Morgunblaðið - 04.01.1950, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.01.1950, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. jan. 1950. Garðar Gíslason: „SAMVIINIIMAN í REYKJAVÍK” ÞAt) ER ömurlegt að sjá unga merjn, sem notið hafa styrks af almannafje til menntunar, b$lgja sig út í ræðum og rit- utn undir fölsku flaggi eins og Háij nes Jónsson gerir í skrif- um sínum í Tímanum, þar sem hanii kallar sig „fjelagsfræð- ing“. Af þeim má ráða, að hann í skortir alla reynslu og þekk- ingu á þeim efnum, er hann rit ar um, en læzt vera sjerfræð- ingur í von um, að einhverjir glæpist til þess að taka tillit til áans. Ef hann hinsvegar veit betur en hann lætur í ljós, er þaðí ekki síður vítavert að beita ble' ;kingum og óhróðri gagn- var; heilli stjett og tilgreind- um heiðursmönnum, dánum og og ^ifandi, til stuðnings sínum slæma málstað. Þjóðin gerir fyrst og fremst þá kröfu til sjer fræðinganna, að þeir tali og riti óhlutdrægt og sanngjarn- lega um deilumál, annars er þeirra fræði til ills eins. Reynsla Reykvíkinga Aðaltilgangur H. J. með skrif um sínum er að harma það hve „samvinnan“ hafi átt erfitt uppdráttar hjer í Reykjavík og að hvetja Reykvíkinga til meiri viðskipta við samvinnu- verslanir eða kaupfjelög, er hann telur flestra fjárhags- meina bót. Með hans eigin orð- um hljóðar þetta þannig: „Reykvíkingar hafa ekki gjört sjer ljóst hve hagkvæm- ur samvinnureksturinn er fyrir alþýðuna og fjárhags- og við- skiptaafkomu þjóðarinnar". Það vantar þó ekki, að Reykjavíkurbúar hafi fengið smjörþefinn af kaupfjelögum, svo sem: Kaupfjelagi Reykvík- inga, Kaupfjelagi Alþýðu, Kaupfjelagi Reykjavíkur, Pönt unarfjelagi verkamanna, og ef til vill fleirum, sem minna hefir borið á. Öll hafa þessi í ielög veslast upp og horfið, en neðlimum, viðskiptamönnun- um og lánveitendum mun vera kunnugast um afkomuna. Um þetta segir H. J.: „Alþýðan í höfuðstaðnum fór að trúa því, að henni stafaði hætta af samvinnufjelögunum. Hún styrkist enn meir í þess- ari trú sinni, þegar mörg af fyrri samvinnufjelögum höfuð- staðarins urðu að hætta starf- semi sinni vegna gjaldþrots". Önnur orsök þess, hve illa kaupfjelögin þrífist í Reykja- vík segir H. J. að sje sú, „að þau hafi að almannarómi sýnt minni tilhliðrunarsemi og boð- ið ljelegri afgreiðslu en einstak ir kaupmenn“, segist þó ekki geta sagt með vissu, hvort þetta sje raunveruleiki. Hinsvegar stóð ekki á því, að hlynt væri að þessum fjelags- verslunum, enda risu þær upp og störfuðu á velmaktarárum Framsóknar- og Alþýðuflokks ins. Og ekkert skorti á það, að vel væri mælt með þeim í blöð um þessara stjórnmálaflokka, en jafnframt rækilega níddar þær verslanir, sem einstakir kaupmenn ráku. Þá var Landsverslunin sálaða aðal innflytjandinn um langt skeið og fór orð af því hve góðra lánskjara fjelagsverslan- irnar nutu hjá henni, enda ríkti þar eining andans og öll fjöl- skyldan borðaði úr sömu skál- inni. En bæjarfjelagið og ríkið báru í hljóði tekjumissi sinn af þessum verslunum, því ekki kom þjóðinni lægra vöruverð til hagnaðar. Nú er það einnig almanna- rómur, að kaupfjelögin selji síst ódýrari nje betri vörur en kaupmenn, þrátt fyrir skatta- og útsvai sívilnanir, enda fá þau að leggja á vörur sínar eft ir sömu reglum sem kaupmenn. Þegar svo á það er litið, að „til- hliðrunarsemin og afgreiðslan“ er sögð lakari en í verslunum kaupmanna, sem þyngstu byrð- arnar bera, virðist ekki vera á- stæða fyrir ríkissjóð, bæjarfje- lagið nje almenning að harma það, þótt fleiri samvinnuversl- anir bætist ekki við þann hóp verslana, sem fyrir eru í Reykja vík og hafa verið heftar og hrjáðar á alla lund að tilhlutun þeirra stjórnarvalda, sem vilja frjálsa verslun feiga. Þá munu margir minnast þess tíma er flest kaupfjelögin riðuðu á barmi gjaldþrots. Vegna samábyrgðarinnar munu hinir efnaðri fje- lagsmenn hafa orðið að borga að einhverju leyti fyrir þá efna- lausu og lánardrottnar biðu til- finnanlegt tjón eftir að hafa komist að raun um að samá- byrgðin var ljeleg, þegar til framkvæmda kom. Upphaf kaupfjelaganna Aður en léngra er gengið virðist vera full ástæða til að áthuga í aðalatriðum tilgang og starfshögun kaupfjelaganna. Á síðustu áratugum fyrri ald ar, mynduðu bændur í nokkr- um hjeruðum samtök um við- skipti við útlönd án milligöngu starfandi smáverslana í land- inu. Þau voru venjulega nefnd | pöntunarfjelög. F’amkvæmd- (arstjóri hvers fjelags, sem nefndur var pöntunarstjóri, , skipaði bændum í deildir eftir [ sveitum eða sóknum og veitti móttöku pöntunum og greiðslu j loforðum (venjul. sauðir, ull og ' hross) frá deildarstjórunum, er j söfnuðu þeim frá hinum ein- stöku bændum. Pöntunarstjór- inn annaðist innkaupin frá út- löndum, skipti vörunum, er þær komu til landsins milli deild- anna, en deildarstjórarnir til bændanna. Þeir höfðu einnig eftirlit með því að lofuðum af- urðum yrði skilað á sínum tíma og pöntunarstjórarnir veittu þeim móttöku á útflutningsstað og sáu um mat og tilreiðslu þeirra til útlanda. Þessi starf- semi gekk venjulega slysalaust, þrátt fyrir skort á húsaskjóli á hafnarstöðunum og ljelegri geymslu víða á bæjum fyrir mikinn matarforða í senn. — Hinsvegar var kostnaðurinn sáralítill, því þeir sem störf- uðu við þetta, unnu að heita mátti kauplaust. Flutningskostn aður innaíl lands kom naumast ekki heldur til greina, því hver bóndi sótti sínar þungavörur á hafnarstaðinn. Það var því aðeins smærri varningur svo sem vefnaðarvörur, hreinlætis- vörur, nýlenduvörur, búsáhöld, saumur, ljáir, reipakaðall o. fl. þess háttar, sem deildarstjór- arnir fluttu heim til sín. Þeir vógu, mældu og töldu vörurn- ar handa hverjum bónda eftir pöntununum og geymdu þær þar til eigendurnir vitjuðu þeirra. Um opinber gjöld af þessari starfsemi var auðvit,- að ekki að ræða, því hún gat ekki talist til neinnar tegundar verslunar. Ekki leið á löngu áður en það reyndist óumflýjanlegt að koma upp vörugeymsluhúsum á hafn arstöðunum, þar sem svo fór fram öll afgreiðsla og úthlutun varanna og móttaka afurðanna. Næsta skrefið var búðarsal- an. Til þess að gjöra bændur og þeirxa heimilisfólk sem óháð- ast smásöluverslunum kaup- manna og njóta meiri verslunar hagnaðar, var smám saman und ið að því ráði að stofna búðar- sölu í sambandi við Pöntunar- fjelögin, sem þá voru stundum kölluð kaupfjelög eða verslunar fjelög. Eftir því sem kunnugt er mun „Söludeild“ Þingeyinga á Húsa- vík, sem grein af Kaupfjelagi Þingeyinga, hafa verið fyrsta varanlega smásöluverslunin af þessu tagi. Um og eftir aldamótin risu upp fleiri búðasölur í sambandi við fjelagssamtök bænda, og störfuðu þær í frjálsri sam- keppni við aðrar verslanir. Þær skiptu við hvern þann sem vör- ur falaði af þeim og er ekki annað vitað en að þær hafi greitt opinber gjöld og unnið á líkum grundvelli sem aðrar verslanir. Þegar hjer var komið, voru nokkrar innléndar umboðs- og heildverslanir að komast á stofn, sem gerðu viðskiptin við útlönd auðveldari og hagkvæm ari. Þessi grein verslunarstjett- arinnar aflaði sjer söluumboðs og sýnishorna frá verksmiðjum og heildsöluhúsum í ýmsum löndum og gafst þeim, er versl- un ráku nú tækifæri að velja þær vörur, sem þeim hentaði best að verði og gæðum. Það sparaði þeim dýr ferðalög er- lendis og var þeim trygging fyrir vissari viðskiptum. Vegna viðskiptatruflana og flutningatregðu á fyrri stríðsár- unum, varð þessum verslunum óumflýjanlegt að kaupa nauð- synjavörur í stærri stíl fyrir eigin reikning. Á þann hátt komst á stofn innlend heild- verslun. Þessar verslanir birgðu jöfnum höndum kaupmenn og kaupfjelög og samkomulag- ið innan verslunarstjettarinnar var hið besta. Á þeim árum og að fyrra stríð mu loknu, voru ýms samvinnu- fjelögin komin vel á fót og far- in að reka all umfangsmikla verslun. Var þá horfið að því ráði að mynda Samband ísl. Samvinnufjelaga (SÍS) til þess að annast viðskiptin við útlönd fyrir fjelögin og reka heild- Verslun. Þetta var eðlileg þró- un, sem virtist hafa byr undir báða vængi, og til þess tíma var ekki um nein sjerrjettindi að tala innan verslunarstjettarinn- ar. Þá byrjar nýr þáttur í sögu samvinnufjelaganna, þeirra er. störfuðu innan vjebanda SÍS. Kaupfjelögin verða pólitísk Nú var myndaður stjórnmála flokkur, Framsóknarflokkur- inn, sem sjerstaklega þóttist bera hag bændanna fyrir brjósti og voru þá verslrmarsamtök bænda gjörð að átrúnaðargoð- iþn flokksins og.styrktarstoðir í veraldlegum efnum. í sambandi við þetta segir H. J.: ,,Ein af grundvallarreglum samvinnuhreyfingarinnar er að samvinnufjelögin skuli vera hlutlaus bæði í sambandi við stjórnmál og trúmál“. Og í öðrum stað segir hann að ein ástæðan fyrir andúð gegn samvinnufjelögunum í Reykja- vík sje sú: „Að margir af fyrstu sam- vinnumönnum höfuðstaðarins fóru heldur óvarlega í sambandi við afskipti sín af stjórnmál- um“. Flestir munu þó vera sam- mála um það, að málgögn sam- vinnufjelaganna hafi síður en svo haldið sjer frá stjórnmál- um nje á annan hátt breyttst til batnaðar á seinni tímum. Með harðfylgi stjórnmála- flokkanna og blaðanna, sem vinna gegn frjálsri kaupmanna verslun hefir þetta verslunar- bákn, sem nú nær að kalla til allra sveita og sjávarþorpa, not ið ýmsra sjerrjettinda og fríð- inda, sem öðrum verslunum hefir verið meinað. Má þar fyrst og fremst benda á skatta- og útsvarsívilnanir og eftirgjafir skulda, viðskipti við opinberar stofnanir og til ríkisþarfa, fjár hagsaðstoð banka og þá sjerstak lega leyfi til að nota til vöru- kaupa andvirði ýmsra vara, er fjelögin seldu erlendis á mekt- arárum Framsóknarflokksins, þegar aðrir gátu naumast aflað sjer vara vegna gjaldeyris- skorts. Það er því gleðilegt tákn tímans, ef samvinnumenn vilja nú viðurkenna,að fjelögin ættu helst að vera hlutlaus í stjórnmálum eins cg upphaf- lega var grundvöllur reglu þeirra. Kaupmenn hafa þráfaldlega gjört þá kröfu, að fjelögin starfi á sama grundvelli, sem þeir og sjeu rekin sem hver önn ur frjáls og sjálfstæð verslun án tillits til þess, hvort eigend urnir sjeu einn eða fleiri. Hinsvegar er skopleg sú rök- semdafærsla H. J., að bænd- unum sje beinlínis íþyngt í skattgreiðslum vegna þátttöku þeirra í kaupfjelögum og SÍS,. má því búast við, að hann vísi þeim leið í sölubúðir kaup- manna, svo þeir komist hjá að borga „þrefalda skattinn“! Til þess tíma, er pólitíkin hljóp í samvinnufjelögin þótti það ósæmandi að efla verslun sína eða önnur atvinnufyrir- tæki með rógi og lastmælgi ,um keppinauta og stjettarbræður. En nú var Tímanum, samvinnu og æskulýðsritum hleypt . af stokkunum og sungu þau „öll sama sönginn, sem flestum' er nú kunnur, um kosti samvinnu fjelaganna, sem áttu að tilheyru þeim stjómmálaflokki, og iim ógagn og ókosti hinna frjálsU kaupmánnaverslana. Undrr þann söng tóku eirmig útsend’- ir ,,fyrirlestramenn“ á sínum tíma. Innan allra vinstri flokkanna hefir ríkt samkomulag um and- úðog ágang gegn kaupmönnum og sjerhverri frjálsri verslun,, enda hefir Tíminn haft það á' stefnuskrá sinni að koma helst allri verslun landsmanna und- ir" umráð samviiinufjelagánna eða ríkisins, ef þáð tröppustíg er nauðsynlegt til þess að kom ást að settu marki, eins og Tím inn orðaði það einhvern tíma. Rógburði hnekkt Það er algerlega rangt hjá H. J„ að kaupmenn hafi haldið uppi rógstarfsemi gagnvart samvinnufjelögum. Það sem þeir hafa einstöku sinnum gjört, var að bera blak af stjett inni eða mótmæla röngum á- burði. Kaupmenn bentu á hve samábyrgðin var óheppileg og mótmæltu skattfrelsinu og öðru misrjetti, sem þeir hafá orðið að þola. Það hefir líka komið á dag- inn, að samvinnufjelögin hafa sjálf horfið frá samábyrgðinni, þótt það sje frekar í orði en á borði — þar eð ábyrgðin tak- markast aðeins við stofnsjóð í fjelögum, sem selja einungis gegn staðgreiðslu (en þau munu vera fá). í öðrum fjelögum mið ast hún við 300 króna greiðslu frá hverjum fjelagsmanni að auki. Þetta eru hættulítil á- kvæði fyrir fjelagsmenn, en virðast gefa skuldheimtumönn- um litla tryggingu, enda kostn aðarsamt að innheimta svo lága upphæð hjá hverjum einstök- um, ef til þess kæmi. Þá er það einnig mjög víta- verður ritháttur hjá H. J. að drótta að kaupmannastjettinni stuldi og skattsvikum. Þótt ó- kunnugt sje um framtal sam- vinnufjelaga og engin tilhneig- ing til að ásaka þau í þessu efni, er tilefni til þess að benda á það, að samkv. lögum sam- vinnufjelaga og verslunarhátt- um, má heita ókleift fyrir fje- lögin að semja rjett framtal til skatts. Einhæf verslun Þegar nú er litið yfir starfs- feril og aðstöðu kaupfjelaganna og athugað hve langt þau eru Frh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.