Morgunblaðið - 04.01.1950, Page 10
10
MORGVNBLAÐ l Ð
Miðvikudagur 4. jan. 1950.
Í>AÐ VAR nokkurn veginn
Ijóst um áramótin síðustu, að
breyta varð um stefnu í inn-
flutningsmálunum. Þverrandi
möguleikar á gjaldeyrisöflun
hpfðu það í för með sjer, að við
gátum ekki greitt erlendan
'gjaldeyrir fyrir erlenda vinr.u á
þeim sviðum, þar sem við gát-
um unnið vöruna í landinu
ejálfu að einhverju leyti eða
öllu.
. Innflutningsáætlunin 1949
bar það með sjer, að Viðskipta-
lyfirvöldunum var þetta ljóst.
í>ess vegna varð afkoma ýmsra
iðnaðarfyrirtækja nokkuð
skárri árið 1949 en árið 1948.
,og efnisþurðin ekki alveg eins
tilfinnanleg og þá. Þó var þetta
nokkuð misjafnt.
Þar eð árið er enn eigi að
fullu liðið, og ekki liggja enn
fyrir skýrslur um afköst iðnað-
arfyrirtækjanna almennt fiam
til áramóta, þá er ekki hægt að
gefa tæmandi skýrslu um það
efni.
Hins vegar verður hjer á eft-
ir stiklað á stóru um afkomu
cinstakra greina iðnaðarins
■v
einstakra greina iðnaðarins,
sviðinu og annars, eftir- því sem
tilefni þykir gefa til.
IÐNAÐUR, SEM AÐALLEGA
NOTAR INNLENT
IÍRÁEFNI
a) Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjur
Ný verksmiðja tók til starfa
í þessari grein í Hafnarfirði.
Getur hún samtímis unnið síld-
arlýsi, síldarmjöl, þorskalýsi og
fiskimjöl. Á hún að geta tekið
við hráefni frá öllum Hafnar-
’fjarðarbátum í einu, þótt sum-
ir sjeu á þorskveiðum, en aðrir
a síldveiðum. Verksmiðjan get-
ur unnið úr 3500 málum síldar
á sólarhring. Athyglisvert er,
að verksmiðjan vann á árinu að
mestu leyti úr fiskúrgangi, sem
hingað til hefur eigi verið nýtt-
ur, hvað þá gefið erlendan gjald
eyri í aðra hönd. Alls fram-
leiddi verksmiðja þessi á árinu
útflutningsverðmæti fyrir um
2,5 milljónir króna. Að meðal-
tali unnu þar 5—6 menn. Af
óðrum nýjum verksmiðjum á
þessu sviði má nefna Örfiris-
eyjarverksmiðjuna, en hún er
eigi tekin til starfa. Vegna þess
að síldveiðarnar brugðust, var
mjög dauft yfir starfsemi þeirra
verksmiðja, sem eingöngu vinna
úr síld.
b) Sútun á fiskroðum
var framkvæmd af tveimur
verksmiðjum. Má fullyrða, að
iðnaður þessi, sem er á byrjun-
arstigi hjer á landi, hafi tekist
mjög vel, að þvi er vörugæðin
snertir. Hins vegar mun útflutn
ingsmarkaður sútuðu roðanna
hafa brugðist mjög, þó að eigi
sje ástæða til að örvænta um,
að ekki muni finnast markaður
fyrir vöru þessa erlendis, en
notkun hennar er háð ýmsum.
sveiflum, m. a. tískunni.
Sútunarverksmiðjurnar, er
fiskroðin sútuðu, hurfu því sið-
ari hluta ársins um tíma frá
fiskroðasútuninni, en sútuðu í
þess stað alls konar skinn.
c) Ullarverksmiðjur
Klæðaverksmiðjan á Álafossi
vann á þessu ári við mjög
breytt skilyrði frá þvi, sem áð-
ur var, þar eð verksmiðjunni
höfðu bæst við nýjar vjelar í
nýjum húsakynnum. Má eink-
um til nýjunga teljast í fram-
leiðslu verksmiðjunnar, að
íramleidd var ný gerð af kven-
kápuefnum og frakkaefnum, áð
ur óþekktum að gæðum, úr ís-
lenskri ull að vera. Framleiðsl-
an hefur á þessum sviðum sem
óðrum tekið stórum framförum
við hinar nýju vjelar. Afkasta-
möguleikar verksmiðjunnar
hafa tvöfaldast, því nú vinnur
hún úr 120 tonnum ullar á ári,
í stað 60 tonnum áður. Gerð
var tilraun á árinu með vinnslu
kambgarns úr erl. ull til karl-
mannafata, og þótti sú tilraun
takast vel.
Sigurjón Pjetursson fullyrðir,
og vitnar máli sínu til stuðn-
ings í ummæli sænskra og
danskra sjerfræðinga, að verk-
smiðjan á Álafossi geti nú fram
leitt betri vöru úr íslenskri ull
en nokkur önnur verksmiðja í
Evrópu.
d) Mjólkuriðnaður.
Þurrmjólkurstöðin á Blöndu-
ósi, sem starfaði lítið eitt í til-
raunaskyni á árinu 1948, hóf
framleiðslu af fullum krafti í
byrjun þessa árs. Verksmiðjan
hefur vjelar til þess að geril-
sneyða mjólk, rjóma og skyr,
og afkasta þær vjelar um 2000
1 á klukkustund. Þurrkunar-
vjelarnar þurrka nýmjólk, und
anrennu, áfir og mysu. Afköst
þeirra vjela eru um 500 1 á
klukkustund, ef þurrkuð er ný-
mjólk, en 600 1., ef þurrkuð er
undanrenna. Talið er, að verk-
smiðjan geti unnið úr 3 milljón-
um mjólkurlítra á ári.
Nýja mjólkurstöðin í Reykja-
vík var tekin í notkun s.l. vor.
Aðalbyggingin er 1130 m.2 að
gólffleti og 13000 m.3 að rúm-
máli. Afköstin eru 18—20 millj,
lítra á ári. Hægt er að geril-
sneyða 8 þús. 1. á klukkustund.
e) Sementvinnsla.
Sementvinnslumálinu þokaði
nokkuð í áttina. Rikisskipuð
nefnd skilaði áliti um skelja-
sandvinnslu til sementgerðar.
og eftir nokkurt þóf var endan-
lega ákveðið, hvar sementverk-
smiðjan skuli reist, en það er
á Akranesi. Jafnframt var skip
uð stjórn verksmiðjunnar.
í) Byggingarefnaverksmiðjur
Nokkru fyrir áramótin sið-
ustu hóf ný verksmiðja fram-
leiðslu einangrunarefnis úr
rauðamöl. Nokkrar tafir urðu á
því, að framleiðslan hæfist fyr-
ir alvöru, en nú hefur verksm.
verið tekin til fullrar notkunar
og framleiðir gosull (steinull,—
,,rockwool“) til einangrunar,
sem að einangrunargildi er ekki
talin standa að baki erl. stein-
ull. Er þegar byrjuð notkun
hennar í íbúðarhúsum og frysti
húsum.
Bygging annarrar steinullar-
verksmiðju, er reisa á í Hafn-
arfirði, er töluvert á veg kom-
in, og mun sú verksmiðja verða
fullbúin á vori komanda.
g) Meðal nýjunga
á sviði ísl. iðnaðar, er bygg-
ist á innlendri efnivöru, má geta
þess, eftir frásögnum dagblaða,
að á árinu tók til starfa fy.’ir-
tæki austur í Hellu í Rangár-
vallasýslu, er framleiðir vegg-
og gólfflísar, nær eingöngu úr
ínnlendu efni, að verði og gæð-
um sambærilegt við erl. fram-
leiðslu.
Þá er þess einnig getið, að
íslenskur maður, Pjetur Jóns-
son frá Dagverðarnesi hafi fund
ið upp og gert vjel til þess að
hreinsa æðardún. Hafi vjelin
reynst mjög vel, enda um mikla
íramför að ræða, þar sem dún-
hreinsun er erfið vinna, sem
hingað til hefur verið fram-
kvæmd sem handvinna og mjög
erfitt að fá fólk til þess nú
orðið.
h) Kalk- og kolsýruvinnsla.
Hjerlendis er ein verksmiðja
á þessu sviði, Verksm. Sindri,
á Akureyri. Hún framleiddi á
árinu 40 tonn af kolsýru og 225
tonn af kalki. Hráefnið er
skeljasandur. Verksm. jók vjela
kost sinn stórlega á árinu, með
þeim árangri, að vörugæði fram
ieiðslunnar hafa aukist veru-
lega og afkastamöguleikar verk
smiðjunnar tvöfaldast, svo að
hún er uð fær um að fullnægja
kolsýruþörf á innl. markaði.
Þá skal drepið á þrenns kon-
ar iðnað, sem er í uppsiglingu
framleiðslunnar eru aðeins 5—
7 % af hráefnismagninu. Laiup-
ar af sömu gerð, sem fluttust
hingað til landsins seint á þessu
ári, voru að sögn nokkru dýr-
ari í útsöluverði en íslensku
lamparnir.
k. Gólfdreglaframleiðsla
Fyrirtækið Gólfteppagerðin
tók á árinu í notkun nýja vjel,
sem forstj. fyrirtækisins, Hans
Kristjánsson, hefur fundið upp.
Vjelin er til þess gerð að greiða
og rekja ónýtar línur frá ísl.
veiðiskipum. Síðan er þráður-
inn litaður og ofnir úr honum
allavega Iitir gólfdreglar.
IÐNAÐUR, SEM AÐALLEGA
NOTAR ERLENT
HRÁEFNI
l. Matvælaiðnaður
Kexverksmiðjurnar fram-
leiddu svipað magn á s.l. ári og
þó aðeins meira. Það má til nýj-
unga teljast, í sambandi við
þennan iðnað, að fyrir nokkru
síðan var settur upp rafmagns-
bökunarofn í Kexverksmiðjuna
Esju h.f., í stað kolakynnts bök-
unarofns, sem þar var áður —
Bökunarofninn er smíðaður hjá
Raftækjaverksmiðjunni h.f. í
Hafnarfirði, og smíði hans því
að öllu leyti innlend. Ofninn
hefur verið reyndur um nokkra
mánaða skeið og reynst prýði-
lega. Til samanburðar má geta
þess, að víðast hvar erlendis,
þar sem rafmagnsbökunarofn-
ar hafa verið settir upp í brauð
gerðarverksmiðjum, hafa þeir
gefist illa og notkun kcla-
kyntra ofna af þeim sökum tek
in upp aftur. Vegna hinnar
góðu reynslu rafmagnsbökunar
hjerlendis, og byggir að mestu (ofnsins, mun vera í undirbún-
leyti á hráefni, sem að uppruna ' ingi, að Raftækjaverksmiðjan
til er útlent, en verksmiðjurn-' h.f. smíði og setji niður sams
ar fá í landinu sjálfu sem verð-
lítinn eða verðlausan úrgang:
i) Pappírsiðnaður
Veitt var gjaldeyris- og inn-
konar ofn hjá annarri verk-
smiðju, Kexverksmiðjunni Fvón
h.f.
ÖI- og gosdrykkjöframleiðsla
var með svipuðum hætti og
flutningsleyfi á árinu fyrir vjel undanfarin ár og álíka mikið
um til þess að framleiða hjer á framleitt að magni til og s.l. ár.
landi pappa og pappír úr papp- ( ^ó var nokkru meira framleitt
írsúrgangi. — Munu vjelarnar af vissum tegundum nú en áð-
vera um það bil komnar til
landsins, en mjög hefur reynst
erfitt fram til þessa að fá hent-
ugt húsnæðí fyrir verksmiðju
fram til þessa. Er þetta alger
riýjung í ísl. iðnaði og mjög
þarft fyrirtæki, því hingað til
hefur engin framleiðsla verið á
þessu sviði, en öllum pappírs-
úrgangi brennt eða kastað á
öskuhaugana.
j) Málmsteypa.
Þá er þess að geta, að fyrir-
tæki nokkurt, Málmiðjan h.f.,
er tók til starfa á s.l. ári, hefur
framleitt töluvert mikið af ljósa
krónum úr málmi, sem af ein-
hverjum ástæðum hefur verið
hent og er ónýtur til sinna upp-
runalegu nota. Málmúrgangur
þessi er bræddur í verksniiðj-
unni og mótaður í nýju formi.
sem lampar af mjög góðri gerð.
ur, t. d. maltöli, en heldur
minna af einstökum tegundum
öðrum. Þess var getið um síð-
ustu áramót, að unnt mundi
vera að selja útlendingum suð-
ur á Reykjanesskaga áfengt öl,
íslenskt, fyrir allt að 100 þús.
dollara yfir árið, en til þess
þyrfti að breyta einu eða tveim
ur orðum í núgildandi laga-
heimild um framleiðslu áfengs
öls, en af einhverjum ástæðum
hefur sú lagabreyting ekki kom
ið til framkvæmda ennþá. og
þess vegna höfum við enga
dollara fengið fyrir ísl. öl á ár-
ínu 1949.
Sælgætisverksmiðjur störf-
uðu dræmt, vegna skorts á efni
vörum, af gjaldeyrisástæðum,
einkum síðari hluta ársins. Ný
verksmiðja, Súkkulaðiverksm.
Linda h.f., Akureyri, tók til
starfa á árinu, vel búin að vjel-
Hráefnin, sem fyrirtækið barf um °íí húsnæði.
að kaupa inn erlendis frá til ^að er athyglisvert, að sala
sælgætis virtist ekki eins ör
síðasta hluta ársins og hún var
i byrjun ársins, er meðal ann-
ars mun #iga rætur sínar að
rekja til hækkaðs framleiðslu-
tolls á árinu, en sem kunnugt
er komst sá tollur í kr. 11.55 á
hvert kg. af konfekti.
Smjörlíkisframlciðslan gekk
með svipuðum hætti og áður.
Innflutningur efnivöru byggð-
ist að mestu leyti á Marshall-
aðstoð. Stundum kom það fyr-
ir, að til vöruþurrðar kom
vegna efnistregðu, eins og t. d.
nú skömmu fyrir jólin.
Nýtt fyrirtæki, Sjörlíkisgerð
bakara, tók til starfa í þessari
grein. Framleiðir sú verksm.
eingöngu fyrir bakarana.
2. Sápuverksmiðjur
Innflutningur á tilbúnum
sápum og þvottadufti erlendis
frá var minni en undanfarin
ár en hins vegar nokkuð meiri
innflutningur á efnivörum til
sápuframleiðslu innanlands. Þó
var efnivöruinnflutningurinn
ekki jafn mikill og framleið-
endur höfðu gert sjer vonir um
byrjun ársins. Reyndist þó
nokkurn veginn hægt að koma
í veg fyrir vöruþurrð á þessum
tegundum, einkum á blautsápu
og þvottadufti. Handsápufram-
leiðslan var hins vegar minni,
einkanlega framan af árinu. —
Eina verksmiðjan í Reykjavík,
sem framleiðir handsápu, byrj-
aði eigi þá framleiðslu fyrr en
seint á árinu, en framleiðir nú
um 100 dús. á dag.
Sápuskömmtunin var afnum-
in á miðju ári, og þá vildi svo
merkilega til, að eftirspurn og
sala þessara vara minnkaði.
3)Fataiðnaður
Framleiðsla vinnufata var
svipuð og s.I. ár. Nægði hún
hvergi vinnufataþörf lands-
manna. Vinnufataskorturinn nú
og síðastliðið ár má rekja til
þess, að árið 1947 gengu allar
varabirgðir af vinnufötum til
þurrðar í landinu, vegna þess
að lítið sem ekkert var veitt af
gjaldeyris- og innflutningsleyf-
um fyrir vinnufataefnum á því
ári.
Framleiðsla á manchettskyrt-
um var sáralítil, vegna þess að
mjög lítil leyfisveiting var til
íðnaðarfyrirtækja fyrir efnivör
um í þær flíkur.
Framleiðsla vinnuvettlinga
gekk tregt vegna þess að efni-
varan var ekki fyrir hendi, af
gjaldeyrisástæðum, nema af
mjög skornum skammti. Eitt-
hvað var flutt inn af tilbúnum
vettlingum. Framleiðsla sjó-
klæða var með svipuðum hætti
nú og undanfarin ár, þó má
þess geta að gerð var tilraun til
þess að framleiða sjóföt úr
nylonefni, er þótti gefast vel.
Vefnaðarverksmiðjur. — Með
tilhti til þess, hve miklu mun-
ar frá gjaldeyrissjónarmiði að
þráður sje fluttur til klæðavefn
aðar og dúkarnir ofnir í landinu
sjálfu, fremur en að flytja dúk-
iana tilbúna, þá var stóraukinn
Frh. á bls. 11