum með sjer, bara vegna þess að hann hafði hlustað. En þáð varð nú samt ^kki, því að jeg varð ástfang- inn og jeg get verið ákaflega einþykkur og jeg vildi ekki fara. Jeg hjelt mjer í námunda vig þig. Við vorum saman all- an mánudaginn. Borðuðum hádegisverð sam- an og gengum úti okkur til skemmtunar. Um kvöldið sett- umst við aftur við borðið i horninu. Þá var það jeg sem talaði. Jeg sagði þjer að jeg væri í flughernum, en fengi bráðum lausn. Jeg sagði þjer margt. Þú hlustaðir, en jeg veit ekki hvort þú heyrðir það sem jeg sagði“. Mathilda lokaði augunum og kreisti þau saman. En þegar hún opnaði þau aftur sat hann enn andspænis henni og talaði. „Á þriðjudaginn“, sagði hann. „Já, um morguninn á þriðjudaginn sagðistu vilja gift ast mjer“. „Hvers vegna?“. „Hvers vegna? Jeg veit ekki hvers vegna .... Þú hafðir aldrei sagt mjer neitt um tilfinningar þínar gagn- vart mjer nema að þjer þætti þægileg návist mín .... Þetta var auðvitað fífldirfska. En jeg hjelt að jeg vissi að hverju jeg var að ganga. Og elsku Tyl, jeg vissi að það var svolítill vottur af mannlegri hefndar- ósk í hjarta þínu“. Hún hnyklaði brúnir undr- andi á svip. „Ö, já, það var greinilegt“, sagði hann. „En jeg vildi fá þig með hvaða skilmálum sem var. Jeg er enginn maður til að dæma aðra hart frá siðferð- islegu sjónarmiði. Og þú .... auðvitað varstu barnaleg, en jeg skildi þig. Það var ekki aðalatriðið að hefna sín á Oli- ver .... heldur Altheu. Það var aðallega hún, sem hafði komið illa fram“. Hann brosti við. „Jeg .... jeg skil“, sagði Mathilda annars hugar. Hann hallaði sjer fram og horfði rannsakandi á hana. „Nei, nei“, sagði hún. „Jeg á ekki við það, að jeg muni eftir þessu. Þetta er bara svo .... Þetta skeði ekki, en þó hljómar þetta eins og það gæti verið sennilegt“. „Þakka þjer fyrir, Tyl“, sagði hann. Það var einhver undarlegur svipur á andliti hans, sem hún skildi alls ekki. Og hann hjelt áfram. „Og klukkan tíu á miðvikudags- morguninn giftumst við“. „Það er ekki hægt“, sagði hún. „Það var víst hægt“, sagði hann rólega. „Þú ert að hugsa um öll vottorðin? Það var ósköp vandalítið. Þú hafðir öll þín vottorð reiðubúin. — Þú hafðir einmitt ætlað að fara að giftast. En það var bara ekki jeg, sem þú ætlaðir að giftast“. Hún þagði. „Jeg þurfti aðeins að fá vott orð frá lækninum í herdeild- inni. Og þeir afgreiða þetta allt fljótt fyrir menn, sem eru í herþjónustu“. Hann tók eitthvað upp úr vasa sínum. „Við fengum leyf- isbrjefið á þriðjudaginn. Jeg hef hjerna afrit af því“. Tyl leit á það og sá að þar stóð: White Plains, New York. Mary Frazier, John Francis Howard. „Þetta er ekki mitt nafn“. ' „Þetta er annað skírnarnafn ið þitt“, sagði hann vingjarn- lega. „Að minnsta kosti sagðir þú þeim það. Það var skilið, sem svo að þú vildir láta þetta allt fara fram í kyrþey. Blöðin mundu hafa haft gaman af því ef þau hefðu frjett um þCTfnan :flýti“. En hvers vegna White Pla- ins? Hvers vegna ekki New York City?, hugsaði hún. Hún ætlaði að spurja hann að því, en hann hjelt áfram. Litla stúlkan mú langa nafnið Eftir MABEL LEIGH HUNT 15. Barnið var lítið, rautt og hrukkótt'. Þegar Anna Soffía snerti ósköp laust við kinnina á því, fór það að grenja og gretti sig. En henni fannst það samt alveg dásamlegt og hún elskaði það af öllu hjarta. Og nú var stundin mikla runnin upp! Hjartað í Önnu Soffíu sló ofsahratt. Hún leit beint framan í Súsönnu og spurði: Hvað ætlarðu að láta hana heita? — Hana? tók Súsanna upp eftir henni og fór að hlæju. Anna Soffía, þetta er drengur. — DRENGUR? Hjartað í Önnu Soffíu hrapaði. Eftir allar þessar vandlegu ráðagerðir síðustu nótt! Elísabet Guðmund- ína, ekki væri hægt að nota það fyrir dreng, hugsaði hún. Ætli það? Nei, auðvitað ekki. Ó, ó, ó, mikil skelfing. Hún yrði víst að bera þessi sjö nöfn alla sína ævi. Hún yrði lík- lega að vera Anna Soffía Katrín Bergþóra Helga Elísabet Guðmundína alla sína ævi. Andartak var hún svo vonsvikin, að hana langaði til að fara að gráta. En hætti við það, því að hún vissi að það hjálpar ekkert að vera að grenja. — Við ætlum að kalla hann Þorbjörn eftir afa sínum, sagði Súsanna. — Og þú mátt til með að koma oft og sjá hann, Anna Soffía. Þegar hann verður dálítið stærri, geturðu leikið við hann og hjálpað mjer við að passa hann. — Er það alveg satt? Má jeg virkilega hjálpa til? spurði Anna Soffía og augun í henni fóru að skína. — Auðvitað máttu það. Eftir þetta mátti ída vera eins þögul og hún vildi, því að enginn talaði neitt við hana. Þegar bæði skólinn og litla Ibarnið á Hóli komu til, var Anna Soffía oftast að heiman. Aumingja ída sat í sömu stellingum allan daginn og jafnvol svo dögum skipti. Ætli henni hafi ekki verið farið að leiðast? Og þó Jón dálaglegur þættist vera sjálfstæður náungi og ekki hirða mikið um aðra, þá reikaði hann nú fram og aftur um bæinn einmana og mjálmaði og leitaði að Önnu Soffíu. Á hverjum degi, sjerstaklega þegar fór að vora, komst það upp í venju njá Önnu Soffíu að koma alltaf við á Hóli, þegar hún var að koma heim úr skólanum. Og um sumarið, þegar skólinn var úti sat hún þar öllum stundum og ljek sjer að Tobba litla. Hann var alltaf kallaður Tobbi og þar sem hann varð alltaf feitari og feitari eftir því sem leið fram á sumarið var hann kallaður Tobbi litli tunnukútur. ÞaS var satí. „Jeg skemmti mjer r.lveg guðdóm- lega hjá tannlækninum dag.“ „Jeg get ekki skilið hvernig jjað var mögulegt.“ „Það er satt, Þegar jeg kom inn var annar tannlæknir að gera við tennurnar í honum.“ ★ Dómari: (í stólnum hjá tannlækn inum). „Sverjið þjer, að að þjer munið draga tönnina, alla tönnina og ekk- ert nema tönnina?“ ★ Tannlæknir: „Opnið munninn meira, gjörið þjer svo vsl, meirr, “ I Sjúklingurinn: „Ah — a — a —«■ a.“ I Tannlæknirinn: (setur upp í sjúkl- inginn bómull ásamt tveim töngum) „Hvemig liður konuni yðar?“ * Hann haffti ástæSu. Jónas: (mætir vini sinum). „Hvers vegna ertu svona ánægju- legur?“ Braun: „Jeg var nð koma frá tann- lækninum." Jónas: „Er Jjað nú eitthvað til að hlæja að?“ Braun: „Ha—-ha, já! Ilann var ekki við og verður það ekki i tvo daga.“ ★ Það er miliið taláð um viðutan prófessora, en engan, sem er meiia vfðutan en tannla:kninn, sem nálg- ftðist bilinn sinn með skrúf járn i í hondunúni og sagði róandi: „Svona, svona, þetta verður ekkert mjög sárt.“ ★ ,J4ú, fjekkstu peningana?" spurði kona tannlæknis nokkurs, sem kom úr hoimsékn frá skuldseigum sjúkl- ingi' „Ekki einn eyri,“ urraði læknir- inn. „Og meira en það. rfann móðg- aði mig og gnísti tönnunum minum framan í mig.“ ■»miiiiiiii»iniiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimm""«<"»»i Auglýsendur I alhugið! Þeir, sem þurfa að koma | stórum auglýsingum í blað i ið eru vinsamlegast beðn- | ir að skila handritum fyr- | ir hádegi daginn áður en | þær eiga að birtast. 3 3 iiimm»imm»»»im»»»ii»»»mii»mimm»mim»a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.