Morgunblaðið - 04.01.1950, Síða 2
2
MORGUTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. jan. 1950.
rátækleguslu glæpareyfarar64 kommúnista
frjettastíl, heldur líkist
oðru fremur, „fátækleg- j
f-AN'X 21. desember s.l., á
afmælisdegi Stalins, birtist í
máigagni hans hjer á landi,
Þjúðviljanum, hugvekja, um
aftökurnar suður í Balkanlönd-
um. Þar segir m. a. að frásagn-
irnar í íslensku blöðunum, af
at.burðum þessum, sjeu síst af
öli
>'
Þær c
ustu giæpareyfurum“.
Afpælishugvekja þessi fjall-
aði 0um ákærur kommún-’
ista & hendur fyrv. kommún- ,
istalaiðtoga Kosto'/. seni um
langt skeið var aðalleiðtogi 5.
herd-siidar Stalins í Búlgaríu,
er fíell. sem kunnugt er, í ónáð
hjá v'aldamönnum Kreml á s.l.
vori, var ákærður fyrr alls-
konaf glæpi og hengdur rjett
fyrir hina stórfenglegu afmælis
hatíð þ. 21. desember, er kom-
múristar hyltu andlegan föður
sinn og leiðtoga á 70. ára ald-
ursafmæli hans.
Sagt -hefur verið frá aðalat-
riðum þessa máls í frjettaskeyt-
ura, er blaðinu hafa borist frá
trinr.í alviðurkendu heims-
frjettastofu Reuters. Ef rit-
stjórum Þjóðviljans. eða öðrum,
finst sem þær frásagnirnar hafi ^
líkst „fátæklegustu glæpareyf-j
urum“, hlýtur sá svipur að
stafa aí því einu, að sjálfir at-
burðir hafa gefið tilefni til þess.
En hvað sem því líður, er eðli
legt að kommúnistuin. verði
endalok Kostovs minnisstæð.
fívo rnjög eru þau einkennandi
f;ya.- líf og tilveru kommúnista-
flokksins. og aðferðir hinna
rúasnesku húsbænda hans.
Æfi Kosíovs
Traicho Kostov var fæddur
árið 1897. Hann var skráður
tneðlimur kommúni staflokksins
árið 1924 Komst í miðstjórn
ftokksins árið 1935. varð ritari
Þar árið 1940 og framkvæmda-
Btjóri flokksins áriðM944. — Á
st íðsárunum, meðan Dimitrov
var í (Rússlandi, var Kostov
le itogi kommúnistaflokksins í
Búigaríu. — Hann samdi hina
nýju stjórnarskrá Jandsins eft-
ir kokkabókum kommúnista og
varð að styrjöldinni lokinni
varaforsætisráðherra og önnur
hönd Dimitrovs.
Fram á síðasta vor, var hann
í auninni voldugasti maður
kommúnistaflokksins í Búlg-
anlöndunum
Hugvekja Þjóðviljans á Stðlins-afmæiiny
„Víxlspor" Kostovs
Hvað kom til, að þessi vold-
ugi og mikilsmetni maður inn-
an hins alráðanöi flokks í
Búlgaríu. fjell svo. mjög í áliti
og var tekinn af lífi, sem hinn
argasti óbótamaður?
Það er orðið heyrum kunn-
ugt, og kom beinlínis fram í
dómsalnum.
Á síðastliðnu vori voru
sendimenn frá Moskvu í versl-
unarerindum í hinni búlgörsku
höfuðborg. í viðskipftasamn-
ingunum við þessa sendimenn
fra ríki S-talins, neitaði Kostov
eða færðist undan, að gefa
Rússunum upplýsingar um
framleiðslukostnað á söluvör-
um, sem Rússar ætluðu sjer
tii kaups, við hagstæðu verði
fyrir sig. Meira þurfti ekki til.
Kastov hafði reynt að gæta
hagsmuna þjóðar sinnar, gegn
hagsmunum Rússlands. Fyrir
það var hann vægðarlaust rek-
inn úr flokknum, og um leið,
að sjálfsögðu gerður valdalaus
í landinu. Þegar kom fram í
júlí, var hann tékinn fastur og
í desember hengdur.
Yiðleitni hans til þess að
virða meira hagsmuni þjóðar
sinnar en hagsmuni Moskva-
manna, var nægilegt „afbrot“
til þess að hann hlaut innan
skamms að enda líf sitt á gálg-
anum.
Þannig er ástandið í stuttu
máli í leppríkjum Rússlands,
austan Járntjalds. Og þannig
á það að vera að áliti komm-
únista, þar sem hið sósíalis-
tiska þjóðskipulag nær hinni
fullkomnustu mynd(!) Komm-
únistar geta ekki haft, mega
ekki hafa aðra skoðun, þar sem
sovjetskipulagið er komið á.
Það er með þessu móti, að
áliti Þjóðviljans, sem „frelsið
og lýðræðið“ nær alfullkomn-
un, undir vernd og forsjá hins
„alvitra" og „algóða“ sjötuga
Stalins.
Óvæntir atburðir
í rjettarsal
Þó sendimenn og erindrekar
Moskvavaldsins sjeu orðnir
leiknir í að ryðja þeim forystu
mönnum kommúnista úr vegi,
sem að einhverju leyti óhlýðn-
ast fyrirskipunum þeirra, þá
lá við í þetta sinn að hin skipu-
lega eða skipulagða „rjettar-
rannsókn" í Kostov-málinu í
höfuðborg Búlgaríu færi út
um þúfur.
Mánuðum saman hafði Kost
ov setið fangelsaður, og verið
yfirheyrður í þaula. Eftir allt
það þjark, höfðu fyrrv. flokks-
menn hans, er settir voru til
að „afgreiða“ hann, mikið játn
ingarskjal í höndum, þar sem
Kostov er sagður hafa játað á
sig öll hin venjulegu afbrot,
sem borin eru á menn eins og
hann, í kommúnistalöndum.
Föðurlandssvik, skemmdarstarf
semi, villu frá hinni einu sönnu
og sáluhjálpalegu stefnu komm
únismans, njósnir fyrir erlend
ríki, samstarf við „fjandmenn“
þjóðarinnar o.s.frv. Allt þetta
uppmálað í þeim litum og með
þeim orðum, sem kommúnistar
eru vanir að viðhafa í slíkum
tilfellum.
En þegar Kostov kemur í
rjettarsalinn bregður svo við,
að hann vill við ekkert af þessu
kannast, sem í skjalinu stend-
ur, segir að ákærurnar á hend-
ur honum sjeu hin fúlustu
ósannindi. Hann meira að
segja gefur í skyn, að hann
sje albúinn að segja eitt og
annað, sem kommúnistum á
æðstu stöðurn muni líka míS-
ur, að komi fram í dagsljósið.
Kostov var líflátinn.
Túlkar og útvarpsmenn
missa málið
Felmtri sló á alla í rjettar-
salnum, sem þar voru komnir,
til þess að hlusta á játningar
og iðrunarsöng, eins og menn
eiga að venjast við þessháttar
tækifæri. Túlkar, sem þarna
stóðu og áttu að annast þýð-
ingar á framburði sakbornings
ins, og varpa þeim jafnóðum
út til allra leppríkja Rússa
samstundis, um leið og þær
kæmu af vörum þessa „fallna
engils“, Ijetu sem þeir skildu
nú ekki stakt orð af því, sem
Kostov sagði. Svo ekkert varð
úr útvarpssendingunum.
Sakborningurinn fær frest í
hálfa klukkustund, til þess að
hugsa sig um. Var honum gef-
ið í skyn, að það myndi verða
virt við hann, ef hann á þess-
ari stundu legði niður þrjósku
sína, og hagaði framburði sín-
um, eins og til hafði verið ætl-
ast. —
En það kom fyrir ekki. Hann
sat við sinn keip. Meðgekk
engin svik við flokkinn eða
þjóðina, eða njósnir fyrir er-
lend ríki. Nema hvað hann, er
leið að dauðastund hans, við-
urkenndi það, sem öllum var
augljóst, að hann hefði vikið
frá hinni kommúnistisku
„línu“, með því að meta hag
sinnar eigin þjóðar meira en
þjónustu við hina heimsvalda-
gráðugu Moskvaklíku.
Játning eftir dauðann
Þegar eftir að hann hafði ver
ið tekinn af lífi, auglýstu yfir-
völd landsins, að hann á leið-
inni að gálganum, hefði með-
gengið eitt og annað, sem á
hann hafði verið borið. En sú
játning var tekin mátulega al-
varlega.
Hinn siðaði heimur lítur að
sjálfsögðu þannig á, að Kostov
hafi verið 4rúandi til hvers
sem vera skal. Svo mikill og
áhrifaríkur kommúnisti var
hann, áður en hann stje sitt
kommúnistiska víxlspor í mars
í vor, að vilja ekki selja
Moskvastjórninni sjálfdæmi í
viðskiptum við þjóð hans.
Afmæliskveðja
Á fimmtugsafmæli Kostovs
árið 1947 fjekk hann ávarp frá
flokksmönnum sínum, þar sem
segir á þessa leið:
Þín víðtæka marxistisk lenin
istiska þekking, þín ósvikna
menning, þín aðdáanleg sam-
viskusemi og dugnaður þinn,
hógværð þín, stálvilji þinn, ó-
vjefengjanleg skyldurækni þín
gagnvart flokki þínum og
verkalýðnum, eru þau bolsivis
tisku skapeinkenni, er setja
svip sinn á ævi þína. Þú ert í
dag fremsti samverkamaður
fjelaga Dimitrovs, einn ást-
sælasti leiðtogi flokks vors,
mikill stjórnmálamaður og
höfundur hins nýja ríkis vors“.
Þeir eru orðnir æði margir
forystumenn kommúnista, sem
fengið hafa álíka lofsöng, erí
skömmu síðar lent í gálganum
eða horfið úr tölu lifenda S
annan hátt. j
★
Annars er talið, að það hafi
ekki verið nein tilviljun, að
þessi fyrverandi varaforsætis-
ráðherra Búlgaríu, var líflát-
inn. einmitt fáum dögum fyrir
afmæli Stalins. Sá líflátsdómur
og hengingin á eftir, hafi átt
að vera ein fyrsta afmælisgjöf-
in til einræðisherrans. SönnuH
þess í verki, hvernig fer fyrir
hverjum þeim manni, í lepp-
ríkjunum, sem dirfist nokkrtt
sinni að meta meira hag þjóðar
sinnar, en vilja Stalins.
Þetta er hinn „fullkomnf
sósialismi" að áliti kommún-
ista í heiminum í dag. Sá sósial
ismi, sem hin íslenska Fimmta
herdeild þráir að nái til lands
vors og er reiðubúin að þjóna.
Kommúnisfaofbefdið í Tjekkóslóvakíu
Sýna á „bændaauðkýi
ingunum“ aukið harðýðgi
HÓTEL OG VEITINGAHUS ÞJÓÐNÝTT
f;
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
PRAG, 3. janúar — Tjekkneska kommúnistastjórnin hefur nö
lagt fyrir umboðsmenn sína að sýna „bændaauðkýfingunum“
eukið harðýðgi. Er þetta þegar farið að bera árangur, eins og
sjest af því, að hjer í Prag var í kvöld skýrt frá þre.ttán nýjum
málum, þar sem bændur hafa verið dæmdir til refsingar.
Jarðir teknar af þeim. 4
Bændur þessir voru ýmist
dæmdir í fjesektir eða fangelsi,
og nokkrir voru sviftir jörðum
sínum, fyrir að „skjóta undan
afurðum“, sem þeim hafði verið
falið að skila ríkinu.
í fyrirmælum kommúnista-
flokksins er mælt svo fyrir,
„að koma ber auðkýfingum í
bændastjett fyrir kattarnef, en
vinna smábændurna til fylgis
við flokkinn.“
Þjóðnýting.
Þá er og skýrt svo frá í Prag,
að þjóðnýtingunni í Tjekkósló-
vakíu sje haldið áfram af al-
efli. Blaðið „Svet Prace“ boð-
aði í dag, að afráðið hefði verið
að taka öll hótel og veitingahús
í eigu ríkisins. Veitingastaðir í
sveitum verða sameinaðir sam-
eignarbúunum, en þeim stöðum
lokað, sem ekki þykir þörf
fyrir.
Stórar verksmiðjur eiga að
innlima nærliggjandi veitinga-
hús.
Listi Sjáttsiæðis-
manna
Frh. af bls. 1.
Þessir tóku til máls á fund-
inum: Gísli Sigurðssson, Ólaf-<
ur Pálsson, Guðbjartur Ólafs-
son, Bjarni Benediktsson,
Gunnar Thoroddsen. Sigbjörn
Ármann( Björgvin Sigurðsson,
Ragnar Ólafsson, Gísli Gísla-
son, María Maack, Guðrúií
Pjetursdóttir, Guðrún Ólafs-
dóttir, Guðmundur H. Guð-
mundsson, sjóm., Jón Eyjólfs-
son, Kristinn Þórarinsson og
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Eormaður fulltrúaráðs, Jó-
hann Hafstein, stjórnaði fund-
inum. Fundarritari var BöðvaS
Steinþórsson, matsveinn.
--------------------- 1
Afmæli **
LONDON — Attlee, forsætisráð-
herra Bretlands, varð 67 ára 3.
þessa mánaðar.
UNGVERSKUM RÆEHSMANNSSKRIF
SIOFUMIBANDARIKJUNUM
WASHINGTON, 3. jan. —
Bandaríkjamcnn hafa nú
skipað Ungverjum að loka
ræðismannsskrifstofum sín-
um í Cleveland, Ohio og
New York fyrir 15. þ. m.
Stjórnmálamenn hjer í
Washington líta svo á, að
skipunin standi í sambandi
við handtöku ameríska versl
unarmannsins Robert Voegl-
er. Hann hefur setið í uug-
versku fangelsi frá því 18.
nóvember sakaður um njósn
ir. Talsmenn bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins hafa
lýst þessa ásökun „tilbúning
frá rótum“.