Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1949, Blaðsíða 8
 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1949 Lækjargatan (Framh. af bls. 2) gerðar, að neðst er lag af rauða möl, 15—20 cm. þykkt, þá kem | ur púkklag 15 cm. þykkt, þá grófur mulningur, 9 cm., þá veggjamulningur 6 cm. Malbik ið er lagt í tveim lögum, neðra lagið er fremur gróft undirlag 7 cm. þykkt, en hið efra með fínni og þjettari samsetningu, 5 cm. þykkt. Þessar þykktir éru allar miðaðar við fullþjappað ástand. Gerð bifreiðastæðanna er nokkru einfaldari. Malbikið er búið til úr efni úr nýju grjótnámi, sem bær- inn starfrækir í Selási vegna malbikunarinnar. Lengd hinnar nýju götu er 260 m. Miklar breytingar og endurbætur Vinnu við endurbyggingu Lækjargötu hófst þ. 25. júlí, en vinnan tafðist mjög í fyrstu við það að ekki var til fulls gengið frá heimild bæjarins til þess að leggja hluta af Mennta skólalóðinni undir götuna. Vegna gatnagerðarinnar þurfti að endurnýja, flytja til og breyta mjög miklu af leiðsl- um undir götunni og var þeim þá jafnframt komið í tryggara horf en áður var. Við framkvæmd verksins var notað tiltölulega mikið af vjelum, þ.á.m. malbiksjafnari, sem gatnagerðin hafði áður að- eins notað við Hallveigarstíg. Vestari akbrautin var tekin til fulls í notkun 1. nóv., en hafði þó verið ekin á kosninga daginn 23. okt. Eystri akbraut in £r tekin í notkun í gær. — Enhþá á eftir að helluleggja eystri gangstjett og fram- kvæma ýmis önnur atriði, þ.á. m..tengingu Amtmannsstígs og Bókhlöðustígs við götuna. 80—100 manns unníð að gatnagerðinni Á vinnustaðnum hafa að jafnaði unnið um 80 manns við gatagerðina síðan verkið komst í fullan gang og einnig um 20 manns við breytingar á leiðsl- um, auk allra þeirra sem unn- ið hafa að framleiðslu efnis til götunnar. Samkv. bráðabirgðayfirliti mun kostnaður við framkv. verksins verða um 1,3 millj. kr. Verkstjórn Verkið er unnið undir yfir- *i 1111111111II iin iii ii iii iii 111111111111111 Mavkús - IUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII umsjón bæjarverkfræðins. •— Einar B. Pálsson, verkfræðing- ur hefur staðið fyrir verkinu. Rögnvaldur Þorkelsson, verk- fi-æðingur hefur stjórnað bygg ingu V-brautanna. Dagleg verk fræðistjórn hefur verið í hönd- um verkfræðinganna Geirs Þorsteinssonar og Gests Stef- ánssonar. Yfirverkstjóri er Guðlaugur Stefánsson og verkstjóri yfir vinnustaðnum Guðmundur Þórðarson. Flokksstjórar við gatnagerðina eru þeir Jóhann Þórðarson, Jón Eyvindsson. Þórður Jónsson, Gunnlaugur Bárðarson og Stefán Guðna- son. Jónas Björnsson, Horður-Gröf Minningarorð: Frá Alþingi Framh. af bls. 1 atkv.. Steingr. Aðalsteinsson 9 atkv. og auðir seðlar voru 18. Annar varaforseti var kosinn Ingólfur Jónsson með 19 atkv. Steingrímur Aðalsteinsson fékk 12, og auðír voru 20 seðlar. Skrifarar Sameinaðs þings vo.ru kosnir þeir Jón Sigurðs- son og Skúli Guðmundsson. Kjörbrjefanefntl Þessir þingmenn voru kosnir í kjörbrjefanefnd: Þorsteinn Þorsteinsson, Lárus Jóhannes- son, Hermann Jónasson, Rann- veig Þorsteinsdóttir og Sigurð- ur Guðnason. Kosning til Efri tleildar Þá voru þessir menn kjörnir til að taka sæti í Efri deild: Sjálfstæðismenn: Bjarni Benediktsson, Eiríkur Einars- son (en sökum veikinda hans tekur Sig. Ólafsson varamaður sæti þar), Jóhann Þ. Jósefsson, Lárus Jóhannesson, Þorsteinn Þorsteinsson og Gísli Jónsson. Framsóknarmenn: Hermann Jónasson, Bernharð Stefánsson, Páll Zophoniasson, Vilhjálmur Hjálmarsson Karl Kristjánsson og Rannveig Þorsteinsdóttir. Alþýðuflokksmenn: Haraldur Guðmundsson og Hannibal Valdimarsson. Kommúnistar: Brynjólfur Bjarnason, Finnbogi Rútur Valdimarsson og Steingrímur Aðalsteinsson. í Neðri deild Forseti Neðri deildar var kjörinn Sigurður Bjarnason - * Jt með 18 atkv., Jörundur Brynj- ólfsson hlaut 11 atkv., og Ás- mundur Sigurðsson 6 atkv. Fyrri varaforseti var kosinn Finnur Jónsson með 18 atkv., Gísli Guðmundsson fekk 9 og Ásmundur Sigurðssono 6. Einn seðill var auður. Annar varaforseti var kos- inn Jónas Rafnar með 17 atkv., Gísli Guðmundsson hlaut 8 at- kvæði, Ásm. Sigurðsson 5 at- kvæði, og 5 seðlar voru auðir, Skrifarar Neðri deildar voru kosnir þeir Ingólfur Jónsson og Páll Þorsteinsson. í Efri deild Forseti Éfri deildar var kos- inn Bernharð Stefánsson með 10 atkv. Þorsteinn Þorsteinsson hlaut 6 atkv. og einn seðill var auður. Fyrri varaforseti var kosinn Rannveig Þorsteinsdóttir með 8 atkv., Þorsteinn Þorsteinsson fjekk 6 og 3 seðlar voru auðir. Annar varaforseti var kosinn Lárus Jóhannesson með 6 atkv., Steingrímur Aðalsteinsson hlaut 4 og 7 seðlar voru auðir. Skrifarar deildarinnar voru kosnir þeir Sigurður Ólafsson og Karl Kristjánsson. Olía skömfuð í Ásfralíu LONDON, 15. nóv.: — Skömt un á steinolíu hefir nú aftur verið tekin upp í Ástralíu. Á þetta við öll sambandsríkin nema eitt. Ekki var 'hægt að komast að samkomulagi við Tasmaníu um að skömmtun yrði tekin þar upp. — Reuter. Þakka hjartanlega vináttu mjer sýnda á 70 ára afmæli * mínu. : Anna L. Kolbeinsdóttir. : UM nokkurt skeið hefur ,,mað urinn með sigðina“ farið um byggðir Kjalarnesþings og gert stór strandhögg á ýmsum bændabýlum, umhverfis drottn ingu fjallanna, Esju, og tekið herfangi fyrirvinnu fjölskyld- unnar og skilið eftir — helsár sorgar og sökknuðar og sárt syrjandi ættingja og vini. Nú síðast gerði sláttumað- urinn ferð sína að Norður- Gröf í Kjalarneshreppi og lagði að velli bóndánn Jónas Björns son. Jónas bóndi var, að sögn konu hans, vel frískur og kendi sjer einskis meins og fór aflíðandi miðjum degi til útiverka, en kenndi skyndilega höfuðverkjar, sem ágerðist svo, að piltar hans tveir fluttu hann heim, og þegar heim kom, var svo af honum dregið, að hann_var nær rænulaus. Lækn ir kom fljótt, en ekkert var hægt að gera, og andaðist Jón- as kl. 1 aðfaranótt þriðjudags, 8. nóv. Jónas Björnsson var fæddur að Stóru-Brekku í Hörgárdal 27. febrúar 1887. — Foreldrar hans voru Björn Björnsson, bóndi, og Margrjet Vigfúsdótt- ir, kona hans. Þau hjón voru bæði af góðum, norðlenskum bændaættum. Jónas var elstur fjögurra bræðra, sem upp komust. Hann var á ferming- araldri, þegar móðir þeirra dó. Hann fór þá að heiman og dvaldist næstu árin á ýmsum stöðum við Eyjafjörð og fjekkst við allskonar störf á sjó og landi. Síðan fór hann í Hóla- skóla og var þar í tvo vetur. Eftir það vann hann við jarða- bætur o. fl. Norðanlands, uns hann fór til Danmerkur 1907. Hann dvaldist þar og í Noregi í þrjú ár, þar af einn vetur á lýðháskólanum í Askov, en að öðru leyti stundaði hann þar landbúnaðarstörf. Vorið 1911 rjeðst hann sem ráðsmaður til Björgvins Vig- fússonar, sýslumanns, á Efra- Hvoli. Þar kynntist hann eftir lifandi konu sinni, Guðbjörgu Andrjesdóttur frá Kerlingar- dal í Mýrdal. Þau giftust vorið 1914 og voru áfram að Efra- Hvoli til 1916, en fóru þá að Kálfaströnd, en þar var hann ráðsmaður. Síðan var hann ráðsmaður í Gufunesi á Reyk- 111111111 ■ ■ 11 ■ 111 ■ ■ 11111111 ■ ■ 111 ■ 11 iimiiiniiiiii iiiiiiii lllllll■•■lllllllllt«lll•ll•l•l•llllllllllllllll•llll•ll•(||||•«ll•l|•|l■lllll•fl A 4 4 4 Eftir Ed Dodd lllllllll•lmlMllllllll■•llll■••l••ll•mll>•llll WOLVES, SAODLE, AND DON'T REACH.FOR VOUR GUN. t hólum fyrir vestan og í Viðey. Vorið 1922 reistu þau hjónin bú í Gufunesi og bjuggu þar, uns þau fluttu að Norður-Gröf 1934. Einkadóttur sína, Margrjeti, misstu þau hjónin árið 1935, tvítuga að aldri. Margrjet heit. var afbragð ungra kvenna, sárt sökknuð af foreldrum og öll- um, sem hana þekktu. Uppeld- issonur þeirra hjóna er Pjetur Pálmason, sem les viðskipta- fræði og tóku þau hjónin hann IV2 árs í fóstur. Hjá þeim hjónum Gr*5björgu og Jónasi sál. hafa og dvalið börn um lengri og skemmri tíma og hafa þau öll notið nærgætni og j umhyggju. Jónas sál. rak stórt bú að Gufunesi og síðast að Norður- Gröf og átti góðan bústofn. — Var umgengni þar öll góð og bar merki snyrtimennsku. — Hann bætti mjög jörðina. Hann var stórhuga og virtist ekki sætta sig við umfangslít- inn búskap, enda hlífði hann sjer ekki við verk og var kapps fullur mjög. Jónas nam fræði í Hólaskóla, og þótti góður námsmaður, at- hugull og hinn besti fjelagi, frjálslyndur og drenglundað- ur. Jónas starfaði mjög að opin- berum málum og var eitt sinn í kjöri til Albingis fvrir Fram- j sóknarflokkinn, í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Minnist jeg þess frá þeim tímum. að Björn sál. Kristjánsson, alþm., fjekk ! þá mætur á Jónasi og taldi hann vel hæfan til þingsetu. Jónas sál. var í mörg ár einn af fulltrúum sveitar sinnar í mjólkursamslags- og búnaðar- fjelagsmálum. Síðustu árin var hann formaður Búnaðarfjelags Kjalarneshrepps og í stjórn Jarðræktarsambands Kjalar- nesþings. Þau hjónin Jónas sál. og Guð björg voru vel samhent í starfi og var hjónaband þeirra ástúð- leet og farsælt. í dag fylgja ættingjar, sveit ungar og aðrir Jónasi sál. Björnssyni síðasta áfangann hjer megin grafar og þökkum honum gott samstarf og biðj- um guð að blessa hann og varðveita. Ó. B. -r-... Oho, áfram með ykkur. Hott, Oho. Tófi leggur af stað, en úlfarnir eru óþægir viður- eignar. -L. Markús notar tækifáerið í hávaðanum meðan Tófi er að eiga við úlfana til að læðast að honum. * — Ilættu ,að. lemja úlfana, Tófi og reyndu ekki að ná til byssunnar. Peron undirritar ný refsilög BUENOS AIRES: . —, Fyrir, ákpmmu undirritaði Peron for- ^elij,he||ningarlög, yEru í. þeim ákivæði, þar sem lögð. er þung rfcfsing á einstaklinga og blöð, sem vanvirða forsetann, þing- menn, dómara og aðra embættis- menn stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.