Morgunblaðið - 08.01.1950, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. janúar 1950.
6
£
*
ÍÞRÓTTIR
anir leggja kapp ó
ii sigra ísiendinga
FrjálsíþróHameitn þeirra eru þegar
: bvrjaðir vi ætingar
DÖNSKU frjálsíþróttamennirnir eru nú þegar farnir að æfa
,af fullum krafti. aðaliega með landslteppnina við ísland fyrir
•tugum, Norski íþróttamaðurinn Stein Johnson, sem nú er þjálf-
: Eri hjá fremsta frjálsíþróttafjelagi Kaupmannahafnar, KIF,
f.kýrði frá þessu í samtali við „Sportsmanden“ í Osló, þegar
hann kom heim í jólaleyfi.
Æfingarnar fara nú fram inn
anhúss, segir hann. Sjerstak-
lega er lögð áhersla á teknisku
hliðarnar í stökkum og köst-
um. Notaðar eru gúmmíkringl-
ur og önnur áhöld, sem hentug
eru inni. Þar að auki er lögð
mikil áhersla á grindahlaup og
stangarstökk.
Fyrst og fremst verður lögð
á það megináhersla að koma
heim frá íslandi með sigur.
Ef ekki tekst að vinna ís-
land fá danskar íþróttir skell,
sem getur verið alvarlegur.
— Jafnvel þótt stórstígar
framfarir Iiafi átt sier stað
í íslensku íþróttalífi, ætti
danskur sigur að vera mögu-
legur með öllum keppnis-
greinum. Langhlaupin eru
ekki við hæfi íslendinga, og
' þar ættu Danir að ná ærnum
stigamun. — G. A.
FULLTRÚARNiR á norræna frjálsíþróttaþinginu í Kaupmanna-
höfn. Sitjandi (talið frá vinstri): Carl Gustav Erlander, Sví-
þjóð, Ancher Jensen, Danmörk, Björn Binderud, Noregur, Th.
Dahl Jensen, Danmörk, Eric Áström, Finnland, Leo Huttunen,
l innland, Guðm. Sigurjónsson, ísland og Birger Bergvall, Sví-
þjóð. Standandi (frá vinstri): H. Blume og P. Madsen, Danmörk
og Reidar Pedersen, Noregur.
Trá norrænct ðrjáls-
sþrélinlvinginu í Höln
HINN 10. og 11. des. s.l. fór
fram, í Kaupmannahöfn, hið
árlega norræna frjálsíþrótta-
þing, þar sem mættir voru full
trúar frá hinum 5 frjálsíþrótta
samböndum Norðurlanda.
Á þinginu voru rædd ýms sam
norræn frjálsíþróttamál. En
samvinna frjálsíþróttasam-
banda Norðurlanda hefur, eft-
ir að styrjöldinni lauk, orðið
mjög náin.
Vegna þess hve næsta sum-
ar er ásetið, sem keppnisár,
meðal annars Evrópu-meistara
mótið í Brussel 23.—27. ágúst
n.k., var lagt til að næsta
keppni „Norðurlöndin gegn
U.S.A.“ færi fram 1951, annað
hvort í Bandaríkjunum eða á
Norðurlöndum.
Næsta Norðurlanda-meist-
aramót í tugþraut og maraþon
hlaupi var ákveðið að fari
fram 1951.
Meistaramót hinna einstöku
Norðurlanda geta eftir vild
farið fram annað hvort 4.—7.
ágúst eða 11.—14. ágúst n.k.
Með hliðsjón af því hefur
stjórn Frjálsíþróttasambands
| íslands samþykkt og óskað eft-
ir að fá dagana 10.—14. ágúst
n.k. fyrir aðalhluta Meistara-
móts íslands.
Þá var ennfremur ákveðnir
dagar fyrir hinar ýmsu lands-
| keppnir, er Norðurlöndin heyja
sín á milli. í sambandi við það
tókust samningar milli Islands
og Dan'merkur um landskeppni
hjer í Reykjavík í byrjun júlí-
mánaðar n.k. Liðið, sem mun
samanstanda af 28 mönnum að
meðtöldum fararstjórn og þjálf
ara, mun koma hingað með
flugvjel en fara hjeðan með
skipi. Keppnisgreinar hafa ver
ið ákveðnar þessar: Hlaup: 100
m., 200 m., 400 m., 800 m„
1500 m. og 5000 m„ 110 m. og
Framhald á bls.12
Afrekaskrá Evrópu
HJER er framhald Evrópuaf-
rekaskrárinnar í frjálsum íþrótt-
um:
Spjótkast:
Berglund, Svíþjóð......... 73 55
Hyytiánen, Finnland....... 72.71
Daleflod, Svíþjóð ........ 72.68
Rautavaara, Finnland .... 72.57
R. Ericson, Svíþjóð ...... 71.35
G. Pettersson, Svíþjóð .... 69 92
J. Sjtjerbakov, Rússland . . 69.40
Lennánen, Finnland ....... 69.18
Nikkinen, Finnland ....... 68.90
Oldén, Svíþjóð ........... 68.84
Kringlukast:
Consolini, Ítalía ........ 54 46
Tosi, Ítalía ............. 52.12
Zerjal, Júgóslavía ....... 51.61
Klics, Ungverjaland ...... 50.60
Partanen, Finnland ....... 50.14
R. Nilsson, Svíþjóð ...... 49.81
Ramstad, Noregur.......... 49.59
Nyqvist, Finnland ........ 49.20
Lipp, Rússland ........... 49.08
E. Eriksson, Svíþjóð...... 49 07
Kúluvarp:
Huseby, íslanð ........... 16.41
Lipp, Rússland ........... 16 38
R. Nilsson, Svíþjóð ...... 16.00
Jouppila, Finnland ....... 15.93
Gorjainov, Rússland ...... 15.78
Savidge, England ......... 15.67
j Lomowski, Pólland ...... 15.59
Yataganas, Grikkland .... 15.58
Lehtilá, Finnland ........ 15.55
Kreék, Svíþjóð ........... 15.50
Sleggjukast:
Nemeth, Ungverjaland .... 59.57
Kanaki, Rússland ........ 58.59
Storch, Þýskaland ....... 57.64
Gubijan, Júgóslavía ..... 56.83
Taddia, Ítalía .......... 56.69
Wolf, Þýskaland.......... 56.38
Strandli, Noregur ....... 56 02
B. Ericson, Svíþjóð ..... 54.79
Toma, Rúmenía ........... 54.70
Clarke, England.......... 54.29
Ef 10 fyrstu mönnum eru gef-
in stig, verður útkoman þessi:
1949 1948
1) Svíþjóð 229.50 307.58
2) Finnland 124.00 106.50
3) Rússland 118.00 98.50
4) Frakkland 113.22 89.75
5) Þýskaland 104.58 64.00
6) England 93.00 58 00
7) Ítalía 50.86 60 00
8) T j ekkóslóvakí a 32.50 63.50
9) Ungverjaland 32.00 15.00
10) Noregur 23.00 29.75
11) Júgóslavía 23.00 14.00
12) Pólland 22.00 9.50
13) Holland 19.00 34.00
14) Belgía 18.00 13.-3 3
15) ísland 14.36 4.00
17) írland 7.00 8.00
18) Danmörk 6.00 19.83
19) Grikkland 3.00
20) Tyrkland 2.50 8.00
21) Rúmenía 2.00 22.50
Er ísland 15. í röðinni af 21
þjóð, sem stig hlýtur. Verður það
að teljast vel af sjer vikið. Ef
tugþrautin hefði verið talin með
í þessari skrá hefði útkoman orð-
ið mun betri fyrir okkur. Við
hefðum hlotið þar 7 stig og orð-
ið í 13. sæti með 21,36 stig.
Xugþrautin.
Þeir Evrópumenn, sem hlutu
meira en 7000 stig í tugþraut í
ár voru:
Heino Lipp, Rússland 7539
1 Pjetr Denisenko, Rússland 7287
1 Ignace Heinrich, Frakkland 7271
Örn Clausen, ísland ...... 7259
Vladimir Votkar, Rússland 7173
Miroslav Moravec, Tjekk. 7071
Armin Scheurer, Sviss 7033
Hinningarorð:
Sigríður Magnúsdóttir
Á MORGUN verður jarðsett f. á
Fossvogskirkju Sigríður Magnús-
dóttir, sem andaðist í Landsspital
anum 31. des. s. 1., eftir langa
baráttu við ólæknandi sjúkdóm.
Sigríður var vestfirsk að ætt,
fædd að Hnjóti í Örlygshöfn 28.
maí 1894. Var hún komin af
hraustum og góðum ættum þar
vestra. Hún ólst upp í foreldra-
húsum, í stórum hópi mannvæn-
legra systkina. Ung að árum flutt
ist hún úr föðurgarði, til þess
að vinna fyrir sjer, sem þá var
algengt um unglinga frá efna-
litlum heimilum. Kom þá fljótt
í ljós atorka hennar og vand-
virkni. Þeir eiginleikar, sem .voru
svo ríkir í fari hennar, og á-
samt ljettri lund og fjölþættum
gáfum gerðu svo minnis-
stæða og hugþekka öllum sem
henni kynntust. 2. des. 1922 gift-
ist Sigríður Halldóri Guðjóns-
syni, hinum ágætasta manni, og
hófu þau búskap hjer í Reykja-
vík. En sambúð þeirra varð stutt,
því að hann fórst með togaran-
um „Róbertson“ í febr. 1925. Sár-
ið var stórt og skarð fyrir skildi,
sem aldrei bættist. En Sigríður
ljet ekki bugast, heldur hóf ó-
trauð baráttu sína fyrir tilveru
sinni og einkadótturinnar, Hall-
dóru, sem ávalt var sem bjart-
ur geisli á æfibraut móður sinn-
ar. Ástúðlegra samband m'lli
móður og dóttur hef jeg aldrei
þekkt. Vann hún nú fyrir sjer
og dótturinni ungu á ýmsum stöð
um, bæði hjá skyldum og vanda-
lausum, þar til árið 1929 að hún
rjeðst að Deild á Álftanesi til Guð
bjartar Jóhannss., sem þar bjó.
Eignuðust þær mæðgur þar ind-
ælt hemili ásamt Ingibjörgu
Kristjánsdóttur, aldraðri konu,
sem einnig dvaldi þar og hefur
verið náið samband á milli þeirra
æ síðan. Á Ðeild dvöldu þær í
12 ár, eða þar til Guðbjartur and-
aðist, fluttust þær þá aftur til
Reykjavíkur árið 1942 og hafa bú
ið hjer síðan.
Þau ár, sem Sigríður dvaldi á
Álftanesi eignaðist hún marga og
góða vini, starfaði hún í Kven-
fjelagi Bessastaðahrepps og var
um tíma í stjórn þess og var
starfi hennar þar og kunnings-
skap, minst með þakklæti til þess
síöasta.
Þetta er i. stórum dráttum ævi-
saga Sigríðar Magnúsdóttur. Hún
lætur ekki mikið yfir sjer og er
án efa svipuð sögu margra ís-
lenskra kvenna, sem unnið hafa
störf sín í kyrþey og hafa þurft
að sjá sjer og sínum farborða
með vinnu sinni. En. Sigríður var
að mörgu leyti óvenjuleg kona.
Jeg var barn að aldri er leiðir
okkar lágu saman, og var svo
heppin að eignast hennar traustu
vináttu, sem aldrei brást og var
mjer svo mikils virði. Sigríður
var gædd óvenju góðum gáfum
og auðgaði anda sinn með lestri
góðra bóka. Síðari hluta æfi henn
ar var heilsan tæp og varð hún
að liggja erfiðar sjúkdómslegur,
bæði heima og í sjúkrahúsum. Þá
korn „est í Ijós kjarkur hennar
og saiarþrek, sem aldrei Ijet bug-
ast og gerðu henni kleift að sigra
erfiðleikana.
Nú ert þú horfin, kæra
frænka, en minningin um þig lif-
ir, björt og fögur, í hugum okk-
ar sem þekktum þig, og þar ber
aldrei skugga á.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt“.
Hulda S. Helgadóttir,
MiiiiiiiiiriiitiiiiiiiiciuiiiuikmiiimiiiiiimiiiiMMiiiiim
s-' ~ «
3
f Áuglýs&ndur afhugio! í
: * 1
I að Isafold og Vörður er §
f vinsælasta og fjölbreytt- |
; asta blaðíð í sveitrro |
] landsins. Kemur út einu 1
i sinro vi k 16 síður. i
í LUTNIKGSSKIHFSTOrA
ÁuSfUBSTfJÆTI 1« - BÍMI 31530..
Kf Loftur <it þad akfeí
— Þá hver?
■ ■
| Kjötsöy og pylsuskurbarhnífur !
■ ■
■ ■
■ ■
I óskast.
■ ■
■ ■
■ ■
I Upplýsingar í síma 7644 eftir kl. 7 í kvöld.
■ ■
| Verslunarpláss [
: ■
• ■
; sem næst miðbænum, óskast leigt hið fyrsta— fyri-r- :
■ ■
; fram greiðsla, ef oskað er. :
■ ■
• "
j Tilboð merkt „205“ — 0473, sendist á afgreiðslu J
: blaðsins. '