Morgunblaðið - 18.12.1949, Page 9
Sunnudagur 18. des. 1949.
MORGUNBLAÐIÐ
9
R E Y K
Útgerðin og
stjórnmálin
SÍÐASTLIÐINN fimmtudags-
xnorgun var lokið aðalfundi
Landssambands ísl. útvegs-
manna. Hafði fundurinn þá
kosið nefnd manna, til þess að
annast samninga við ríkis-
stjórnina, fyrir hönd útvegs-
manna, um það, hvernig haga
skuli aðstoð ríkisvaldsins til
útgerðarinnar, svo bátaflotinn
kæmist á veiðar eftir ára-
mótin.
Blaðið hefur á þessu stigi
ekki frjett, hvað líði þessum
sammngum. En allir þjóðhollir
menn eru að sjálfsögðu á einu
máli um, að óska þess, að sam-
komulag takist í tæka tíð, með
þessum aðalbjargræðisvegi
þjóðarinnar annarsvegar, og
stjórn og þingi hinsvegar.
Hin fjarstýrða flokksdeild
kommúnista hefur á hinn bóg-
ínn látið í ljósi ósk um það, að
samningum þessum yrði hætt
og bátaútgerðin leggist með
því niður, um það bil, sem ver-
tíð ætti að byrja. Eru þær óskir
kommúnista eðlilegar, þegar
tekið er tillit til hvaða stefnu
flokksdeild þessi hefur, hina
sömu og aðrar deildir komm-
únistaflokksins vestan Járn-
tjalds eru látnar hafa.
Samkvæmt fyrir-
mælum að austan
KOMMÚNISTAR, íslenskir,
sem aðrir, eru gerðir út af
miðstjórn sinni, til þess. eftir
fremstu getu, að koma í veg
fyrir, að atvinnuvegir þjóð-
anna komist á heilbrigðan
grundvöll. — Deildarstjórnir
flokksins, bæði hjer og ann-
arsstaðar, vilja að sjálfsögðu
ekki viðurkenna þessa stefnu
þeirra eða hlutverk í orði. En
allir starfandi menn flokks-
deildanna viðurkenna þetta
þeim mun betur í verki.
Um leið og núverandi ríkis-
stjórn var í þann veginn að
hefja samninga um, að aðal-
atvinnuvegur landsmanna
fengi skilyrði til þess að halda
áfraín, gaf flokksdeild komm-
únistaflokksins til kynna, að
hún óskaði eftir aðstoð hinna
þingflokkanna, til þess að
stöðva framleiðsluna með því
að taka fram fyrir hendur
stjórnarinnar, og fella hana
tafarlaust í þinginu.
Ekki er kunnugt að þessari
málaleitun hinna Moskvasinrí-
uðu hafi verið svarað enn.
Samtímis því, sem kommún-
istar reyna að koma í veg fyrir
lausn atvinnumálanna, með
því að bera eld að flokkadeil-
um og sundrungu í landinu,
blasa úrlausnarefnin við á haf-
inu fyrir utan strendur lands-
ins. Úrlausnarefnin, sem ekki
verða leyst fullnægjandi nema
þjóðin beri gæfu til þess að
standa saman um þau átök.
^Fjársjóðir hafsins
EINS og allir vita, gefur eng-
inn ríytjafiskur fljótteknari
gróða en síldin þegar til hennar
næst.
í því efni hafa gerst þýð-
íngarmeiri hlutir á þessu hausti
en e.t.v. nokkru sinni áður í
J A Ví
sögu fiskveiða okkar,. Ekki
þannig að skilja, sem kunnugt
er, að hjer hafi orðið land-
burður af afla. Heldur það, að
með bergmálsdýptar-mælum
fiskiskipanna hafa menn kom-
ist að raun um, sama sem sjeð
það með eigin augum, að hjer
úti fyrir ströndum eru þau ó-
grynni af síld, sem engan hef-
ur grunað áður.
Hægt er að fylgjast með þvi
frá degi til dags, hvernig þess-
ir ónumdu fjársjóðir flytja sig
til í sjónum, og eru mismun-
andi djúpt undir sjávarfletin-
um. Skipakost eiga landsmenn
til að færa þetta „silfur hafs-
ins“ frá miðunum til lands. Og
hjer bíða öflugar verksmiðjur,
til þess að vinna úr aflanum
er hann kemur. En fiskimenn-
irnir hafa enn ekki í höndum
stórvirk veiðarfæri, til þess að
handsama þessa fjársjóði.
Vera má, að ekki þurfi nema
breyting á þeim veiðarfærum,
sem til eru, til þess að þrautin
sje leyst, fenginn sje sá eini
hlekkur, sem nú er ekki fyrir
hendi, til þess að hjer verði
hægt að hefja stórfeldari síld-
veiðar, en hjer hafa áður
þekkst.
Menn minnist þess, að hjer
er öðru máli að gegna, en með
norðlensku síldina, sem er lang
förul og fer í felur. Hjer er um
að ræða staðbundin síldar-
stofn, serp heldur sig á sömu
slóðum mestan hluta ársins.
Það er engin furða, þó komm
únistar nagi sig í handarbökin
yfir því, að þeim skuli ekki
hafa tekist, með rógi sínum og
skemmdarstarfsemi, að k'oma
í veg fyrir, að hjer við Flóann
yrði komið upp tækjum til þess
að vinna úr síldarafla 1 stór-
um stíl.
Stækkun landsins
ÞEGAR þjóðirnar víkka yfir-
ráðasvæði sín, gerast þeir at-
burðir venjulega með ofríki og
gauragangi. En smátt hefur
verið til þess hugsað, að neitt
slíkt gæti átt sjer stað, í sögu
okkar fámennu eyþjóðar. —
Þangað til brotið var upp á því
máli, að við ættum að leitast
við, að fá yfirráðarjett okkar
viðurkenndan yfir landgrunn-
inu.
Þann 23. mars 1948 voru
samþykkt lög á Alþingi, um
vísindalega verndun land-
grunnsins umhverfis Island.
Þar er m.a. kveðið svo á að
sjávarútvegsmálaráðuneytið
skuli ákveða takmörk verndar
svæða við strendur landsins,
og ákveða þær reglur, sem
nauðsynlegar eru, til verndar
fiskimiðunum.
Engum hefur blandast hug-
ur um, að það sje flókið og
erfitt alþjóðarjettarmál, að fá
þessi yfirráð okkar viður-
kennd.
En stórmerkum áfanga er
náð, er fulltrúum okkar
á þingi Sameinuðu þjóðanna
tókst, að koma því fram, að sjer
fræðingariefnd, sem rannsakar
hin, ýrg.su svið þjóðrjettarins,
skjuli .taka landhelgismálin til
meðferðar á næstunhi, svo úr
því verði skorið, af þessum að-
K U R B
ila hver er rjettur okkar til
yfirráða yfir fiskimiðum land-
grunnsins.
Takist með lægni að koma
þessu máli vel fyrir, má segja,
að birti yfir framtíðarvegum
þjóðarinnar.
Kommúnistum
er órótt
ÖLL framkoma hinna íslensku
kommúnistaforsprakka verður
vesaldarlegri með hverri vik-
unni, sem liður. Þeim er auð-
sjáanlega orðið alvarlega ó-
rótt, sem eðlilegt er. Vitneskj-
an um stefnu þeirra og starf,
verður öllum almenningi ljós-
ari með hverjum degi. Þess-
vegna bera þeir fram hinar í-
trekuðu bænir um samvinnu
við aðra flokka. Af þessu staf-
ar jafnframt taugaæsingur
þeirra, — hin æðisgengni of-
stopi í öllum málflutningi og
hin gersamlega máttlausu gíf-
uryrði, sem þeir viðhafa í blaða
skrifum sínum.
Sjaldan hafa Þjóðviljamenn
þó opinberað aumingjaskap
sinn greinilegar en á föstudag-
inn var, þar sem þeir fjarg-
viðrast yfir því í blaði sínu að
jeg, sem þessar línur rita skuii
leyfa mjer að skreppa til út-
landa við og við, og það án
þess að spyrja hina lágtvirtu
Moskvaleppa leyfis. Hræðslari
skín út úr þessum mönnum
eins og óknytta strákum,
sem vita skömmina upp á sig,
og eiga von á flengingum.
Jafnskjótt og einhver and-
stæðingur hinna íslensku
kommúnista ferðast austur um
haf, og nálgast „Járntjaldið“
verða Þjóðviljamennirnir skelk
aðir, óttast að nú kunni eitt-
hvað að komast upp, sem al-
menningur hjer á landi með
engu móti má fá að vita.
Það eru ekki allir eins þag-
mælskir og Einar Olgeirsson,
um ástandið fyrir austan
„tjaldið“.
„Vegurinn til
sigurs“
SÍÐASTA áhyggjuefni Þjóð-
viljamanna er, að hjer í blaðinu
skuli hafa verið sagt frá einni
af þeim kennslubókum, sem
notaðar hafa verið í ofbeldis-
skólunum austur í Mos)cva.
Bókin heitir „Vegurinn til sig-
urs“ og er eftir kommúnista-
foringjann Ture Lehén.
Sve vendilega hafa kommún-
istar vakað yfir því, á undan-t
förnum árum, að kennslubók
þessi kæmist ekki út fyrir vje-
bönd flokks þeirra, að talið er,
að ein tvö eintök sjeu í hönd-
um utanflokksmanna. Annað
þeirra er í eigu Herberts Ting-
sten ritstjóra frjálslynda blaðs-
ins „Dagens Nyheter“ í Stokk-
hólmi. Hann er einn einbeitt-
asti forystumaður lýðræðisins
meðal Svía, svipar á sinn hatt
til hins látna ritskörungs Torg-
ny Segerstedt, er lengi var lit-
stjóri „Göteborgs Handels og
Sjöfartstidning“ og álíka mikið
hataður meðal kommúnista,
eins og Segerstedt v^r hataður
af einræðissinnum þeim, sem
mest kvað að, meðan hans naut
við.
R JE F
Þegar minnst er á efni þess-
arar kennslubókar hjer í blað-
inu, hafa Þjóðviljamenn ekki
annað ráð, en að fullyrða, að
kennslubókin sje ekki til(!) Og
höfundur hennar ekki held-'
ur(!) Til svo bjálfalegrar rit-
mennsku sem Þjóðviljans í
þessu tilfelli, grípa valdamenn
í einræðislöndum, þar sem mál-
fielsi er afnumið, og yfirvöld
landsins geta logið öllu því að
almenningi, sem þeim dettur í
hug, og hentugt er fyrir of-
beldisflokk, sem öllu ræður. En
að taka upp sama hátt í landi,
sem frjáls hugsun og frjetta-
flutningur er,' ber vott um að
menn sem til þess grípa, viti
ekki lengur sitt rjúkandi ráð.
Þeir eru hættir að reyna að
bera hönd fyrir höfuð sjer,
hættir að verja flokk sinn,
stefnu sína. Eina ráðið, sem
þeir eygja, er að þræta eins og
afbrotamenn, sem staðnir eru
að verki, og eiga sjer engrar
undankomu auðið.
Fyrir síðustu bæjarstjórnar-
kosningar voru kommúnistar í
vandræðum með ódeilurit Köstl
ers. Gripu þeir til þess nokkuð
einfalda, en miður skynsamlega
ráðs, að segja, að hinn heims-
frægL rithöfundur Ai'thur
Köstler væri ekki til og hefði
því aldrei sagt það, sem eftir
honum er haft (!!) Hvað sem
líður sigurvonum kommúnista
á meginlandi Evrópu, þar sem
þeir hafa nú 2—3 miljónir
manna undir vopnum, þá ér
eitt víst, að ritháttur Þjóðvilj-
ans og háttalag alt leiðir eng-
an flokk í lýðræðislandi til sig-
urs. »
Ðómur Times
ÞANN 8. des. er komist svo að
orði í forystugrein í breska
stórblaðinu ,,The Times“.
Enginn atburður hefir gerst i
Austur Evrópu eftir styrjaldar-
lokin, sem sýnt hefir eins mikla
lítilsvirðingu fyrir dómgreind
manna, eins og málareksturinn
gegn hinum fyrrv. varaforsæt-
isráðherra Kostov í Búlgaríu.
í hinu langa ákæruskjali gegn
Kostov og fjelögum hans, er
ekki gerð hin minsta tilraun til
þess að færa sönnur á kærip-nar
á hendur honum.
Hjer er um feimnislaust of-
beldisverk að ræða, sem sprott-
ið er af því einu, að Moskvar
stjórnin vill sýna heiminum, að
enginn kommúnisti, í hvaða
stöðu sem hann er, getur ver-
ið óhultur fyrir Moskvavald-
inu, í sama augnabliki og hann
hikar við, að framkvæma þær
fyirskipanir, sem fyrir hann
efu lagðar frá valdamönnun-
um í Kreml.
Það sem Moskvamenn fundu
Kostov til foráttu var, að hann
í vor sem leið, neitaði að gefa
rússneskum verslunarerindrek-
um einhverjar upplýsingar um
vörur, er Rússar heimtuðu að
fá keyptar. Þ.e.a.s. Kostov vildi
ekki, að hinar búlgörsku vör-
ur yrðu seldar Moskvastjórn-
inni fyrir eins lágt verð, og
Valdamennirnir í Kreml heimt-
uðu, segir blaðið.
Engin furða þó Einar Ol-
geirsson & Co. leggi áherslu á,
að íslensku utanríkisvérslun-
laugardagur
!7. desember
inni verði aðallega fceint aust-
ur-þangað. ,
íslenska kommún-
istadeildin einhuga
ÞEGAR það er orðið lýðum
Ijóst, að hin fullkomna undir-
gefni er ófrávíkjanleg krafa
Moskvavaldsins, sem ailir
kommúnistar og áhangendur
þeirra verða að hlíða, þá -er
ekki að furða, þó ókyrð komi
upp meðal flokksdeilda komrn-
únista í álfunni. Að allmarg-
ir, sem hafa verið sannfærðir
fylgismenn kommúnistaflokk;;-
ins, fari að sköða huga sinn nO
nýju og komist að þeirri nið-
urstöðu, að rjettast sje, að yfir-
gefa sem fyrst þessa hjörð, Vil;i*i
lausra og kúgaðra föðurlands-
leysingja.
Ekki síst þegar hjer við bæt-
ist, að foringjar kommúnista 4
Vestur Evrópulöndum hafa
hver af öðrum lýst því yfif, að
þeir sjeu reiðubúnir til þesn,
„hvenær, sem kallið kemur",
að berjast gegn frelsi þjóða
sinna.
Nýlega birtist t. d. í norsk -
um rjettarskjölum . yfirlýsing
frá einum kommúnistaforingj-
anum þar, Strand-Johansen,
þar sem hann segir berum or ð-
um, „að flokksmennirnir berj-
ist fyrir „sigri sósíalismans,
hvað sem það kosti. Allt annatf
sje fyrir þeim aukaatriði, einn-
ig frelsi þjóðarinnar“.
Hin norska flokksdeL<#‘
kommúnista er nú sem kunnugt.
er að molna niður, vegna ósaro-
lyndis og mismikillaf auð-
sveipni flokksmannanna gagn-
vart Moskvavaldinu. Sama sag-
an gerist í öðrum löndum Norð-
urálfu. Nema hjer. Hjer ríkir
eining andans í Kommúnista-
flokknum. Einn hirðir, ein sal,
sál auðsveipninnar gagnvart
ofbeldisstjórninni.
Hin konimúnistisknv
„vísindi“
Naumast er hægt að hugsa
sjer stjórnmálaflokk, sem er
ver á vegi staddur og aum-
legar á sig kominn en komm-
únistar. Þeim kemur ekki tiK
hugar að reyna að bera í bæti-
fláka fyrir flokk sinn, stefnm
hans og starfsemi eins og hún*
er i eðli sínu eða þær fyrir-
skipanir, sem flokkur þeirra;
hlýðir og fer eftir.
Eina vonin til þess, að nokk-
ur maður með íslenskt blóð í
æðum geti fylgt flokki þessum
er, að flokkurinn leyni tilgangi
sínum, að hann bregði hul-
iðshjálmi yfir vilja sinn og
stefnu og þykist vera allur ann-
ar en. hann er.
Með öðrum orðum. Fáfræði
þess fimta hluta þjóðarinnar,
sem greitt hefur flokki þessum
eða flokksdeild atkvæði, er
eina hálmstrá eða lífsbjargar-
von flokksins. Og þegar nýjar
URplýsingar koma í dagsins
ljós, um störf og stefnu komm>-
únista, þá er eina ráð þeirra.
að þræta, eins og fyr segir, og
byggja síðan „vonir sínar á, að
forheimskun flokksmannanna
reynist svo haldgóð, að það
takist að forðast það, að flokk-
urinn hrynji í rúst, eins og
Framhald á bls.12.