Morgunblaðið - 04.01.1950, Page 14

Morgunblaðið - 04.01.1950, Page 14
14 MORGU TSBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. jan. 1950. Ný bráðskemtileg framhaldssaga: pmMHIIIIlUUtllUIMl Framhaidssagan 1 iiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiniiitiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiii '5 i BASTIONS-FÚLKIÐ I ! , ! | Eftir Margaret íerguson ^ iMHIttMMinilllMllllltUtllttl flllllIIIIIIllll 11111 lllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllUlltlVIUIIIIIIIUIUUIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllllllllllllllMUIIIIIIlllllllllllllllllllllttlMlff^ Það var komið fram í mars- wwsnuð. Vestanvindurinn bljes og næddi utan af Atlantshafinu um strendur Cornwell og feykti sterkum hvirfilvindum um hina fc-áu og hrikalegu kletta við Tremerrion. Efst uppi á brúninni virtist tiann hika, en þegar landið lá framundan breitt og sljettlent, sótti hann í sig kraft og hörku og geistist áfram. Sjórinn, dimm blár og úfinn, og granít-kletta veggurinn var að baki. Fram- undan var lyngivaxið heiða- land með kræklóttum trjárunn um. Hjer og þar stóðu upp úr grófgerðum jarðveginum stórir og að því er virtist óhagganleg- -ir grjóthnullungar. Vindurinn gat blásið óhindr- að allt frá klettunum við Tre- merrion og um það bil fimm mílur inn í landið, þangað til veggurinn á litlu og ömurlegu járnbrautarstó'ðinni varð á vegi hans. Vindurinn kastaðist með ógurlegum ofsa á litlu bygging arnar og það buldi i, eins og skotið hefði verið af fjölda fall byssna í einu Lausar skífur í þakinu hristust til og hótuðu að falla til jarðar. Nálægt einni útbyggingunni lá járnarusl í hrúgu og það buldi í því án af- láts með ægilegum hávaða. Eng inn kom til að festa það nið- ur. I slíkum veðraham. þar sem hávaðinn var nógur til að æra hvern mann, munaði ekki um slíka bylji. Þegar Sherida Binyon steig úí úr sóðalegum járnbrautar- vagninum. sem hún hafði set- ið ein í síðasta klukkutímann, fannst henni hún koma inn í heim þar sem vindurinn og auðnin var allsráðandi. Fram- undan dumbrauðu skýi varpaði sólin undarlega sterkri birtu yf ir landslagið. Hún stóð á litla stöðvarpall- inum og leit í kringum sig. Það var eins hjer, eins og í járn- hrautarvaeninum. Hún virtist eina lifandi mannveran. Hún varð ekki vör við neinar manna ferðir. Einhver hafði fleygt þvældu ferðatöskunni hennar niður úr farangursvagninum Og nú lá hún ein og yfirgefin á stöðvarpallinum. — Nafn- spjaldið hennar á handfanginu feyktist til í vindinum. Enginn var hjer til að taka á móti lienni, enda þótt hún hefði sent skeytið. Tveir litlir fuglar kröfs uðu í moldina skammt frá henni Annað lífsmark sá hún ekki. Hún var bæði þreytt og svöng og snöggvast var hún gagntekin þeirri ömurlegu tilfinningu, að hún hefði ósjálfrátt villst út úr hinum raunverulega heimi og væri nú stödd í öðrum óraun- verulegum og óvinveittum. Hún lagði handtöskuna frá sjer ofan á ferðatöskuna og gægðist yfir lága grindverkið sem hallaðist, að því er virtist, í allar áttir og þjónaði þeim til- gangi að aðgreina stöðvarpall- inn frá öðrum hlutum þessa þeims. Hinum megin við grind Veylöð yai\ grasblettur og syp. vegurinn, mjór og hvítur, þar sem hann teygðist upp ávala hæð, sem skyggði á útsýnið, en orkaði engu um að hægja vind- hraðann. Hún fann hvernig vindurinn greip um hattinn hennar og vafði pilsinu um fót leggina. Henni varð hrollkalt og henni fannst eins og hún væri fest upp á þráð. „Þetta er hlægilegt", hugsaði hún og reyndi að herða upp hugann. „Það hlýtur að vera einhver lifandi mannvera á næstu grösum. Þetta er Tre- merrion-stöðin og það er búist við mjer. Jeg verð að aðhafast eitthvað. Jeg má ekki standa hjer eins og fábjáni, sem hefir verið fleygt út í auðnir Mið- Asíu. Það hlýtur að vera stöðv- arStjóri hjer eða að minnsta kosti sími.“ Hún bjóst einmitt til að snúa sjer að dyrum stöðvarbygging- arinnar, þegar hún sá einhverja hreyfingu á veginum ofan hæð- ina. Það var bifreið, sem nálg- aðist á hraðri ferð. Ef dæma átti eftir brattanum, var henni ekið alltof hratt. Bifreiðin hlaut að koma að járnbrautarstöð- inni, þar sem hún gat ekki sjeð að vegurinn lægi lengra. Hún beið því róleg. Hvað eftir ann- að var vindurinn að því kom- inn að svifta af henni hattinum, svo að hún tók hann af sjer. Hún treysti sjer ekki til að hlaupa á eftir honum út í mó- ana. Kvöldloftið var orðið svalt og vindurinn ljek um brúna hárlokkana, ýfði þá og feykti þeim um vangana. Bifreiðin var komin niður hæðina og beygði niður á flat- lendið hinummegin við grind- urnar. Hún nam staðar og hár ljóshærður, ungur maður steig út. Hann skeytti því ekki að koma inn um það sem átti að vera hið raunverulega hlið að . járnbrautarstöðinni, en smeygði sjer inn um mjóa rifu í grind- verkinu og gekk til hennar. „Eruð þjer ungfrú Binyon? Jeg heiti Logan St. Aubyn. Mjer þykir leitt hvað jeg kem seint, en það sprakk hjá mjer á bíln- um uppi á hæðinni og jeg tafð- ist við þið. Þjer hljótið að hafa verið farnar að halda að við hefðum gleymt yður“. „Jeg hjelt að þið hefðuð ef til vill ekki fengið skeytið frá mjer, en það gerir ekkert til. — Jeg ætlaði að fara að hringja“. — Hún strauk yfir hár sjer og setti litla gula hattinn á sig aft- ur. Hún leit í áttina að ferða- töskunni, sem stóð einmanalee á stöðvarpallinum. „Haldið þjer .... ætli nokkur sje hjer, sem getur tekið þetta fyrir mig?“ „Já, auðvitað. Perowen hlýt- ur að vera hjer einhversstaðar. Hann er annars undarlegur ná- ungi. Honum virðist vera það mjög á móti skapi þegar far- þegi verður eftir á stöðinni hjá honum Perowen!“ Hann gekk yfir pallinn og að lokuðu dyrunum. Sherida beið á meðan. — Logan St. Aubyn? Hver var hann? Ábyggilega ekki húsbóndinn. Hann gat varla verið meira en tuttugu og tveggja eða þriggja ára. En var hann sonur á heimilinu? Hún hafði litla sem enga hug- mynd um þetta fólk. — Þegar Leah St. Aubyn hafði skrifað •henni, hafði hún ekki minnst neitt á fjölskyldu sína. Og eins og var, fannst henni hún vera of þre.ytt til að brjóta heilann um slíkt. Ferðin hafði verið löng og erfið alla leið norðan írá Kdswick. Hún hafði eytt eins litlu og hún mögulega gat í ferðalagið, aðallega nærst á te-i og brauði á járnbrautar- stöðvunum og það með löngu millibili. Henni var kalt og henni fannst vindurinn næða í gegn um sig. Þessa stundina hafði hún ekki mikinn áhuga á St. Aubvn-fólkinu, enda þótt hún mundi innan skamms þurfa að lifa og hrærast innan um það. Undir þessum þungbúna himni, sem virtist samlagast æ meira jörðinni eftir því sem dimma tók, minnkaði einnig undarlega gildi og hlutverk mannveranna. „Hjerna kemur Perowen. — Viltu setja ferðátöskuna aftan í bílinn. Jeg tek hina töskuna. Komið þjer, ungfrú Binyon“. Logan St. Aubvn var kominn aftur út á pallinn og í humátt á eftir honum kom fýlulegur, svartskeggjaður maður, íklædd ur einhverju sem óljóst minnti á einkennisbúning járnbrautar- stöðvarstjóra. „Þakka yður fyrir“, tautaði Sherida. „Jeg vona að hún sje ekki mjög þung. . . .“. Hann gaut augunum þegjandi til hennar, tók miðann. sem hún rietti honum og sveiflaði tösk- unni upp á herðar sjer. Logan gekk á eftir með handtöskuna. „Þier hljótið að vera miög breyttar“, sagði hann. „Manni finnst það muni vera langt og erfitt ferðalag alla leið frá Norður-Englandi og hingað. — Hafið bjer nokkurn tímann kom ið til Cornwall áður?“ „Nei, aldrei. Er húsið langt hjeðan?“ „Rúmlega sex mílur. Það er rjett ofan við Tremerrion-vík- ina. Setjist þier upp í bílinn og jeg skal breiða ábreiðuna vfir yður. Það er að verða kalt“. Hann breiddi þvælt ferða- teppi yfir fætur hennar, rjetti six-pence að Perowen, sem enn var ekki farinn að mæla orð af vörum. Hann( svaraði heldur engu; begar Logan bauð hon- um góða nótt og setti bílinn í gang. Bíllinn hrökk af stað með snöggum kipp. ^JJenriL ^Si/. JJjornóAon MÁLFLUTHINGSSKIIFSTOf A AUSruRSTR>CTI - BÍMI B1S3CI StVÍTÍlIfiðlboli leit að afbrotamanni Eftir JOHN HUNTER 2. ^ — Óheppinn, sagðirðu, svaraði Halligan óðara. — Að þú hafir verið óheppinn. Jeg hugsaði bara að það væri meir undir því koinið að vera leikinn í fótbolta en að vera hepp- inn. — Já! Þú „hugsaðir“, hreytti Dikki út úr sjer. — Hugs- aðir! Hver kenndi þjer eiginlega að hugsa? Það var að koma mikill reiðieldur í loftið allt í kringum þá. Lá nærri, að þeir færu að fljúgast á. Og þar sem jeg er ákaflega hógvær og friðsamur í skapi, þá ákvað jeg nú að kasta klæðum á sverðin, áður en manntjón yrði. — Þegið þið, sagði jeg. Verið þið ekki að rífast eins og hundar yfir beini. Við vitum það allir, að Dikki var algjör- lega mislukkaður sem miðframherji, alveg eins og við vit- um það líka allir, að fólkið hans Halligans æðir um heima á írlandi á kosningadögum og mölvar hauskúpurnar á fjand- inönnum sínum, en það þarf ekkert að vera að kalla það upphátt og kunngera öllum heiminum það. Jeg hafði mjög vandlega íhugað þessa ræðu mína, þannig. að jeg hallaði á hvorugan þeirra, en skammaði þá báða með rjettu jafnvægi. Jeg ætlaðist til að hvor þeirra um sig skUdi mátulega sneiðarnar, sem að þeim yoru rjettar, svo að þeir hættu rifrildinu. En ekki bjóst jeg við að þeir myndu á svo skömmum tíma gerast bandamenn á móti mjer. Jeg var alveg óviðbúinn því og þó nokkuð særður á rjettlætistilfinningu. Þeim gafst því tóm til að hella út úr sjer margs konar vömmum og skömmum um mig. Loksins gat jeg komið fyrir mig vörnum. — Svona, svona, nú er nóg komið. Er það nú rok í ykkur. „Blásið, blásið vetrarvindar.“ En jeg er meira særður á sál en jeg fæ með orðum lýst. Dikki ljet eins og hann dolfjelli og dytti til jarðar, svo að Halligan varð að styðja hann. — Heyrið þau undur, sem gerst hafa. Nabbi er farinn að vitna í skáld. Styddu mig írlendingur. Nabbi er farinn að vitna í Shakespeare. Hlustaðu á perlur viskunnar, sem streyma af vörum hans. — Frænka, viltu nú ekki heldur taka eina knallandi "læpamanna- sögu, heldur en alltaf þessi leiðin- legu æfintj'ri. ★ Hann Ijet ekki platast. Það var á vitfirringahæli. Tveir vistmenn höfðu stolist út, en komu I til baka eftir að dimmt var 01 ðið og ! veltu því fyrir sjer, fyrir neðan gluggann sinn, hvernig þeir ættu að | komast upp og inn í herbergið. ,.Nú veit jeg“, sagði annar, „jeg kveiki á vasaljósinu mínu og þú skríður eftir geislanum upp í gluggann." „Ja — á,“ sagði hinn, „þama kom það, —, nei, góði, jeg þekki þig, þegar jeg er kominn hálfa leið upp, þá slekkur þú.“ ♦ Ákafur matmaður (við unga ný- tisku stúlku): „Viljið þjer afsaka, að jeg borða á meðan þjer eruð að reykja.“ Hún (blíðlega): „Já, það er allt í lagi, á meðan jeg heyri í hljómsveit- inni.“ * Saminála. Nýgiftur maður bauð vini sinum til kvöldverðar, þar sem liann lang- aði mjög mikið til að hann kj nntist konunni sinni. Þau boiðuðu og síðan yfirgaf konan karlmennina og leyfði þeim að vera einum, og njóta saman kaffisins og vindlinganna. „Jæja,“ sagði sá nýgifti, þegar þeir voru orðnir einir. „Mig langar til að biðja þig að segja mjer, Georg, í fullri hreinskilni, hvað þjer finnst um konuna mína. Þú er elsti og besti vinur minn, og jeg veit að þú segir mjer álit þitt satt og rjett.“ „Nú, ef þú vilt í raun og veru fá að vita mina skoðun“, sagði vin- urinn, „þá geðjast mjer ekki að henni.“ „Ekki mjer heldur," var svarið. ★ Sönn hamingja. Emilía: „Jeg er hamingjusamasta stiilkan í heiminum. Jeg ætia að fara að giftast manninum, sem mig lang- ar til að eiga.*’ Rósa: „Uss, það er ekki neitt. Þá fyrst verður stúlka hamingjusöm, þegar hún giftist manni, sem ein- hverja aðra langar til að eiga.“ .................................... | Til leigu I er nú þegar ný ibúð i Lang- { holtshverfi, 3 herbergi, eldhús I og bað. Sjer inngangur. Lán 1 gegn 1. veðrjetti i ibúðirur eða | talsverð fyrirframgreiðsla áskil- i in. Tilboð merkt: „Sóhík — : 381“ sendist afgr. blaðsins. /iiiiiiMmMiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiMMimmiiiiniiiiB Allt til íþrót’aiðkana og ferða’nga. Bellat Hafnnrstr. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.